Dagur - 23.03.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 23.03.2000, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 2 3. m a r s 2000 HHBBUl [bsv) fesv) [bsv) (bsv) (bsv) [bsv) [bsv) [bsv) [bsv) (bsv) [bsvi (bsv) (bsv) (bsv) (bsv) ! Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 462 2520 - Akureyri BÍLASALA - Sími 461 2960 ) íbsv) (bsv) (bsv) (bsv) (bsv) (bsv) íbsv) (bsv) (bsv| (bsv) (bsv) (bsv) (bsv ■ SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON „Enn um tann- Ieysi Islendinga." Fyrirsögn á grein Kristínar Heimis- dóttur tannlækn- ins í Morgun- blaðinu. Sendiherra Formannsslagur þeirra Ossurar Skarphéðins- sonar og Tryggva Harðarsonar í Samfylking- unni er nú hafinn af fullum krafti. Flestir telja Ossur öruggan um sigur en það er gamall og góður siður manna að fagna ekki sigri fyrr en að leikslokum. Það hefur oft verið gert að veita þeim sem tapa í pólitík eða bíssness sendi- herraembætti. Má þar nefha Ingimund Sigfús- son í Heklu sem var undir í ráðamannaslag fyr- irtækisins, seldi sinn hlut og var gerður að sendiherra og Þorstein Pálsson sem tapaði fyr- ir Davíð í formannsslag í Sjálfstæðisflokknum. Samkvæmt þessu ætti Tryggvi Harðarson að geta átt von á sendiherraembætti, ef hann tap- ar formannsslagnum, þegar Samfylkingin kemst til valda. Tryggvi er menntaður í Kína og sendiherraembættið þar í landi því tilvalið. Sérverkefni hjá hiskupsskrifstofu Meðhjálpari á Suðurlandi orti þessa vísu á dög- unum og þarfnast hún ekki skýringa: Að víngarðsmönnimi bisluip býr, sem brauð stn kvöddu, en lifa. I sérverkefnum sitja þrír siðpníðir og skrífa Kvótasala á ræðutíma Á dögunum var nokkur orrahríð á Alþingi um kvótamálið, eins og svo oft áður. Þingmönnum var mikið niðri fyrir og fóru hvað eftir annað fram yfir skammtaðann ræðutíma. Halldór Blönda! forseti Alþingis þurfti því oft að slá í bjölluna góðu. Þá var þessi vísa ort í blaða- mannastúku þinghússins og send Halldóri: Aðvara hér margan má, málæði er við að glíma. Hvemig væri að koma á kvótasölu á ræðutíma? Of skynsamur Guðmundur Daníelsson bóndi í Svignaskarði var mikill sjálfstæðismaður og áhugasamur um stjórnmál eins og fleiri en átti það til að vera nokkuð fljótfær. Eitt sinn fyrir alþingiskosning- ar bað flokksbróðir hans hann um að „ag- intera" í nágranna sínum sem var sanntrúaður framsóknarmaður. Guðmundur svaraði að bragði: „Það þýðir ekki neitt, hann ert svo skynsamur." „Við bendum fólki frekar á mikil- vægi þess að tryggja sig fyrir áföllum og eigum þá við líftrygg- ingu, sjúkdómatryggingu og slysatryggingu, “ segir Árni Þór Freysteinsson svæðisstjóri Fjár- festingar og ráögjafar á Norður- landi. Tryggja sig fyrir áföllum „Hingað getur fólk komið og fengið óháða ráðgjöf um sín mál,“ segir Árni. Hann leggur áherslu á að fyrirtækið er vá- tryggingamiðlun, ekki vörsluað- ili fjármuna, heldur komi á samningum milli viðskiptavina sinna og fyrirtækja sem hafa með tryggingar og lífeyrismál að gera. Þeir miðli til fyrirtækja hérlendis og erlendis og hafi sum erlendu fyrirtækin verið á þessum markaði frá því snemma á 19. öld. „Við tökum trúnaðar- skýrslu af fólki, þar sem kemur fram í hvaða lífeyrissjóði það hefur greytt og síðan öflum við upplýsinga um það hvers fólk megi vænta úr þeim lífeyrissjóð- um sem það hefur greytt í. Einnig förum við ofan í trygg- ingamálin. Frá okkur fer eng- inn fyrr en við erum búin að kynna þeim allt sem við kemur tryggingum. Maður segir ekki við fólk sem er með 40- 50.000 kr. í ráðstöfun- artekjur á mánuði, og er kannski að kaupa sér hús, skuldar í bílnum og svo framvegis, að spara 20.000 á mánuði. Við bendum fólki frek- ar á mikilvægi þess að tryggja sig fyrir áföllum og eigum þá við líftryggingu, sjúkdómatrygg- ingu og slysatryggingu. Það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir því. Til dæmis eru fæstir af þeim sem ég þekki tneð sjúkdóma- tryggingu. Það vill oft verða misbrestur á því að fólk tryggi sig fyrir því sem skiptir máli. Fólk tryggir veraldlega hluti en lætur sjálft sig sitja á hakanum, það erum jú við sjálf sem sköffum veraldlegu hlutina." Norölenskt fyrirtæki Það er oft talað um að fólk hrapi í tekjum þegar það haettir að vinna og fer á eftirlaun, en Árni sér mikla möguleika í lífeyrissparnaði. „Fyrir nokkru opnaðist möguleiki fyrir launafólk að greiða 2% viðbótar- framlag af launum sínum í lífeyris- jóð. Þessa leið eiga allir starfandi menn að fara. Þetta er ódýrasta leiðin til þess að spara. Auk þess eru fjárfestingatengdar tryggingar skynsamlegar. Jón og Gunna á Brekkunni eru kannski með 40 eða 60 þúsund krónur f ráðstöfunar- tekjur á mánuði. Það er skynsam- legt fyrir þau að leggja fyrir ákveðna upphæð í hverjum mánuði.“ Fyrirtækið, Fjárfesting og ráð- gjöf, var stofnað fyrir tæpum tveimur árum og er skrifstofan á Akureyri sú fyrsta sem opnuð er utan Reykjavíkur, eins má geta þess að verið er að stofna dótturfyrirtæki í Riga í Lettlandi. Hjá Fjárfestingu og ráðgjöf á Norðurlandi vinna ein- ungis Akureyringar. „Skrifstofan hérna er norð- Ienskt fyrirtæki, Akureyringar vilja Iáta Akureyr- inga sjá um sín mál og er bara allt gott um það að segja. Fólk er að átta sig á því hvílík perla þetta er. Hvar annarsstaðar í heiminum má til að inynda finna 1 5.000 manna bæjarfélag sem hef- ur tvo góða framhaldskóla og háskóla. „ segir Árni. -PJESTA Fyrir síðustu helgi opmðifyrirtækið Fjárfesting og ráð- gjöf skrifstofu að Hofsbót 4 áAkur- eyri. Svæðisstjóri erÁrniÞór Freysteinsson. SPJALL ■ FRÁ DEGI FIMMTUDAGUR 23. MARS 83. dagur ársins, 283 dagar eftir. Sólris kl. 7.17, sólarlag kl. 19.53. Þau fæddust 23. mars • 1749 fæddist franski stærðfræðingurinn og eðlisfræðingur Pierre-Simon de Laplace. • 1881 fæddist þýski efnafræðingurinn Hermann Staudinger, sem hlaut Nóbels- verðlaun árið 1953. • 1900 fæddist þýski sálfræðingurinn Erich Fromm. • 1908 fæddist bandaríska leikkonan Joan Crawford. •1910 fæddist japanski kvikmyndaleik- stjórinn Akira Kurosawa. • 1923 fæddist Baldvin Halldórsson leikari. • 1926 fæddist Egill Skúli Ingibergsson verkfræðingur og fýrrverandi borgarstjóri í Reykjavík. • 1968 fæddist breski rokktónlistarmaður- inn Damon Albarn. Þetta gerðist 23. mars • 1663 lést Ragnheiður Brynjólfsdóttir í TIL DAGS Skálholti. • 1743 var óratorían Messías eftir Handel frumflutt í Lundúnum. • 1873 var þrælahald afnumið á eyjunni Puerto Rico. • 1919 stofnaði Benito Mussolini fasista- hreyfinguna á ltalíu. • 1933 veitti þýska þingið Adolf Hitler al- ræðisvöld. • 1937 var Sundhöllin í Reykjavík vígð. • 1942 byrjuðu bandarísk stjórnvöld að flytja Bandaríkjamenn af japönskum ætt- um í einangrunarbúðir. • 1956 varð Pakistan sjálfstætt ríki í breska samveldínu. • 1993 skýrðu vísindamenn frá því að þeir hefðu fundið erfðavísi sem veldur Hunt- ingtons sjúkdómi. • 1996 fóru fram fyrstu frjálsu forsetakosn- ingamar á Taívan. Vísa dagsins Stúlkan gjafir gaf ‘onum, gleðin firrt’ann máli, ellin hrundi af ‘onum eins og ryð af stáli. Svcrrir Stormskcr Afmælisbam dagsins Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fæddist á Lóma- tjöm í Grýtubakkahreppi, 23. mars 1950. Að loknu prófi frá Kvennaskól- anum í Reykjavík áriðl967 stundaði hún þýskunám við Berlitz-skóla í Ham- borg 1968-1969 og enskunám við Richmond-skóla í London 1971-1972. Hún hefur verið húsmóðir og bóndi á Lómatjöm frá árinu 1974. Hún stund- aði kennslu um tíma en var kosin á þing lyrir Norðurlandskjördæmi eystra árið 1987 fyrir Framsóknarflokkinn og hefur setið á alþingi síðan. Hún tekur á móti gestum í Iþróttahúsinu á Grenivík, laugardaginn 25. mars. Flestir missa af tækifærunum vegna þess að þau eru klædd í vinnugalla og líta út fyr- ir að krefjast vinnu. Thomas Alva Edison Heilabrot Hvernig fer maður að því að kasta bolta út í loftið eins fast og maður getur þannig að hann stöðvist eftir að hafa farið ákveðna vegalengd, án þess þó að rekast á fyrirstöðu, og snúi síðan við og komi aftur til manns? Lausn á síðustu gátu: Ur því herra Blár er ekki í rauðum fötum, þá hlýtur hann að vera í grænum fötum. Herra Grænn hlýtur þá að vera í rauðu fötunum, og herra Rauður í bláu fötunum. Veffang dagsins Þau segjast nafa sett upp fýrsta almenn- ingsbókasafnið á Netinu. Hugmyndin er sú að bjóða fólki krækjur í bestu síðurnar um hvaða efni sem er, en ekki bara þær sem borga best fýrir áberandi staði. Svo er hægt að skoða efnið raðað niður eftir Dewey- kerfinu, sem við þekkjum úr Borgarbóka- safninu og Þjóðarbókhlöðunni. Vel gert og batnar stöðugt: www.ipl.org

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.