Dagur - 18.04.2000, Qupperneq 1

Dagur - 18.04.2000, Qupperneq 1
 Ballöður í háum tónum Sauðkrækingar sigr- uðu í Söngkeppni framhaldsskólanna, sem haldin varum helgina. Fenguferða- úttekt og tíma í hljóð- veri að launum, sem hvorutveggja gagnast vel. Sauðkrækingar komu, sáu og sigruðu í Söngkeppni framhalds- skólanna, sem haldin var í Laug- ardalshöll í Reykjavík á laugar- daginn. Það voru þeir Sverrir Bergmann Magnússon og Brynj- ar Elefsen, nemar í Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra, sem þar voru á ferð og söng Sverrir lagið An þín, sem á frummálinu heitir Always og er eftir Jon Bon Jovi. Brynjar, sem lék undir á gít- ar, íslenskaði texta lagsins og naut þar aðstoðar Auðuns Blön- dal. Sáttur vlð hvaða sæti sem var Keppendur í söngvarakeppni framhaldsskólanna að þessu sinni komu frá velflestum fram- haldsskólum landsins. I öðru sæti varð Flensborgarskólinn í Hafnarfirði, en fulltrúi hans var Jóhannes Haukur Jóhannesson sem söng lagið Taumlaus transi, sem er úr söngleiknum Rocky Horror Picture Show. Voru hon- um til aðstoðar í söngnum þau Sigurður E. Baldvinsson og Kol- brún Lilja Sigurðardóttir. I þriðja sæti varð Helgi Valur Ásgeirsson úr Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi sem söng lagið Halle- lujah eftir Leonard Cohen. Helga Val til aðstoðar var Anton Orn Karlsson, sem lék undir á gítar. „Eg bjóst aldrei við sigri, í raun hefði ég verið sáttur við hvaða sæti keppninnar sem var,“ sagði Sverrir í samtali við Dag. Hann og Brynjar hafa víða komið fram að undanförnu og skemmt gest- um og gangandi. Einkum hefur það verið norðan heiða, svo sem á veitingastöðunum Kaffi Króki og Ólafshúsi, sem báðir eru á Sauðárkróki. Ferill Sverris í tón- listinni nær þó alllangt aftur, hana hefur hann verið viðloðandi síðustu fimm árin og meðal ann- ars gáfu þeir Sverrir og Brynjar á sínum tíma út geisladisk; en í því tilviki var framboðið þó meira en eftirspurnin því diskurinn seldist í aðeins fimmtíu eintökum. Sigurrós frábær Tónlistin er h'f og yndi Sverris Bergmanns. „Mér finnst Sigur Bós frábær hljómsveit," segir hann, en segir ýmsar sveitir er- lendar séu í eftirlæti hjá sér og nefnir þar meðal annars Foot Fighthers og Live. „Þegar ég stfg sjálfur á svið finnst mér alltaf skemmtilegast að syngja róleg lög í háum tóntegundum. Það er toppurinn," segir hann. Þeir Sverrir Bergmann og Brynjar fóru ekki tómhentir heim eftir góða Reykjavíkurferð, þegar þeir héldu aftur norður í Skaga- fjörðinn sæla f gær. Þeir fengu að launum tíma í hljóðveri sem ætti að gagnast þeim vel til þess að marka sér enn frekari sess í tón- listinni. „Síðan fékk ég 1 50 þús- und króna úttekt í ferðavinning sem er líka fínt því ég er að ljúka stúdentsprófi nú í vor og útskrift- arferöin er framundan. Já, ég er að fara suður til náms, set stefn- una á tölvufræði í háskólanum, enda praktískt að fara í slíkt nám." -SBS. I Atta sinfium á Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000 •730 kr . mei flu^vallarsköttum FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.