Dagur - 06.04.2000, Blaðsíða 3

Dagur - 06.04.2000, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 6. MARS 2 0 0 0 -19 LIFIÐ I LANDINU Með því að slíta í sund- ur kynslóðirnar á þenn- an hátt eru íslendingar ekki bara að skila næstu kynslóð versn- andi landi heldur land- inu versnandi kynslóð. Afþlánaö í helgum steini Oft er fólki sýnt um föður- landið sitt og talar um að skila því heilu og höldnu til næstu kynslóðar og sjálfsagt eru öll orð um þessa skilvísi mælt af heilum hug og ekk- ert nema gott eitt um það að segja. Forfeður landsmanna hafa væntanlega hugsað á sama hatt um landið í ald- anna rás og feður þeirra og svo koll af kolli frá landnámi ogjafnvel enn lengra talið. En allt er í heiminum hverf- ult. Hvemig hefur til að mynda valdakynslóð landsins í dag búið um kynslóð foreldranna sem sest nú í helgan stein? Er hinn helgi steinn í nokkru veraldlegu samhengi við land- ið sem foreldrarnir hafa skilað til barna sinna? Hvernig þakkar okkar kynslóð fyrir sig? Hvar er endurgjaldið fyrir landið sem við fengum á silfurfati? Galeiðuþrælar á framabraut Lausnarorð valdakynslóðarinnar er frama- braut og tvöföldun Reykjanesbrautar bliknar við hliðina á því mannvirki. Jafnvel járnbrautir verða hlægilegar hjá framabrautum. Bæði kallinn og kellingin hafa valið sér framabrautir að aka eftir æviveginn sitt á hvorum kaup- leigubílnum því í dag arkar enginn maður sinn æviveg lengur á tveim jafnfljótum. Strætis- vagnar eru ekki lengur samgöngutæki heldur öskubílar fyrir böm og gamalmenni sitt hvoru megin við framabraut foreldranna. Oskubílar á milli stofnana hins opinbera. Frá, frá, frá, Fúsa liggur á..., á framabraut! Framabrautin er þvílík hraðlest að hún hef- ur sprengt upp gömlu kjarnaljölskylduna og klofið heimilin í herðar niður. Heimilið er ekki lengur samkomustaður íjölskyldunnar heldur svefnloft foreldra og barna yfir blánóttina. Vegahótel við framabrautina. Börn afplána dvöl á stofnunum frá fæðingu til fullorðinsára. Fæðast á fæðingadeild og vistuð á vöggustof- um fram að leikskóla og seinna tekur sjálft skólakerfið við með mat í hádeginu og sál- fræðing á kvöldin. Engin von er á reynslu- lausn fyrr en framhaldsnámi lýkur. Foreldr- arnir þurfa ekki Iengur að koma nálægt börn- um sínum á meðan kerfið breytir hveijum krakkanum á fætur öðrum í stofnanafólk eftir staðli frá Brussel. Kvennalistanum og öðrum kommúnistum hefur orðið að ósk sinni. Verði hlé á afplánun barna um miðjan dag- inn ráfa greyin heim á skilorði með húslykil- inn bundinn um hálsinn eins og hvetjir aðrir galeiðuþrælar á framaskútu foreldranna. Gleypa í sig kaldan bita úr ísskápnum frá deg- inum áður og hreiðra um sig framan við tölv- una. Microsoft er eina lífsmarkið á heimilinu. Mr. Bill Gates er hirðir nýrra kynslóða. Undir handleiðslu meistarans flækjast bömin um internet og vídeóleiki og aðra helgidóma eins og annar meistari leiddi lærisveina sína um landið helga fyrir tvöþúsund árum. Baðstofur og Vegahótel I dag er enginn amma og afi sem taka á móti krökkunum og segja þeim merkilegar sögur og lesa kvæði. Heilræði reynslunnar og heilræða- vísur. Passa upp á að þeir fari í hosurnar sínar og hlýja vettlinga. Vara þá við bílunum. Kyn- slóðin sem rétti foreldrum barnanna landið er óþörf á vegahótelinu við framabrautina. Börn- in móta því menningu sína sjálf á intemetinu. Sögurnar víkja fyrir vídeóbardögum og kvæðin fyrir klámsíðum. Skáldin eru ekki spennandi af því þau dóu á sóttarsæng en vom ekki skot- in í tætlur í leikjatölvum. Þess vegna þekkja krakkamir tölvuleikina með nafni en ekki þjóðskáldin. Leikjatölvan hefur leyst afa og ömmu af hólmi. Enda er ekkert pláss fyrir afa með neftóbak- ið og ömmu með prjónadótið eftir að baðstof- unni var breytt i sjónvarpsherbergi. Baðstofan var háskóli Islands í ellefu aldir og útskrifaði hvem sérfræðinginn á fætur öðrum í íslensku mannlífi. I baðstofum gekk menningin í arf og þess vegna em íslendingar eina þjóðin sem kann einhver skil á fortíðinni þó hún skilji hvorki nútíð eða framtíð. En háskólar eru lfka börn timans og seinni tíma háskólar breytast óðfluga í nýja tegund af tölvuleikjum á Net- inu. Afans og ömmunnar bíða því sömu örlög og barnanna í ellinni. Þau eru vistuð á sam- býli eða sérbýli við fyrsta tækifæri og látin afplána þar á meðan erfingjamir bíða spenntir eftir arfinum. Mikið vill meira og meira er aldrei nóg. Foreldrarnir nenna varla að víkja af brautinni sinni um stund og líta inn hjá foreldrum sínum nema til að fá skrifað upp á víxla eða lánaðan sumarbú- staðinn. Sandkökusneið og kandísmoli hrökkva skammt á framabrautinni. Með því slíta í sundur kynslóðirnar á þennan hátt eru Islendingar ekki bara að skila næstu kynslóð versnandi landi heldur landinu versnandi kynslóð. Það er sýnu verra. Helgur steinn er myllusteinn Valdakynslóð þjóðfélagins hefur gleymt eldri borgurum fyrir löngu eins og kemur best fram í ellilaunum eldra fólksins. Valdakynslóðin á engan afgang handa foreldrum sínum þegar hún hefur skammtað sjálfri sér launin. Gall- inn er sá að valdakynslóðin skammtar laun og lífeyri á meðan hún er ung en ekki þegar hún er byijuð að reskjast og hver er sjálfum sér næstur þegar peningar eiga í hlut. Sannleik- ann þann hefur eldra fólkið Iært af biturri reynslu. Meira að segja lífeyrissjóðir snúast ekki lengur um lífeyri heldur að kaupa banka og stjórna dótturfyrirtækjum. Að setjast í helg- an stein er því sama og að vera stungið í Steininn. Helgur steinn er í rauninni myllu- steinn um hálsinn á meðan eldra fólkið hefur ekki rýmri Ijárráð til að gleðja sig og sína. Enda notar gamla fólkið mestan hluta pen- inga sinna til að gleðja þá sem yngri eru. Hærri ellilaun skila sér því beint til valdakyn- slóðarinnar og barna hennar. En allt kemur fyrir ekki. Valdakynslóðin ræður því ekki bara yfir auðæfum landsins heldur líka yfír lífeyri foreldra sinna á meðan hún bfður spennt eftir arfinum. í takt við tnuaim En lausnin á lífeyri eldra fólksins er ekki langt undan og í takt við hagkerfi þjóðfélagsins á nýrri öld. I stað þess að afhenda bömunum landið á silfurfati er sjálfsagt að selja það fyrir sanngjarnan Iífeyri. Þá kemst kannski regla á hlutina. UMBUÐA- LAUST IMENNINGAR LÍFIB Krít arhriiigur innádiski Enda þótt sýning- um á Krítar- hringnum í Kákasus hafi verið hætt geta þeir sem sáu leikritið endur- upplifað stemmninguna og hinir fengið smjörþef af henni því út er kominn diskur með tónlistinni úr verkinu. Höfundur hennar er Pétur Grétarsson en söngtextarnir eru eftir höf- und leikritsins, Berold Brecht og flestir þýddir af Þrándi Thoroddsen. Flytjendur eru leikararnir Ingvar E, Jóhann Sigurðar, Ragnheiður Stein- dórs og Margrét Vilhjálms, ásamt einvalaliði hljóðfæra- leikara. Pétur Grétarsson sá um upptökur og útgáfu og þess má geta að þetta er þriðji diskurinn sem Pétur gefur út með tónlist sinni úr vinsælum leikritum. Hinir voru með lögum úr Grandavegi 7 og Mávahlátri. VinsæH söngvari frá Grænlandi Rasmus Lyberth, einn vinsælasti dægurlaga- söngvari Grænlands, verður með tónleika í Norræna húsinu á morgun, Rasmus Lyberth, föstudaginn einn vinsælasti 7. apríl, kl. ^ægurlagasöngvari 20.00. Grænlands. Rasmus er þekktur fyrir einlægan og ljóðrænan flutning. Hann syngur mest á grænlensku en einnig á dönsku og ensku. Textana semur hann sjálfur að mestu og fjalla þeir um stórkostlega náttúru Græn- lands, ást og tilfinningar í áttavilltum heimi. Rasmus Lyberth lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Hjarta Ijóssins sem var frumsýnd 1998 og telst vera eina grænlenska myndin í fullri lengd. V____________________________) Eitt félag - ein stefna? Sú ákvörðun forráðamanna Máls og menningar og Vöku-Helgafells að sameinast undir hatti nýs hlutafélags þar sem helminga- skiptareglan gildir fyrst um sinn - eða þar til hlutabréf nýja félags- ins fara að ganga kaupum og söl- um á hlutabréfamarkaðinum - hefur vakið verulega athygli. Forvitnin beinist sérstaklega að Máli og menningu vegna þeirrar löngu sögu sem þar liggur að baki og sem hefur greint þetta gamla bókmenntafélag frá öðrum for- lögum í landinu. Hins vegar lá alltaf fyrir að Vaka-Helgafell væri að Ieita hófanna eftir samstarfi og/eða samruna við önnur forlög eftir að Fjárfestingarbanki at- vinnulífsins (FBA) eignaðist helminginn í því fyrirtæki. Nú þegar FBA hefur sam- einast Islandsbanka og er þar með orð- inn hluti af stórum viðskiptabanka, hlýt- ur sú spurning að vakna hvort hann ætli áfram að vasast í rekstri bókaforlags, eða muni setja hlutabréf sín í nýja samein- aða félaginu á markað við fyrsta tækifæri. Hvað breytist? Eigendur og forráðamenn forlag- anna eiga enn eftir að útlista nánar hvernig þessi sameining muni ganga fyrir sig. Það sem þegar hefur komið fram bendir til þess að forlögin muni fyrst um sinn standa að útgáfu með svip- uðum hætti og verið hefur, en margt hlýtur þó að breytast þegar frá líður - annars væri sameining- in tilgangslítil. 1 yfirlýsingu forlaganna er sérstaklega fjallað um sókn á erlenda markaði, m.a. fyrir íslenska höfunda. Það er vissulega verðugt verkefni sem svo öflugt fyrirtæki á auðvelt með að standa að af myndar- skap. Þar hefur þegar verið unnið nokk- urt brautryðjendastarf, en vafalaust get- ur stærra forlag komið fslenskum rithöf- undum á framfæri erlendis með áhrifa- meiri hætti en hingað til. MENNINGAR VAKTIN Hvernig mun bóka- útgáfan breytast við sameiningu risanna? En sameiningin hlýtur fyrr en síðar að beinast að öðrum þáttum í rekstri forlag- anna, til dæmis að markaðsmálum og bókaklúbbum. Mál og menning og Vaka- Helgafell hafa þar farið að mörgu leyti ólíkar leiðir - eins og í sjálfri bókaútgáf- unni. Hvernig mun það breytast? Stóra spurningin er líklega hvort tvö fyrirtæki með tvær stefnur breytist smám saman í eitt fyrirtæki með eina stefnu. Slík þró- un gæti dregið úr fjölbreyttni í útgáfu ís- lenskra bókmennta. Það er eðli markaðsfræðinnar að líta á allan rekstur sömu augum og spyrja fyrst og fremst um hagkvæmni og arð. En auðvitað er ekki hægt að meðhöndla ís- lenska bókaútgáfu að öllu Ieyti með sama hætti og framleiðslu á kartöfluflög- um eða poppkorni. Þetta vita auðvitað hinir kláru bókmenntamenn forlaganna af langri reynslu. Vonandi fá þeir áfram að móta og framfylgja rismikilli útgáfu- stefnu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.