Dagur - 29.01.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 29.01.2000, Blaðsíða 2
2 - LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 FRÉTTIR Thyptr Rádherraim víM vegna vanhæfis Meint misferli með fjámmni vangefms inaims fæst ekki rann- sakað. Aðgangur að gögnum mannsins fæst ekki. 92ja ára efnalitil móðir mannsins fær ekki gjafsókn. Kona á tíræðisaldri hefur farið fram á að dómsmálaráðherra víki sæti og að seturáðherra verði skipaður í máli, þar sem óskað er gjafsóknar vegna fyrirhugaðrar málshöfðunar gegn manni sem grunaður er um að hafa misfarið með eigur vangefins sonar henn- ar. Lögmaður konunnar, Róbert Arni Hreiðarsson, telur að dóms- málaráðherra hafi af því hags- muni að mál hins vangefna son- ar komi ekki upp á yfirborðið vegna eftirlitsleysis og hugsan- legrar bótaskyldu. Ráðuneyti, lögregla og ríkis- saksóknari hafa hafnað því að taka viðkomandi mál til rann- sóknar og því meðal annars horið við að gögn vanti til rök- stuðnings því að brot hafi átt sér stað gagnvart hinum vangefna. Á hinn bóginn hefur móðirin og lögmaðurinn ekki fengið að- gang að gögnum sonarins hjá Sýslumanninum í Reykjavík á þeirri forsendu „að ekki væri til skýr lagaheimild sem heimilaði aðgang foreldra ólögráða manna að gögnum um lögræðið". Jörð niaiinsins seld á uiidir verði? Sonurinn hefur verið vistmaður á Kópavogshæli um langt árahil, en hafði skipaðan lögráðamann. Sveinbjörgu grunar að ekki sé allt með felldu með fjárhald lög- ráðamannsins og að eignir son- arins hafi rýrnað óeðlilega í hans höndum. Meðal annars var jörð í eigu sonarins í Stafholtstungum seld Skógrækt ríkisins síðla árs 1987, á undir- verði að því er fullyrt er, og er bent á tölur um veiðiarð í Norð- urá málinu til stuðnings. Jörð- ina höfðu for- eldrar hins van- gefna gefið hon- um ungum og ætlað honum að hafa af henni tekjur, þar eð hann gæti ekki haft tekjur af venjulegri vinnu. Hin aldraða móðir fól lög- manninum Róbert Árna að rann- saka málið, en Iögmannsstofa hans hefur hvarvetna rekist á veggi. Leitað var til sýslumanns um aðgang að lögræðisgögnum sonarins en því var hafnað. Neit- unin var kærð til dómsmálaráðu- neytisins, sem staðfesti hana. Það var kært til Urskurðarnefnd- ar um upplýsingamál, sem vísaði málinu frá. Lögráðamaðurinn grunaði var þá kærður til lög- reglu, sem hafnaði að taka málið til rannsóknar, þar sem gögn vantaði til stuðnings kærunni - gögnin sem aðgangur fékkst ekki að. Ákvörðunin var kærð til Rík- issaksóknara, sem hafnaði rann- sókn. Því var skotið til dóms- málaráðherra sem staðfesti höfnunina á rannsókn. Var þá ákveðið að höfða mál og sækja um gjafsókn vegna fátæktar gömlu konunnar, en því var hafnað og nú krefst lögmaðurinn þess að seturáðherra fjalli um gjafsóknarbeiðnina. Hagsmunir af því að rannsaka ekki Lögmaðurinn telur að dóms- málaráðherra beri að víkja sæti vegna vanhæfis í málinu. Ráðu- neytið hafi hagsmuni af því að málið komi ekki upp á yfirborð- ið; það ásamt sýslumanninum beri ábyrgð vegna skorts á nægi- legu eftirliti, ef rétt er að fjár- munir sonarins hafi rýrnað í höndum skipaðs lögráðamanns. Ráðuneytið hafi og hagsmuni á að rannsókn fari ekki fram vegna hugsanlegrar bótaskyldu gagn- vart hinum vangefna syni kon- unnar. — FÞG Mýs hafa fjölgað sér í vorveðrinu siðustu vikur. Músa- faraldur? Vegna átaks Reykjavíkurborgar í útrýmingu flækingskatta hafa menn spurt sig hvort rottu- og músafaraldur sé í vændum þar sem kettirnir hafi verið duglegir að halda þessum nagdýrum niðri, sérstaklega músunum. Að sögn Sigurjóns B. Sigfússonar mein- dýraeyðis er lítil hætta á þessu, kettirnir hafi ekki verið það stór- virkir, auk þess sem lítið hafi bor- ið á rottu- og músagangi í vetur. Sigurjón sagðist hins vegar hafa meiri áhyggjur af fjölgun músa- stofnsins eftir blíðviðrið síðustu vikurnar. „Miðað við lengd góðviðriskafl- ans að undanförnu þá má búast við því að mýsnar hafi tekið þetta sem vorveður og byrjað að fjölga sér all verulega. Það á eftir að skila árangri á næstu vikum. Eg gæti átt von á músafaraldri undir lok fehr- úar,“ sagði Sigurjón og bætti við að hann hefði séð ýmsar flugnateg- undir á sveimi að undanförnu, sem að öllu jöfnu ættu ekki vera á flugi á þessum árstíma. En nú er kuldinn skollinn á á ný, flugum og öðrum meindýrum til ama. — BJB Mun hitta forelda fermingafbama Torfi Hjaltalín Stefánsson. Torfi Hjaltalín Stefánsson, prest- ur á Möðruvöllum segist ekki vita hvort dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra, þar sem hann var dæmdur í fésekt og skilorðsbundið fangelsi vegna likamsárásar, breyti einhverju um hans veru á Möðruvöllum. Sr. Torfi hafði sagt brauði sínu lausu og hugðist hætta I. júní nk. eftir að fermingar í sóknun- um væri afstaðnar. Að sögn lög- manns sr. Torfa, Sigurðar Eiríks- sonar, liggur ekki enn fyrir hvort málinu verði áfrýjað til Hæsta- réttar, en líkur á því eru taldar frekar minni en meiri. „Eg veit það varla á þessari stundu eða hvort mínir yfir- menn, s.s. biskupinn sjá ástæðu til þess. Það verður fundur hér á Möðruvöllum á sunnudags- kvöldið með foreldrum ferming- arbarna. Ég ætla að leggja málið fyrir þau til ákvörðunar um það hvað gert verði og hvort þau vilji að ég fari frá fermingarfræðsl- unni. Ég hafði reyndar hugsað mér að leggja málið fyrir þau áður en þessi dómur féll og þetta fjölmiðlafár kringum mig byrj- aði. Ég mun fara eftir því hvað þau segja,“ segir sr. Torfi Hjalta- h'n Stefánsson. Sameiginleg kvöldguðþjónusta fyrir allt prestakallið verður í Möðruvallakirkju á sunnudags- kvöld klukkan 20.30. — GG Áskoran Samstöðu Samninganefnd húnvetnska stéttarfélagsins Samstöðu samþykkti sam- hljóða á fundinum í fyrrakvöld að lýsa yfir fullum stuðningi við fram- komnar kröfur VMSI og Landssambands iðnverkafólks vegna komandi kjarasamninga. Nefndin minnir á að það umtalaða ástand, sem ákveðnir aðilar í þjóðfélaginu haldi á lofti, sé ekki af völdum launahækkana til fé- Iagsmanna áðurnefndra landssambanda. Það ættu stjórnvöld að hafa hugfast. Samninganefnd Samstöðu skorar á launafólk að sína í verki sam- stöðu og samtakamátt hreyfingarinnar og mynda bakland til að ná fram sanngjörnum kröfum sem Iagðar hafa verið fram, þeim lægstlaunuðu í landinu til hagsbóta. Vefiir uiii vísiudi í tilefni menningarborgarhátíðarinnar í dag ætlar Háskóli íslands að opna vef á Netinu um vísindi. Markmið vefjarins er að efia áhuga og þekkingu á vísindum og fræðum í landinu. Vísindavefurinn býður gestum sínum að leggja fram spurningar um hvaðeina sem ætla má að vísinda- og fræði- menn Háskólans geti svarað eða fundið svör við. Tekið verður við spurn- ingum út þetta ár en síðan á að gefa út á bók á næsta ári með völdum spurningum og svörum. Forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnar vefinn í dag með viðhöfn. Slóðin er vvww.visindavefur.hi.is Starfshópur um löggufot Ríkislögreglustjórinn hefur ákveðiðað skipa starfshóp til að gera tillögur um einkennisfatnað lögreglustjóra og notkun hans. I starfshópnum eru: Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður, sem er formaður hópsins, Arnar Þór Jónsson lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, Böðvar Bragason, lög- reglustjóri í Reykjavfk, sýslumennirnir Jóhann Benediktsson og Inger L. Jónsdóttir og loks Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglu- stjóra. Morgiun sama lun EM Nær helmingur þeirra sem greiddu atkvæði um spurningu Dags á Vísisvefnum hefur ekki fylgst með gangi hand- holtalandsliðsins á Evrópumeist- aramótinu í Króatíu. Spurt var: Fylgist þú með EM í Króatíu? Rúmur helmingur, eða 53 prósent, sagði já, en 47 neituðu. Nú er hægt að greiða atkvæði um nýja Dags-spurningu, sem hljóðar svo: Á Kio Briggs skilið að fá hætur frá ríkinu? Slóðin er: visir.is vísir.is Bókarar viðurkeimclir Viðurkenndir bókarar voru í fyrsta sinn útsltrifaðir í gær, alls 10 að tölu. Geir Haarde fjármálaráðherra afhenti þeim prófskírteinin við athöfn í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík. Námskeið, sem útskrifa bókara sam- kvæmt lögum sem samþykkt voru árið 1997, hófust í haust í samráði viö Viðskiptaháskólann í Reykjavík, nú Háskólann í Reykjavík. í viðurkenn- ingunni sem bókari felst að viðkomandi hefur staðist próf í bókfærslu, helstu atriðum reikningsskila og lögum og reglum um skattskil, auk þess sem þeir þurfa að fullnægja ákveðnum almennum hæfisskilyrðum. Þeim er ekki uppfylla þessi skilyrði, og hafa ekki tekið löglegt próf, er óheimilt að nota heitið viðurkenndur bókari. Þeir sem ekki hafa tekið hókarapróf verða því að viðurkenna það.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.