Dagur - 19.02.2000, Síða 10

Dagur - 19.02.2000, Síða 10
10 — LAUGARDAGUH 19. FEBRÚAH 2000 FRÉTTIR Krefja lækna iim rök Hjúkrunarforstjórar sjúkrahúsanna í Reykjavík, Anna Stefánsdóttir og Sigríður Snæbjörnsdóttir, hafa ritað formönnum Læknafélags Is- lands og Læknafélags Reykjavíkur bréf, þar sem þeir cru meðal ann- ars krafðir um rök fyrir þeim skoðunum félaganna að nauðsyn sé á að skiptingu stjórnunar hjúkrunar og lækninga verði afnumin. Anna og Sigríður segja þessa afstöðu læknanna koma verulega á óvart, enda ekki vitað til þess að núverandi skipting hafi letjandi áhrif á hlutverk sjúkrahúsanna eða áhrif á þjónustu við sjúklinga, nvtingu deilda, framleiðni sjúkrahúsanna eða þróun í heilbrigðisvísindum. Þær fagna hins vegar ályktun Iæknafélaganna um nauðsyn þess að marka skýra stefnu um framtíðarhúsnæði fyrir sameiginlega starf- semi sjúkrahúsanna. — FÞG Sýkingarhópur skipaður Vegna þrálátra sýkinga í dýrum og mengunar af völd- um salmonellu og campylobacter í skepnum og ýms- um búvörum framleiddum á Suðurlandi, hefur land- búnaðarráðherra skipað starfshóp undir (or\stu yfir- dýralæknis, sem hefur það hlutverk að standa fyrir úttekt á lífríki og umhverfismálum á Suðurlandi. Starfshópinn sldpa Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir, Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, og Níels Arni Lund, deildarstjóri umhverfissviðs landbúnaðarráðuneytis- ins. Ný þota til Flugleiða Ný þota af gerðinni Boeing 757-200 hefur bæst í flota Flugleiða. Mun hún einkum sinna leiguflugi til og frá Islandi og sérverkefnum fyrir erlend flugfélög. Vélin er leigð til fjögurra ára og að því er fram kemur í tilkynningu Flugleiða á að sækja á ný inn á Ieiguflugsmark- að og ná þannig betri nýtingu á mannafla og tækjum félagsins. Vél- in mun fljúga undir merkjum „Icelandair Holidays11. Vélin verður átt- unda Boeing 757-þotan í flota félagsins og strax um mánaðamótin mars/apríl er von á nýrri vél af sömu gerð í áætlunarflugið. I apríl munu Flugleiðir reka alls 13 Boeing-þotur. Til samanburðar má geta þess að Atlanta-flugfélagið í Mosfellsbæ er með 16 breiðþotur í sín- um rekstri í dag, þar af 12 frá Boeing og 3 TriStar-þotur. — BJB Arngrímur Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir taka við verðlaununum úr hendi Björgvins Njáls Ingólfssonar, formanns atvinnu- og ferðamála- nefndar Mosfellsbæjar. Atlanta verðlaimað í Mosfellsbæ Flugfélagið Atlanta fékk á dögunum hvatningarverðlaun til fyrirtæk- is í Mosfellsbæ, þau fyrstu sem atvinnu- og ferðamálanefnd bæjarins afhendir. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á þeim fyrir- tækjum sem eru að gera það gott, bæði fyrir sig, starfsmenn sína og íbúa Mosfellsbaejar. Atlanta varð fyrir valinu í hópi 1 5 fyrirtækja sem tilnefnd voru. Utnefning flugfélagsins þarf ekki að koma á óvart. Uppgangur þess og vöxtur, á innlendum sem erlendum vettvangi, er öllum kunnur en félagið er í dag með yfir 750 manns í vinnu að jafn- aði en sá fjöldi getur farið í 1.400 frá ársbyrjun og fram á mitt sum- ar. Þar af starfa um 90 manns á skrifstofum Atlanta í Mosfellsbæ. Umhverfi og aðbúnaður á vinnustað þykir til fyrirmyndar og stofn- endur og eigendur Atlanta, hjónin Arngrímur Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir, eru sömuleiðis ánægð að vera með fyrirtækið í Mosfellsbæ. Þar sé mikill vinnufriður og Iítill erill. Misskilningur vax leiðréttur Halldór Blöndal forseti Alþingis segir í samtali við Dag að gagnrýni sem komið hafi upp á störf hans í vikunni, þegar hann vildi ekki taka mál á dagskrá, hafi byggst á misskilningi. Hann hafi eftir þingfund fundað með flutningsmönnum og þar hafi verið far- ið yfir málið og allir orðið sáttir. Astæðu þess að'mál- ið var tekið af dagskrá var að þingskjalið var gallað, í því voru ákveðnar villur, þannig að hann hafi ekki viljað afgreiða það í því ástandi og niðurstaðan hafi einfaldlega verið að endurprenta þingskjalið og taka Halldor Bl°ndal’ svo málið aftur á dagskrá. forseti Alþingis'. Halldór Runólfsson. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri og Björn Bjarnason menntamálaráðherra undirrita samning um menningarmál. Brautryðjendasamningur segir ráðherra. - mynd: brink Brautryðj endur Kristjáu Þór Júlíus- son bæjarstjóri og Bjöm Bjamason menntamálaráðherra hafa undirritað samn- ing miííi Akureyrar- bæjar og ríkisins um menningarmál. Björn Bjarnason menntamála- ! ráðherra segir samninginn braut- ryðjendasamning því Akureyri sé eina sveitarfélagið sem ríkið hef- ur gert samning við á þessum nótum. Jafnframt voru undirrit- aðir samningar milli Akureyrar- bæjar annars vegar og Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands hins vegar. I samningnum er kvcðið á um að á samningstímanum skuli metnar forsendur fyrir hlutdeild ríkissjóðs í stofnkostnaði og rekstri menningarhúss á Akur- eyri. Samningurinn tekur einnig til ýmissa annarra þátta, svo sem að Amtsbókasafnið á Akureyri geti gegnt hlutverki sínu sem skylduskilasafn, reksturs at- vinnuleikhúss og sinfóníuhljóm- sveitar, samstarfs Listasafnsins á Akureyri og Listasafns Islands, hlutdeildar ríkisins í viðbyggingu Amtsbókasafnsins, grundvallar fyrir iðnminjasafni og rann- sókna, minjavörslu og kynningar á Gásakaupstað í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Aukið fé vegna árangurs Með samningnum aukast fjár- framlög ríkisins til menningar- mála á Akureyri í áföngum úr 41,3 milljónum króna á þessu ári í 64 milljónir króna árið 2002. Varðandi aukin fjárframlög sem viðurkenningu á mikilvægi menningar í byggðastefnu segir Björn vissulega mega túlka þennan samning svo. „Þau eru í mínum huga ckki síður viður- kenning á því að þetta samstarf okkar hefur borið góðan árang- ur,“ segir Björn. „Við sjáum að okkur hefur tekist með þessu samstarfi að stilla strengina sam- an þannig að við sjáum sýnilegan árangur. Leikfélagið dafnar, Sin- fóníuhljómsveitin dafnar, sem og önnur starfsemi. I krafti þess höldum við samstarfinu áfram og erum tilbúnir í að leggja meira fé til þess. Við getum sagt að þetta sé hluti af byggðastefnu og við áttum okkur á því að menningin skiptir máli. Það er ekki síður finnst mér, þetta tvíhliða og góða samstarf. Þctta er brautryðjenda- samkomulag. Við höfum ekki samkomulag við neitt annað sveitarfélag með þessum hætti, þannig að við erum að segja; þetta hefur gefið góða raun og við viljum halda því áfram á þess- um forsendum." — Hl Hrafnar og hross ræddir á Alþmgi Össur Skarphéðmsson segir hrafninn í ut- rýmingarhættu. Um- hverfisráðherra segir hrafninn fara á vá- lista ásamt svartbaki. Össur sagði líka að litförótti lituriun á íslenskum hrossum væri að hverfa. Það fór drjúgur tími í það á Al- þingi í vikunni að ræða um ann- ars vegar hrafna og hins vegar litförótt hross sem væru í útrým- ingarhættu. Það er lífræðidokt- orinn Ossur Skarphéðinsson, sem ber hag þessara tegunda fyr- ir brjósti og vildi fá skýr svör ráð- herra um það hvernig þeir hyggðust bjarga ört minnkandi hrafnastofni og litföróttum hrossum. Ossur benti Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra á á'ð’' hún hefði sjálf komið með inn á þing í sl. viku upplýsingar um að fleiri hrafnar væru skotnir hér á Iandi en sem nemur fjölda þeirra unga sem komast á legg árlega. Hann spurði því hvort ekki væri ástæða til að setja hrafninn á svokallað- an válista. - Siv svaraði því til að Náttúrufræðistofnun færi með slík mál. Stofnunin væri nú að ljúka gerð nýs válista þar sem hrafninn kæmi inn ásamt grá- gæs, svartbak og svartþresti. Það ætti bara eftir að ákveða hvar á válistanum hrafninn yrði stað- settur. Litforótt hross Ossur Skarphéðinsson ræddi síðan stuttlcga um hinn „stór- fenglega íslenska hrossastofn" og einstaklega mörg Iitaafbrigði hans. Þar sagði hann að litur sá sem heitir litföróttur, vegna þess að þau hross skipta um lit eftir árstíðum. Þau væru svört á vetr- um en hvít yfir sumarið og grá vor og haust. Þennan lit sagði Ossur vera að hverfa. AÖeins 0,5% islensk hrossastornsins bæri nú þennan lit. Hann sagði að erfðavísar sem stýra litnum vera víkjandi. Hann spurði síðan Guðna Agústsson landbúnaðar- ráðherra til hvaða aðgerða hann ætlaði að grípa til þess að bjarga litförótta hrossastofninum. Guðni sagði ljóst að þessi litur væri í hættu. Allt yrði gert sem hægt er til að bjarga honum. Hann benti á að varið hefði ver- ið einni milljón króna úr Stofn- verndarsjóði hesta, til hrossa- ræktenda í því skyni að bjarga Iitnum. Jón Bjarnason, þing- maður og fv. skólastjóri á Hólum í Hjaltadal, sagði að til væru 50 litir og litaafbrigði í íslenska hrossastofninum. Hann sagðist hafa heyrt að fundinn væri lit- föróttur 3ja vetra efnilegur foli fyrir norðan sem væru gleðitíð- indi. Þá upplýstist það líka í um- ræðunni að til væri litföróttur graðhestur í Þýskalandi sem gæti bjargað málum. Landbún- aðarráðherra benti hinsvegar á annmarka á að flytja til landsins sæði úr hestum. o.ujj xiiituabTc’iOí iij'j i-i * . . , - s.noiú

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.