Dagur - 29.01.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 29.01.2000, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 - 7 X^r- RITSTJÓRNARSPJALL Rónanúr sem koma óorði á brennivíiiið Oft er því haldið fram að menn læri aldrei af reynslu annarra og sjaldan af eigin reynslu. Fram- vinda sögunnar kemur mönnum ekki við og því er óþarfi að líta aftur en einblína á nánustu framtíð og telja að vegferðin sé bein og greið þar sem allt gengur í haginn, að minnsta kósti næstu vikurnar. Kunnáttumenn telja að einlægur alkóhólisti líti ekki lengra fram á veginn en'að næsta sjússi. Hann mælir framtíðina ekki einu sinni flöskum og timb- urmennirnir á morgun eru svo fjarlægir, að ekki tekur að leiða hugann að þeim - svo lengi sem næsti sopi er í sjónmáli. Að sagan hafi tilhneigingu til að endurtaka sig vita fæstir, þar sem jafnvel Bítlarnir eru orðnir fjarlæg fortíð en sýndarveruleiki hátækninnar vísar veginn til glæstrar og gróðavænlegrar framtíðar. Gönuhlaup hluta- bréfamarkaða er ekkert nýtt íyr- irbæri og hafa margir hagnast vel á þeirri bjartsýni sem fylgir slík- um viðskiptum og enn fleiri hafa tapað þegar fjarar undan há- timbruðum spilaborgum ósk- hyggjunnar. Fjárglæfrar Einars Benedikts- sonar eru fyrir Iöngu orðnir að þjóðsögum, en hafa nú verið dregnir fram í dagsljósið af Guð- jóni Friðrikssyni sagnfræðingi, sem jafnframt hefur kannað það efnahagsumhverfi sem skáldið hrærðist í. Það er margt furðu líkt með aldamótaárunum 1900 og 2000, þegar að er gáð. Raf- magn, bílar, útvarp og flugför voru hátækni þeirra tíma, sem allar vonir voru bundnar við ásamt með guðlegri forsjón, sem var túlkuð eftir hentugleikum og var þeim drjúg gróðalind sem kunnu með að fara. Nú horfa menn til framtíðar í tölvuskjám sínum og þar er óskilgreindur hugbúnaður það sem koma skal. Köfun inn í atóm, frumur og gen er leiðin til að öðlast eilíft líf og eru hluta- bréf í eilífðinni seld dýrum dóm- um. Breskur vinur og viðskipta- félagi Einars Ben. breytti sínu stóra fyrirtæki í bænastofu, þar sem fyrirbænir voru þuldar gegn greiðslu á mörgum hæðum og þénaði viðskiptajöfurinn sem aldrei fyrr á þeirri starfsemi. Einar braskaði með fossa og námur. Bændur seldu vatnsrétt- indi undan jörðum sínum fyrir stórfé og þeir sem keyptu seldu enn öðrum með ævintýralegum hagnaði og námuréttindi voru einnig mikill gróðavegur. Stofn- uð voru félög til að kaupa vatns- réttindi, önnur til að selja þau aftur með hagnaði og enn önnur til að byggja virkjanir, hafnir og samgöngumannvirki. En allt rann þetta út í sandinn og þeir sem endanlega fjárfestu í skýja- borgunum töpuðu sínu fé, þar sem hagnaður var enginn, því eiginleg starfsemi varð aldrei nein. En þeir sem seldu réttindi og sér í Iagi óprúttnir braskarar græddu vel og væntanlega hafa umsvif Einars fært nokkuð fjár- magn inn í landið og er það í sjálfu sér þakkarvert í því volæði sem fjárvana og framkvæmdalöt þjóð bjó við. Marktækur samanbnrður Engu er líkara en það þyki goð- gá, að bera saman uppgangstíma hlutabréfamarkaðar lyrr á öld- inni og góðæri hátækninnar nú. Sagt er að blómaskeiðið sem endaði svo bratt 1929 eigi enga hliðstæðu í góðæri nútímans og auðsöfnun þeirra sem kunnu að kaupa og selja á réttum tíma. Núna á þetta allt að vera öðruvísi á tímum hraðvirkrar samskipta- tækni og alþjóðavæðingar. En al- þjóðavæðingin var ekki slakari á þriðja áratugnum en svo, að þeg- ar harðnaði á dalnum í Wall Street skall á heimskreppa með hrikalegum afleiðingum. Skefjalaus áróður um ágæti opins verðbréfamarkaðar er allur á höndum þeirra sem braska og græða. Tal og skrif um hættu- merki eru þöguð f hel og lærðir menn í fræðunum ýmist þegja eða taka þátt í sýndarveruleikan- um af sannfæringarkrafti. Þó vottar fyrir gagnrýnisröddum frá mönnum sem telja verður álykt- unarbæra um efnahagsmál. Þannig skrifar Vilhjálmur Bjarnason hagfræðingur grein í Viðskiptablaðið, sem er eins og ljós í þeim þokumekki, sem það blað eins og raunar flestir aðrir fjölmiðlar sveipa um alla um- fjöllun um viðskipta- og efna- hagsmál. Greinarhöfundur gerir saman- burð á skáldlega ósvífnum að- ferðum Einars Benediktssonar til að laða erlent fjármagn til landsins með ýkjum um náttúru- gæði og auðlegð. Vilhjálmur skrifar: „Námur og vatnsréttindi voru hátæknigreinar í upphafi aldarinnar. 1 dag eru tölvugrein- ar og líftækniiðnaður hátækni- greinar. Fjárfestar nútímans hafa miklar væntingar um afkomu þessara greina. Sum þessara íyr- irtækja eru ekki farin að sýna hagnað en verð hlutabréfa hækk- ar án þess að árangur sé í sjón- máli.“ Síðan víkur höfundur að því hvernig verðbréfafyrirtækin stuðli að hækkun hlutabréfa og lætur að því liggja að starfsmenn stundi innherjaviðskipti, sem raunar Iiggur fyrir að þeir gera. Grein sína endar Vilhjálmur þannig: „Því spyrja fjárfestar: Eru miklar verðhækkanir á hlutabréfum knúnar áfram af viðskiptum verðbréfafyrirtækj- ana sjálfra og einkaviðskiptum starfsmanna þeirra? Verður mis- tökunum að lokum troðið í kok- ið á almennum viðskiptamönn- um? Það er liðin heil öld frá því Einar Benediktsson giskaði á hæð fossa. Eftir uppákomur undanfar- inna daga telur höfundur að hækkanir á hlutabréfum á ís- lenskum markaði undanfarna daga og vikur grundvallist á svip- uðum aðferðum og þeim sem Einar Benediktsson notaði þegar hann mældi hæð fossa; ágiskun- um og óskhyggju." niþolandi gróabrall Einu sinni var sagt, að fyllibyttur kæmu óorði á brennivínið. Ef sá grunur reynist réttur að starfs- menn fjármálafyrirtækja og banka, sem verið er að einka- vinavæða með miklu brambolti, stundi grimm innherjaviðskipti og notfæri sér aðstöðu sína til að auðgast á kostnað viðskiptavina, er það siðleysi sem ætti að fæla aðra frá hlutabréfakaupum og öðrum viðskiptum við viðkom- andi fjármálafyrirtæki. Ekki er síður alvarlegt ef starfsmenn eru að hafa áhrif á markaðsverð hlutabréfa með möndli og skilaboðum sem henta fyrirtækjum þeirra og sér í Iagi eigin gróðafíkn. Þegar yfirmenn eru spurðir um hvort þeir telja þetta eðlilega viðskiptahætti er svarað með út- úrsnúningum og hártogunum og vísað til að ekki séu til lög f landi sem banna starfsfólki peninga- og verðbréfamustera að maka krókinn prívat og persónulega á kostnað viðskiptavina. Svona fólki er trúað fyrir ríkis- bönkunum og er svo gefið sjálf- dæmi um að kaupa fyrirtækin á vildarkjörum og stunda innherja- viðskipti í skjóli þess að lagatexta vanti til að koma í veg fyrir við- skiptahætti sem sem gætu kornið óorði á frjálsan hlutabréfamark- að ef allt væri með felldu. Lagasetning eða siðvæðing Barónar fjármálamusterana eru stundum að gefa starfsmönnum undanþágur til að nýta sér vit- neskju sína um markaðinn til að taka forskot á sæluna og kaupa bréf fyrir eigin reikning. Nú er spurning: Hvers vegna undan- þágur ef svona brall er bæði lög- legt og siðlegt? Leikmanni sýnist að undan- þágurnar séu viðurkenning á því, að farið sé út fyrir cinhvcrn ramma sem umlykur gráa svæðið og til þess gerðar að friða sam- visku þeirra sem hlut eiga að máli, því undir niðri grunar þá að þeir séu komnir út fyrir mörk viðskiptavelsæmis. Frjáls og virkur verðbréfa- markaður er nauðsynlegur í nú- tímaþjóðfélagi þar sem viðskipti eru að verða meira og minna al- þjóðleg. Hér á landi búa menn ekki við hefðir frjáls markaðs- kcrfis, með sínum kostum og göllum. Þeim mun nteiri nauð- syn er á að þeir sem stjórna fjár- málafyrirtækum og starfa við þau komi ekki óorði á hluta- bréfaviðskipti, eins og rónarnir á brennivínið. Einhverjir kunna að heimta lög og reglugerðir um frjálsu við- skiptin, en það er í raun að fara aftan að hlutunum. Markaður- inn sjálfur verður að setja sér siðgæðisreglur til að verða trú- verðugur. I alvöru kauphöllum gilda reglur og óskráð lög um hegðan þeirra sem þar starfa. Ef út af er brugðið eru viðurlögin þau, að skúrkarnir eru útilokaðir frá verðbréfaviðskiptum. Blaðamannafélag íslands fyrir löngu komið sér upp siðanefnd, sem fellir dóma á þeim forsend- um sem henni eru gefnar og byggjast á siðgæðismati en ekki lagabókstaf löggjafans. íslenski verðbréfamarkaðurinn er enn á bernskuskeiði, þótt slíkur ofvöxt- ur hafi hlaupið í hann, að hann ræður illa við að fóta sig á sið- gæðissvellinu. Því þarf hann að- hald og það verður að koma inn- an frá. Þeir sem halda um stjórn- artauma þurfa á rækilegri nafla- skoðun að halda og þeir þurfa að íhuga hvort ekki er öllum fyrir bestu að komið sé á fót einhvers konar siðanefnd, sem fjallar um álitamál og hreinsar fyrirtækin af grun um að þau séu lítið annað en skálkaskjól skyndigróða- skúrka. Frjáls markaður á ekki að þurfa þrönga rammalöggjöf, sem samin er af misvitrum pólitíkus- um. Hann á sjálfur að byggja upp það orðspor sem af honum fer og skapa sér rúverðugar starfsreglur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.