Dagur - 04.03.2000, Blaðsíða 15

Dagur - 04.03.2000, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 - 31 Thgpr Iosa ekki hnútinn verður bindið aldrei til friðs. Það verður krumpið og hætt er við að það teygist á þvf. Til eru sérstök herðartré fyrir bindi.“ -PJESTA Aldrei herða bindshnút mikið Galdurinn við bindið liggur í hnútnum. Til eru íjölmargar gerðir bindishnúta. Dandi seg- ist vita til þess að það séu til yfir 300 gerðir af bindishnút- um en hann kunni tvo sem hann noti helst. Það sé ítalskur hnútur og svo Windsor-hnútur- inn. Sá ítalski sé helst í tísku núna en Windsorinn sé alltaf klassískur. Dandi segir að þeg- ar menn máti skyrtur þá hnýti hann bindið á herrana, en hann hafi kennt mörgum að hnýta bindi. „Þegar ungir menn eru að byrja að klæða sig Að lokum tekur maður kragann niður og byrjar að laga hann að aftan. 3. Breiði endinn fer bakvið bnútinn og niður um opið. 4. Hnúturinn lagaður, hægt er að bretta upp á kantana að vild. Menn hafa mismunandi bindi eftir því hvert til- efnið er. Menn fara ekki með sama bindið í jarðarför og á árshátíð. Þessi flík er dásamlega gagnslaus og hefur engan annan tilgang en að vera til skrauts. Hvenær karlmenn fóru að ganga með hálsbindi er rakið til silkihálsklútsins sem Agústínus Rómarkeisari hnýtti um háls sér til þess að forðast kvef. Sagt er að Loðvík 14. Frakkakonungur hafi hrifist svo af hálsklútum króatískra hermanna að hann hafi innleitt bindistísku meðal hermanna sinna. Nú á dögum nota karl- menn bindi á vígvelli skemmt- analífsins. Bindi hafa verið nánast jafn- breið í ein sex, átta ár. Þó er það þannig að stundum breikka bindin eða mjókka. Víða er- lendis eru sérverslanir þar sem aðeins eru seld hálsbindi. Sig- þór Bjarnason, Dandi, í versl- uninni JMJ á Akureyri segir verslunina leggja metnað í að hafa mörg mismunadi háls- bindi, enda er úrvalið af bind- um í JMJ eitthvað það mesta á Iandinu, yfirleitt séu til um 1000 til 1500 gerðir af háls- bindum. „Það er geipilegt úr- val til af bindum og þegar að maður fer erlendis þá sér mað- ur bindi sem eru mjó, breið, með allskonar myndum og jafnvel köflótt bindi. Þar sér maður bindi sem jafnvel okkur dytti aldrei í hug að vera með hér.“ og hnýta bindi þá hlaupa þeir yfirlett til pabba eða frænda þegar þarf að binda hnút á bindið. Eg hef þó orðið var við að stelpur virðast vera miklu fljótari að finna út úr því hvernig eigi að binda hnútinn," segir hann. Hann segist stundum spá í það hvers vegna ekki sé meira um bindi sem ekki þurfi að hnýta. Það séu einungis dyra- verðir og lögreglumenn sem noti þannig bindi. Þá sé bindið nælt undir skyrtukragann og/ eða þrætt ofan í skyrtuna. „Lengd endans skiptir geipilega miklu máli. Bindið á að ná nið- ur undir buxnastreng. Sumir vilja hafa það niður á miðjan streng en nú er í tísku að hafa það aðeins ofar. Það er ein regla sem gildir, alltaf að byrja á því að setja upp kragann. Þegar bindið er hnýtt, á að halda með þumalputta og vísi- fingri um það og aldrei að hreyfa þá úr þeirri stöðu. Gott að hafa fingurinn þannig að þeir myndi opið. Það á aldrei að herða bindishnút mikið. Síðan er hægt að laga það eftir að endinn er kominn í gegn. Það er hægt að mynda allskon- Sigþór Björnsson í JMJ hefur kennt mörgum að hnýta á sig háisbindi. ar brettur í bindið. Það er lykilatriði að herða bindið ekki mikið. Þannig verð- ur það aldrei til friðs þegar maður tekur það af sér. Það á alltaf að taka hnútinn af og hengja bindið upp. Ef menn 2. Breiði endinn fer siðan framfyrir og bakvið, upp og niður um opið sem er myndað með vísifingrinum. 3. Bindið lagað. 4. Þegar maður telur sig vera búinn að stilla bindið af. Á maður ekki að þurfa að hreyfa við því. Það á aidrei að herða hálsbindi mjög mikið. 2. Breiði endinn fer undir þann mjóa og síðan utan um hann. Hægt er að nota visifingurinn til þess að mynda op fyrir endann. Windsor-hnúturinn er klassískur og fer vel við alla skyrtukraga. I. Þegar menn byrja á að hnýta Windsor hnút byrja þeir alveg eins og þegar þeir hnýta einfaidan hnút, en breiði endinn fer upp og niður um hálsmálið. ítalski tískuhnúturinn er alveg eins og einfaldur hnútur það má vefja einu sinni, tvisvar eða þrisvar sinnum eftir því hversu þykkur hnúturinn á að vera. 1. Uphafsstaðan er alltaf eins, mjói endinn undir og breiði endinn yfir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.