Dagur - 06.04.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 06.04.2000, Blaðsíða 4
20 - FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 Ðagtr skákunum en þó reyndi nú einn andstæðinga hans að byrja skák- ina með hvítu! Kasparov hló mik- ið við það og spurði hvort að regl- urnar voru öðruvísi hér. Frá skák- unum er skemmst frá því að segja að Kasparov átti ekki í mikl- um vandræðum með þessa tíu merkismenn úr íslensku þjóðlífi, lagði þá alla á hálftíma! Það var einna helst Biggi í Oz sem náði aðeins að stríða heimsmeistaran- um, en ekki er þó hægt að segja að Kasparov hafi nokkurn tíma verið í einhverri hættu. Að ein- víginu loknu var Kasparov óskað til hamingju með þetta mikla af- rek og aðspurður sagði hann að þetta hefði verið „mjög minnis- stæð reynsla". Kasparov sagði jafnframt að þetta hefði verið mjög gaman og væri gott fyrir ímynd skákarinnar. 270.000 fylgjast með Þeir Oz.com fullyrtu að 270.000 manns hefðu verið að fylgjast með heimsmótinu í Kópavogi í einu! Þessum tölum einfaldlega trúði Kasparov ekki og sagði að þær gætu hreinlega ekki staðist. Séu þær þó réttar, sem Oz menn sverja fyrir, þá er ljóst að aldrei hafa svo margir verið inni á íslenskri heimasíðu í einu og líklega aldrei á skák- síðu almennt! Það er því ljóst að þar var um íslandsmet að ræða og jafnvel heimsmet! Kasparov fór svo bara heim að sofa enda erfiður dagur að baki og flug til London strax morg- uninn eftir! Heitur pottur Aðrir þátttakendur í þessu ævin- týri skelltu sér hinsvegar í heitan pott á Húsafelli og þótti ekki slæmt, sérstakleg ekki erlendu blaðamönnunum. Þegar var þá farið að ræða um næsta ár og voru m.a. annars uppi hugmynd- ir um fljótandi taflhorð í hláa lóninu eða jafnvel teflt á ísjaka í Jökulsárlóni! Hvað svo sem gert verður er ljóst að erfitt mun reyn- ast að toppa þessa frábæru ævin- týraferð! Fjölteflisaðstaðan var elnfaldlega grafin niður íjökulinn þannig að Kasparov var í miðjunni. Jeppar mynduðu síðan skjól. Glæsilegt hlaðborð virtist bæta skap meistarans, sem hafði verið dálítið afundinn á leiðinni upp á jökulinn. Heimsmeistarinn var ekki í vandræðum með þessa stöðu, enda brosir hann breitt áður en hann leikur næsta leik. myndir: gva að fara í jeppa með okkur hinum þessa leið upp á jökul. Bros færð- ist aftur yfir andlit manna og okkur var ekkert að vanbúnaði og lögðum í hann. I öllum hama- ganginum að fá Kasparov hafði þó gleymst að þeir Geir og Gunn- ar áttu líka að koma með þyrl- unni, enginn hugsaði um þá og þeir urðu því að sitja heima. Ekki hyrjaði ferðin gæfulega því að eftir einungis um hálftíma keyrslu valt einn af jeppunum út af þjóðveginum! Sem betur fer urðu þó engin meiðsli á þeim er- lendu blaðamönnum sem höfðu eignað sér þennan bíl en bfllin var stórskemmdur jafnvel talinn ónýtur, sex milljón kall takk fyrir! En jæja, blaðamennirnir fengu nýjan bíl og haldið var áfram. Það er af Kasparov að segja, að á leiðinni skemmti hans sér ekki vel, fannst nánast allt „extremely annoying" eins og heimsmeistar- inn orðaði það. En það lyftist þó heldur betur brúnin á meistaran- um þegar upp var komið á jökul- inn, en hvort því olli dýrindis matur sem við snæddum uppi á jökli eða einfaldlega það að kom- ast út úr bílnum eftir þessa tveggja og hálfs tíma ferð skal ósagt lát- ið. Eftir matinn var bara eitt að gera - taka til við að moka! Fjölteflið var hannað þannig að grafin var stór gryfja en skilinn eftir í miðjunni á gryfjunni lang- ur stallur og þar var töflunum raðað. Kasparov mætti svo á staðinn og eins og fýrr segir var hann bara orðinn heldur Iéttur á brún. Breyttar reglur!? Kasparov hafði hvítt í öllum skrifar Ævintýra- legferð á Langjökul með heimsmeis- taranum í skák var farinívikunni. Það var spenna f mannskapnum þegar menn tóku að tínast inn í húsakynni ferðaþjónustufyrirtæk- isins Addlce, sem að ætlaði að skutla mannskapnum upp á Lang- jökul þar sem tefla átti við sjálfan Kasparov. Þarna voru saman- komnir menn úr öllum áttum, f’ulltrúar Skáksambandsins, er- lendir blaðamenn, fulltrúr sænska fjarskiptarisans Ericson, háttsettir menn innan Oz.com og Islands- síma og svo að sjálfsögðu líka inn- lendir fréttamenn - og ég. Kasparov sjálfur átti hins vegar að mæta á jökulinn með þyrlu ásamt Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Gunnari Birgisyni formanni bæjarráðs í Kópavogi. Þegar menn voru að tfnast inn í bílana kom kynningarfulltrúi mótsins skyndi- lega og var með sorgarsvip. Það voru í mesta lagi helmings líkur á því að þyrlan kæmist! Menn litu hver á annan og spurðu: verður þá ekkert af þessu? Það var meira að segja komin varaáætlun, tefla í Bláa Lóninu! Giurnar og Geir gleymdust En til hennar þurfti aldrei að koma því að Kasparov samþykkti

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.