Dagur - 04.03.2000, Blaðsíða 18

Dagur - 04.03.2000, Blaðsíða 18
34 - LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 Ekki er nóg að treysta á heppnina þegar gert er do do. Það sýna tölur um ótímabærar þungan- ir og fóstureyðingar hér á landi. Ósk Ingvars- dóttir, sérfræðingur í kvensjúkdómum, segir það líka algeran óþarfa. „Stór hluti unglinga notar enga getnaðarvörn í sínum íyrstu samförum ef marka má rannsóknir. Þeir eru hreinlega ekki viðbúnir. Otti við þung- un getur skemmt mjög fyrir annars ánægjulegri og merkilegri reynslu og því þurfa þeir að vita að til er neyðarpilla sem taka má eftir samfarir og á að hindra þungun," segir Ósk Ingvarsdóttir kvenjúkdómalæknir. Hún er varaformaður samtakanna Kynlíf og barneignir sem hafa aðstöðu í Hinu húsinu. Vilji unglingar ræða kynlífsvandamál við fagfólk eða nálgast neyðargetnaðarvörn þurfa þeir bara að hringja í Hitt húsið og fá samband við þann sem er á vaktinni. - Segðu okkur meira um neyð- arpilluna. „Hún á að verka £ þrjá sólar- hringa eftir samfarir en miklu skiptir að taka hana sem fyrst. Jafnvel þótt stúlka verði þunguð þá er pillan ekki skaðleg íyrir fóstrið. Það er ekkert til að skammast sín fyrir að nota neyð- arpilluna og hún fæst á öllum heilsugæslustöðvum, á lækna- vaktinni, kvennadeild Landspít- alans og ætti að vera aðgengileg í skólum." - Leita margir til ykkar i Hitt húsið? „Þeim fer fjölgandi. Stúlkur eru í meirihluta en stundum koma pör saman, enda eiga strákar ekki að koma ábyrgðinni alfarið yfir á kærustuna. Við bendum ungling- unum á að fylgja málinu eftir, að taka þungunar- próf sjálf eða fara á heilsu- gæslustöð til að athuga hvort allt hafi gengið upp og ræð- um um frekari varnir." Foreldrar of feimnir - Hver eru helstu vandamál ungra stúlkna sem koma til þín á stofuna? „Langflestar koma til að fá P- pilluna og ræða um hana. Oft hafa þær heyrt neikvæða um- ræðu um hana eins og að hún geti valdið ófrjósemi. Það er mis- skilningur. Ahrif pillunnar eru svo stutt að hætta getur verið á þugun ef gleymist að taka hana í tvo daga. Svo eru margar stúlkur sem þora ekki að taka pilluna af ótta við að fitna. Tfskan er að vera svo óheyrilega grannur. Stelpur spekúlera líka í því hversu mikið sjálfstæði þær hafi Það er ekkert til að skammast sín fyrir að nota neyðarpilluna, “ segir Ósk Ingvarsdóttir læknir og hvort foreldrarnir þurfi eitt- hvað að vita um að þær séu að fá pilluna. Eg tel þær vissulega hafa rétt á að fá pilluna á eigin forsendum séu þær byrjaðar að lifa kynlífi. En ef þær búa heima þá hvet ég þær til að segja að minnsta kosti mömmu sinni frá þvf. Mæðurnar uppgötva það yf- irleitt hvort sem er og skilja hlut- ina. Hafa jafnvel sjálfar lent í því að hafa áhyggjur af ótímabærri þungun" - Telur þú unglinga skorta meiri fræðslu um getnaðarvarnir? „Ég held þeir séu nokkuð meðvitaðir. Þó mætti leggja meiri áherslu á að það sé jákvætt að taka pilluna og firri unglinga áhyggjum. Stúlkur eiga að vera stoltar af því að taka ábyrgð á hlutum og hafa stjórn á lífi sínu á sem farsælastan hátt. Svo má ekki gleyma smokknum, hann er það eina sem dugar til að forðast kynsjúkdóma." - En hjóða allar þessar vamir ekki hættunni á lauslæti heim? „Ekki ef uppeldið er eðlilegt. Ég held að þau áhrif sem ungling- ar verða fyrir fyrstu fimmtán árin skipti miklu máli um hugsunar- háttinn. Meðalaldur fyrstu sam- fara er 15.2 ár, samkvæmt sum- um rannsóknum. Mörgum full- orðnum finnst það lágur aldur. En algengt er að langur tími líði í næstu samfarir þannig að ekki er samasem merki á milli þess að hafa byrjað kynmök og að stunda þau.“ - Hvaða áhrif heldurðu að klámbylgjan hafi á unglinga? „Ég er á móti því að kynlífið sé kynnt sem skammvinnt skemmtiatriði og þjónusta, jafn- vel eitthvað sem keypt er þegar menn drekka áfengi. Foreldrar mega ekki vera of feimnir við að láta krakkana vita af því að þeir lifi kynlífi. Þannig gera krakk- arnir sér grein fyrir því að í flest- um húsum býr eðlilegt fólk sem lifir skemmtilegu, heilbrigðu kynlífi og hinir eru bara örfáir sem eru að sinna einhverjum öðrum þörfum." GUN. NeyÓan/örnin þarfaþing Vil Ekki verða pabbi núna Kristni og Unni finnst að það ætti að dreifa lyklakippum með smokki í til unglinga, þá væru þeir aiitaf með hann í vasanum. mynd: pjetur Framhaldsskólanem- arnir Kristinn Magnús- son og Unnur Ásdís Stefánsdóttir eru sam- mála um að fjölga þurfi smokkasjálfsölum og finnst skorta fræðslu um kynlíf og kynsjúk- dóma í framhaldsskól- um. Kristinn: „Mér finnst að smokka- sjálfsalar ættu að vera í öllum framhaldsskólum og á klósettum skemmtistaða. Einhverjir foreldr- ar urðu hálfbrjálaðir þegar farið var að dreifa smokkum. Það var reglulega heimskulegt." Unnur: „Það ætti að dreifa lyklakippu með smokki inn í. Þá er fólk alltaf með hann í vasan- um.“ - Eru unglingar jákvæðir fyrir að nota smokkinn Unnur: „Sumir strákar eru rosalega á móti honum og fínnst þeir ekki fá eins mikið út úr samförum ef þeir eru með hann.“ - Beita þeir þá stelpurnar þrýstingi? Unnur: „Já, ég veit dæmi þess. Þó held ég að strákar frá 16 ára upp í 20 hugsi: „Ekki vil ég verða pabbi núna“ og noti smokkinn. Það eru frekar þeir sem eru komnir yfir tvítugt sem vilja sleppa honum.“ Fóstureyðingar brjálæði - Hafið þið heyrt um neyðarpill- una? Unnur: „Já, mér finnst það ætti að leyfa hana. Ein vinkona mín notaði hana og hún virkaði. Það gengur ekki að nota fóstur- eyðingu sem getnaðarvörn. Ég hef heyrt að sumar stelpur fari tvisvar, jafnvel þrisvar í fóstur- eyðingar. Það er brjálæði. Mér finnst fóstureyðing eigi að vera algert neyðarúrræði, bæði er þar verið að eyða lífi og svo getur hún valdið ófrjósemi. Þá er betra að taka neyðarpilluna því hún er skaðlaus.“ Kristinn: „Af hverju ekki bara að nota smokkinn? Maður getur fengið kynsjúkdóma þótt piilur séu notaðar. Mér finnst þær hjóða upp á þá.“ Unnur: „Þetta eru auðvitað neyðarpillur. Það getur alltaf orðið slys, smokkurinn gleymst eða eitthvað. Fara strákar og stelpur saman í riímið þótt engar lilfinningar séu þar á hak við? Kristinn: „Ég veit ekki hvort hægt er að tala um „engar til- finningar". Það er kannski engin rosa ást og eflaust fá sumir strákar sér að ríða án þess nokk- uð sé á bak við.“ Unnur: „Stelpur eru yfirleitt ábyrgðarfyllri. Nema kannski ef þær eru fullar.“ Vandræðalegir foreldrar - Haldið þið að foreldrar fræði unglingana stna almennt um kynlíf og það sem því tengist? Unnur: „Nei, ég held lfka að unglingar á aldrinum 14-17 ára mundu ekki hlusta sérlega mikið á foreldrana.“ Kristinn: „Það yrði nú bara vandræðalegt ef foreldrar ætl- uðu að fara að tala um svona hluti.“ Unnur: „Ég held þeir treysti á skólana." Kristinn: Mér finnst alltof lítil fræðsla um kynsjúkdóma og for- varnir í framhaldsskólunum. Það eru bara nemendur í heil- brigðisfræði og vissum áföngum líffræði sem fá kennslu um þessi mál.“ Unnur: „Meðan krakkar eru í grunnskólum haf’a þeir takmark- aðan áhuga á þeim og flissa hara en svo vita þeir ekkert þegar þeir koma upp í framhaldsskóla og byrja kannski að lifa kynlífi." Ætti að loka klámsfðum - llaldið þið að klárn á Netinu, símalínur og fleira í þeim dúr hafi áhrif á skoðanir unglinga á kynlífi? Kristinn: „Ja, krökkum finnst spennandi að fara inn á klám- síður á Netinu. Mér skilst að það sé hægt að loka þessum síðum og ég hvet foreldra til að gera það. Þetta er svo gróft að það ætti ekki hver sem er að geta skoðaðjþað." Unnur: „Ég hugsa að áfengi og önnur fíkniefni valdi mest- um skaða í kynlífi unglinga. Þeir verða svo ábyrgðarlausir undir áhrifum að þeir gera all- an andsk... Svo eru kannski frekar þeir yngri sem fara ipn á þessar línur af forvitni." - Væri hollara fyrir unglinga að heyra stunur úr herhergi for- eldra sinna en úr símaltnunum? Kristinn: „Ég held maður mundi nú ekkert stunda kynlíf ef maður heyrði stunur í for- eldrunum. Maður mundi nú bara sleppa því!“ Unnur: „Veistu, ég held að unglingar f dag kippi sér ekki upp við neitt. Allt er orðið miklu opinskárra en það var. Það liggur við að maður sjái fólk gera það á skemmtistöðun- um, úti í hornum og á klósett- unum. Þetta var ekki svona áður.“ Þú talar hara eins og Itfs- reynd, gömul konal Unnur: Já, ég er orðin tvítug og hef skoðað skemmtanalífið í borginni í nokkur ár svo ég hef samanburð.“ GUN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.