Dagur - 12.03.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 12.03.2000, Blaðsíða 1
1 GuðríðurÞorbjam- ardóttir eryrkisefnið í leikrítinu Tvær konurvið árþúsund semfmmsýnt verður á Sauðárkróki í kvöld. Tværleikkon- urfara með hlutverk hennar, sem segja þessa víðfömlu konu heillandi. Leikkonur og /eikstjóri. Vilborg Halldórsdóttir, Bára Friðriksdóttir og Jón Ormar Ormsson. mynd: sbs. í kvöld, miðvikudagskvöld, verður frumsýnt í félagsheim- ilinu Bifröst á Sauðárkróki leikritið Tvær konur við ár- þúsund eftir Jón Ormar Ormsson sem jafnframt er leikstjóri. Þar er fjallað um Guðríði Þorbjarnardóttur sem fyrst varð norrænna kvenna að fara vestur um haf. Það var fyrir þúsund árum síðan sem hún og Þorfinnur karlsefni héldu til Grænlands og síðar til Vínlands hins góða. Er sonur þeirra, Snorri Þorfinns- son, sagður fyrsti hvíti maðurinn sem fæddist í Vesturheimi. Heim snéri Guðríður um síðir - en hélt svo suður til Rómar, þannig að óefað hefur hún á sinni tíð verið víðförulst heimsins kvenna. Gudríður ytri og Guðríður innri Það var fyrir fjórum árum sem Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ nefndi við Jón Ormar að eðlilegt væri að gera eitthvað á árinu 2000 til að minnast Guð- ríðar, sem bjó í Glaumbæ síðustu ár ævi sinnar. En það var hins- vegar vestur á Snæfellsnesi sem Guðríður fæddist og þar stendur til að reisa henni styttu, sem af- hjúpuð verður á kristnihátíð Snæfellinga. Leikarar í verkinu eru þær Bára Friðriksdóttir og Vilborg Halldórsdóttir, en Jón Ormar kveðst frá upphafi hafa séð þær fyrir sér á sviðinu í þessu verki. Það er Bára sem leikur Guðríði hina ytri, en Vilborg Ieikur Guð- ríði hinna innri. „I Grænlend- ingasögu segir frá þegar Guðríð- ur sat að vöggu Snorra að heyrst hafi þytur eða brestur og inn hafi gengið kona. Guðríður lítur upp og konan sem inn gengur segir „Hvað heitir þú?“ Hún svarar því og spyr hins sama á móti. „Eg heiti Guðríður," svarar hin þá. Hér er sem sagt einhver fylgja eða verndari Guðríðar og þarna sæki ég hugmyndina að því að Guðríð- arnar í verkinu séu tvær, hin innri og ytri,“ segir Jón Ormar. Návistin er sterk „Guðríður virðist hafa verið stór í sniðum," heldur Jón Ormar áfram. „Afi hennar var írskur þræll sem kristin kona gaf frelsi. I Guðríði kemur líka fram heiðn- in því þegar hún er vestur á Grænlandi gengur þar hallæri og þá syngur hún seið með völvu. En þó segist hún vera kristin. Návist Guðríðar er mjög sterk í íslendingasögu og Eiríkssögu rauða sem segir okkur hve stcrk- ur persónuleiki hún hefur verið. Vi/borg Halldórsdóttir í hlutverki Guðríðar hinnar innri. „Það eru einhverjir geislaryfir þessar konu og þeir skina jafnvel enn í dag, “ segir Vilborg hér í greininni Aðspurðar segjast leikkon- urnar Bára og Vilborg skynja vel persónuna Guðríði - þyki talsvert til hennar koma. „Víðförul hefur hún verið og þó ég fari ekki lengra aftur en f mitt ung- dæmi þá þótti það fyrir um tuttugu árum alltaf talsverð tíðindi ef einhver skrapp út í lönd. En þessi kona labb- aði suður til Rómar og eig- um við ekki að trúa því að það sé satt. Að minnsta kosti verðum við að túlka þá suðurgöngu hér í leikrit- inu með sannfærandi hætti," segir Bára. „Það eru einhverjir geislar yfir þessar konu og þeir skína jafnvel enn í dag,“ segir Vilborg, sem segir einsetu Guðríðar í Glaumbæ síðustu æviárin hafa verið merkan þátt í lífi hennar. Það hafi þessi kristna fremur kosið en að vera í klaustri. Skemmtilegt verkefni „Það hefur verið afar skemmtilegt að rita leikrit um sögu Guð- ríðar,“ segir Jón Ormar Ormsson. Sem áður segir verður leikritið frumsýnt í kvöld, mið- vikudagskvöld, kl. 20:30 - og á fimmtudag og föstudag eru svo á dagskránni tvær sýn- ingar. Fleiri sýningar, meðal annars fyrir skag- firska skólanema, eru í bígerð eftir páska. -SBS. RE YKJ AVIK- AKU REYRI - REYKIAVIK Sex smnu Bókaðu í síma 570 3030 05 4(0 7000 Fax 570 3001 * websalescDairiceland.is * www.flu?fela?.is ...fljúyðufrekar FLUGFELAG ISLANDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.