Dagur - 04.03.2000, Blaðsíða 2
18 - LAUGARDAGUR 4. MARS 2000
HELGARPOTTURINN
Ýmsir af helstu spennusagnahöfundum
þjóóarinnar hafa setið sveittir við að undan-
förnu og skrifað, en í tilefni af viku bókarinn-
ar sem íslenskir bókamenn standa fyrir í
næsta mánuði mun koma út íslensk spennu-
skáldasaga sem allmargir höfundar skrifa. í
fyrsta kafla bókarinnar eru persónur skapað-
ar og morðið framið og síðan tekur annar
höfundur við og heldur áfram með spunann.
Allmargir höfundar leggja þessu verki lið, en
þeirra á meðal má nefna Steilu Blomkvist,
Birgittu Halldórsdóttur og Ólaf Hauk
Símonarson
í dag, laugardag, klukkan 16 heldur ungur ítalskur, margverðlaunaður
píanisti, Domenico Codispoti, tónleika í Salnum f Kópavoginum.
Hann hóf að leika opinberlega aðeins tíu ára gamall og á því að baki
fimmtán ára feril, þótt hann sé aðeins 25 ára. Codispoti ætlar hins veg-
ar ekki að láta sér nægja að spila fyrir tónlistaráhugafólk á höfuðborg-
arsvæðinu. Hann flýgur vestur á ísafjörð eftir tónleikana í Salnum til að
leika á Sólrisuhátíð vestfirskra menntskælinga á morgun. ísfirðingar eru
því ekki óvanir að fá heimsóknir listamanna á heimsmælikvarða, en
komu Codispoti er að þakka nánu samstarfi Sólrisuhátíðar við tónlistar-
félagið í bænum...
í helgarpottinum ræða menn nú um.þá tilviljun
að þegar heimskunnir harðstjórar eru mikið í
erlendu fréttunum dúkka oft upp íslenskir góð-
borgarar sem eru sláandi líkir þessum harð-
stjórunum í útliti. Þannig varð það frægt þegar
Saddam Hussain íraksforseti réðist inn í
Kuwait að hér á Fróni þótti mönnum hann slá-
andi Ifkur Guðjóni Petersen þá forstjóra Al-
mannavarna. Nú í
vikunni hefur hefur
hinn aldni einræðis-
herra í Chile, Pin-
ochet, verið mikið í fréttum og mönnum brá
því heldur betur í brún þegar þeir töldu sig sjá
mynd af honum í Suðurlandskálfi Dags þar
sem hann var að fylgjast með vatnavöxtum í
Gunnar bóndi Ölfusá. Það reyndist þó ekki vera Pinochet
á Selfossi. heldur maður af allt öðru sauðahúsi, Gunnar
Gunnarsson bóndi á Selfossi!
Á Akureyri tala menn nú um brotlendingu
einkaflugmannsins Gests Einars Jónasson-
ar, en sem kunnugt er hefur þáttur hans, Hvít-
ir máfar, sem er á dagskrá Rásar 2 eftir hádeg-
ið alla virka daga verið í boði íslandsflugs - sem
flýgur norður til Akureyrar. í vikunni tilkynnti ís-
landsflug þá ákvörðun sína að hætta að fljúga
norður og þykir þá líklegt að þáttur Gests verði
ekki lengur í boði flugfélagsins. Því spyrja bæj-
arbúar nú í hvers manns boði Gestur muni fljúga,
þegar vængirnir hafa aftur verið á hann skrúf-
aðir...
Gestur Einar
Jónasson.
Úlafur Haukur
Símonarson.
Á mánudaginn tekur sæti Guðjón Ægir Sig-
urjónsson lögfræðingur á Selfossi sæti á Al-
þingi sem varamaður Lúðvtks Bergvins-
sonar. Eru menn nú að velta fyrir sér hvernig
Guðjón verði klæddur þegar hann kemur til
þings, en sem kunnugt er keypti Björgvin G.
Sigurðsson vandaðan alklæðnað þing-
manns þegar hann reyndi fyrir sér f þingstörf-
unum fyrst á liðnu hausti. Frá því var þá greint
í helgarpottinum - og vakti eftirtekt utan þings
sem innan...
Reynir Traustason blaðamaður á DV, sem
síðustu vikurnar hefur verið á Grænlandi að
afla þar efnis fyrir væntanlega bók um Islend-
inga þar í landi, mun víst vera með fleiri verk-
efni á prjónunum. Að því er heyrist nú í helgar-
pottinum mun hann nú einnig hugleiða að gefa
út smásögur sínar og það jafnvel f bók, en
þegar hafa komið út eftir hann tvær slíkar - og
fleiri eru til á harða disknum ...
Athafnamaðurinn Víðir Björnsson sem hyggur á umfangsmikla kræk-
lingaræktun f Eyjafirði var í fréttum nefndur „athafnamaður úr Reykjavík"
- sem stundum hefur ekki þótt vænlegt starfsheiti til að ná vinsældum á
Akureyri og í grennd. Helgarpotturinn getur hins vegar upplýst heima-
menn í Eyjafirði um það að Víðir er sjómaður ættaður úr Hrísey og var
„athafnamaður staddur í Reykjavfk" þegar viðtalið var tekið. Með Víði ku
síðan vera bæði Akureyringur og Dalvíkingur, þannig að „heimamenn"
geta aftur tekið gleði sína. Aðkomumaður á Akureyri, sem ekki þekkir
vel til landafræði eða örnefna Eyjafjarðar, spurði sfðan spekingslegur um
nafnið Kræklingahlíð þegar fréttist af áformum Víðis og félaga.
„Þetta er hátíð sem er komin til að vera og allir sem
til þekkja bíða spenntir eftir, “ segir Jóhanna Elka
Geirsdóttir um æskulýðsskemmtun
hestamannafélaganna.
mynd: þök
Æskan og
hesturinn
Æskunni og hestinum kemur oft ágætlega saman og á sýningu sem haldin
verður í reiðhöllinni í Víðidal á sunnudaginn kl. 13.00 verða börn og hestar
í aðalhlutverkum.
Reyndar telst unga fólkið frá
Torfastöðum ekki til barna en þau
verða heiðursgestir með sérstakt
sýningaratriði á hátíðinni. Torfa-
staðir er meðferðarheimili fyrir
unglinga sem lent hafa í vímu-
efnavanda en yfirskrift hátíðarinn-
ar í reiðhöllinni er einmitt „Vímu-
laus æska“. Jóhanna Elka Geirs-
dóttír veit meira:
„Við erum að minna á að við
getum ekki stundað hesta-
mennsku nema vímuefnin séu
víðs fjarri. Eins og annað æsku-
lýðsstarf er hestamennska barna
og unglinga góð forvörn gegn
vímuefnum þvf samneyti við hest-
inn er ungmennum dýrmæt
reynsla. Unglingarnir sem koma
að Torfastöðum hafa f fæstum til-
fellum kynnst hestum fyrr en þeir
koma þangað en samskipti við
hestana eru hluti af því heilbrigða
líferni sem þeim er boðið upp á
þar. Ég hlakka mikið til að sjá sýn-
inguna þeirra.
Þetta er í fimmta skipti sem við
hestamenn höldum svona æsku-
lýðsdag. Hann er Iiður f æskulýðs-
starfi hestamannafélaganna á
Stór-Reykjavíkursvæðinu og
Reykjanesi en þau eru sjö talsins,
Andvari, Fákur, Gustur, Hörður,
Máni, Sörli og Sóti.
Grímutöltkeppnin vinsæl
Dagskráin er þannig að fyrst er
glæsileg reiðsýning sem hefst með
fánareið þar sem öll félögin taka
þátt. Svo koma þau og Torfastaða-
búið með sýningaratriði hvert fyr-
ir sig. Sum með tvö, jafnvel þrjú
atriði. Það eru ungir krakkar, allt
niður í 6-7 ára sem taka þátt í
þessum sýningum, misjafnt eftir
atriðum og félögum.
Við verðum með grímutölt-
keppni, hún vakti mikla lukku í
fyrra. Þá ríður eitt barn úr hverju
félagi inn á völlinn í einhverjum
sérkennilegum klæðum og fólkið í
salnum velur sigurvegara. Sams-
konar keppni á sér stað milli ung-
linga. Þetta er fyrst og fremst leik-
ur en smá verðlaun verða veitt.
Þulur verður Pétur Jökull Þor-
steinsson úr Mosfellsbænum og
sýningarstjóri Sigurður Ævarsson
úr Sörla. Báðir reyndir menn.
Þegar reiðsýningin er búin
koma Felix og Gunnar og skemm-
ta og stjórna einhverju sprelli sem
börn taka þátt f. Þess má geta að
börn og unglingar fá bol við inn-
ganginn sem Búnaðarbankinn í
Mosfellsbæ veitir og í lokin býður
Emmess ís öllum upp á ís.
í fyrra mættu vel á annað þús-
und manns á æskulýðsdaginn.
Þetta er hátfð sem er komin til að
vera og allir sem til þekkja bíða
spenntir eftir.“ GUN.
MENN VIKUNNAR ERU BJARGVÆTTIR!
Menn vikunnar eru tvímælalaust hinir fórnfúsu
björgunarsveitarmenn sem hafa verið að hjálpa
alla vikuna. Fyrst og mest að sjálfsögðu öllum
þeim sem óku austur að Heklu til að sjá ekki gos
og sátu síðan fastir á leiðinni til baka í Þrengslun-
um. En einnig við leit að vélsleðamönnum og öðr-
um sem lent höfðu í vandræðum vegna þess að
þeir vanmátu Kára í jötunmóð eins og íslending-
um nútímans er gjarnt að gera. Þá er gott að hafa
sjálfboðaliðana sem eru ailtaf tilbúnir að koma til
bjargar og leitar.