Dagur - 04.03.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 04.03.2000, Blaðsíða 7
 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 - 23 Þau Arnbjörg „Ég hef ekki sagt mig úr hinum miðlæga gagna- grunni á heil- brigðissviði," segir Arnbjörg Sveins- dóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks. ,Ástæðan er sú að ég tel að hér sé um merkilegar vísindarannsóknir að ræða sem að hjálpi okkur í baráttu við sjúk- dóma og geti hugsanlega fært mannkyninu dálítið betra Iíf. Ef mín litla sjúkrasaga og erfðaefni getur hjálpað til, líður mér strax betur. Frumkvöðlastarf Kára Stef- ánssonar og félaga er merkilegt og er stórt skref í að skapa svo- kallað þekkingarsamfélag á ls- landi. Stór hópur háskólamennt- aðs fólks á nú jafnvel í fyrsta sinn möguleika á starfi sem hæfir menntun þess.“ Ásta Ragnheiður. „Það er einkamál hvers og eins hvort hann er í gagnagrunninum eða ekki,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Sam- fylkingar. „En ef satt skal segja og þið endilega viljið vita það þá hef ég ekki sagt mig úr honum. Hvers vegna ekki? Mér er sama þó upp- lýsingar um mig séu þama og ef það kemur einhveijum til góða í baráttu við sjúkdóma er það í fínu Iagi.“ Ásta „Nei ég hef ekki sagt mig úr mið- lægum gagna- grunni á heil- brigðissviði og hef ekki áform um að gera það,“ segir Asta Möller, þingmaður Sjálf- stæðisflokks. „Tilgangur mcð gerð sjúkraskráa á heilbrigðisstofnun- um er í megindráttum af tvenn- um toga. Fyrst og fremst að sjá til þess að réttar upplýsingar liggi fyrir um sjúkling, sjúkdóm hans og meðferð um leið og samfelldni í meðferð er tryggð með greiðu upplýsingastreymi milli þeirra sem meðhöndla sjúklinginn. I öðru lagi er tilgangurinn að safna upplýsingum um sjúkdóma og meðferð sem mynda grundvöll rannsókna í læknisfræði og öðr- um heilbrigðisvísindum, til að þróa þekkingu á sjúkdómum og árangri meðferðar. Með gerð mið- lægs gagnagrunns á heilbrigðis- sviði skapast nýjir og áður óþekkt- ir möguleikar til að þróa og bæta þekkingu í þessum fræðum. Ég fagna að fá tækifæri til að leggja mitt af mörkum í þennan gagna- grunn, verði það til þess að líf, líðan og heilsa fólks verði bætt í framtíðinni, með væntanlegri bættri greiningu og meðferð sjúk- dóma.“ Drífa „Ég hef ekki sagt mig úr gagna- grunninum, því ég tel að með honum séum við að gera Iæknavís- indum mikið gagn,“ segir Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Hver og einn verður að gera það upp við sjálfan sig hvað hann ger- ir í þcssum efnum, en ég tel það ábyrgðarhluta að vera ekki með. Til framtíðar litið munu þær rannsóknir sem gerðar verða á grundvelli upplýsinga úr gagna- grunninum hafa milda þýðingu eru i fyTÍr okkur öll, ef að líkum lætur." Einar Már „Ég hef ekld sagt mig úr hinum miólæga gagna- grunni á heil- brigðissviði vegna þess að ég hef ekki séð neina ástæðu til þess,“ segir Einar Már Sigurðsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar. Guðjón „Ég hef ekki sagt mig úr gagna- grunninum. Tel að upplýsingar úr gagnagrunninum muni nýtast í þágu læknavísind- anna og koma afkomendum okk- ar til góða,“ segir Guðjón Guð- mundsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokks. Guðjón Arnar „Ég hef ekki sagt mig úr gagna- grunninum og hef ekki hugsað mér að gera það,“ segir Guðjón A. Kristinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. „Vonast til þess að úrvinnsla á upplýsingum í miðlægum gagna- grunni komi þjóðinni til góða og vonandi öðrum þegar fram líða stundir. Tel reyndar að verðmæti fyrirtækis eins og IE, sem enn hefur ekki sannað sig með markaðshæfri vöru sé, verðmet- ið langt umfram raunvirði. En það hlýtur hins vegar að vera vandamál þeirra sem þar hafa fjárfest. Málið um verðmætið í væntingunum er ansi líkt sög- unni um Nýju fötin keisarans." Guðni „Nei, og stendur ekki til. Ég styð Kára og vísind- in,“ segir Guðni Agústsson, land- búnaðarráðherra. Gísli „Það er ekkert leyndarmál að ég hef eldd sagt mig úr gagnagrunnin- um og mun ekki gera,“ segir Gísli S. Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar. „Ég styð heilshugar rannsóknir á heilbrigði íslenskrar þjóðar og tel í raun nauðsyn að unnt sé að fá heimildir um alla þjóðina. Það eru gífurleg verðmæti í slfk- um upplýsingum fyrst og fremst fyrir heilbrigðismöguleika fram- tíðar Islendingsins. Dulkóðun gagnagrunnsins er gífurlega vel unnin að mínu mati og að líkind- um eru heimildir margfalt betur varðveittar x grunninum en þær eru í dag. Ég vil leggja mitt lóð á vogarskálar með þessi framtíðar- markmið að Ieiðarljósi sem ég hef gert grein fyrir. Ég tel að þó ein- hver hagnist verulega á þeim upplýsingum sem þarna eru þá sldpti það litlu því verðmætin munu koma til baka í óbeinu formi fjárhagslega og skila marg- földum hagnaði heilsufarsalega. Ég hef ekki minnst á hversu mik- ið er í húfi fyrir íslenska þjóð að vera í fararbroddi á heimsmæli- kvarða í þessum málum, allt það mun skila sér fyrir mannkynið í framtíð." Gunnar „Ég er ekki búinn að segja mig úr gagnagrunninum og hef ekki hugsað mér það,“ segir Gunnar grunninum.... Birgisson, þing- maður Sjálfstæð- isflokks. „Ef hægt er að nýta þessar upplýsingar þama í þágu læknavís- indananna er þeim vel varið. Þetta mál er í raun fáraánlegt, slagsmálin um peningana eru orð- in svo mikil og fólk og fyrirtæki svo gráðugt að framförum í þágu Iæknavísinda er fómað í þess þágu. Mér finnst það ábyrgðahluti að segja mig úr gagnagrunninum, því ég vil horfa á þetta mál f víðu samhengi og horfa til næstu ára og alda. Þegar ég dey verða upp- lýsingarnar um mig engum til gagns eða nýtast neinum, ef ekk- ert fer í gagnagrunninn. Ég vona að Kára vegni vel.“ Hjáimar „Ég hef ekki sagt mig úr gagna- grunninum og mér hefur aldrei dottið það í hug,“ segir Hjálmar Jónssson, þing- maður Sjálfstæðisflokks. „Ég samþykkti lög um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði vegna þess að ég tel að hann geti gert gagn einkum fyrir komandi kynslóðir. Siðferðislega lft ég á þetta eins og það þegar miskunn- sami Samverjinn staðnæmdist hjá slasaða manninum á Ieiðinni milli Jerúsalem og Jeríkó, tók hann upp á sinn eigin eyk og kom honum undir læknishendur. Hann tók talsverða áhættu vegna þess að ræningjamir gátu komið aftur og ráðist á Samvexjann. I samanburði við það er áhættan afar lítil sem við, Islendingar, tök- um með því að afhenda upplýs- ingar um beinbrot, flensu, skitu, krabbamein, tognun, geðveiki, sýfilis, og annað sem hrjáir mann- fólkið í þessu landi - í mismiklum mæli þó.“ ísólfur Gylfi „Ég hef ekki sagt mig úr gagna- grunninum og dettur ekki í hug,“ segir Isólfur Gylfi Pálmason, þing- maður Framsókn- arflokks. „Hinsvegar hlald<a ég til þegar Kári hefur fundið öfundar- genið og neikvæða genið sem að einkennir málfutning sumra þeirra sem hafa verið á móti frumvarpinu um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði." Jóhann „Ég hef ekki sagt mig úr gagna- grunninum og ætia ekki að gera það,“ segir Jóhann Arsælsson, þing- maður Samíylk- ingar. „Tel að svona gagnagrunn- ur geti geti skapað mikil verðmæti vegna heilbrigðis fólks f framtíð- inni og vil ekki spilla því að hægt sé að nota hann. Hinsvegar er ekki þar með sagt að ég sé sáttur við útgáfu þess einkaleyfis sem íslensk erfðagreining fékk.“ Jón „Það hef ég ekki gert og ætla ekki að gera,“ segir Jón Kristjánsson, þingmaður Fram- sóknarflokks „Ef vísindum gætu gagnast í framtíðinni einhverjar heilsufarsupplýsingar um mig þá finnst mér það hið besta mál. Það finnst mér vera kjarni málsins.“ Páll „Að sjálfsögðu hef ég ekki sagt mig úr gagnagrunninum,“ segir Páll Péturs- son, félagsmála- ráðherra. Krístján „Nei, ég hef ekki sagt mig úr gagna- grunninum," segir Kristján Pálsson þingmaður Sjálf- stæðisflokks. ,Ástæður þess eru margar en þó aðallega þær að þetta geti verið merkilegt framlag til að að bæta líðan fólks með rannsóknum á genum og ég trúi því að bættar rannsóknir á þessu sviði leiði til bætts heilbrigðis, lækkuð útgjöld í heilbrigðismál- um og bættum þjóðarhag. Þar að auki er þetta mjög stórt skref í ný- sköpun íslensks atvinnulífs.“ Lúðvík „Það er svo sem ekkert laununga- mál að ég hef ekki sagt mig úr gagna- grunninum," segir Lúðvík Bergvins- son, þingamaður Samfylkingar. „Ég vil sjá hvað verður í þessu máli, hvernig og þá hvort þessar upplýsingar verða nýttar og menn eiga þá alltaf þess kost að segja sig úr gagnagrunn- inum ef þeim líst ekki á málið. Ég vil gefa þessu framtaki Kára tæki- færi. En það sem réði því að ég sagði nei við gagnagrunnsfrum- varpinu á sínum tíma var annars- vegar að gagnagrunnurinn væri bundinn einkaleyfi til Islenskrar erfðagreiningar og að ekki skyldi vera krafist upplýsts samþykkis sjúklinga." Pétur „Ég hef ekki sagt mig úr hinum mið- læga gagnagrunni á heilbrigðissviði sem nú er verið að koma upp af sömu ástæðu og ég gef reglulega blóð,“ segir Pétur Blön- dal þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Ég vona að það framlag mitt sem kostar mig þó enga fyrirhöfn, sársauka eða áhættu geti stuðlað að betri þekkingu á sjúkdómum og geti þannig jafnvel bætt líðan eða bjargað lífi fólks f framtíðinni. Hugsanlega í miklu stærra mæli en blóðgjöf. Svo má ekki gleyma því að við gagnagrunninn mun starfa fjöldi velmenntaðs ungs fólks, sem á þann hátt fær vinnu við sitt hæfi hér á landi. Þannig verður hann mikil lyftistöng vís- indum í landinu. Krístinn H. „Ég er f gagna- grunninum af miklum vilja," segir Kristinn H. Gunn- arsson, þingmaður Framsóknnar- flokks. „Ég styð þetta mál, það er sjálfsagt og eðli- legt að ríkið stuðli að því að bæta lífskjör íslendinga annað hvort með þeim tekjum sem koma af starfi íslenskrar erfðagreiningar, sem virkar þá til þess að lækka skattgreiðslur, nú ellegar með því að framleidd verði Iyf sem koma fólkinu til góða.“ Siv „Hef ekki sagt mig úr þar sem persónuverndar er gætt og ég vil gjarnan gefa möguleika á að upplýsingarnar verði notaðar til hjálpar komandi kynslóðum,“ segir Siv Friðleifs- dóttir, umhverfisráðherra. Margrét K. „Ég hef ekki sagt mig úr gagna- grunninum því ég tel hann geta verið þjóðinni og lækna- vísindum til gagns og hef áhuga á því að þessi starfsemi nái fótfestu hér á Iandi," segir Margrét K. Sverris- dóttir, sem um þessar mundir á sæti á Alþingi fyrir Fijálslynda flokkinn. Vjlhjálmur „Ég hef ekki sagt mig úr gagna- grunninum því ég tel hugsanlegt að þarna sé hægt að safna saman auk- inni þekkingu í læknisfræði saman á einn stað - sem í framhaldinu verður hægt að nýta okkur öllum til góðs,“ segir Vilhjálmur Egilsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks „Ég vil þar leggja mitt af mörkum. Eg vil ekki skipa mér í þann hóp manna sem ætlar ekki að taka þátt í því að búa til þekkingu á þessu sviði en telur svo sjálfsagt að njóta hennar þegar hún fer að skila ár- angri. Er það siðferðislega rétt af þeim mönnum að nýta sér þá þekkingu þegar hún er orðin til, þegar þeir hafa ekki vilja leggja neitt af mörkum." Svanfríður „Ég hef ekki sagt mig úr gagna- grunni á heil- brigðissviði og hyggst ekki gera það. Ég lít á grunninn og þá hugmynd sem hann byggir á sem afar merkilega tilraun til að staðla heilbrigðisupplýsingar með ákveðnum hætti svo nýta megi þær til að fá svör við ýmsum spurningum sem nýst geta bæði við fyrirbyggjandi aðgerðir og Iækningar,“ segir Svanfríður Jón- asdóttir, þingmaður Samfylking- arinnar. „Vegna þess að upplýs- ingamar sem fara inn í grunninn verða ópersónugreinanlegar verð- ur ekki hægt að fara framá upp- lýst samþykki einstaklinga í hverju því tilviki sem einhvexjar upplýsingar um þá kunna að koma við sögu, enda snýst hug- myndin ekki um einstaklinga. Eg hef ekki áhyggjur af persónu- vernd og veit að ef einhver hefur áhuga á upplýsingum um mig er mun hægara að nálgast þær með öðru móti en því að bxjóta upp þá dulkóða sem notaðir verða. Ég hef af því áhyggjur að sú umræða sem nú er í gangi nái að hræða ákveðna hópa frá því að hafa upp- lýsingar um sig í grunninum því auðvitað er það svo að því meiri upplýsingar sem þar verða því gagnlegri verða svörin við spurn- ingunum sem fyrir verða lagðar.“ Einar K. „Ég hef ekki sagt mig úr miðlæga gagnagrunninum og er staðráðinn í að taka þátt í því að leggja mitt léttvæga lóð á vogaskálina þá sem vinnur gegn sjúkdómum og meinsemdum. Upplýsingar um minn vesæla skrokk eru velkomnar til þess arna,“ segir Einar Kr. Guðfinns- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.