Dagur - 12.03.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 12.03.2000, Blaðsíða 4
20 - MIDVIKUDAGU R 12. APRÍL 2000 Ðujir MENNTNGA HLÍFIÐ T LANDTNU ■BÆKUR pjöflamir aðgengir íslendingiun Umdeildasta stór- virki Dostojevskís, Djöflanir, er komið í út hjá Máli og menningu í þýð- ingu Ingibjargar Haraldsdóttur. Bókin kom fyrst út á árunum 1871-72 og er eins konar and- staeða við næstu bók höfundar þar á undan, Fávitanum, sem lýsir hinum algóða manni en í Djöflunum er fullkominni ill- sku lýst. Stravigín er syndum spilltur maður og fullkomið ill- menni. 1 Djöflunum hyggir Dostojev- skí, sem oftar, á raunverulegu sakamáli, morðmáli þar sem við sögu kom hópur stjórnleysingja undir forystu Netsjajevs, sem var ungur byltingarsinni og handgenginn Bakúnin, helsta foringja anarkista á 19. öld. Það morðmál varð Dostojveskí tilefni til að gera upp sakirnar við þær hugmyndir sem voru á sveimi í Rússlandi á þessum árum og hann áleit hina raun- verulegu djöfla. Hugmyndir um sósíalisma, stjórnleysi og guð- leysi. En þrátt fyrir lýsingar á illvirkum, fláttskap og fólsku eru Djöflarnir um leið ein fyndnasta bók Dostojcvskís, lull af fáránlegum uppákomum og spaugilegum karakterum. Þetta er sjötta bók skáldjöf- ursins sem Ingihjörg Haralds- dóttir þýðir úr frummálinu yfir á íslensku. Tilfinningagremd og greindarvísitala Iðunn hefur gefið út bókina Tilfinningagreind eftir Daniel Goleman, bandarískan sálfræð- ing, sem skrifað hefur metsölu- hækur um nýjar niðurstöður á sviði sálfræðirannsókna. Þýð- andi er Aslaug Ragnars. I kynningu um bókin segir m.a: Höfundur gerir hér grein fyrir rannsóknum sínum sem sýna að tilfinninga- greind einstak- lings getur veg- ið þyngra en greindarvístala; hvaða þættir eru að verki þegar fólk með háa greindarvísitölu fer halloka og fólk með tiltölulega lága greindarvísitölu á velgengni að fagna. I bókinni er meðal ann- ars sagt frá nýjum uppgötvun- um um þá formgerð manns- heilans sem áhrif hefur á til- finningalífið og hvernig niður- stöður henda til að móta megi tilfinningavenjur barna. Gerð er grein fyrir mikilvægi tilfinn- ingagreindar, en helstu þættir hennar eru skapstilling, þraut- seigja, atorka og samkennd, eiginleikar sem skipt geta sköp- um í lífi og starfi og eru mikil- vægir í öllum mannlegum sam- skiptum. Einnig eru kannaðar þær hættur sem steðja að þeim sem ekki ná tökum á tillinn- ingalífl sínu með aldrinum og hvernig skortur á tilfinninga- greind verður til að auka ýmsa áhættuþætti í lífi einstaklings- ins, svo sem ofbeldishneygð, þunglyndi, lystarstol eða of- neyslu af öllu tagi. Síðast en ekki síst er sagt frá brautryðj- endastarfi í skólum þar sem börn læra að takast á við til- finningar og tileinka sér hæfni í mannlegum samskiptum, þannig að þau verði fær um að ná tökum á lífi sínu. V__________________________2 Almennt er unga fólkid ánægt með líflð og stolt af þjóðerni sínu Draugar og hugs- anauutningar Meirihluti ungsfólks á íslandi, Grænlandi og í Færeyjwn er þeirrar skoðunarað á næstu árum eigi aðgerðirí um- hvetfismálum að hafa forgangfram yfir til- raunir til að auka hag- vöxt. Ungtfólkáís- landi reynist vera mest umhverfissinnað en Grænlendingar minnst. Þetta kemur m.a. fram í niður- stöðum könnunar á lífsskoðunum ungs fólks í fyrrgreindum þremur löndum sem Félagsvísindadeild HÍ, gerði að frumkvæði Vestnor- ræna ráðsins. Könnunin bregður Ijósi á lífsgildi og framtíðarsýn nokkurra framhaldsskólanema við árþúsundamótin. Margt fomtnilcgt kemur fram í niðurstöðunum. Trú á gildi vinnu- semi er til dæmis ólík eftir lönd- um. lslendingar hafa mesta trú á gildi vinnusemi en Færeyingar minnsta. Færeysku ungmennin eru lang hneigðust að Guðstrú en trú á yfirnáttúruleg fyrirbæri eins og drauga og hugsanaflutninga var mest meðal Islendinga og lang- minnst meðal Færeyinga. Trúa á virðiiigu og trúnað Afstaða til hjónabands og fjöl- skyldu var hefðbundin hjá öllum þorra ungmennanna, óháð Iönd- um. Langflestir töldu virðingu og trúnað eiga mestan þátt í farsælu hjónabandi. I öðru lagi voru efna- hagsleg gæði sett, í þriðja lagi sam- skipti og samvinna og sameigin- legur bakgrunnur var talinn hafa minnst vægi þeirra atriða sem spurt var um. Islendingar leggja heldur meiri áherslu á mikilvægi samskipta og samvinnu milli hjóna en Grænlendingar og Fær- eyingar, en mikilvægi góðs kynlífs var eina einstaka atriðið í þessum þætti þar sem hægt var að greina verulegan mun í afstöðu milli þjóðanna þriggja. Um 60% svar- enda frá Grænlandi og Færeyjum telja það vera mjög mikilvægt sam- anborið við rúmlega 75% íslend- inga. Skemmtanir eru álíka mikils metnar í öllum löndunum þremur. Grænlendingar eru lang dugleg- astir að stunda útivist en Islend- ingar minnst. Hinsvegar virðast Is- lendingar virkastir í líkamsþjálfun. Afstaða til ólíkra hópa fólks var metin með spurningu um hverja svarendur gætu ekki hugsað sér að hafa sem nágranna. Mcirihlutinn er á móti því að hafa eiturlyfja- neytendur, ofdrykkjufólk og af- brotamenn sem nágranna. Tölu- verður munur er þó á afstöðu þjóðanna. Islendingar eru mest á móti ofangreindum bópum en Færeyingar minnst. Islendingar vilja minnka efnishyggjuna íslendingarnir eru jákvæðastir þjóðanna þriggja í afstöðu sinni til Evrópusambandsins en Færeying- ar neikvæðastir. Færeyingar leggja mesta áherslu á breytingar í átt að einfaldari og náttúrulegri lifnaðar- háttum en Islendingar minnsta. Islendingar vilja samt minnka efn- ishyggjuna og auka andleg verð- mæti en Grænlendingar eru minnst hrifnir slíkum breytingum. ÖU bera ungmennin nokkurt traust til stofnana ríkisins. Traust til dómstóla er aftur á móti minnst meðal íslendinga, aðeins þriðj- ungur þeirra ber mikið traust til dómstóla samanborið við rúm 60% unga fólksins í Færeyjum og rétt tæpan helming Grænlend- inga. Um 47% þeirra sem þátt tóku í könnuninni vildu búa í stærra byggðarlagi en því sem þeir eru í nú. Þar vegur afstaða Grænlend- inga þyngst en hinar þjóðirnar eru ánægðari með hlutskipti sitt hvað þetta varðar. Hugsanlega hefur einhver áhrif á þá niðurstöðu að íslensku framhaldsskólancmarnir sem spurðir voru komu úr skólum á höfuðborgarsvæðinu og á Akur- eyri. Flestir viðmælenda stefndu á framhaldsnám, 54% Islendinga stefndu á háskólanám, 43% Fær- eyinga og 41% Grænlendinga. Mildll munur kemur fram á þcim Ij'ölda sem stefnir ekki á frekara nám að framhalds- skólanámi loknu. Tæp 22% Færeyinga stefna ekki á frekara nám og urn 10% Islendinga en aðeins um 3% Grænlendinga stef- na ekki á frekara nám. A heildina litið mælast allar þjóðirnar hamingjusamar og hafa Færeyingar þar vinninginn en þegar spurt er nánar um líðan og sjálfsálit koma íslendingar samt best út en Færeyingar lakast. Þegar spurt er um líklega búsetu í framtíðinni kemur fram munur milli landa. 41% svarenda í Grænlandi telja að þeir komi til með að búa í öðru landi en Grænlandi í framtíðin- ni en innan við 30% Færeyinga og Islendinga hyggjast skipta um land til búsetu. Danmörk var það land sem flestir nefndu sem ákjósanlegt framtíðarland ef þeir flyttu úr sínu heimalan- di og átti það við ailar þrjár þjóðirnar. Þar voru samt Grænlendingar og Færeyingar þar með hærra hlutfall en Islendingar. Um 1 I ungra Færeyinga og 7% ungra Grænlendinga vilja helst búa á íslandi verði þeir að búa utan heimalandsins. Greinilegt er að skoðanir unga fólksins á Islandi, Græn- landi og í Færeyjum fara saman í rnjög mörgum málum, þótt víða megi finna áherslumun. Al- mennt er unga fólkið ánægt með lífið, stolt af þjóðerni sínu (sérstaklega Islendingar) og virðist hundið sínum átthögum sterkum böndum. GUN. Úthlutunúi Sagnfræðisjóði Sagnfræðisjóður dr. Björns Þor- steinssonar úthlutaði tveimur styrkjum að upphæð 150.000 krónur þann 20. mars síðastlið- inn. Styrkirnir komu í hlut Guðna Th. Jóhannessonar, MA, til að vinna að doktorsritgerð við Lund- únaháskóla uni Bretland og haf- réttarmál á Norður-Atalndshafi 1948- 1961 og Unnar Birnu Karlsdóttur, MA, til að vinna að verkefni um sögu ófrjósemisagð- era á íslandi 1938 -1975, jafn- framt námi til doktorsprófs við Háskóla íslands. Styrkur Sagnfræðisjóðs var afhentur í Skólabæ: Valgerður Björnsdóttir, dóttir dr. Björns, Unnur Birna Karls- dóttir, Margrét Thorlacius sem tók við styrknum fyrir hönd sonar sínar, Guðna, og Sveinbjörn Ragnarsson prófessor og formaður sjóðsstjórn- ar. Ljósmynd: Jóhanna Úlafsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.