Dagur - 23.03.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 23.03.2000, Blaðsíða 6
LÍFIÐ í LANDINU FINA OG FRÆGA FOLKIÐ 22- FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 Lourdes litla dóttir Madonnu er ákveðin iítii stúlka sem heimtar sitt en fær oftar en ekki nei frá jafn ákveðinni móður sinni. Oaður getur alltaf á sig blóð- iör bætt. Vogin Allir synir þínir horfa af brúnni og bíða eftir Godot. Bentu þeim á að hér ríkir drottins dýrðar koppalogn. Sporðdrekinn Það er margt verra en að slaga heim af barnum einu sinni í viku. Riðuveiki ku til dæmis ekki vera neitt grín. Bogamaðurinn Þú vaknar fullur af nýjum hug- myndum og framfarahug en sofnar við sama heygarðshorn- ið. Þú átt heima í Samfylking- Steingeitin Þú hittir vörubíl- stjóra á förnum vegi og vissara að víkja áður en hann gengur í skrokk á þér. Tonnin telja. Akveðnar mæðgur Dóttir Madonnu Lourdes er orðin þriggja ára og augasteinn móður sinnar sem segist þó leggja allt upp úr því að spilla henni ekki. í málverka- safni Madonnu eru verk eftir Picasso, Leger og Fridu Kahlo en hún hleypur ekki til og kaupir safn af barbídúkkum handa dóttur sinni. „Ef hún vill fá nýjan kjól að nauðsynjalausu þá segi ég nei. Hún er sífellt að biðja um meira," segir Madonna. Lourdes er skírð í höfuðið á franska krafta- verkabænum en þangað hafði móðir Madonnu ætíð dreymt um að komast en lést án þess að hafa haft tæki- færi til að láta drauminn ræt- ast. Madonna segir að móður- hlutverkið hafi breytt sér. „Að eignast barn hefur gert mig viðkvæmari, ábyrgari og meðvitaðri um orð mín og gerðir." Vatnsberinn Lækkaðu i græj- unum, maður! Grannarnir eru að ærast af þessum gríðarlega gregorí- anska kirkjusöng. Fiskarnir Þú verður að sætta þig við að þurfa að líta gula spjaldið í boltan- um. Það verða fleiri að una áminningum en þú. Hrúturinn Besta ráðið til að missa ekki af strætisvagninum er að láta leiða- kerfið lönd og leið og treysta á eigin nasasjón. Nautið Best er að fresta gestakomum þar til móttakan er orðin skárri en uppgjafirnar. Blakaðu eyrunum. Tvíburarnir Úlfaldinn á eftir að smjúga gegn- um nálaraugað nema þú stoppir í gatið í hvelli. Ljónið Margt gerir þér gramt í geði þessa dagana. Kynntu þér fagnaðarboðskap Framsóknarmanna, hann bætir, hressir og kætir. Meyjan Heimurinn sporð- reisist trauðla þó þú bætir á þig nokkrum kílóum. Krabbinn Það dugar ekki að hanga við sama heygarðs- hornið þegar allir baggar eru komnir í hús. End- urmettu stöðuna. KRAKKAHORNIÐ . þú getur ekki kítlað sjálfan þig. . kýr framleiða meiri mjólk ef þær hlusta á tónlist. . það eru til meira en 350 tegundir af hákörl- um. . úr einu strútseggi er hægt að búa til eggja- hræru fyrir 30 manns. . húsköttur og úlfur eru af sömu ættkvísl. . melrakki er það sama og refur. . reyður er annað orð yfir hval. Ósýnilegi maðiirinn í húsinu á hæðinni býr ósýnilegur maður. Hvernig er hægt að sjá hvort hann sé heima eða ekki. Skoðið myndina vandlega þar kann að leynast vísbending. Við viljum hvetja alla sem hafa eitthvað í pokahorninu að senda okkur efni. Utanáskriftin er: Dagur - Barnahorn Strandgata 31 600 Akureyri Tölvupóstur: pjetur@dagur.is I [dIdíttI m iK] irj^r íBJáHatvndöll ILEIKFELAG AKIiRFYRARÍ Miðasala: 462-1400 Sa msta rf sverkef n i Leikfélags Akureyrar og leikhópsins Norðanljós Skækjan Rósa -eftir José Luis Martín Descalzo Þýðandi Örnólfur Arnason Ljósahönnun: Ingvar Björnsson Hljóðmynd: Kristján Edelstein Leikmynd og búningar: Edward Fugla Leikstjóri: Helga E. Jónsdóttir Leikari: Saga Jónsdóttir (...Skækjur verða á undan yður inní guðsríki. Matt. 21 - 31) Sýningar laugard. 25. mars kl. 20.00 Síðasta sýning. GJAFAKORT ■ GJAFAKORT Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir. Munið gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf! |L.iii|]UÍkian<f3iULIIiUí.lul |}DlDlniKilíliKllíii,i|tr i’BloiolurBðl IleikfclagakureyrarI Miðasalan opin alla virka daga frá kl. 13:00-17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.