Dagur - 29.01.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 29.01.2000, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 - S FRÉTTIR Skorað er á Svan að gefa kost á sér Eftir „eldmessu46 Svans Kristjánssonar prófessors á fundi SamfylMngarinnar á dögunum er nú þrýst á hann að fara í for- mannsslaginn. Hann segist vera að íhuga málið. „Eg get staðfest það að margir minna vina og samstarfsmanna úr pólitík í gegnum tíðina hafa skorað á mig að gefa kost á mér til formennsku í Samfylkingunni. Þetta er enginn fjöldi fólks og ef ég lít út um gluggan hér heima hjá mér stendur fólk ekkert í röð- um fyrir utan dyrnar. En þetta er fólk sem ég tek mark á og þess vegna er ég að velta þessu fyrir mér,“ sagði Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, í samtali við Dag í gær. Svanur hefur kennt stjórn- málafræði við Háskólann um langt árabil og hann hefur líka lengi verið virkur í stjórnmálum vinstra megin við miðju eftir að hann söðlaði yfir úr Sjálfstæðis- flokknum og til vinstri. Það vita ekki allir hversu stóran þátt hann átti í því að R- listinn í Reykjavík varð til, en hann er einn af þeim sem þar komu mest við sögu. Hann segist lengi hafa verið gagnrýninn á margt í starfi bæði Alþýðubanda- lagsins og síðan Samfylkingar- innar og þeirri gagnrýni hafi hann haldið á lofti bæði oft og lengi. „Eldmessan“ Svo var það á laugardaginn fyrir viku að hann mætti á fund Samfylk- ingarfélagsins í Reykjavík og hélt þar ræðu. Hann segist hafa riljað þar upp margt úr sinni gagnrýni á vinnubrögð vinstri flokkanna og þá ekki síst á vinnubrögð Sam- fylkingarinnar fyrir kosningarnar í vor. „Ég hélt þarna mína „eld- messu" enda var mér mikið niðri fyrir og ég talaði lengi. Auk upp- rifjunar á gagnrýni minni lagði ég á borðið hugmyndir sem ég tel að taka eigi upp í starfi Samfylking- arinnar og þá ekki síst í sam- bandi við komandi stofnfund. Ég fann að það var mikil stemmning fyrir því sem ég var að segja í lok fundarins og ég fékk góðar und- irtektir. Fólk gekk af fundi með bros á vör og ánægt með hug- myndirnar sem ég viðraði. En svo gerðist það sem ég átti ekki von á. Fólk hafði samband við mig eftir fundinn og spurði mig hvers vegna ég gæfi ekki kost á mér til formennsku til þess að fram- kvæma þessar hugmyndir um hvernig eigi að gera hlutina, sem ég væri að leggja fram og sögðust skyldu styðja mig til þeirra verka. Og einmitt þess vegna er ég að íhuga það mál,“ sagði Svanur Kristjánsson. - S.DÓR Útúrsnim- ingar Geirs Miðstjórn Rafiðnaðar- sambands Is- lands, RSÍ, kom saman til fundar í gær og sendi frá sér ályktun. Þar frábiður stjórnin sér „þá útúrsnún- inga sem fjár- málaráðherra er með í fjöl- miðlum.“ Verkalýðshreyfingin hafi ítrekað kynnt tillögur um hvernig hægt sé að leiðrétta mis- tök í skattkerfinu með réttlátum breytingum. Það er mat mið- stjórnar RSÍ, að það þurfi að Iiggja ljóst fyrir á næstu dögum hvort stjórnvöld ætli að gera eitthvað til þess að leiðrétta þetta. „Fjármálaráðherra getur vafningalaust svarað því hvað ríkistjórnin hyggist gera. Það mun hafa veruleg áhrif á gang kjaraviðræðna. RSÍ mun ásamt öðrum landsamböndum ekki undirrita kjarasamninga, fyrr en stjórnvöld hafa komið fram með viðunandi tillögur um lausn of- angreindra atriða. Hér er ekki um einhverja söluvöru að ræða í kjarasamningum heldur réttlæt- ismál,“ segir í ályktun RSÍ. Rafiðnaðarsam- bandið segir Geir Haarde vera með útúrsnúninga. Vilja skoða sam- keppnishæfi Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins annars vegar og verslunarmanna hinsvegar, hittust á fundi í gær. Fv. Magnús L. Sveinsson og Ari Edvald. Lengst til hægri má sjá Pétur Maack. mynd: e.úl. Fulltrúar Landssambands ís- lenskra verslunarmanna (LÍV) og Verslunarmannafélags Reykjavíkur (VR) áttu sameigin- legan fund með Samtökum at- vinnulífsins í gær. Þar voru kröf- ur LIV og VR, sem eru að miklu leyti samhljóða, kynntar vegna endurnýjunar kjarasamninga. Kröfugerð LÍV var aðeins lögð fram á fundinum en engar við- ræður áttu sér stað. Samtök at- vinnulífsins hafa nú fengið kröfugerðir allra landssambanda og stærstu félaga innan ASÍ og næstu skref verða væntanlega stigin í byrjun næstu viku. I kröfugerð LÍV er kveðið á um markaðslaun, líkt og hjá VR, laun sem endurspegli vinnu- framlag, menntun, starfsreynslu og ábyrgð í starfi. LIV vill að lág- markslaun verði hækkuð sér- staklega. Samhliða gerð aðal- kjarasamnings verði gerðir sér- stakir vinnustaða- eða fyrirtækja- samningar til að tryggja að lág- markslaun verði ekki lægri en 90 þúsund krónur á mánuði fyrir dagvinnu. „Samið verði urn al- menna prósentuhækkun á laun- um sem taki gildi við undirskrift. Hækkunin taki mið af samnings- tíma, auknum kaupmætti og markmiðinu um stöðugleika," segir ennfremur í kröfugerðinni. 1 kröfugerðinni vekur athygli að því er beint til samningsaðila að þeir leiti sameiginlega til ríkis og Byggðastofnunar um að stof- na nefnd er meti samkeppnis- hæfni verslunar í dreifbýli. Einnig er þess farið á leit að starfsfólk hafi á vinnustað að- gang að læstum hirslum fyrir persónulega muni en þjófnaðir úr aðstöðu verslunarfólks hafa verið áberandi að undanförnu. Gult spjald á SVFÍ Samkeppnisráð hefur beint þeim tilmælum til Slysavarnarfélags íslands (SVFÍ) að ef björgunar- bátar í eigu félagsins selji þjón- ustu sína á markaði gegn greiðs- lu skuli verðlagning þeirrar þjón- ustu ekki hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Tveir aðilar, Sjóverk og aðstoðarskipið Elding, kvört- uðu til Samkeppnisstofnunar í fyrra yfir starfsemi björgunarbáta SVFÍ. Töldu þeir starfsemi SVFÍ njóta óbcins stuðnings frá ríkj ogj( sveitarfélögum, t.d. í formi nið- urfellingar á gjöldum. Þrátt fyrir þetta sé tckið fullt gjald fyrir að- stoð við fisldskip eins og um einkarekið fyrirtæki væri að ræða. Þá kemur einnig fram í er- indinu að það sé óeðlilegt að sú starfsemi félagsins sem rckin sé í samkeppni við einkaaðila sé aug- lýst og kynnt. Loks segir í erind- inu að sá samkeppnisrekstur sem SVFl sinni geti ekki staðist sam- félagið sé komið út fyrir það svið sem því er ætlað sem sé slysa- varnir og leit að fólki í neyð. Samkeppnisráð telur að sam- keppnisþjónustu eigi að verð- leggja með hliðsjón af þeim kostnaði sem henni tengist. Við mat á kostnaði skuli m.a. hafa hliðsjón af fjárbindingu í tækjum og búnaði og reikna eðlilega markaðsvexti af þeim. Ennfrem- ur skuli i verðlagningunni reikna keppnislög og kvartendur telji að með husnæðiskostnaði.. Svipaö umfang framkvæmda „Mér sýnist að framkvæmdir í ár vcrði svipaðar í umfangi og á síðasta ári. Að vísu eru að koma inn aftur verkefni sem búið var að fresta, samanber Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem framkvæma á á stuttum tíma. Það sýnir sig að það er ekki góð aðferð við að draga úr þenslu með því að fresta framkvæmdum sem hafa ákveðinn lokapunkt. Bæði gerir það framkvæmdina erfiðari og dýrari að mínu mati. Það ánægju- Iega er að þeir sem standa að útboðum verkefna virðast vera að taka mark á okkur, þ.e. að aðferðin við að draga úr þenslunni er að lengja verktíma og undirbúa verkin betur,“ sagði Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Dag en samtökin efndu í gær til Utboðsþings, kynningarfundar um verklegar framkvæmdir árs- ins. Þar var gerð grein fyrir framkvæmdum á vegum Reykjavíkurborg- ar, Framkvæmdasýslu ríkisins, Siglingastofnunar, Landsvirkjunar og Vegagerðarinnar. Fyrsti margmiðlimarskóliiui Björn Bjarnason menntamála- ráðherra vígði nýjan Margmiðl- unarskóla í vikunni, þann fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Að skólanum standa Prenttækni- stofnun og Rafíðnaðarskólinn, sem sameinað hafa krafta sína og þekkingu. Skólastjóri er Jón Árni Rúnarsson. Hvatning frá Húsavík Á stjórnar- og trúnaðarmannaráðsfundi Verkalýðsfélags Húsavíkur í fyrrakvöld var heilshugar tekið undir kröfur samninganefndar VMSÍ og Landssambands iðnverkafólks sem m.a. feli í sér hækkanir á lægstu launum, samið verði um starfsmenntunarsjóð og skýr tengingar- og opnunarákvæði verði í samningnum, komi til þess að samnings- forsendur raskist. Jafnframt var skorað á Samtök atvinnulífsins að verða við „hógværum" kröfum VMSI og LI, sem tryggja verkafólki 80 þúsund króna lágmarkslaun við undirskrift samnings. Verkalýðsfélag Húsavíkur hvetur verkafólk til að standa saman í komandi kjaradeilum og hvika hvergi frá sanngjörnum kröfum sem Iagðar hafa verið fram. Vitni vantar Lögreglan lýsir eftir vitnum að mjög alvarlegri líkamsárás, sem átti sér stað aðfararnótt mánudagsins 3. janúar síðastliðinn um kl. 2:15 á Austurvelli, til móts við Hótel Borg. Réðust þar tveir menn á mann og slógu hann niður og spörkuðu síð- an í höfuð hans. Talið er að árásarmennirnir séu á aldrinum 20 - 25 ára og mun annar þeirra vera skolhærður og grannvaxinn, en hinn dökkhærður og þrekvaxinn. Þeir sent geta gefið upplýsingar um árás- ina eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík, - FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.