Dagur - 23.03.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 23.03.2000, Blaðsíða 4
20 - FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 Xk^UT' Á mánudag varhald- innfundur áhættufjár- magnara og lráskóla- manna í Háskóla ís- lands. Slíkurfundur hefði þóttsaga til næsta hæjarfyrír að- eins tíu árum síðan. Peningamenn hafa í dag áhuga á hugmyndum því þær hafa öðlast verðgildi. Hugmyndir fæðast víða, en þó ekki síst innan veggja háskólanna þar sem þær eru kveikja rannsóknarstarfsins. Ffannsóknir leiða til þekkingar sem ekki er aðeins góð í sjálfu sér, heldur getur hún einnig átt erindi út í samfélagið. Þannig getur rannsókn sem hafin er í há- skóla reynst arðbær í beinhörð- um peningum. A slíkum hug- myndum hafa fjárfestar áhuga eins og fram kom á fundi um „Áhættufjármögnun og háskóla- rannsóknir" í Háskóla Islands á mánudaginn. Gunnar M. Gunnarsson hjá Rannsóknarþjónustu Háskólans: „Lengi vel var hvorki stuðningur né fjármagn til staðar þegar menn fóru út fyrir háskólann. Þetta er að breytast." myno: teitur „Frá hugmynd til hagnaðar“ Fundurinn var þáttur í átaksverk- efni Rannsóknarþjónustu Há- skólans og Nýsköpunarskjóðs at- vinnulífsins um nýsköpun og hagnýtingu rannsóknarniður- staða við Háskólann. í september var haldin námstefna innlendra og erlendra aðila til að ræða mál- efnið „Frá hugmynd til hagnað- ar“ og í framhaldi af því var efnt til hugmyndasamkeppninnar, „Uppúr skúffunum". Háskóla- menn gátu skilað inn í keppnina hugmyndum og verk- efnum með hugsanlegt hagnýtingargildi og fengu þrjú þeirra pen- ingaverðlaunuð í byrjun febrúar. Starfsmenn Rann- sóknarþjónustu Háskól- ans hafa verið á ferðinni um Háskóla íslands frá í haust, en þeirra á meðal er Gunnar M. Gunnars- son. „Við heimsækjum stofnanir og rannsóknar- stofur til að kynna þjón- ustu Rannsóknarþjón- ustunnar og hvetja menn til að koma fram með hugmyndir sínar og leita ráðgjafar með næstu skref. Við finnum greinilegan vilja háskólamanna til að koma rannsóknum sínum og niðurstöðum þeirra á framfæri, en þá skortir oft ráðgjöf og aðstoð. Þeir þurfa á henni að halda til að vega og meta hvort rannsóknin sé þess virði að stofna fyrirtæki utan um hana og hvort það borgar sig að fá aðra að verkefninu. Þeir vilja fá að vita hvað þarf að gera, hvernig sækja á um einka- leyfi og hvort þetta sé eitt- um öðrum. Við getum bent þeim á að kannski geti þeir komið við- fangsefnum sínum á framfæri á þennan hátt og jafnvel stofnað um þau stór eða lítil fyrirtæki.“ Fjárfestar í Háskólaniun Gunnar bendir á að þau fyrirtæki sem vaxa hvað hraðast í dag, séu flest sprottin upp úr háskólaum- hverfi og því spyrjum við hvort Háskóli lslandsi hafi starfað of einangrað fram að þessu og hvort hann sé of sjálfhverfur. „Já hann hefur vissu- lega starfað einangrað, en ekki endilega vegna þess að hann sé sjálf- hverfur. Lengi vel var hvorki stuðningur né fjármagn til staðar. Þegar menn fóru út fyrir skólann að leita að peningalegum stuðningi við hug- myndir sínar fékkst hann yfirleitt ekki. Þetta er að breytast og núna segja fjár- festingafyrirtæki að þau vanti góðar hug- myndir til að vinna með. Þessi breyting er hvatinn að þessu átaksverkefni okkar.“ Gunnar bætir því við að fyrir tíu árum hefði örugglega þótt svolítið sérkennilcgt að fjárfestar fjöl- menntu á fund til að kynna starfsemi sína inni í Háskóla ís- lands. En á þessum fundi um Áhættu- fjármögnun skýrðu fulltrúar Nýsköp- unarsjóðs atvinnu- lífsins, Aflvaka, Kaupþings og Upp- sprettu sem tilheyr- iknir eru stundaðar í öllum greinum Háskóla Islands, 3 dagana eiga hátækni og líftækni mesta moguleika a „A fiárf&Sta hvað sem þeir geti sinnt með kennslu eða hvort þeir þurfi að hætta henni.“ Gengur Rannsóknarþjónustan út frcí þvt' að öll mnnsóknarverkefni séu hugsanleg markaðsvam? Eru ekki sumar rannsóknir þess eðlis að þær eiga ekkerl erindi á markuð? „Þetta erum við að skoða. Oft á tíðum sjá vísindamaðurinn og samstarfsmenn hans ekki þessa hlið á málinu, þótt þeir séu að vinna með eitthvað sem gæti nýst mörg- ir Kaupþingi, frá starfsemi sinni og sjónarmiðum. Þessi fyrirtæki og stofnanir eru að sumu leyti ólík en eiga það sameiginlegt að veita fjármagni til uppbyggingar svokallaðara sprotaverkefna- og fyrirtækja. Þau veita fjármagni inn í frumkvöðlafyrirtæki í ákveðinn tíma, eða þar til þau eru farin að skila hagnaði og geta staðið á eigin fótum. Þá selja þeir hlut sinn og draga sig út úr rekstrinum. Þarna fara saman ákveðnir hagsmunir, sem lfka geta stang- ast á, því á meðan vísindamaður- inn leggur upp með ákveðnar dyggðir, eins og Hermann Ottós- son hjá Aílvaka orðar það, krefj- ast fjárfestar þess að hægt sé að ávaxta hugmyndina þannig að hún skili hagnaði. Hilmar Þór Kristinsson hjá Uppsprettu út- skýrði kröfur fjárfestans ræki- lega, en Gísli Benediktsson hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins Iagði áherslu á hvernig þeir gætu styrkt veikleika vísindamannsins sem gjarnan hefur ofurtrú á verk- efni sfnu, án þess þó að geta horft til framtíðarinnar, eins og Hilmar Þór sagði að fjárfestar ætluðust til að væri gert. Á ekki að trufla neum - Því spyrjum við Gunnar: Nú vilja vísindamenn helst fá að stunda sínar rannsóknir við vinnufrið og aðstæður sem leyfa þolinmæði. Lögmál markaðarins eru svolítið öðruvísi. Stangast þetta ekki ofmikið á? „Jú vfst stangast þetta á. En við reynum að búa til stuðpúða þarna á milli þannig að vísinda- mennirnir geti sinnt sínum rann- sóknum í friði og ró. Rannsókn- arþjónustan og fleiri geta komið að rannsóknum og hjálpað til að mjaka þeim áfram út í samfélag- ið án þess að það þýði að rann- sóknarstofum sé lokað eða vís- indamenn hætti að kenna. Fjárfestarnir eiga ekki og munu örugglega ekki trufla vís- indamenn innan Háskólans. Þeir verða ekkert inni á þeim alla daga, enda standa ekki allar rannsóknir Háskólans þeim til boða.“ - Gæti innkoma fjárfesta í rann- sóknir Háskólans ekki haft áhrif á hvernig rannsóknarverkefni nem- endur og kennarar velja sér? „Þá erum við farin að tala um annað: Að fyrirtæki og fjárfestar kosti rannsóknirnar frá upphafi en það finnst mér hættulegt. Fyr- irtæki gætu þá komið með kröfur um ákveðnar niðurstöður og skipað mönnum fyrir verkefni, en slík áhrif og stjórnun kærum við okkur ekki um innan Háskóla fs- lands. Það sem við erum að tala um er ólíkt. Við erum að tala um rannsókn- ir sem fara í gegnum hendurnar á okkur hjá Rannsóknarþjónust- unni eða öðrum sem koma þarna að. Við kynnum fjárfestum að- eins það sem er í boði og þeir verða að segja hvort þeir hafi áhuga á því. Háskólamaðurinn ákveður áfram hvað hann rann- sakar og hann einn ákveður hvort hann vill láta vinna með hug- myndir sínar, því hann á þær í raun og veru.“ - Grunnrannsóknir eru þá áfram fjármagnaðar af ríkinu? „Já eins og verið hefur. Kenn- arar við Háskólann sinna þeim seni hluta af sínu starfi. „ - Hvaða kosti hefur það að draga ákveðnar rannsóknir út úr Háskólanum, iii í þjóðfélagið, til fjárfesta? „Kostirnir eru þeir að góðar hugmyndir daga síður upp. Menn þurfa ekki að fórna ölíu sínu og flytja út f bæ á lítinn kon- tór. Þeir geta haldið áfram að starfa hér og miðla sinni þekk- ingu og horft um leið á fyrirtæki úti í bæ, sem sín afsprengi. Þessu erum við að leita eftir.“ - Sinnið þið öllum deildum Ilá- skólans jafnt? „Það á enginn að vera okkur óviðkomandi og við reynum að aðstoða sem flesta.“ - Veistu um einhver verkefni núna sem eiga möguleika á að þróast áfram? „Það eru tvö, þrjú lítil og spennandi fyrirtæki sem hafa orðið til beinlínis í gegnum þessa vinnu okkar. Þetta eru sprotafyr- irtæki, sem við höfum fóstrað hér á Tæknigarði og eru byrjuð að selja hugmyndir sínar. Þessi fyrirtæki hafa sprottið upp úr einni hugmynd, sem sótt er um einkaleyfi á. Hugmyndin er unnin áfram, fyrirtækið er stofnað og útvegað húsnæði. Nýjasta dæmið er Sportskóp á ís- landi, en það hefur þróað forrit til að hreyfigreina íþróttir og er ætlað til notkunar við þjálfun.“ - Hvaða greinar t dag eiga meiri möguleika en aðrar á að vekja áhuga fjárfesta ? „Hugbúnaður, margmiðlun og líftækni. Þar er broddurinn eins og er, þótt það kunni að breytast sfðar.“ -MEÓ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.