Dagur - 23.03.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 23.03.2000, Blaðsíða 1
ÞóróljurMagnússon flugmaðurfer í sína síðustuflugferð í dag. Fjörutíu áraferill á enda. Sjúkraflugin eft- irminnileg. „ Vilþotur í innanlandsflugið, “ segir Þórólfur. Flugmaðurinn Þórólfur Magnús- son stefnir flugvélinni inn til lendingar. Hann er á lokastefnu beint á braut - en á morgun verð- ur hann sextíu og fimm ára og verður því reglum samkvæmt að hætta í atvinnufluginu. Síðdegis í dag, fimmtudag, flýgur Þórólfur vestur á Gjögur með farþega og frakt og þegar þangað kemur mun hann venju samkvæmt fá hjá Sveindísi flugvallarstjóra kaffi, heimabakaðar kleinur og jólakökur. En þegar úr ferðinni kemur - síðustu ferðinni - ætla félagar hans hjá íslandsflugi að gera honum glaðan dag á Reykja- víkurflugveli. Það er Iíka tilefni til. Strandamaður í Siirtseyjarflugi Þórólfur fluttist um tvítugt vest- an af Ströndum til Reykjavíkur. Hann fór að nema flug hjá Reyni Eiríkssyni áriðl956 og þá var flogið á Piper Cub. I atvinnuflugi byrjaði Þórólfur 1962, þá í félagi með Helga Jónssyni, og sinntu þeir bæði kennslu- og leiguflugi. Um 1970 tók við flug hjá Vængj- um hf. þar sem Þórólfur var meðal eigenda. I þann tíð flugu menn vængjum þöndum á Rif, í Grundarfjörð, Búðardal, á Reyk- hóla, Holt í Öndunarfirði og Blönduós; á staði sem fyrir löngu eru komnir út af áætlun flugfé- laganna. Einnig vpr flogið til Eyja og stundum í Surtsey, þann ein- stæða stað. Síðustu ár hefur Þórólfur flog- ið hjá Islandsflugi, það er á Dornier-vélum félagsins. Þórólf- Þórólfur Magnússon fer í sína síðustu flugferö i atvinnufluginu í dag. Farsæll ferill er á enda. Ég minnist þess ekki að neinir ósýnilegir aukafarþegar hefðu far- ið með mér í bæinn; þegar ég flaug suður aftur undir stjörnubjörtum næturhimni, “ segir Þórólfur m.a. hér í viðtalinu. mynd: eól. ur segir að heldur betur hafi orð- ið framþróun í flugvélakosti frá því hann var að byrja, í þann tíð, fyrir fjörutíu árum þóttust menn góðir þegar þeir flugu á Cessnu 170. „Tækniþróunin hefur orðið mikil og þar munar miklu til dæmis um GPS staðsetningar- tæknina. Nú vita menn alltaf hvar þeir eru staddir og þannig hefur þessi nýja leiðsögutækni gert flugið mun öruggara," segir Þórólfur. Þotur í innanlandsflugið Aðspurður um þá þróun sem hefur átt sér stað í innanlands- fluginu að undanförnu, sem meðal annars kristallast í þeirri ákvörðun Islandsflugs að hætta flugi til Restra áætlunarstaða sinna innanlands, segir Þórólf- ur hana hafa verið að nokkru leyti fyrirsjáanlega. Vegir og bíl- ar séu sífellt að verða betri. Hinsvegar sé flugið ferðamáti sem standi alltaf fyrir sínu, bæði sé það að verða hættuminna með bættri tækni - á sama tíma og vegir séu flestir einbreiðir og ekkert megi út af bregða í akstri svo mönnum sé ekki bráður bani búinn. „Það sem ég hefði hinsvegar viljað sjá er að menn fari að nota þotur í innanlandsfluginu. Flugfélag Islands verður með Fokker-vélarnar að minnsta kosti næstu tvö ár, en ég tel að menn verði að fara að skoða þotuflug í fullri alvöru. Enda er það spennandi möguleiki að geta verið 20 mínútur á milli Reykjavíkur og Akureyrar." Bamsfæðmg og draugasögur Fyrr á árum var sjúkraflug snar þáttur í flugi hér innanlands, en hefur nú að mestu lagst af. Þórólfur segir að í því flugi hafi margt spennandi gerst - sem í frásögur sé færandi. Einsog til dæmis þegar hann og félagi hans fóru í sjúkraflug vestur á Rif að sækja konu í barnsnauð. Pattaralegur strákur kom í heiminn yfir Akranesi og þá þurfti ljósmóðirin sem var með í för líka að taka á honum stóra sínum. En allt gekk vel. - „Ein- hverju sinni fór ég svo einn norður á Blönduós eftir sjúk- lingi. Þegar á flugvöllinn kom biðu þar eftir mér Sverrir Krist- ófersson flugvallarstjóri og eig- inkona hans og meðan sjúk- lingsins var beðið skemmtum við okkur við að segja drauga- sögur. A endanum hringdi læknirinn og sagði mér að ég yrði víst að fara einn suður, sjúklingurinn væri látinn. Þá sáum við að draugasögurnar höfðu ekki verið viðeigandi. En ég minnst þess þó ekki að nein- ir ósýnilegir aukafarþegar hefðu farið með mér í bæinn; þegar ég flaug suður aftur undir stjörnu- björtum næturhimni." -SBS. REYKIAVIK-AKUREYRI-REYKIAVIK fljú^ðu frekar Bókaðu í síma 570 3030 07 4Í0 7000 Fax 570 3001 * websalesó>airiceland.is ‘www.flu3fela3.is FLUGFÉLAG ÍSLANDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.