Dagur - 29.01.2000, Blaðsíða 1
Laugardagur 29. janúar 2000
83. og 8A. árgangur - 20. tölublað
Beinir skattar hafa
tvöfaldast frá 1987
Beinir skattar hafa
hækkað úr 8,2% af
landsframleiðslu árið
1987 uppí 16,8%
árið 1998. Skattleys-
ismörkin ættu að vera
yfir 80.000 krónur.
Beinir skattar hins opinbera (rík-
is og sveitarfélaga) hafa hlut-
fallslega tvöfaldast frá því árinu
áður en staðgreiðslukerfið var
tekið upp, samkvæmt skýrslum
Þjóðhagsstofnunar. Árið 1987
voru beínir skattar 8,2% af vergri
landsframleiðslu (VLF), svipað
hlutfall og mörg næstu ár á und-
an. Fyrsta staðgreiðsluárið
hækkuðu þeir í 11,2% af VLF og
síðan jafnt og þétt upp í 16,8% af
landsframleiðslu árið 1998 -
þegar beinir skattar voru orðnir
50% hærri en fýrsta staðgreiðslu-
árið og tvöfalt hærri en þar áður.
Skattar aldrei hærri en nú
Heildarskatttekjur hins opinbera
voru rúm 31% af VLF síðustu
árin fyrir skattkerfisbreytinguna
en 35% árið 1988 svo töluverðri
skattahækkun var laumað inn í
leiðinni. Árin 1998 og 1999
voru skattarnir ríflega 35% af
VLF - og raunar
hærra hlutfall en
nokkru sinni í
sögunni, nema
1959.
Skattleysis-
mörkin yfir 80
þúsund
Stóra breytingin
frá 1987 er gríð-
arleg tilfærsla
milli beinna og
óbeinna skatta. I
stað þess að vera
næstum þrefalt
hærri 1987 (um
48 milljarðar á
móti 17 milljörð-
um) voru óbeinir
skattar orðnir litlu hærri en
beinir árið 1998 (108 milljarðar
á móti 99) árið 1998. Beinu
skattarnir nær sexfölduðust
þannig í krónum talið á sama
tíma og þeir óbeinu rúmlega tvö-
földuðust. Enda væru skatleysis-
mörkin nú orðin vel yfir 80 þús-
und á mánuði hefðu þau fylgt
hækkun verðlags og launa.
Hálf milljón
á skattgreiö-
anda
Miðað við
óbreytt hlutfall
VLF frá 1987
hefði upphæð
beinna skatta
verið um 45
milljörðum
króna lægri
1998 (um
220.000 krón-
um að meðal-
tali á hvern
framteljanda
eða langt í
hálfa milljón á
hvern skatt-
greiðanda) - en
33 milljörðum lægri miðað við
sama hlutfall og fyrsta stað-
greiðsluárið.
Beinir skattar eru að
langstærstum hluta skattar af
tekjum og eignum einstaklinga,
Ari Skúlason, framkvæmdastjórí
ASÍ: „Auðvitað er þetta rýrnun á
kaupmætti"
þó lögaðilar greiði nokkurn
hluta þeirra. Obeinu skattarnir
hefðu orðið að sama skapi hærri,
en hlutfall þeirra hefur lækkað
úr 23% af VLF árið 1987 niður í
um 18% síðustu ár.
Ekki í kaupmáttarútreikn-
ingiun
En hefur stöðug hækkun beinna
skatta verið tekin inn í almenna
kaupmáttarútreikninga síðustu
ára? „Nei beinir skattar mælast
ekki beint inn inn í kaupmáttar-
útreikninga né heldur inn í vísi-
tölu neysluverðs. Hún mælir
bara óbeina skatta," sagði Ari
Skúlason, framkvæmdastjóri
ASÍ.
„En auðvitað er þetta rýrnun á
kaupmætti, það gefur auga leið -
eins og fólk hefur verið að finna
og við að halda fram,“ segir Ari.
Og auðvitað sé skattkerfið, sem
komið var á árið 1988, nú allt
öðruvísi en það átti að verða.
Þannig séu skattleysismörkin
m.a. miklu lægri en að var stefnt.
„Það er því alveg ljóst að skatt-
byrðin hefur þyngst jafnt og
þétt,“ sagði Ari Skúlason. - HEl
Ekki allir vitni
„Eðli kynferðisbrota er að þau er
erfitt að sanna, því vitni eru
sjaldnast til staðar og sönnunar-
gögn skortir," segir Rúna Jóns-
dóttir hjá Stígamótum um stuðn-
ingsyfirlýsingu 1 13 einstaklinga
við sakborning vegna nauðgunar-
máls. „I þessu tiltekna máli ligg-
ur hvoru tveggja fyrir. Eg skil
ekki vel tilgang stuðningsyfirlýs-
ingarinnar. Velti því fyrir mér
hvort hér sé um tilraun að ræða
til þess að hafa áhrif á dómara í
Hæstarétti, eða hvort tilgangur-
inn sé að hreinsa mannorð pilts-
ins í bæjarfélaginu og þar með
ásaka stúlkuna um rangar sakar-
giftir. Þessir 113 einstaklingar
voru ekki allir vitni að því sem
raunverulega átti sér stað og mér
þykir þeir nokkuð djarfir að setj-
ast í dómarasætið." Rúna segir
Stígamótakonur, ekki fremur en
aðra, geta hugsað sér að saklaus-
ir menn séu dæmdir. „Hingað til
höfum við þó aldrei lent í því að
efast um að dómar séu of margir
eða of strangir." - Hl
Oft kemur það íslendingum á óvart þegar vetur konungur minnir þá á að þeir búa á ÍSLANDI. Þessi reykvíska
kona þurfti að skafa snjó af bílnum í vikunni og væntanlega aftur í morgun, því samkvæmt veðurspánni í gærdag
var gert ráð fyrir stormi um allt land, með snjókomu og éljum.
Tel niig engan
raunsóknar-
blaðamann
„Það eru í raun forréttindi að
vera með svona langan þátt þar
sem ég má tala um nákvæmlega
það sem mér sýnist og sleppa
öllu sem mér þykir leiðinlegt. Eg
þarf ekki að tala við einhverja
Herbalife-sölumenn, þunglynd-
issjúldinga eða fulltrúa frá um-
ferðarráði. Ef þetta fer að verða
leiðinlegt, þá nenni ég því ekki. I
rauninni Iít ég fýrst og fremst á
mig sem skemmtikraft og tel mig
ekki vera neinn rannsóknar-
blaðamann sem hafi það hlut-
verk að hreinsa til í íslensku
samfélagi eða vinna því eitthvert
sérstakt gagn.“ Þetta segir Egill
Helgason, sem slegið hefur í
gegn með sjónvarpsþætti sínum -
en hann er í helgarviðtali Dags.
„Það er alveg
ljóst í mínum
huga að sam-
runa spítalanna
hlýtur að fylgja
sameining
sviða og deilda
til þess að gera
reksturinn sem
hagkvæmastan
og þjónustu við
sjúklinga sem allra besta. Með
þessu tel ég að sé hægt að spara
peninga - og slíkt þarf ekki að
þýða lakari þjónustu," segir Guð-
ný Sverrisdóttir, sem nýverið var
skipuð formaður stjórnarnefndar
spítalanna í Reykjavík, í ítarlegu
viðtali við helgarblað Dags.
íslensk kona, Sigríður Ragna
Sverrisdóttir, siglir um þessar
mundir á litlum trébáti frá Suð-
urskautslandinu til eyjarinnar
Suður-Georgíu. Hún tekur þátt í
ferð sem er til að minnast sögu-
frægs Ieiðangurs Shackietons.
Sagt er frá Sigríði Rögnu í helg-
arblaðinu.
Og svo er auðvitað fjölmargt
annað að lesa í 48 blaðsíðna
helgarútgáfu Dags.
Góða helgi!
Guðný
Sverrisdóttir.
0 inDesn
Husqvama
KALDIRDAGAR
Lógmúla 8 • SÍrni530 2800 I
www.ormsson.is I
Tilboð á kælis
frystiskápum og frystikist
frá 21. janúar til 5. febrúar
P
ú , f
P- ;|*
3 E
H JBM * •‘Tf. _J t. f, *- ■*»
t -V P&=1
|