Dagur - 23.03.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 23.03.2000, Blaðsíða 5
FIMMTVDAGUR 23. MARS 2000 - 21 r > x MENNTNGARLIFTÐ I LAXDIXU „Hvort við höfum með þessu falsað merk- ingu ieikritsins eða haldlð henni iifandi, það leggjum við i dóm velviljaðra ieikhúsgesta." Krítarhringur Brechts StefanMetz, leikstjórí, og Philippe Bischof, dranmttírg, skrífa um sýninguna á Krítar- hríngnum íKákasus Bertolt Brecht ritaði Krítarhring- inn í Kákasus í útlegð sinni í Kali- forníu undir lok heimsstyrjaldar- innar síðari. Með honum var hann að bregðast við því öngþveiti sem Hitler hafði valdið í Evrópu. I forleik Krítarhringsins kemur saman fólk af tveimur sovéskum samyrkjubúum í rústum þorps í Kákasus, eftir að þýski herinn hef- ur verið hrakinn á brott, og ræðir hvernig nýta skuli dal einn fram- vegis. Bændur af öðru búinu að- hyllast framsæknar hugmyndir kommúnismans. Þeir vilja reisa stíflu, veita vatni á dalinn til að hægt verði að rækta vín. Bændur af hinu húinu eru hefðbundnari í hugsun. Þeir vilja taka upp aftur það eignarfyrirkomulag sem verið hafði lyrir stríð og nýta landið áfram sem geitabændur. Forn réttindi og nýir almannahagsmun- ir kommúnismans talrast á. Ljóst er að Brecht Ijær rökum komniún- ista efnislega og siðferðilega meira vægi í þessum umræðum en rök- um þcirra sem aðhyllast hefð- hundnar leiðir. Til þess að skýra yfirburði hug- mynda kommúnista lætur hann framsæknu bændurna leika leikrit sem heitir Krítarhringurinn. I því tekur vinnukonan Grúsja að sér nýfætt barn sem aðalskonan móð- ir þess hafði yfírgefið við upphaf borgarastyrjaldar sem í landinu verður. Einsog hjá Brecht er barn- ið dæmt sinni „sönnu" móður, það er að segja vinnukonunni Grúsju. Hvort viö höfum með þessu falsað merkingu leikritsins eða haklið henni lifandi, það leggjum við í dóm velviljaðra leikhúsgesta. Til áréttingar Þýðandi verksins, Þorsteinn Þor- steinsson, skrifar eftirfarandi til áréttingar: „Við þessa greinargerð þeirra Stefans og Philippes er svosem engu að bæta. Einungis því að hún, að viðbættum „fréttum" í út- varpi og blöðum undanfarna daga, gæti gefið til kynna að textabreyt- ingarnar í niðurlagi verksins væru mun meiri en þær eru. I rauninni eru þær óverulegar. Ein Iína er færð til og tveimur breytt lítillega. Það sem áður hljóðaði svo: En þið sem haftð hlýtt á sögnna um Krítarhringinn gefið gaum því er gamlir hváðu: að gæðin skuli fá þeim sem vel fara með þau, semsé bömin hinmn barngóðu svo þau vaxi og dafni vagnana góðum ökuþórum ,vvo vel sé ekið og dalinti áveittibændum svo ávöxt hann beri. er nú flutt svo: En þið sem haftð hlýtt á söguna um Krítarhringinn gefið gaum því er gamlir kváðu: að gæðin skuli fá þeim sem vel fara með þau, semsé landið bætidunum svo ávöxt það Fjallað varum breyt- ingu á niðurlagi Krítar- hríngsins íKákasus við uppfærslu Þjóðleik- hússins í „Spumingu dagsins“ íDegi fyrír skömmu. Afþví tilefhi hejurleikstjórí verks- ins og dramatúrg sent frá sér greinargerð um málið, ogþýðandinn, Þorsteinn Þorsteins- son, áréttingarpistil. beri trumburnar tónlistarmönnum svo þær hljótni vel og bömin hinum bamgóðu svo þau vaxi og dafni. Þessar breytingar kallast á við styttingar í forleik. Þar eru einnig tvítekin orðaskipti sem gefa til kynna að enn sé tími til stefnu til að ræða málin frekar. Leikritið Krítarhringurinn í Kákasus snýst ekki um það hvort geitarostur sé betri en ávextir, hvort hrossarækt sé far- sælli en vínrækt. Um hvað snýst það þá? Því svaraði höfundur þess á þá lcið að þemu þess væru eignarrétturinn og réttvís- in. Og einsog niðurlagið gefur til kynna fjallar það bersýnilega um það í hverra höndum gæði jarðar séu best komin. Forleik- urinn setur fram þessi þemu sem síðan er unnið úr í leikrit- inu sjálfu. Síðast en ekki síst fjallar forleikurinn um það hvernig leiða skuli deilur til lykta, það er að segja með um- ræðum og samkomulagi, ekki með þvingandi tilskipunum eða tilvísun í Iög og gamlar venjur. Það líkan sem þarna er dregið upp er að sjálfsögðu útópía, svona hafa hlutirnir víst aldrei verið og svona verða þeir sjálf- sagt aldrei. Eða hvað?“ ■bækur Ný útgáfa Stj ómskipunarréttar Ut er komin hjá Háskólaút- gáfunni ný út- gáfa, auldn og endurbætt, Stjórnskipun- arréttar eftir Gunnar G. Schram pró- fessor. Ritið kom fyrst út Gunnar G. 1997. Síðan Schram. hefur stjórn- arskránni verið breytt á s.l. vori. Voru þá gerðar breytingar á kjördæma- mörkum, fjölda þingsæta f kjördæmum og úthlutun þeir- ra að loknum alþingiskosning- um. I nýju útgáfunni er gerð grein fyrir þessum breyting- um og getið nýrra laga sem sett hafa verið síðustu árin og varða stjórnskipun landsins. Má þar nefna ný sveitar- stjórnarlög, lög um veiðar og vinnslu erlendra sldpa í fisk- veiðilandhelginni, breytingar á dómstólaskipuninni, ný lög um lögmenn, loftferðir, nátt- úruvernd, Háskóla Islands og ný áfengislög, svo nokkuð sé upp talið. 1 ritinu eru öll ákvæði stjórnarskráinnar skýrð og ít- arlega, fjallað um æðstu stjórn ríkisins, svo sem völd forseta og ráðherra. Þá er tjallað um gildi alþjóðasamn- inga í íslenskum rétti, meðal annars EES samninginn og þá mannréttindavernd sem ls- lendingar og erlendir menn sem hér búa njóta, og hvernig mannréttindaákvæðin veita mönnum vernd gegn ágangi ríkisvaidsins. Ráðleggmgar um næríngarefai Norrænar ráðleggingar um næringarefni er heiti bókar sem Háskólaútgáfan hefur gefið út, en hún er nú prent- uð á íslensku í fyrsta sinn og er ætluð stúdentum og öðrum þeim sem áhuga hafa á nær- ingarfræði. Ráðlegginar um næringar- efni byggja á vísindalegri þekkingu um æskilega sam- setningu fæðisins og neyslu næringarefna. Þær eru einnig fræðilegur grunnur almennra leiðbeininga um hollt matar- æði og henta vel fyrir skipulag á samsetningu fæðis sem við- heldur heilsu og kemur í veg fyrir sjúkdónta. __________________________>> FERSKVARA Daim ís 1 líter kr. Hversdagsís Súkkulaði og Vanillu 1 líter kr. Frosnir Kjúklingar kr. Kálfasnitsel kr. Svínalundir kr. 1.299 kg Enski boitinn þú kaupir einhverja 3 tegundir Nestle sælgæti og þú gætir unnið terð fyrir 2 á enskan bikarleik. 299 pk 269 pk 289 kg 999 kg H r í s a I u n d i , A k u r e y r i Garðarsbraut þltt uxdið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.