Dagur - 12.03.2000, Blaðsíða 8
[bsv) (bsv| (bsv| [bsv| (bsv| (bsv) (bsv) (bsv) (bsv) (bsv) (bsv) gsv) (b^v) (bsv) @ (bsv) (bsv) (bsv) (bsv) @ m @ fSsvll
Bifreiðaverkstæði
Sigurðar Valdimarssonar
Óseyri 5 - Sími 462 2520 - Akureyri
BILASALA - Sími 461 2960
[bsv) [bsv) (bsv) (bsv) (bsv) (bsv) (bsv) (bsv)
■ SMÁTT
OG STÚRT
UMSJÓN:
BJÖRN JÓHANN
BJÖRNSSON
bjb@ff.is
Margt getur komiö upp
þegar boöiö er i einka-
dans.
„Hlýtur atriðið að
hafa átt að vera
brandari, því þar
voru vitlausar
nótur fleiri en
þær réttu, réttu
nóturnar voru
hrjúfar og var út-
koinan eins og
hvert annað
fílsöskur."
- Jónas Sen, tón-
listargagnrýnandi
DV.
Móða á gleraugimum
Sönn saga er af ungum manni sem álpaðist inn
á ónefndan súlustað og áður en hann vissi
hafði hann pantað þar einkadans. Hann settist
á stól í rauðu herberginu og lljótlega kom inn
yngismær sem byijaði dansinn. Hún sveiflaði
hárinu með miklum tilþrifum og í einni slíkri
sveiflu tókst henni að krækja í gleraugu unga
mannsins. Sér hann þá hvar gleraugun sveifl-
uðust með hárinu og hóf hann tilraunir að ná
gleraugunum án þess að mikið bæri á. Þetta
bafðist á endanum og hugsaði okkar maður
með sér að líklega væri best að setja gleraugun
ekki áupp aftur. Dansmærin væri hvort eð er
það nálægt honum að það skipti ekki máli með
útsýnið! Lagði hann því gleraugun frá sér en
þegar dansinn var búinn, og hann ætlaði að
teygja sig í þarfaþingið, kom í Ijós að hann
hafði sett þau ofan í kampavínsfötuna. Gler-
augun voru því ísköld þegar hann setti þau á
nefið og mikil móða kom á sjálft glerið. Þegar
ungi maðurinn kom út þá héldu félagarnir,
sem höfðu fengið einkadans í öðrum herbergj-
um, og tóku eftir móðunni á gleraugunum, að
hann hefði fengið miklu meira út úr þessu en
þeir!
Boppaði í boddíið
Eitt sinn var hópur erlendra ferðamanna á ferð
um Vestfirði á úrsérgenginni Ijallarútu. Farar-
stjóri var þýskur maður sem búið hafði í nokk-
ur ár á Islandi. Heldur voru dempararnir farn-
ir að gefa sig á rútunni því þegar hún fór ofan
í eina djúpa holu köstuðust farþegarnir til og
aðallega upp í loft. Þeirra á meðal var kona í
öftustu sætaröð sem fékk djúpt sár á skallann
við að rekast upp undir farangursgrind rútunn-
ar. Fararstjórinn hringdi á sjúkrahús til að fá
hjálp í viðlögum, og sagði, á sinni góðu tungu:
„Halló, þetta er Dieter hérna. Það skeði smá
óhapp hjá okkur. Það var kona sem boppaði
upp í boddíið og fékk blæðingar."
Nýtt galdralyf
Lvfjalyrirtækin eru stöðugt að finna upp ný lyf.
Nú hefur það kvisast út að nýtt lyf hafi fundist
til aðstoðar eldri karlmönnum á elliheimilum
sem eiga erfitt með svefn. Mun það vera nokk-
urs konar sambland af svefnlyl'i og Viagra.
Svefnlyfið er til að þeir sofj vært og Viagra til að
„Full þörf væri á að
finna upp einhvern
minjagrip sem tengist
sögu þessa svæð-
is, “segir Þorgerður
Jónsdóttir i gallerí/nu
i Teigi i Eyjafjarðar-
sveit.
Útlendmgar áhuga-
samir um alþýðulist
- Komdu sæl Þorgerður. Þú varst d
dögunum að opna handverksgall-
erí í btlskúmum heima hjd þér ú
Teigi í Eyjafjarðarsveit?
„Já, ég var að opna formlega
núna aftur og það er strax tals-
verð umferð fólks hér hjá mér. 1
fyrrasumar var ég einnig með
opið hér og sömuleiðis fyrir jólin,
en þá var ég að vísu ekki búin að
leggja allan bílskúrinn undir
þetta. En einsog staðan var í
fyrrasumar þá var hér alltaf tals-
verð umferð erlendra ferða-
manna og þeir voru mjög áhuga-
samir um að eignast íslenskt
handverk. Mér finnst það líka
skiljanlegt, við þekkjum það vel
sjálf að mestan áhuga höfum við
á því að eignast muni sem segja
okkur sögu þess lands sem við
heimsækjum, þegar við erum á
ferðalögum erlendis. Fólk kappkostar til dæmis
að eignast myndir af Effellurninum þegar það
fer til Parísar. Það sem væri reyndar full þörf á
væri að finna upp einhvern minjagrip sem teng-
ist sögu þessa svæðis og ég vona að þar detti ég
niður á eitthvað skemmtilegt."
- Getur þú sagt mér eitthvað af
þeim munum sem þú ert með í
galleríinu hjd þér?
„Hér er ég til dæmis með ýmsa
listmuni úr stcinum og málmi sem
eru frá samnefndu fyrirtæki Ragn-
heiðar Olafsdóttur, sem býr vestur
á Þingeyri. Síðan er hér hand-
prjón úr lopa og garni, trévörur,
postulín, hlutir úr gleri og sitthvað
fleira. „
- Var það ef til vill gamall
draumur hjú þér að opna gallerí?
„Já, vissulega. Ekki svo að ég
sæi endilega fram á svo mikla
hagnaðarvon af þessum rekstri,
heldur hitt að ég er að skapa mér
og öðrum að koma handverks-
munum á framfæri. Hingað koma
margir, því bærinn er í alfaraleið
þeirra sem aka fram í Eyjafjarðar-
sveit. Er á hægri hönd um það bil
7 km fyrir innan Akureyri. Það er upplagt að líta
hér við um leið og fólk fer að skoða Jólabæinn
eða fá sér kræsingarnar sem eru á boðstólum í
Blómaskálanum Vín.“
-SBS.
Handverksgallerí
opnar í Teigi í Eyja-
fjarðarsveit. Munir
víða frá, meðal
annarsfrá eyfvrsku
alþýðufólki. Margir
sækja galleríið
heim.
SPJALL
■ FRÁ DEGI TIL DAGS
MIÐVIKUDAGUR 12.APRÍL
103. dagur ársins, 263 dagar eftir.
Sólris kl. 6.05, sólarlag kl. 20.53.
Þau fæddust 12. mars
•1871 fæddist gríski hershöfðinginn og
einræðisherrann loannis Metaxas.
• 1906 fæddist Pétur Beinteinsson skáld í
Grafardal.
• 1923 fæddist gríska óperusöngkonan
Maria Callas.
• 1925 fæddist bandaríski dægurlaga-
söngvarinn Tiny Tim.
• 1928 fæddist þýski leikarinn Hardy
Krúger.
• 1940 fæddist bandaríski píanóleikarinn
Herbie Hancock.
• 1947 fæddist bandaríski sjónvarpsmað-
urinn David Letterman.
• 1956 fæddist kúbverski Icikarinn Andy
Garcia.
Þetta gerðist 12. mars
• 1540 laulTprentun Nýja testamentisins í
þýðingu Odds Gottskálkssonar;
• 1605 Iést Boris Godunov, keisari Rúss-
lands.
• 1858 kom út skáldsagan Madame
Bovary eftir Gustave Flaubert.
•1919 fórust átján manns í snjóflóðum
við Siglufjörð.
•1919 samþykkti breska þingið að vinnu-
vikan skyldi vera 48 stundir.
• 1940 innlimuðu ítalir Albaníu.
• 1946 varð Sýrland sjálfstætt, en hafði þá
tilheyrt Frakkland.
• 1954 tóku Bill Haley og hljómsveit
hans, Comets, upp lagið Rock Around
the Clock.
• 1961 fór rússneski geimfarinn Júrí Alcx-
ejevitsj Gagarín fyrstur manna umhverf-
is jörðina í geimfari.
Vísa dagsins
Oft ég svona’ d kvöldin kveð
kvæðin út í bldinn.
Óðar gleymd, af engum séð,
eru þau og ddin.
Páll Ölafsson
Sigríður Þorvaldsdóttir, leikkona,
fæddist í Reykjavík þann 12. apríl árið
1941. Fyrsta hlutverk hennar eftir að
húri útskrifaðist úr Leiklistarskóla
Þjóðleikhússins var Bianka í söng-
leiknum „Kysstu mig Kata“, eftir Cole
Porter. Hún var kjörin úngfrú ísland
árið 1958. Hún var við framhaldsnám
í leiklist í þrjú ár í HoIIyvvood og starf-
aði eftir það við lciklist i tvö ár í Dallas
í Texas. Eftir heimkomuna var hún ráð-
in við Þjóðleikhúsið.
Undrist eigi nýjar hugmyndir; því yður er
vel kunnugt að eitthvað hættir ekki að vera
satt þótt það sé ekki viðurkennt af mörg-
um.
Spinoza
Heilabrot
Ég hef hvorki eyru til að heyra með né
munn til að tala með. Samt get ég talað og
endurtek jafnóöum allt sem þú segir, ef þú
bara talar nógu hátt. Hver er ég?
Lausn á sfðustu gátu: í fyrri talnaröðinni
eru öll töluorðin þriggja stafa, en fjögurra
stafa í seinni talnaröðinni. Þess vegna til-
heyrir talan „tólf‘ seinni hópnum.
Veffang dagsins
Þeir scm þurfa að vita hvaða lög og reglu-
gerðir gilda í einhverjum ákveðnum mála-
flokki geta flett upp á því hjá dómsmála-
ráðuneytinu. Þar er einmitt að finna lista
yfir lög og reglugerðir flokkaðan eftir mála-
flokkum, og að auki hægt að ná í textann
sjálfan í mörgum tilvikum: http:líhrunn-
ur.stjr.islinterproldkmldkm.nsflpagesHog