Dagur - 16.03.2000, Page 6

Dagur - 16.03.2000, Page 6
6 - FIMMTUDAGUR 16. MARS 2 000 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: A ðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTl 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.900 KR. A MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 Netföng augiýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Sírnar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍKJ563-161 5 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Slmbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyrí) 551 6270 (reykjavíK) Dapurlegur dómur í fyrsta lagi Umræðurnar á Alþingi í gær gefa öryrkjum og lífeyrisþegum litlar væntingar um að til standi að draga úr því bili sem er á milli bóta og lægstu launa. Fyrir liggur að bætur þessa fólks muni hækka um 4.5 prósent á ári, en þá er þegar meðtalin sú 3.6 prósenta hækkun sem varð um síðustu áramót. Lægstu laun munu hins vegar hækka mun meira samkvæmt nýgerðum kjarasamningum Flóabandalagsins. Bilið á milli þessara tekju- lægstu hópa þjóðfélagsins mun því aukast verulega, ef ekki verður gripið til ffekari ráðstafana af hálfu ríkisvaldsins. í öðru lagi Það kom mörgum á óvart hvernig tekið er á málefnum öryrkja og lífeyrisþega í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna þess há- stemmda lofs sem sumir talsmenn stéttarfélaga létu falla um að ríkisstjórnin hefði uppfyllt allar óskir samningsaðila. Sam- kvæmt því hafa bætt kjör öryrkja ekki verið ofarlega á óskalist- anum. I Degi í gær vísar forseti Alþýðusambandsins allri ábyrgð á niðurstöðunni á hendur ríkisvaldinu, sem út af fyrir sig er rétt að því leyti að það er ríkið sem greiðir öryrkjum og lífeyrisþegum bætur. En hin siðferðilega ábyrgð er auðvitað ekki síður verkalýðshreyfingarinnar sem gengur til samninga við ríkisvaldið með þessum árangri. í þriðja lagi Það er tií fyrirmyndar hjá Flóabandalaginu og Samtökum at- vinnulífsins að hækka lægstu launin mun meira en laun ann- arra. En auðvitað hefði þurft í leiðinni að koma í veg fyrir auk- ið launabil á milli lægstlaunuðu hópanna - en það er sú stað- reynd sem blasir til dæmis við ungu fólki sem býr við örorku vegna slysa eða sjúkdóma og þarf því að byggja framfæri sitt alfarið á bótum frá almannatryggingakerfinu. Það segir mikið um þau lífsgildi sem ríkja í samfélaginu hvernig það sinnir þeim þegnum sem eiga erfiðast með að bjarga sér sjálfir. Það felst því dapurlegur dómur í þeirri gjörð að skilja hina verst settu eftir þegar loksins er reynt að bæta kjör láglaunafólks meira en annarra. Elias Snæland Jónsson Ökyrrð í kirkjiinni Garri las það í Degi í gær að prestar væru uggandi vegna þess hvaða stefnu Holtsmálið hefði tekið. Sérstaklega er rætt um að prestar séu ósáttir við að biskupinn hafi íyrirskip- að sr. Gunnari Björnssyni að biðjast afsökunar á framferði sínu og telja að prestastéttin sem slík setji niður við það. Þá gerir séra Halldór í Holti undir Eyjafjöllum athuga- semdir við orðalag áminning- arbréfsins og kveðst hann aldrei hafa lesið slíkt fyrr, en gæti ímyndað sér að það væri frá því á 15. öld. Það er fiill ástæða til að gefa gaum að því sem séra Halldór segir, enda lítur Garri svo á að hann sé einn af verð- ugri fulltrúum „svart- stakka" í prestastétt, og hiklaust megi ganga út frá því að skoðanabræð- ur hans muni taka und- ir allt sem hann segir. Beðist afsökunar En vegna þessa að Garri er sérstakur áhugamaður um átök og illdeilur í þjóðkirkj- unni, hefur hann af því nokkr- ar áhyggjur þessi ágreiningur allur sé tómur misskilningur og hersveit svartstakka sé eldd nema svipur hjá sjón. I fyrsta lagi er það auðvitað fráleitt að prestastéttin sem slík setji niður við það að séra Gunnar biðjist afsökunar. Hafa menn gleymt því að fyrirgefningin og auðmýktin eru aðalsmerki kristninnar? Það er því ekki nema sjálfsagt mál að Gunnar biðjist fyrirgefningar og raunar ættu allir prestar að biðjast fyrirgefningar minnst einu sinni á dag, til að sýna af sér trúverðuga auðmýkt. Þannig ætti Halldór sjálfur að biðja Gunnar afsökunar á því að V vera að sletta sér inn í hans mál og hann ætti að biðja bisk- upinn afsökunuar á jiví að vera að skipta sér að því sem honum kemur ekki við. Bisk- upinn hins vegar gæti beðist afsökunar á því að vera svona voðalega strangur. En fyrst og fremst ætti hann þó að biðjast afsökunar á því að vera að syngja með hinum alkunna trúleysingja og kommúnista, Bubba Morthens, á almanna- færi í staðinn fyrir að syngja sálma með þeim séra Gunnari og séra Halldóri. Þéringar eru „iim“ í slíkum afsökunarkór myndu átökin niilli svartstakka og biskups hverfa eins og dög fyrir sólu. Sama gildir raunar líka um annað aðal ágreinings- efnið. Það er alls ekki hægt að fallast á að orðalag áminningar- bréfsins sé óeðlilega fornt, samanber til dæmis setninguna: „Yður ber að hegða yður óað- finnanlega". Þéringin er ein- mitt afar nútímaleg og í anda þeirrar tískubylgju sem fór af stað eftir að Guðni Ágústsson varð landbúnaðarráðherra. Garri veit ekki betur en menn séu nú almennt farnir að þéra hvern annan í Iandbúnaðar- ráðuneytinu og jafnvel víðar í stjórnarráðinu og fullyrt er að menn telji að þéringum yrði vel tekið í Reykholti. Þessi ágreiningur er því í raun meiri sýndarágreiningur en ágrein- ingur um efnisatriði. Okyrrð- ina sem eftir situr í loftinu virðist því helst mega rekja til Jjess að nú er korninn biskup sem vill ráða, en menn hafa ekki alveg áttað sig á því enn- þá. GARRl Karl Sigurbjörns- son, biskup. Plslarvætti íslenskra presta? JÓHANNES SIGURJÓNS- 'r* T 1 'j SON _ : skrifar Þungar byrðar eru jafnan lagðar á þá sem ganga á guðs vegum eða eru umboðsmenn drottins allsherjar. Þannig hefur það ver- ið frá upphafi. Það var til dæmis daglegt brauð hjá trúuðum í frumkristni að vera étnir af ljón- um og var liður í afþreyingar- munstri Rómverja sem snérist einkum um brauð og leiki. Kristnir menn hafa síðan á öll- um tímum þurft að þola píslar- vætti vegna trúar sinnar, þeir hafa verið stjaksettir, brenndir á bálið eða með öðrum óþægileg- um hætti sendir snimmendis til himnaríkis. Það hefur heldur dregið úr að- gerðum af þessum toga gagnvart fulltrúuni kirkju og kristni á síð- ustu öldum. En þó er líf guðs- manna í dag enginn dans á rós- um. Þeir þurfa vissulega ekki að þola píslarvætti vegna trúar sinn- ar, en nú eru þeir, ekki beinlínis krossfestir, en allt af því, vegna hegðunar sinnar og framferðis. Á þessu hafa íslenskir lderkar feng- ið að kenna síðustu misserin. Sekt eða syndleysi? Nægir að nefna séra Ólaf bisk- up, sem reyndar var aðeins út- skúfaður vegna meintr- ar hegðunar, einhvers sem hefði hugsanlega geta gerst. Þá munu sjálfsagt ýmsir eftir prestaparinu sem leyfði sér að verða ástfangið í óþökk almannaróms og hlaut hágt fyrir í blöð- um. Og enn eru klerkar í ati. Séra Gunnar í Holti heyrandi nær hefur verið óþyrmilega sproksettur í ræðu og riti um langt skeið og þarf nú að þola opinberar kárínur frá leiðtoga sínum á jörðinni, Karli. Séra Karl krefst þess sem sé af séra Gunnari „að haga sér óaðfinnan- lega“, sem slíkt er auðvitað ekki f mannlegu valdi. Og Karl biskup heimtar iðrun og yfirbót, sem er auðvitað auðvelt að verða við hjá þeim sem vita upp á sig skömm- ina og viðurkenna sekt sína, en séra Gunnar hefur ævinlega ítekað syndleysi sitt og á því ekki hægt um vik nteð að iðrast. Úr glerhúsinu Einn klerkurinn enn, séra Torfi Hjaltalín, hefur verið borinn þungum sökum og seg- ist hafa verið lagður í einelti af tilteknum blaðamönn- um. Og raunar segir séra Torfi enga aðra stétt þurfa að þola annað eins af fjölmiðlum eins og prestar. Þetta má ugglaust til sanns vegar færa, því það er staðreynd að íjölmiðlar og al- menningur gera af einhverjum ástæðum meiri siðferðilegar kröfur til presta en til pípulagn- ingamanna og léttadrengja, svo dæmi séu tekin. Enda eru pípu- lagningamenn og léttadrengir ekki sínkt og heilagt að boða mönnum guðsótta og góða siði og kasta jiví síður steinum úr glerhúsi en lderkar. Og var það ekki sjálfur séra Ólafur biskup, sem lýsti því yfir á kirkjuþingi að það væri eðlilegt að meiri kröfur væri gerðar til kirkjunnar manna í þessum efn- um, en annarra. Og sagði eitt- hvað á þá leið að ef almúginn hætti að gera slíkar ltröfur til þjóna guðs og færi að Iíta á þá sem fulltrúa í samgönguráðu- neytinu éða eitthvað þaðan af verra, þá væri illa komið fyrir kirkju og kristni í landinu. Þeir sem ganga á guðs vcgum þurfa oft að bera þungar byrðar. En ef þeim tekst ekki að rísa undir jreim, jjá áttu þeir auðvitað ekld að axla þær í upphafi. Ervið hæfi að breyta ni) urlagi leihrits Bertholds Brecht, Krítarhringur- inn, til samræmis við nútímasjónarmið í um- hverfimálum? Giumax Stefánsson útvarpsmaðurleiMistargagnrýmndi Dags. “Það finnst mér mjög skítið ef menn ætla að fara að láta nú- tímaskoðanir í tilteknum mál- um breyta gömlum verk- um. Algengt er að gömlum verkum sé breytt lítilsháttar eða þau stytt eitthvað, en ég man ekki eftir því að hafa heyrt um svona breyting- ar fyrr.“ Helgi Hálfdánarson þýðandi. “Um slíkt eru ákaflega skiptar skoðanir - en þess eru mörg dæmi að leik- stjórar hafi hreinlega um- turnað verkum sem þeir eru að setja upp. Viljað koma eigin stimpli á jiau. Því er stund- um talað uni leikstjóraleikhús. Þessu held ég að valdi fyrst og fremst eigin framhleypni leik- stjóranna og mér þyldr þetta ekki vera við hæfi.“ Sigurður Hróarsson leiMnísstjóri Leikfélags Akureyrar. “Mitt almenna sjónarmið er að ekki sé glæpur að hreyta upp- setningu verks til samræmis við það sem leikstjóri og leikhús vilja koma á fram- færi. Hinsveg- ar ntá ekki breyta höfundarverki að öðru leyti en því að strika út setningar eða færa þær til, en ekki bæta inní verkið. Hinsvegar á ég erfitt með að úttala mig um þessa umtöluðu sýningu, þar sem ég hef því miður enn ekki séð hana.“ Einar Kaffi Haraldsson áhugaleikarí ogfomiaðurAflsJyrir Austurlands. “Slíkt er fjar- stæða. Eða vilja menn kannski vegna stríðsins í Tjet- seníu fara að breyta Gullna Hliðinu, þannig að Jón lendi á verri staðnum en ekld í hinu eilífa sæluríki. Ef boðskap verks er breytt þá er í raun um nýtt verk að ræða, kenningu höf- undarins er ekki lengur fylgt. Vissulega hafa leikrit verið um- skrifuð og gefið nýtt nafn og slíkt hefði verið rétt að gera í jressu tilviki, að kenna Krítarhringínn ekki við Brecht sent ekld skipti sér neitt af umhverfismálum - það ég veit.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.