Dagur - 31.03.2000, Qupperneq 3

Dagur - 31.03.2000, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 3 1. MARS 20 00 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Það verður að finna upp á einhverju til að efla áhugann, til að einhver nenni að mæta á völlinn og horfa á Hand- boltakvöld í Sjónvarpinu kvöld eftir kvöld eftlr kvöld eftir kvöld. Fleiri hand- boltakvöld! Á mínu heimili ríkir glaumur og gleði þessa dagana, eða réttara sagt þessi kvöldin. Dagarnir fara í að hlakka til. Það er um að gera að reyna að ljúka dagsverkinu snemma, svo allt sé ör- ugglega búið áður en kvöldskemmtunin hefst - börnin keppast við að ldára heimalærdóminn, fullorðna IVílkið flýtir sér heim úr vinnúnni, slettir matnum með hraði á borðið og vaskar síðan upp á í hendingskasti svo allt verði nú tilbúið - síðan sest fjölskyldan glað- beitt niður, í algjörri eindrægni og sam- heldnin alveg frábær og helst að tilhlökk- unin og eftirvæntingin valdi nokkurri spennu, ekki örgrannt um að þeir yngstu ráði ekki almennilega við sig, eftir hverju er verið að bíða, hvenær byrjar þetta, og loks rennur stundin upp, sú stund sem öll fjölskyldan hefur beðið eftir síðan í morgun, nú Ioksins verður almennilega gaman, flýtið ykkur, það er að byrja, eru ekki örugglega allir sestir og byrjaðir að brosa, guð gefi að sjónvarpið bili ekki þvf nú er Handboltakvöld að byrja. Átak íþróttadeildar Sjónvarpsins með Handboltakvöldinu hefur áreiðanlega bjargað fjölskyldulífinu á fleiri heimilum en mínu. Nú er horfin út í veður og vind sú deyfð og drungi sem áður lá eins og mara á heimilinu, enginn hafði neitt við að vera, pirringur og leiði vildu grípa um sig strax og fréttirnar voru búnar, börnin höfðu ekkert að hlakka til, fullorðna fólk- ið ekkert að tala um, tilgangur lífsins var hreint ekki augljós. En núna ríkir gleðin ein þar sem fjölskyldan sameinast svo glöð í bragði á Handboltakvöldi, hverju Handboltakvöldinu eftir annað, guð al- máttugur, nú er sem betur fer enn einn dagur liðinn og aftur komið Handbolta- kvöld, nú er hvert einasta kvöld Hand- boltakvöld. Og fjölskyldan ekki í neinum vandræðum. Við mætiun brjálaðir til leiks! Þessi þjóðþrifastarfsemi sem Sjónvarpið hefur tekið sér fyrir hendur, Handholta- kvöldin, hefur sem sagt ugglaust orðið til að redda málunum á fleiri heimilum en mínu, enda sinnir Sjónvarpið þessu áhugamáli sínu, þessu þjóðþrifaverki, af þvílíkri samviskusemi og atorku að aðdá- un hlýtur að vekja - og heillavænlegan grun um að Iþróttadeildin geri sér fulla grein fyrir því nauðsynlega og uppbyggi- lega hlutverki sem Handboltakvöldin eru farin að gegna í lífí þjóðarinnar. Að minnsta kosti hlýtur sú ráðstöfun að vekja sérstaka athygli og sérstakt þakklæti í brjósti þjóðarinnar að núna er Hand- boltakvöld meirað segja þau kvöld þegar er enginn handbolti - þó það sé glórulaus stórhríð og ekki flogið milli lands og Eyja og allir handboltar landsins liggi ósnertir útí hornum íþróttahúsanna, þá láta starfsmenn íþróttadeildar Sjónvarpsins það ekki á sig fá, nei, þjóðin skal fá sitt Handboltakvöld samt, þó það sé enginn handbolti, Handboltakvöld er á dag- skránni hvað sem tautar og raular, og hver fjölskyldan af annarri lútir höfði í orðlausri þöklv og horfir í hjartans ein- drægni á Handboltakvöld þar sem er eng- inn handbolti. Enda enginn skortur á því sem hægt er að tala um handbolta, þó ekki sé verið að spila handbolta, það er hægt að segja hvað eftir annað: „Já, við munum mæta alveg brjálaðir til leiks, því nú er að duga eða drepast," eða það er hægt að segja: „Já, við vitum að þeir muni mæta alveg brjálaðir til Ieiks,“ og ef enginn hefur rænu á að segja þetta, þá má altént treysta fréttamanni Handboltakvöldsins til að spyrja: „Munuði ekki örugglega mæta brjálaðir til leiks, því nú er að duga eða drepast fýrir ykkur?“ - og viðmælandi Handboltakvöldsins kinkar kolli, jú, við munum auðvitað mæta alveg brjálaðir til leiks. Og þar sem íjölskyldan situr svo inni- lega glöð fyrir framan Sjónvarpið á hverju Handboltakvöldinu af öðru, meirað segja sem sagt þó það sé enginn handbolti af því ekki var flogið tii Eyja, en við tölum þá bara um handbolta eða sýnum úr ein- hverjum gömlum leikjum, Handbolta- kvöld má aldrei niður falla, og þar sem fjölskyldan situr sem sagt svo innilega glöð fyrir framan Sjónvarpið, þá fer að lokum ekkert milli mála að vissulega mæta menn brjálaðir til leiks. Auðuns þáttur Óskaxssonar Ég vil taka það fram að sfðan ég fór fyrst að fylgjast með handbolta eru liðin meiren þrjátíu ár og þá stóð Auðunn Ósk- arsson ennþá sína pligt í vörninni hjá FH. Geir Hallsteinsson var auðvitað guðinn í handboltanum um þær mundir en það var ekki fyrir hvern sem er að gera sér vonir um að líkjast honum. Fyrir lítinn dreng sem mátti sæta því að vera alltaf valinn seinastur f handboltaliðið í leik- fimi og þykja óbrúklegur í annað en vörn- ina, þá fyrst og fremst af því einhver varð að vera þar og ég gæti þó alla vega reynt að þvælast fyrir, þó ég hefði hvorki lík- amsburði né hörku né hæfileika til að vera góður í vörninni - fyrir slíkan jarð- bundinn pilt sem gerði sér grein fýrir þvf að hann myndi aldrei ná upp á ólympstindinn þar sem Geir Hallsteins- son spilaði, þá var Auðunn Óskarsson þegar öllu var á botninn hvolft heppilegra átrúnaðargoð og fyrirmynd. Vissulega myndi ég aldrei verða þvílíkur hörku nagli sem Auðunn Óskarsson en framkoma hans á vellinum var þó auðskiljanlegri en undirhandarskotin hans Geirs Hallsteins- sonar. Og Auðunn Óskarsson varð minn maður. Það var unun að fylgjast með honum í Ieikjum, hvað hann lagði sig fram, gafst aldrei upp, stór og stæðilegur var hann, menn hrukku af honum einsog flugur ef þeir reyndu að komast framhjá og skora mark hjá FH. En jafnvel þegar Auðunn Óskarsson var sem allra grimmastur í vörninni hjá FH, þá náði hann samt aldrei að mæta jafn brjálaður til leiks og menn gera núna - sýnist mér á Handboltakvöldi. Framtíðin í íslenskum handbolta er Ijós. Landsliðið getur ekki neitt og er að- hlátursefni börnum og Svíum um allan heim. Okkar helstu menn sitja á bekkn- um hjá lélegum liðum í Þýskalandi ef þeir eru þá ekki meiddir. Það verður að finna upp á einhverju til að efla áhugann, til að einhver nenni að mæta á völlinn og horfa á Handboltakvöld í Sjónvarpinu kvöld eftir kvöld eftir kvöld eftir kvöld. Og íslenskir handboltamenn hafa - guði sé lof og prís - fundið ráðið. Þeir mæta brjálaðir til leiks, alveg arfavitlausir og síðan slást þeir á vellinum í klukkutíma. Auðunn Óskarsson þótti lýrir þrjátíu árum harður í horn að taka og jafnvel hálfgerður tuddi, en hann mundi ekki endast í tíu mínútur í þeirri ljölbragða- glímu sem nú er stunduð f nafni hand- bolta, þessi frægi harðjaxl færi hágrátandi af velli, lúbarinn og blóðugur, eftir þau slagsmál sem við verðum nú vitni að hvað eftir annað í Handboltakvöldi og íþrótta- deild Sjónvarpsins á vissulega heiður skil- inn fyrir að veita allri fjölskyldunni svo greiðan aðgang að þessari fögru íþrótt, þessari mögnuðu baráttu, þessum þungu höggum. Fagnar hverju kjaftshöggi Og öll fjölskyldan situr í gleði sinni íýrir framan Sjónvarpið og fagnar hverju kjaftshöggi, hverri hrindingu, hverju oln- bogaskoti, hverjum blóðtaumi, skemmti- legast af öllu er samt þegar þeir klípa hver annan. Guð, hvað við njótum okkur fyrir framan Sjónvarpið Handboltakvöld- in - þó landsliðið geti ekki rassgat, þá færast slagsmálin sífellt í aukana,- þétta er alminlegt, og þjálfararnir vilja ekkert gera of mikið úr þessu, þetta er bara partur af leiknum, menn mæta jú brjálaðir til leiks, og meirað segja landsliðsþjálfarinn kemur glaðbeittur í Sjónvarpið, ánægður með þróunina, hæstánægður, landsliðiö hans skíttapar alltaf í útlöndum en það er þó slegist af fullum krafti hér heima, þetta er það sem menn vilja, segir þjálfarinn, og formaður dómaranefndar kemur líka í Sjónvarpið, mjög ánægður með þróunina, aukin harka, ja, þetta er það sem menn vilja, það sem leikmennirnir \álja, það sem áhorfendur vilja og það sem „medí- an“ vill, sagði formaður dómaranefndar- innar og bætti svo við að þetta sé nú líka það sem dómararnir vilja - eitthvað hefur þá vissulega breyst, því í mínu ungdæmi ogAuðuns Óskarssonar voru dómararnir einatt að reyna að koma í veg fyrir slags- mál og virtust ekki vilja þau, en nú kynnir formaður dómaranefndar þessa gleðilegu breytingu á hugarfari og afleiðinguna sjá- um við í Handboltakvöldunum góðu. Tillaga einhverra þingmanna um að leyfa hnefaleika er algjör óþarfi eins og núna er komið í íslenskum handholta - við þurfum engan boxarahring til að fá útrás fyrir þá huggulegu fjölskyldu- skemmtun að horfa á slagsmál og blóðið renna, við förum bara á völlinn eða horf- um á Handboltakvöld, öll Ijölskyldan, og höldumst í hendur í gleði okkar, og mikið á íþróttadeild Sjónvarpsins stóran heiður skilinn fyrir að færa þessa fögru og góðu skemmtun heim í stofu kvöld eftir kvöld. Frekar en burðast við að leyfa box ættu þingmennirnir því að snúa sér að því óskiptir að efla enn íslenskan handbolta og gefa ennþá meiri peníng þeim íþrótta- félögum sem kenna æskulýðnum þessa göfugu íþrótt, þessi þungu högg. Handboltadagur, Handboltamorgunn? Eg spyr nú bara að lokum - er ekki hægt að hafa Handboltakvöld ennþá oftar, ég veit að vísu að Handboltakvöld er nú þeg- ar á hverju einasta kvöldi, það er viss passi í Ijölskyldulífinu, en mætti þá ekkí hafa Handboltadag fyrri part dagsins, eoa Handboltamorgunn, svo við gætum byrj- að snemma, og þó það sé enginn hand- bolti leikinn á þéim tíma dags, þá mætti sýna valda kafla úr slagsmálum síðustu umferðar, nokkra lúmska pústra, nokkur valin högg, og viðtöl við hólgna og blóð- uga handboltamenn þar sem þeir lofa og sverja og sárt við leggja að mæta alveg snarbrjálaðir til leiks næst þegar fjöl- skyldan sest niður til að eiga fagra sam- verustund á Handboltakvöldi. Pislill Illuga var fluttur i morgunþætti fídsar 2 t gær. UMBUÐA- LAUST lliugi Jökulsson skrifar

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.