Dagur - 12.03.2000, Blaðsíða 5
MIDVIKUDAGU R 12. APRÍL 2000 - 21
Thypir
LÍFIÐ í LÁNDINU
Samkór á ferð
■■■■■■■ Laugardaginn 8.
TOIMLIST apríl var Samkór
Vopnfírðinga á
ferð í Eyjafirði.
Stjórnandi hans
er Zbinievv
Zuchovvicz, en
undirleikari á pí-
anó Teresa
Zuchovvicz. Kór-
inn efndi til tón-
leika í Dalvfkur-
kirkju á eftirmið-
degi laugardagsins, en um kvöld-
ið í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit.
Undirritaður sótti tónleikana á
Dalvík.
I Samkór Vopnafjarðar eru
samkvæmt söngskrá þrettán kon-
ur og sami fjöldi karla. I söng-
ferðinni vantaði nokkra kórfélaga.
Nokkuð mun hafa fækkað í kórn-
um á undanförnum árum, sem
er vitanlega skaði, þar sem ekki
má marga vanta eigi að nást lyll-
ing í hljóm og flutning. Þó er
ekki allt fengið með fjölda og má
segja, að það hafi sannast á Sam-
kór Vopnafjaröar.
Hljómur kórsins var yfirleitt
góður og þá sértaklega í karla-
röddum. Þær fluttu þrjú lög einar
og gerðu harla vel. Tenórinn, sem
reyndar nýtur liðsauka einnar
konu, hafði yfírleitt gott vald á
tóni og náði vel upp. Það var
ekki nema í „Gömlum ástaróði"
eftir J.L. Moloy við Ljóð eftir
Friðjón Þórðarson og í útsetningu
Carls Billichs, sem röddin varð
nokkuð óhrein á efstu tónum.
Bassinn gerði tíðum vel og sýndi
stvTk sinn greinilega á lágu sviði í
lögunum „Smávinir fagrir" eftir
Jón Nordal við ljóð JónasarHall-
grímssonar og „Næturljóði" eftir
F. Chopin við Ijóð eftir Jón frá
Ljárskógum.
Kvennaraddir Samkórs Vopna-
fjarðar eru því miður ekki svo
skipaðar, sem skyldi. A tónleikun-
um í Dalvíkurkirkju fylltu þær vel
í hljóminn á lægri sviðum, en
sópran var alloft sár á efstu tón-
um og altinn var nokkuð flatur og
hljómlítill í sólóhlutum.
I heild tekið er Samkór Vopna-
fjarðar vel agaður kór og er ljóst
að kórstjórinn hefur unnið af
natni við að slípa atriði svo sem
innkomur og afslætti, styrkbreyt-
ingar og önnur túlkunaratriði,
sem yfirleitt skiluðu sér vel. Þrátt
fyrir fámennið í kórnum, hefur
hann góð tök á því að syngja líf-
lega og af þrótti, svo sem í lögun-
um „Hnáta táta“ eftir Georgjós-
efsson við ljóð eftir Kristján frá
Djúpalæk, sem kórinn fíutti af
Iéttleika, sem vel átti við lagið og
ljóðið, „Joshua Fit the Battle of
Jericho", sem kórinn flutti af
ákveðni og með góðri sV'íIIli og
tilfinningu, og Wesoly Lud, syrpu
pólskra þjóðlaga, sem sungin
voru á pólsku. Ekki síður getur
kórinn sungið Ijúflega, svo sem f
ljós kom í lögunum „Svantes
lykkelige Sang“ eða „Morgunkaff-
ið“ eftir Benny Anderson við Ijóð
eftrir Davfð Cuðmundsson og
„Smávinir fagrir".
I upphafi tónleikanna og fyrst
eftir hlé lék söngstjórinn, Zbigni-
ew Zuchowicz einleik á flygilinn
„Law n Tennis“ eftir W. Peterson -
Bergren og „Polonaise" eftir
Michael Kleofas Ogrnski og gerði
vel í báðum verkunum. Sérlega
var gaman af þeim hita, sem var í
leiknum í hinu síðamefnda. Und-
irleikarinn, Teresa Zuchowácz lék
almcnnt af öryggi og studdi vel
við llutning.
Ljóst er, að Samkór Vopnafjarð-
ar býr vcl að stjórnanda og undir-
leikara. Með nokkrum liðsauka
ferskra radda er lítill vafi á því, að
hann gæti orðið verulcga
skemmtilegur flytjandi kóratón-
listar fjrir hlandaðar raddir.
Júlíana fær F.inar
Menntamálaráðherra hefur
skipað Júliönu Guðrúnu Gott-
skálksdóttur í embætti forstöðu-
manns Listasafns Einars Jóns-
sonar til fimm ára frá 1. júní
2000 að tclja, að fenginni um-
sögn stjórnar listasafnsins. Júlí-
ana hefur starfað sem listfræð-
ingur hjá Listasafni Islands und-
anfarin ár, en fráfarandi for-
stöðumaður Listasafns Einars
Jónssonar cr Hrafnhildur
Schram. AIIs hárust tíu umsókn-
ir um embættið.
Júlíana Guðrún Gottskálksdóttir.
Styrkir til Noregsferða
Styrkjum úr sjóði Þjóðhátíðar-
gjafar Norðmanna íyrir þetta ár
hefur verið úthlutað. Styrkina
hlutu Skátafélagið Hraunbúar,
bogfimideild íþróttafélags fatl-
aðra í Reykjavík, ncmendur í
10. bekk Háteigsskóla í Reykja-
vík og nemendur í 2. bekk á
stærðfræðibraut í Menntaskól-
anum við Sund að því er segir í
fréttatilkynningu frá forsætis-
ráðuneytinu. Styrkir Þjóðhá-
tíðargjafar Norðmanna eru
veittir til hópferða Islendinga
til Noregs, en sjóðurinn var
stofnaður af norska Stórþing-
inu í þeim tilgangi í tilefni
1 100 ára afmælis lslandsbyggð-
ar, 1974. Ráðstöfunarfé sjóðs-
ins að þessu sinni var 601.059
krónur, en alls bárust fimmtán
umsóknir.
Ég sé ckki Muniii
í leikdómi um sýningu Hug-
leiks í Degi á þriðjudag, stend-
ur að verkið heiti Eg sé Munin
en það heitir að sjálfsögðu Ég
sé ekki Munin. Gagnrýnandi
biður Hugleik og lesendur Dags
velvirðingar á mistökunum.
i'jbr - iiýtt
ALOEVERA
COLON CLEANSE
100%
Aloe Vera,
náttúrulegur
lífrænn vökvi.
Hreinsandi,
kemur reglu á
meltingaveginn,
eykur innri
vellíðan.
ALOEVERA
DIGESTIVE AID
100%
Aloe Vera,
náttúrulegur
lífrænn vökvi.
Með náttúru-
legum meltingar-
lífhvötum, bætir
meltinguna og
eykur vellíðan.
AL0EVERA
CRANBERRY
100%
Aloe Vera,
náttúrulegur
lífrænn vökvi.
Hámarks virkni
gegn ýmsum
meltingar-
truflunum. Með
trönuberjabragði.
AL0EVERA
VÖKVI
100%
Aloe Vera,
náttúrulegur
lífrænn vökvi.
Hámarks virkni
gegn ýmsum
meltingar-
truflunum.
vottað af alþjóða aloe vera vísindaráðinu
FÆST í APÓTEKUM 0G HEILSUBÚÐUM - FÁIÐ RÁÐGJÖF FAGFÓLKS
Innflytjandi MEDIC0 ehf. Sími 552 0944
Losaðu þig við leifarnar og náttúran launar þér ríkulega
Jarðgerðartankur
— einjvld heimajarðgerð
Green Line Master er nýr jarðgerðartankur þar sem þú getur búið til verðmætan
áburð úr matarleifum heimilisins og þeim garðaúrgangi sem fellur til.
Þannig sparast verðmæti um leið og náttúrunni er hlift.
Tankurinn rúmar 375 litra, ákaflega einfaldur í upp-
setningu og er búinn til úr endurunnu plasti.
Lífrænn rotnunarhvati, niðurbrjótanlegir
bréfpokar og ilát fyrir matarleifar tryggja
hratt og hreinlegt ferli. Tankurinn er
einangraður og þú færð tilbúna
moltu á innan við 12 mánuðum.
^ VISTmenn
Ráðgjöf, kynning og sala verður
hjá Vistmönnum, Dugguvogi 19
laugardaginn 15. apríl frá kl.10
til 16. Allir velkomnir!
Dugguvogi 19 • Sími 588 5508