Dagur - 06.04.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 06.04.2000, Blaðsíða 1
HaukurÞórðarson var læknir á Reykjalundi í tæpfjörutíu ár, en starf- arnúáKristnesi nyrðra. „Framfarirí endurhæfingarlækn- ingum hafa orðið mikl- ar, “ segirHaukur. Bæta þarfkjör öryrkja, segirhann ennfremur. „Fólk er orðið mun meira með- vitað um endurhæfingarlækning- ar en áður var og leitar tvímæla- laust eftir þeim gerist þess þörf, til dæmis fólk sem fengið hefur heilblóðfall eða orðið fyrir slys- um. Fyrir kannski þrjátíu til íjörutfu árum var þetta undir hælinn lagt og sumir einstakling- ar lentu því sem næst út á Guð og gaddinn við áföll,“ segir Hauk- ur Þórðarson læknir við endur- hæfingardeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, sem er að Kristnesi í Eyjafjarðarsveit. Haukur er gjörkunnugur starfi á þessum vettvangi, en hann var í 37 ár læknir á Reykjalundi - þar af yfirlæknir í 29 ár - en lét af störfum fyrir um ári síðan. I for- föllum hefur hann verið starf- andi yfirlæknir á Kristnesi síð- asta árið eða þar um bil, en það er til bráðabirgða. Frainfariritar hafa orðið miklar „Framfarir í endurhæfingarlækn- ingum hafa á undanförnum árum orðið mildar. I flestum tilvikum tekst að efla og þjálfa upp mátt og færni þeirra sem verða fyrir áföll- um, en auðvitað mismikið eftir at- vikurn," segir Haukur, sem segir að starfsemin á Kristnesi og á öðr- um endurhæfingarstofnunum, svo sem Reykjalundi eða Grensás sé um margt svipuð. „Það er sjálfgef- ið að efla þessa starfsemi hér þannig að fólk af upptökusvæði „í flestum tilvikum tekst að efla og þjálfa upp mátt og færni þeirra sem verða fyrir áföllum, “ segir Haukur, sem segir að starfsemin á Kristnesi og á öðrum endur- hæfingarstofnunum, si/o sem Reykjalundi eða Grensás sé um margt svipuð. mynd: brink Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sem nær yfir Norðurland og Aust- firði þurfi ekki að leita suður á bóginn, yfir fjöll og heiðar," segir Haukur um starfsemina á Krist- nesspítala, sem er tvískipur. Tutt- ugu rúm eru á endurhæfingar- deild og jafnmörg á öldrunarlækn- ingadeild. Enda þótt læknum og hjúkrun- arstarfsfólki í landinu takist að vinna mörg kraftaverkin er margur vandinn óleystur. Haukur Þórðar- son, sem var formaður Oryrkja- bandalags íslands frá 1997 til 1999, segir að ekki þurfi um að deila að margir örorkulífeyrisþegar búi við afar rýran kost, einkum þeir sem ekki hafi annað til að ffamfleyta sér á örorkulífeyrinn einan. Staða þeirra sem hafi ffam- lög úr lífeyrissjóði séu miklu betri. Almannatryggingakerfið sé stórt völundarhús „ ... og þar er margt sem grípur inní og skerðir," einsog hann kemst að orði. Þar nefnir hann þá alkunnu staðreynd að ef maki örorkulífeyrisþega er úti á vinnumarkaði skerðir það bæturn- ar. Þetta telja forystumenn öryrkja vera ranglæti og hafa nú höfðað prófmál á hendur stjórnvöldum til að fá úr þessu skorið. Óþarfa slagur „Þetta var óþarfa slagur," segir Haukur Þórðarson um þá sér- stæðu deilu milli forsætisráðherra og Garðars Sverrissonar, eftir- manns síns sem formanns Ör- yrkjabandalagsins, sem upp kom á dögunum. Haukur var enn for- maður þegar auglýsingarnar um- töluðu voru settar í loftið. „Við vorum ekki með neina flokkspólítíska tilburði, heldur voru þetta fyrst og fremst í okkar huga ábendingar um staðreyndir. Við þurfum að finna leiðir og mik- ilsverðast er þar að auka framlög til þessa málaflokks. Islenska vel- ferðarkerfið er sagt dýrt, en það er ekki dýrt miðað við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Bæta þarf lífeyrismálin og húsnæðismál eru alltaf brennandi, hjá Öryrkja- bandalaginu eru alltaf hundruð fólks á biðlistum eftir íbúðum þess. Einnig get ég nefht atvinnu- málin, staða þeirra er að vísu góð í augnablikinu en þegar þrengir að mun staðan breytast aftur. Þegar við hlustum á svör stjórn- málamannanna um viðhorf þeirra til þessara mála heyrum við að þeir tala allir ósköp líkt. Þetta er spurn- ing um vilja. En hvenær ætti að vera lag til þess að breyta kjörum öryrkja og annarra þeirra sem höll- um fæti standa nema í góðærinu?" segir Haukur Þórðarson yfirlækn- ir. -SBS. MM Sex smnu Bókaðu í síma 570 3030 0; 460 7000 Fax 570 3001 * websalesá>airiceland.is • www.flu$fela?.is ...fljújðufrekar FLUGFELAG ISLANDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.