Dagur - 29.01.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 29.01.2000, Blaðsíða 8
I 8 - LAUGARDAGUR 29 . JA NÚAR 2000 v FRÉTTASKÝRING Flokkssysturnar Siv Friðleifsdóttir og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir „glímdu“ á Náttúru- vemdarþingi. Ólöf von- ar að augu ráðamauua opnist sem fyrst. Siv gagnrýnir vinuubrögð Náttúruvemdarráðs. Þingfulltmar á móti því að leggja ráðið nið- ur. Það er ekki laust við að liilltrúar á 10. Náttúruverndarþinginu hafi við upphaf þess í gær verið fullir eftir- væntingar, því ballið byijaði með ræðum tveggja kvenna, flokkssystra í Framsóknarflokknum, sem tekist hafa á um hlutverk Náttúruvernd- arráðs að undanfömu; Sivjar Frið- leifsdóttur umhverfisráðherra og Olafar Guðnýjar Valdimarsdóttur formanns ráðsins. A göngum Hót- els Loftleiða spurðu þingfulltrúar hvíslandi: Kemur til uppgjörs? Láta þær allt flakka? Ræðurnar voru hófstilltar og kurteislega orðaðar, en ollu ekki vonbrigðum því undiraldan var greinileg; í ræðu Ólafar, hins fráfar- andi f’ormanns ráðsins, kom fram töluverð gagnrýni á stefnu ríkis- stjórnarinnar í náttúruverndar- og virkjanamálum - og dugði ekki til þótt hún reyndi að tala sem mest undir rós. I ræðu umhverfisráð- herra kom fram sú hugmynd að leggja Náttúruverndarráð niður. Ohætt er að segja að töluvert meira, hærra og lengur hafí verið klappað eftir ræðu Ólafar en ráð- herrans, en á öðrum vettvangi hefði það sjálfsagt farið á hinn veginn. „Vona að augu ráðamanna opnist í tæka tíð“ Ólöf Guðný greindi í ræðu sinni frá hlutverki ráðsins og hvernig að því hefði verið búið - illa. „Mikill tími hefur farið í að fóta sig í nýju um- hverfi náttúruvemdarmála og að átta sig á breyttri stöðu ráðsins. Smám saman hafa störf ráðsins verið að taka á sig fastari mynd, en ráðgjafarhlutverk ráðsins gagnvart umhverfísráðherra er ennþá óljóst. Brýnt er að þar verði ráðin bót á svo Náttúruverndarráð fái farveg til að sinna lögbundnu hlutverki sínu sem best.“ Ólöf greindi frá því að ráðið hefði lagt til við umhverfisráðherra að skýrslur yrðu unnar þar sem Iagt yrði mat á „að hve miklu leyti um- hverfissjónarmið kæmu til með að hafa áhrif á einstaka virkjunarkosti. I svarbréfí kom fram að umhverfis- ráðuneyti og iðnaðarráðuneyti voru í viðræðum vegna rammaáætlunar ríkisstjórnarinnar og óskaði ráðið eftir að fá að taka þátt í vinnu við gerð rammaáætlunarinnar. Ekki var orðið við erindinu. Ráðið sendi nýj- um umhverfisráðherra athuga- semdir vegna rammaáætlunarinnar og fékk ómaklega gagnrýni fyrír.“ Ólöf vék að mismunandi skiln- ingi ráðsins og ráðherra á ráðgjafa- hlutverki ráðsins og sagði að það hefði talið sér skylt að eiga frum- kvæði að ráðgjöf, m.a. að gera at- hugasemdir sem lögboðinn málsvari náttúruverndar á íslandi. Þetta hafi hlotið gagnrýni, sem sé miður. Því næst vék Ólöf að fram- tíðarsýn sinni og þar var að finna beittustu ádeiluna á stjórnvöld, þegar hún varpaði fram spurning- unni um hvað lífsgæði væru. Hún sagði mikilvægt „að standa vörð um náttúru Islands og hlúa að henni. Viljum við fórna ómetan- legri náttúru íyrir verðmæti af ver- aldlegum toga, sem óvíst er að leysi vanda okkar þegar til Iengri tíma er litið? Viljum við flytja inn verk- smiðjumenningu frá mið-Evrópu og gera hana að íslenskri menn- ingu?“ spurði hún og síðar áfram: „Viljum við vera í fararbroddi þjóða heimsins í umhverfismálum og skapa störf með þá stefnu að Ieiðar- Ijósi eða viljum við nýta náttúru- auðlindir og fórna náttúruperlum til að byggja upp orkufrekan iðn- að?“ spurði hún. Og gaf sjálf svarið: „Eg vona að augu ráðamanna opn- ist í tæka tíð og náttúruvernd fái sama vægi og önnur nýtingarsjón- armið við ákvarðanatöku í atvinnu- og byggðamálum." Ráðherra: Sérkeiuáleg vinnuhrögð Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra segir hlutverk Náttúruvernd- arráðs að vera ráðherra til ráðgjafar - og hún leggur þunga áherslu á orðið ráðgjafar. „Ráðgjöfin hefur falist í því, t.d. nú í sumar, að senda ályktun til mín, til fjölntiðla og til ríkisstjórnar. Að mínu mati í mjög furðulegu formi. Það var hringt til okkar í ráðuneytinu og ég beðin um að lesa ályktunina - og hina meintu ráðgjöf - í hvelli þar sem þetta væri á leiðinni í fjölmiðla. Eg tel að þessi vinnubrögð séu nokkuð sérkenni- leg og að lögskipað ráð, sem hefur það hlutverk samkvæmt lögum að vera ráðherra til ráðgjafar, þurfí að stunda önnur vinnubrögð. Það er mitt mat, eftir að hafa skoðað lögin og skoðað í hvaða formi ráðgjöfin er. Auðvitað er það alltaf matsatriði hvað stendur f svona ályktunum. En þessi vinnunrögð líktust mun frekar vinnubrögðum frjálsra fé- Iagasamtaka, sem eðli málsins sam- kvæmt hafa mikinn áhuga á því að koma ályktunum sínum á framfæri og taka þátt í umræðunni. Ég lít ekki á Náttúruverndarráð sem fijáls félagasamtök.“ Ráðherra segir að samsetning ráðsins sé óheppileg. „Þar eru bæði kosnir fulltrúar, fulltrúar eftir til- Fulltrúar á Náttúruverndarþingi hlustuðu eftirvæntingarfullir á ræður umhverfisráðherra og fráfarandi formanns Náttúru þings í gær. Á bak við kurteis orð var þung undiralda. nefningu samtaka og fulltrúar sem ráðherra tilnefnir. Samsetningin býður upp á árekstra. Ég hef hitt ráðið þrisvar sinnum frá því í haust og hef rætt þessi mál þar. Ég hef fundið að þar eru einnig uppi skoð- anir um að óeðlilegt sé hvernig ráð- ið er skipað.“ Samsetning ráðsins leiðir til átaka Ætlar ráðherra að leggja ráðið nið- ur og láta frjáls félagasamtök fá peninga þess? „Það eru þrjár lausn- ir sem aðallega hafa heyrst. I fyrsta lagi að skipa eingöngu sérfræðinga í ráðið eftir tilnefningum, en að enginn sé kosinn í það. I öðru lagi að allir fulltrúar verði kosnir á Nátt- úruverndarþingi, sem gengur í þveröfuga átt. Þriðji möguleikinn er að leggja ráðið hreinlega niður og þá með hliðsjón af hlutverki Nátt- úruverndar ríkisins, en deila út því fjármagni sem ráðið hefur fengið til umsýslu, íjórum milljónum króna, til frjálsra félagasamtaka. Það er ekki búið að taka neinar ákvarðan- ir, en ég tel að núverandi samsetn- ing sé óheppilcg og það hefur sýnt sig að hún hefur leitt til árekstra. Menn hafa misjafnar skoðanir á því hvað ráðið eigi að gera og það staf- ar af samsetningu ráðsins." Spilar inn í þetta persónuleg tog- streita milli Siyjar og Ólafar Guð- nýjar, fráfarandi formanns ráðsins? „Alls ekki. Hún tjáði mér í júní, skömmu eftir að ég varð ráðherra, að hún vildi hætta sem formaður ráðsins. Löngu áður en við fórurn að ræða hlutverk ráðsins. Við höf- um mismunandi sjónarmið á hlut- verki ráðsins. Ég sé í lögunum að ráðið hafi ráðgjafarhlutverki að gegna og þá þarf það að nota vinnu- brögð sem samsvara því. Ég er alls ekki að fara fram á að ráðið sé sam- mála hvorki umhverfisráðherra, ríkisstjórn né öðrum í einstökum málum, en meðan lögin eru eins og þau eru verður ráðið að breyta um vinnubrögð," segir Siv. Ráðiö á að veita aðhald Þórunn Sveinbjarnardóttir, þing- inaður Samfylkingarinnar, segir ljóst að gagnrýni formanns Nátt- úruverndarráðs sé á rökum reist. „Nú hefur komið í Ijós að miðað við lögin sem samþykkt voru 1996 hefur hlutverki ráðsins ekki verið sinnt. Hlutverkið er skilgreint, en að mínu mati hefur ráðinu ekld verið búin sú aðstaða sem ráðið þarf að hafa. Það nær auðvitað engri átt að skipa ráð sérfræðinga, sem á að veita ráðherra ráðgjöf og leggja faglegt mat á náttúruvernd, þegar ráðið hefur enga aðra að- stöðu en heimili formanns ráðsins. Það þarf auðvitað að búa svo um hnútana að Náttúruverndarráð geti starfað að þeim verkefnum sem því hefur verið falið. Ég er þeirrar skoðunar að það hafí mjög mikil- vægt aðhaldshlutverk, að það eigi að vera til ráðgjafar og eigi að hafa frumkvæði, eins og formaður ráðs- ins nefndi í ræðu sinni um skýrslu ráðsins. Formaðurinn nefndi einn- íg að ráðið hefði fengið bágt fyrir og álit þess túlkað sem gagnrýni - en það er einmitt hlutverk ráðs Úlöf Guðný Valdimarsdóttir: Viljum við vera í fararbroddi þjóða heims- ins í umhverfismálum og skapa störf með þá stefnu að leiðarljósi eða viljum viö nýta náttúruauðlindir og fórna náttúruperlum til að byggja upp orkufrekan iðnað? Siv Friðleifsdóttir: Þriðji möguleikinn er að leggja ráðið hreinlega niður og þá með hliðsjón af hlutverki Náttúruverndar ríkisins, en deila út því fjármagni sem ráðið hefur feng- ið til umsýslu, fjórum milljónum króna, til frjálsra félagasamtaka. Þórunn Sveinbjarnardóttir: Ég sé ekki í fljótu bragði að annað geti leyst hitt af, heldur þurfi hvort tveggja að vera til og vinna saman. Bæði samtökin og ráðið eiga skilið miklu betri stuðning frá stjórnvöld- um en raun ber vitni. Katrín Fjeldsted: Ráðgefandi hlut- verk hlýtur að innifela það, að koma með ábendingar og skoðanir að fyrra bragði á málum sem þess- um. Það er síðan ráðherrans að ákveða hvernig hann fer með þessa ráðgjöf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.