Dagur - 19.02.2000, Síða 11

Dagur - 19.02.2000, Síða 11
TJgur- LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR h. j Breyttir tíniiir í Króatíu Nýr forseti í Krdatíu ætlar hætta öllum stuðniugi við harð- skeytta Bosníu-Króata sem vilja sameinast Króatíu. Hinn nýkjörni forseti Króatíu, Stipe Mesic, tók formlega við embætti í gær. Viðstaddir athöfn- ina voru meðal annarra 69 full- trúar erlendra ríkja, þar á meðal Madeleine Albright utanríkisráð- herra Bandaríkjanna og Chris Patten, sem sér um utanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins. Óhætt er að segja að veruleg tímamót hafi orðið í Króatíu og allt bendir til þess að stefnumál og stjórnahættir nýja forsetans verði afar frábrugðnir því sem tíðkaðist meðan Franjo Tudjman var við völd. Hversu margir er- lendir fulltrúar voru viðstaddir sýnir ótvírætt fram á stuðning þeirra við umbótastefnu nýja for- setans. Mesic hefur ótvírætt lýst því yfir að hann styðji ekki harð- skeyttan hóp þjóðernissinnaðra Króata í Bosníu, sem vilja sam- einast Króatíu. Skilaboð hans til Bosníu-Króata eru þau að föður- Iand þeirra sé Bosnía og Her- segóvína, en ekki Króatía. Þeir eigi því að einbeita sér að því að tryggja sér framtíð í sínu eigin landi. Tudjman, sem lést seint á síð- asta ári, var hins vegar alla tíð eindreginn stuðningsmaður Bosníu-Króata og hafði mikinn áhuga á að stækka Króatíu með því að innlima Króatíuhéröðin í Bosníu. Tudjman dældi meðal annars um 700 milljónum ís- lenskra króna á ári til vopnaðra hópa Bosníu-Króata, þótt óljóst sé hvert allir þcir peningar fóru á endanum. Mesic hefur sömuleiðis á stefnuskránni að bæta ástandið í mannréttindamálum og vinna að umbótum í lýðræðisátt í sam- vinnu við þingið. Meðal annars verður unnið að því að minnka völd forsetans en auka völd þingsins í staðinn, en Tudjman hafði tekið sér nánast alræðis- völd í landinu meðan hann var við völd. Mesic er 65 ára, þykir ljúfur á manninn og með húmorinn í góðu lagi. Hann tók þátt í stúd- entauppreisn árið 1971 og sat fyrir vikið í fangelsi um eins árs skeið. Mesic var fulltrúi Króatíu í forsætisráði Júgóslavíu um nokk- urra mánaða skeið árið 1991, en þá var sambandsríkið að byrja að liðast í sundur. Mesic var reyndar einn nánasti stuðningsmaður Tudjmans allt þangað til 1994, en þá snerist Mesic gegn stefnu Tudjmans gagnvart Króatíumönnum í Bosníu. Nú í kosningabaráttunni gagnrýndi Mesic harðlega spill- ingu sem viðgengst meðal ráða- manna í Króatíu, þar sem þeir sem voru í náðinni hjá Tudjman fengu það óspart launað í fríð- indum af ýmsu tagi. Mesic þótti ekki hafa mikla möguleika í upphafi kosninga- baráttunnar, en vann að lokum yfirburðasigur á mótframbjóð- anda sínum, Drazen Budia, nú í byrjun febrúar. Mánuði áður tap- aði gamli valdaflokkurinn, flokk- ur Tudjmans forseta, fyrir banda- lagi sex stjórnarandstöðuflokka í þingkosningunum. Umbótasiimar gegn íhaldi Þingkosniiigar fóru fram í íran í gær og Jjykir líklegt að um- bótasinnar beri sigur úr býtum. Tvær meginfylkingar kepptu um atkvæði trana í þingkosningun- um í gær, en það eru annars veg- ar umbótasinnar sem vilja, í sam- starfi við Khatami forseta, gera frekari félagslegar og pólitískar breytingar og hins vegar íhalds- öflin sem vilja halda sem fastast í hugsjónir íslömsku byltingarinn- ar sem ráðið hafa ríkjum undan- farna tvo áratugi. Bæði konur og karlar sem orð- in eru eldri en sextán ára hafa kosningarétt í Iran, en alls áttu nærri 40 milljónir Irana rétt á því að greiða atkvæði f gær. Góð þátttaka var í kosningunum og mátti sjá Iangar biðraðir víða við kjörstaði. Fastlega var búist við því að umbótasinnarnir myndu ná meirihluta á þinginu, ekki síst vegna þess hve kosningaþátttak- an var góð. Hátt hlutfall ungra kjósenda var sérstaklega talið koma umbótasinnum til góða. Fari svo að umbótasinnar nái meirihluta fær Mohammad Khatami forseti stuðning þings- ins til þess að auka einstaklings- frelsi og styrkja réttarríkið. Khatami hlaut vfirburða sigur í forsetakosningunum árið 1997, og er talið að það megi rekja ekki síst til góðrar kosningaþátttöku yngri kynslóðarinnar. Islamskir harðlfnumenn undir forystu AIi Khameinis æðsta- prests hafa haldið, meirihluta sín- um á þingi, þótt sá meirihluti sé ekki stór. Vinsældir þeirra meðal íbúa Iandsins hafa dvínað tölu- vert undanfarið, sérstaklcga meðal yngri kynslóðarinnar sem ekki man bvltingartímana frá þvf 1979. Leiðtogar umbótasinna segja að eitt Ivrsta verk þeirra, nái þeir meirihluta á þingi, verði að fella lagafrumvarp sem gerir ráð fyrir að setja megi blaðamenn f fang- elsi fyrir að viðra gagnrýni á kl^kpstpttina. ; ^ v Norks Hydro skemmir erfðaefni í fiskum NOREGUR - Norska ríkisútvarpið skýrði frá því í gær að bæði fisk- ur og skeldýr í nágrenni álvers í eigu Norsk Hydro í Noregi hafi orð- ið fyrir erfðaskaða af völdum tjöruefna sem losuð eru í hafið. Fullyrt var að breytingar hefðu orðið á erfðaefni fiskanna, en þetta er í fyrs- ta sinn sem sýnt er fram á tjón af þessu tagi í villtum fiski. Vitnað er í norskan líffræðing, Endre Aas að nafni, sem hefur gert rannsóknir á því hvaða áhrif tjöruefnin hafa á gall og Iifur í fiski. Rannsóknirn- ar voru gerðar við álver á eyjunni Karmoy, sem er skammt frá Hauga- sundi á Rogalandi, en töluverð mengun er í sundinu við eyjuna. Aas segir vel hugsanlegt að finna megi sams konar tjón á fiskum nálægt öðrum álverum. Suharto mætti ekki í yfirheyrslu INDÓNESÍA - Suharto, fyrr- verandi forseti Indónesíu, mætti ekki í gær til yfirheyrslu hjá þingnefnd sem er að rann- saka undarleg bankaviðskipti á árinu 1998 meðan Suharto var enn við völd, en þá dældi seðla- banki Indónesíu tugum millj- arða króna inn í allmarga banka sem stóðu vægast sagt illa fjárhagslega, þannig að nánast engin von var til þess að neitt af þessu fé yrði greitt til baka. Suharto er orðinn 78 ára og lögfræðingar hans segja heilsufar hans ekki nógu gott til þess að hann geti mætt í yf- irheyrslu. Að vísu líti hann lík- amlega vel út, „en heilinn er ekki í góðu lagi lengur,“ var haft eftir einum lögmanna Suhartos. Þetta er í annað sinn í þessari viku sem Suharto mætir ekki til opinberrar yfirheyrslu, en á mánudag hafði saksóknari landsins kallað á hann. Saksóknarinn íhugar nú að setja Suharto í stofufang- elsi, sem væri í samræmi við lög landsins. Mótmæli gegn Haider í dag AUSTURRÍKI - Búist er við að um 200.000 manns láti sjá sig á mót- mælafundi í Vín gegn nýju hægristjórninni, sem Frelsisflokkur Jörgs Haiders á aðild að. Ef þetta gengur eftir verður þetta fjölmennasti mótmælafundur þar í landi frá því 1945. Blásýrumengim í Dóná sögð aukast UNGVERJALAND - Nýjustu mælingar á blásýrumagni í Dóná benda til þess að mengunin sé að aukast að nýju. Mengunin barst fyrir nokkru yfir landamærin frá Júgóslavíu til Búlgaríu, og í gær fundust 50 dauðir fiskar í Dóná í Búlgaríu. Ungverskur líffræðingur skýrði ennfremur frá því í gær að 500 tonn af dauðum fiski hafi náðst á land úr ánni Tísa frá því blásýrumengunarinnar varð fyrst vart. Kína í WTO á árinu? KINA - Framkvæmdastjóri Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) telur góðar líkur á því að Kínverjar hljóti aðild að stofnuninni strax á þessu ári. Kínverjar hafa sóst eftir aðild að stofnuninni sfðastliðin þrettán ár, en þeir þurfa að semja sérstaklega við öll aðildarríki stofn- unarinnar um skilmála. I lok síðasta árs náðust samningar milli Kín- verja og Bandaríkjamanna um meginatriði aðildar, og í gær sagði Moore, framkvæmdastjóri WTO, að Kínverjar væru stöðugt að bæta ástand málahjá.sér þannig að allt benti til þess að af aðild geti orð- ið innan skamms. Moore sagði þetta að Ioknum viðræðum við kfn- verska ráðamenn, sem hann átti í gær. Bretar skutu Glenn Miller niður BRETLAND - Meira en hálf öld er liðin frá því tónlistar- maðurinn og sveiflukóngurinn Glenn Miller, sem naut heims- frægðar fyrir lög á borð við „In the Mood“ og „Moonlight Ser- enade", fórst aðeins fertugur að aldri með flugvél á leið til Parísar frá Englandi. Nú er loks fengin skýring á því sem gerðist þann 1 5. desember árið 1944. Skýringin fannst í flug- bók ensks flugverkfræðings, þar sem segir að flugvél Millers hafi farist í sprengjuregni frá breskum orrustuflugvélum. Bresku flugmennirnir höfðu hætt við árásarflug til Þýska- lands og losað sig við sprengjur sínar yfir Ermarsundi í stað-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.