Dagur - 12.03.2000, Blaðsíða 3

Dagur - 12.03.2000, Blaðsíða 3
MIDVIKVDAGUR 12. APRÍL 2 0 0 0 -19 XWwr. LIFIÐ I LANDINU ■HHHI Hæstiréttur. Klofnar ekki um þá megin niðurstöðu að valinn hópur manna njóti sérréttinda sem hægt er að færa til almennings bóta- laust. Sátt um hvað? Það er fátt sem stjómmála- mönnum okkar dettur ekki f hug að skapa þurfi sátt um ef einhver æmtir eða skrsemtir. Fyrir síðstu kosningar var ekki þverfótað fyrir hugmynd- um um sættir, sem útaf fyrir sig var viðurkenning á þeirri sundrungu sem víða gætir í samfélaginu. Verra með efndir. En dómur Hæstarétt- ar í Vatneyrarmálinu sendir boltann aftur þangað sem hann á heima og nú geta þeir sem áður hafa talað hve hæst og mest urn sátt fengið þann gamla höfuðverk aftur. Ef... ...dómurinn hefði fallið eins og þrír dómarar \dldu en ekki fjórir væri málið komið til brýnn- ar úrlausnar löggjafans. Nú damlar það áfram og sáttavilji stjórnarherra er leiddur fyrir dóm þjóðarinnar. Þótt hin lagalega ástæða til að afnema núverandi úthlutunarkerfi aflaheim- ilda sé ekki talin nauðsynleg vegna stjórnar- skrárinnar, má fullvíst telja að hinn samfélags- legi veruleiki krefjist þess. 70% þjóðarinnar eru sammála minnihluta Hæstaréttar. Hæsti- réttur í heild staðfestir að ekkert sé því til fyr- irstöðu að breyta bótalaust þeim reglurn sem færðu litlum hópi manna sérstakan aðgang að Islandsmiðum. Hvaðþarf? Það þarf að afnema sérréttindi. Fyrst og fremst. Hver sægreifinn á fætur öðrum selur þessi sérréttindi á markaði til að búa sér og næstu kynslóðum afkomenda efnalega auð- sæld. AÍlir aðrir sem \ilja nýta sér Islandsmið til atvinnu verða að greiða uppsett gjald í gull- kistur þessara manna. Getur orðið sátt urn þetta fyrirkomulag? Ekki í Ijósi þess að það er siðlaust, félagslega niðurbrjótandi og efna- hagslega rangt. Rökin, sem vissulega voru til staðar (umdeilanleg, en rök eigi að síður), fyrir því að koma á mismunun þegnanna við mjög sérstakar aðstæður, geta ekki gilt um aldur og ævi. Það merkilega við dóm Hæstaréttar er einmitt árétting á þessu. F)Trverandi sjávarút- vegsráðherra hótaði þjóðinni með „mestu skaðabótakröfum íslandssögunnar" væri Valdimarsdómurinn túlkaður jafn vítt og t.a.m. minnihluti Hæstaréttar gerir núna. Sú hótun er einfaldlega frá með dómsorði réttar- ins í heild. Ekki svo einfalt En málið er þó ekki svo einfalt. Verjendur sérréttindakerfisins finna því margt til ágætis sem á að sætta okkur við rangindin í krafti ábata sem af því leiðir. Hann er satt að segja í haesta máta tortryggilegur. I fyrsta lagi hefur kerfið vissulega leitt til hagræðingar á ýmsum sviðum, en þó ekki svo að útgerðin sjái sér fært að greiða lágmarks gjald fyrir afnot af auðlindinni. Ætti þetta frá- bæra kerfi ekki að fara að skila einhverri greiðslugetu? Fullyrt er að þetta kerfi skili engri afkomu sem orð sé af gerandi. Þversögn- in er auðvitað sú að útgerðarmenn hafa næga greiðslugetu til að borga hver öðrum fyrir auð- lindina og þá ekki síst þeim sem kjósa að Iáta leysa sig út úr henni með gull og græna skóga. I öðru lagi er tortryggilegt hvernig flotinn eykst að skipastól og orku sem þarf til að sækja nokkurn veginn óbrcyttan fiskaljölda og stóreykur skuldir sínar um leið. Getur ekki verið að í því þrátefli sem umræðan hefur ver- ið í, hafi hagsmunir útgerðanna verið iýrir borð hornir með því að berjast fyrir óbreyttu kerfi? Hefði ekki verið nær að kaupa sér vinnufrið með veiðigjaldi, en fá jaínframt leyfi til að auka framleiðni? I þriðja lagi er hlutur fiskveiðistjórnunarinn- ar í kerfinu vafasamur. Hvemig stendur á að enn eru mikilvægir stofnar í hættu og þorskur- inn réttir sáralítið úr kútnum miðað við þá veiðireynslu sem var áratugum saman á ís- landsmiðum áður en kvótakerfið var sett? Þessu nátengt er sú staðreynd að núverandi kerfi fiskveiðistjórnunar og úthlutunar afla- heimilda hefur innbyggða hvatningu að kasta fiski. Nýliðun Þetta lokaða kerfi sérréttinda hefur drepið í dróma mikilvægan þátt íslenskrar menningar: Sjómennsku. I stað þess að búa við efnahags- legan hvata til að hefja útgerð og sjómennsku eiga nýliðar í greininni í höggi við hindranir. Að því gefnu að aldrei verði hægt að leyfa öll- um að veiða allt sem hugurinn girnist, virðist eigi að síður bráðnauðsynlegt að fiskveiðakerfi til framtíðar þurfi að viðhalda fiskveiðamenn- ingu. Byggðir Hafi menn þau rök fyrir kvótakerfinu að ekki sé fullreynt á getu þess til að endurreisa fiski- stofna, eiga þau rök ekki við byggðirnar. Það hefur reynst mjög dijúgur kraftur á sveif með þeim þáttum sem leggja sjávarbyggðir í rúst. Stjórnarformaður Byggðastofnunar vill þriðj- ung kvótans til byggðastefnu. Á meðan efna- hagslegu rökin koma ekki fram fyrir því, verð- um við að trúa að þessi tala sé túlkun á því hervirki sem núverandi kvótakerfi hefur unnið á landsbyggðinni. Vilja útgerðarmenn ekkert til vinna til að fá skjól fyrir svona kröfum? Sátt um aUt þetta? Undanfarin ár hefur umræðan verið þvælin og stöðnuð, eins og best sást f kjölfar Héraðs- dóms á Vestfjörðum. Markvisst er ruglað með ólíka þætti þessa margslungna máls. Þannig verjast menn með hagsmuni fiskveiði- stjórnunar til að rugla sókn sem beinist gegn sérréttindum. Fullyrðin um að núverandi kerfi sé það arðsamasta fyrir þjóðina í heild er sannanlega hæpin. Þá er samviskulaust höfð- að til byggðasjónarmiða til varnar kerfi sem hefur lagt sitt af mörkum til að flýta fyrir hruni sjávarþorpa. A meðan þessi þrætubók- arlist er stunduð vinnst ekkert vegna þess að samtímis upphefst margradda kór þröngra sér- hagsmuna sem miða hver við sinn krók. Allt er málið í herkví sem úgerðinar hafa misskilið sér í hag. Það væri skynsamlegt fyrir útgerð- armenn að gefa eftir sérréttindakröfu sína fi r- ir vinnufrið. Þeir hafa varið lén sín af hörku með þeim stjórnmálamönnum sem hafa ekki dug til annars. Þetta kalda stríð rnilli þjóðar og þeirra sem nýta sameiginlega auðlind hennar hefur leitt okkur í öngstræti. Um- hverfisþátturinn? Uppbygging fiskistofna? Markaðsvæðing í atvinnugreininni með óum- flýjanlegum hliðarráðstöfunum vegna skakka- falla f byggðunum? Hin félagslega og menn- ingarlega samheldni í samfélagi sem byggir á fiskveiðum? Ollu hefur verið fórnað svo verja mætti sægreifaveldið. Sá herkostnaður er þegar of hár, nú þegar lokastríðið hefst. UMBUÐA- LAUST ■menningar] LÍFIÐ Kúgimin í Hálsa- skógi Leikfélag Flens- borgarskóla í Hafnarfirði er þessa dagana að sýna upp- færslu á Dýrunum f Hálsaskógi þar sem öllu er snúið við. Dýr- in eru ekki Iengur \dnsamleg heldur manneskjur með mis- jafnt innræti. Lilli klifurmús er bannsett frekjudós og bangsapabbi er kúgari sem nýð- ist á fjölskyldu sinni og öðrum. Marteinn skóg- armús er vatns- greiddur ömmustrákur, sem skrifar lög er virðast góð en snúast í raun um yfir- gangssemi. Mikld refur er þar með allt í einu orðinn sá ofsótti því hann er pýndur til að hlýða í nafni meirihlutans. Stefán Jónsson leikstjóri átti víst hugmyndina að útúrsnúningum, en hann sýnir okkur svart á hvítu hvern- ig meirihlutalýðræðið getur snúist upp f andstæðu sína, al- ræðið. Stefáni Jónssyni hefur með nemendum Flensborgar- skóla tekist að búa til einfalda og írumlega sýningu úr Dýrun- um sem vekur til umhugsunar með öfugum formerkjum en höfundurinn ætlaði sér í upp- hafi. Utsetningar Kristjáns Eldjárns á lögunum úr söng- leiknum gera síðan sitt til að hressa upp á gamlar lummur. Næstu sýningar og þar með þær síðustu eru í kvöld, fimmtudag og föstudag klukk- an 20 og á laugardaginn klukk- an 15. í boði borgarmnar Það var synd og skömm að sjá Borgarleikhúsið hálftómt síð- astliðið fimmtudagskvöld þegar flutt var dagskráin „Mig minnti að borgin væri brosandi kona“. Ekki bara vegna þess að að- gangur var ókeypis heldur vegna allra þeirra sem misstu af yndislegri dagskrá með öllu því besta sem skrifað hefur ver- ið um Reykjavík af íslenskum rithöfundum og skáldum. s.______________________> Stefán Jónsson leikstjóri: Hin hliðin á Dýrun- um í Hálsaskógi. Sagan endalausa Ég lagðist upp í sófa eitt kvöld fyr- ir skömmu til að lesa bókina um Stúart litla. Ég þóttist viss um góða skemmtun ög Stúart hrást ekki vonum mínum. Það sama verður hins vegar ekki sagt um höfundinn sem mér þykir ekki hafa sýnt þessu viðkunnanlega hugarfóstri sínu nægilega um- hyggju. Bókin er verulega fyndin og hugmyndarík, svo mjög að maður skellir nokkkrum sinnum upp úr. Frú Lilja Línberg fæðir son sem reynist vera mús og fær nafnið Stúart. Stúart elst upp hjá mömmu, pabba og eldri bróður og tilvist hans veldur engu hugarróti hjá fjölskyldu hans, en vitanlega þarf mús á allri sinni lagni að halda til að pluma sig í mannlegum heimi. Maður á nógu erfitt með það sjálfur og hefur því innilega samúð með baráttu lítillar músar. Þegar nokkuð er liðið á frásögnina held- ur Stúart að heiman í leit að vinkonu sinni, fuglinum Margaló sem heim- iliskötturinn hefur átt þátt í að hrekja á flótta. Það er hætta í hveiju spori fyrir Stúart litla en hann stendur sig vel. Reyndar ldúðrar hann mögulegu ástarsam- bandi eftir að hafa skrifað svo ljóm- andi snyrtilegt bréf til agnarlítillar stúlku, en maður á frekar von á að í framhaldi bókarinnar takist hon- um að leiðrétta þau mistök. Þetta er jú bamabók, og þær fara ætíð vel. En skyndilega er lesandinn kom- inn á síðustu blaðsíðu og Stúart er ennþá á ferðlagi. Bókin er búin en sög- unni er ekki iokið. Þannig að einhvers staðar er lítil, hugrökk mús enn í leit að vini sínum meðan mamma, pabbi og stóri bróðir eru grátandi heima. Þetta er á eng- an hátt viðunandi niðurstaða fyrir þá sem vilja fá botn f þær sögur sem þeim eru sagðar. Gátan um Stúart litla er því enn óleyst. Eftir lestur Stúarts lida veltir mað- MENNINGAR VAKTIN „Eftir lestur Stúarts litla veltlr maður því fyrir sér hvaða gagn sé eiginlega af útgáfustjórum efþeir geta ekki dröslað höfundum sfnum til að skrifa framhald afjafn góðum bókum og þessi er.“ ur því fyrir sér hvaða gagn sé eiginlega af útgáfustjórum ef þeir geta ekki dröslað höfundum sínum til að skrifa framhald af jafn góðum bókum og þessi er. E. B. White er löngu látinn og útgáfustjóri hans sennilega líka svo það er of seint að væla í þeim. En það breytir engu um það að þeir brugðust Stúarti litla og aðdáendum hans. Við áttum skilið að fá framhald. Huggunin felst í kvikmynd um Stúart sem frumsýnd verður á næstu dögum en þar hlýtur að koma f ljós hvernig ferðalagi hans Iyktaði. Ég bíð óþreyjufull.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.