Dagur - 06.04.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 06.04.2000, Blaðsíða 6
22- FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 Miðasalan opin alla virka daga frá kl. 13:00-17:00 og fram að sýninau, sýningardaaa. Símí 462 1400. www.leikfelag.is LÍFIÐ í LANDINU FINA QG FRÆGA FOLKIÐ Bamsmissir Miu Mia Farrow er barngóð kona. Hún lét sér ekki nægja að fæða fjögur börn heldur ættleiddi tíu. Dóttir hennar Tam lést nýlega einungis 19 ára gömul. Tam var víet- nömsk, blind og með veikt hjarta. Mia er sögð yfirkomin af sorg vegna dauða dóttur sinnar. Önnur dóttir hennar Lark er eyðnismituð. Fyrir tveimur árum lést móðir Miu, leikkonan Maureen O’Sullivan, og fyrrum eiginmaður henn- ar Frank Sinatra. Mia tók dauða þeirra beggja mjög nærri sér en þau Sinatra héldu alla tíð vin- skap þrátt fyrir skilnað- inn. Miu ásamt Tam sem var með hjartagalla og varð einungis 19 ára gömul. KRAKKAHORNIÐ Hver á hvaða enda? Gunna litla er að vinda garn og fékk Jón litla til þess að halda í fyrir sig. En kötturinn komst í endann og garnið flæktist. Getiði rakið ykkur eftir þræðinum og séð hvor á hvaða þráð? 6 villur Elínóra fór í göngutúr með gælugrísinn sinn, en eitthvað hefur teiknaranum misfarist, því á neðri myndinni eru sex atriði sem ekki eru eins og á þeirri efri. Getið þið fundið út hvað það er? Við viljum hvetja alla sem hafa eitthvað í pokahorninu að senda okkur efni. Utanáskriftin er: Dagur - Barnahorn Strandgata 31 600 Akureyri Tölvupóstur: pjetur@dagur.is ST JÖRNUSPA Vatnsberinn Láttu ekki bank- ana blekkja þig. Þeir eru ekki að sameinast ein- göngu til að þér líði betur. Fiskarnir Ekki er alltaf bestur sá drómedarinn sem dregur vagninn. Fáðu þér Camel og forðaðu þér úr reyknum af rétt- unum. Hrúturinn Þú ert hvunn- dagshetja og sættu þig við það. Betra er að vera heitur bólfari en kalinn pólfari. Nautið Láttu ekki plata þig til að stunda innherjaviðskiþti á útsölunni. Það er brot á siðareglum Verslunarráðs. Tvíburarnir Ekki fara á fjórð- ungsmót ís- lenskra hesta- manna. Farðu á þriðjungsmótið, það er miklu stærra. Krabbinn Það er of seint, [ flestum tilfellum, að sækja um fæðingarorlof á sjötugsafmælinu. Og þó, lengi getur gamall þarnað. Ljónið Taktu upp árang- urshvetjandi upp- eldisaðferðir. Sex í landafræði, og þá fá þörnin að borða. Meyjan Enginn veiðir krókódíl í músa- gildru og hempan skapar ekki prestinn. Sníddu þér stakk eftir vexti. Vogin Hofðu þrisvar sinnum í röð á Mary Poppins eða Pollýönnu og segðu svo að veröldin sé vond. Sporðdrekinn Það sundríður enginn ísilagðan þæjarlækinn. Legðu frekar járnbraut til Vest- mannaeyja. Bogamaðurinn Tannlæknirinn er ekki ábyrgur fyrir holufyllingu Lundeyjar, þó vissulega megi kenna honum um margt. Steingeitin Skynsamlegra er að hopa af hólmi strax en stökkva á strigaskóm fram af Holmen- kollen.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.