Dagur - 18.04.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 18.04.2000, Blaðsíða 4
20 -ÞRlfíJUDAGUR 18. APRÍL 2000 7 ÍFW 1 L \ \J)1 XI IBÆKIIR Ljóðferðaljóð I Grænu skyggnis- húfunni eru ferða- Ijóð eftir Sigurlaug Elíasson, þar sem hann vitnar til staða kunnra sem ókunnra, sem tala til hans, hver með sínu móti. Sigurlaugur Elíasson er fæddur á Borgarfirði eystra 1957. Að loknu stúdentsprófi nam hann við málaradeild Myndlista- og handíðaskólans. Hann býr nú á Sauðárkróki. Mál og menning gefur Grænu skyggnishúfuna út. Dægurmyndir Myndir dægranna er heiti á ljóðabók eftir Þórarin Guð- mundsson á Akur- eyri. Er þetta sjötta bók hans sem út kemur. I henni er að finna 74 ljóð, en bókin er 88 blaðsíður að stærð. Höfundur tekur fram, að hvert ljóð stendur sem sjálf- stæð mynd, en sums staðar mynda þó tvö eða þrjú Ijóð samhverfu. Myndir dægranna eru ekki ákveðið heildarþema, heldur er sem dægrin hafi þyrl- að upp myndunum, sem koma víða að en eiga allsterkan sam- hljóm. Höfundur gefur bókina út en Offsetstofan á Akureyri annað- ist alla prentvinnu. Nýstárleg vegahandbók Ut er komin bókin Þjóðsögur við þjóðveginn eftir Jón R. Hjálmarsson. Er þetta nýstár- leg vegahandbók, þar sem heimsóttir eru þ'ölmargir staðir í alfaraleið hringinn í kringum landið, sem og nokkrir á fáfarn- ari stöðum, og rifjaðar upp þjóðsögur og sagnir sem ættað- ar eru frá þessum stöðum. Þetta eru alls um 60 sögur, sem skipað er niður með hliðsjón af vegakerfi landsins, þannig að auðvelt sé að finna sagnir frá þeim slóðum sem ferðast er um hverju sinni. Við upphaf hverr- ar sögu er gerð grein fyrir sögu- sviðinu, helstu kennileitum lýst og einnig markverðum stöðum og fyrirbærum í nágrenninu. Bókin er gefin út undir nafni Almenna bókafélagsins, sem er dótturforlag Vöku-Hclgafells. Elókiö samband við áfengið Bókaútgáfan For- Iagið sendir frá sér bókina Drykkja- Ástarsaga eftir bandarísku blaða- konuna og rithöf- undinn Caroline Knapp. í sög- unni lýsir höfundur ílóknu sambandi sínu við áfengi um tveggja áratuga skeið, þykjustu- Ieiknum með fíknina og því ægivaldi sem drykkjan hafði á lífi hennar. Hún þóttist stjórna áfengis- neyslu sinni en laumaðist á barinn á leiðinni á klósettið og faldi vínflöskur á ótrúlegustu stöðum. Henni tókst að dylja neyslu síná vel, mætti alltaf í vinnuna og neytti ekki áfengis þar þótt hver mínúta væri henni lcyöl uns hún gat á ný ylj- að sér við áfengið. Að endingu náði hún tökum á fíkn sinni og hóf hina hægu göngu til nýs sjálfsskilnings án áfengis. Ragnheiður Margrét Guð- mundsdóttir þýddi bókina. LEIKLIST Haukur flgústsson skrifar Föstudaginn 14. apríl frumsýndi Leikfélag Akur- eyrar leikritið „Tobacco Road" eftir Erskine Caldwell í leik- gerð Jack Kirklands en ís- lenskri þýðingu Jökuls Jakobs- sonar. Leik- stjóri uppsetn- ingarinnar er Viðar Eggertsson, leiktjöld og búningar er verk Snorra Freys Hilmarssonar, lýs- ing unnin af Ingvari Björnssyni en hljóðmynd hönnuð af Krist- jáni Edelstein. „Tobacco Road“ gerist í Iand- búnaðarhéraði í suðurríkjum Bandarfkjanna. Bændurnir, sem erjuðu landið kynslóð fram af kynslóð, eiga það ekki leng- ur. Þeir misstu það í hendur stóreignamanna, „fjármagnseig- enda“, sem síðan töpuðu þess- um iðulega illa fengnu eignum sínum í hendur banka í hrun- inu mikla, þegar kauphallir brustu og almenn örbirgð lagð- ist yfir sem næst alla banda- rísku þjóðina. Fólkið, sem þarna býr, hefur sér ekkert til bjargræðis. Það hefur ekki fé til þess að kaupa sér útsæði. Því er engin uppskera, engar tekjur, ekkert til þess að lifa af, hvorki matur né annað, sem telst til viðurværis og frum- þarfa manna. Við þessar kring- umstæður hefur fólkið komist niður á endanlegt stig uppgjaf- ar og falls siðanna, þar sem flest telst leyfilegt til þess að draga fram lífið og ef til vill lánast að halda í dreggjarnar af brostnum vonum. Sviðsmynd Snorra Freys Hilmarssonar er vel unnin. Hún sýnir gjörla hið ræfilslega umhverfi, hálffallið húsið, rusl- ið og rykið, sem kemur af skrælnaðri jörðinni. Sterkt at- riði í uppfærslunni er það, þeg- ar fjalir taka að hrynja niður í lokin. Endalokin eru orðin. Búningar eru einnig vel við hæfi; rifnar druslur það eina, sem fólkið á býlinu hefur til þess að hylja sára nekt óhreinna líkama sinna. Hljóðmynd Kristjáns Edel- steins er sterk. Hún er byggð að miklu upp úr þungum og tregafullum blús, scm undir- „I höfuðhlutverkum í verkinu eru Þráinn Karlsson sem Jeeter Lester og Hanna María Karlsdóttir sem Ada Lester, eiginkona hans. Bæði ná góðum tökum á persónum sínum, “ segir m.a. í dómnum. strikar þann lífsharm, sem fyrir augu og eyru ber. Hann eflist enn við lýsingu Ingvars Björns- sonar, bjarta en ekki skerandi og þó nógu skæra til þess að gefa til kynna hið þurra og óerj- aða land. I höfuðhlutverkum í verkinu eru Þráinn Karlsson sem Jeeter Lester og Hanna María Karls- dóttir sem Ada Lester, eigin- kona hans. Bæði ná góðum tökum á persónum sínum. Þrá- inn á stórgóðan Ieik í til dæmis ræðum sínum um syndina og um jörðina, sem Ijölskylda hans hefur haft lífsviðurværi sitt af og hann á ekki lengur og Hanna Marfa nær víða snilld- artökum á Odu, uppgefinni, vonlausri, en þó enn gæddri nokkurri mannlegri reisn. Börn Lesterhjónanna eru leikin af Agnari Jóni Egilssyni sem Budda, Maríu Pálsdóttur sem Ellieu May, og Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur sem Pearl. Agnar Jón nær tíð- ast mjög góðum tökum á hin- um villta unglingi, sem engu eirir, er fáráður og eyðileggur með orðum og æði flest það, sem hann kemur nærri. María á í raun heildstæðan stórleik í túkun sinni á hinni holgóma Ellieu, samfelldan og víða mjög áhrifaríkan. Anna Gunndís sómir sér vel sem fallegasta af- kvæmið og nær sér víða vel á flug í túlkun sinni, einkum í átakasenum. Sunna Borg fer með hlutvek Systur Bessiear Rice. Hún nær vel að draga fram hræsni og sjálfshafningarhvöt þessa sjálfs- skiptaða boðanda fagnaðarer- indisins og fer tíðum á kostum í hlutverki sínu. Aðalsteinn Bergmann leikur Luv Bensey og nær afar sam- felldri túlkun persónunnar, sem Ieggst reyndar nokkuð lágt í skiptum sínum við Lesterfjöl- skylduna, en stendur þó nokkrum skörum hærra henni, þó að komin sé úr sama um- hverfi. Kristjana Nanna Jónsdóttir leikur Ömmu Lester, bugaða af elli, örbirgð og striti og allra bitbein og gerir vissulega vel. Arni Tryggvason fer með smátt hlutverk Henrys Peabodys og nær ágætlega að skapa skondna persónu og Hinrik Hoe Har- aldsson sker vel í stúf við larfa- fólkið í túlkun sinni á hinum fínt klædda bankamanni. Viðar Eggertson hefur unnið vel úr verkinu og Ieikurum sín- um. Sviðsferð er góð og fas og framsögn leikara almennt mjög vel við hæfi. I uppsetninguna koma þó á fáeinum stöðum dauflegir hlutar, svo sem í dauðasenu Ödu. Einnig tekst ekki að fullu að nýta það skop, sem í verkinu er og undirstrik- að getur enn frekar vonleysið, niðurdröbbunina og uppgjöf- ina, þar sem allt er á Ieið til Heljar. Uppsetningin er samt sterk og hittir mjög víða í mark Hún vekur hugsanir um sam- svaranir í íslenskum kringum- stæðum samtímans. Uppflosn- um fjölskyldna, horfin atvinnu- tækifæri, eyddar byggðir og sinnuleysi samfélags og stjórn- valda; hið gleymda fólk, hinar verðlausu eignir, hinar brostnu vonir. Uppsetning Leikfélags Akureyrar á „Tobacco Road“ á því erindi við þá, sem leikhúsi unna og njóta þess að sjá góð- an leik í verki, sem tekur af al- vöru á atriðum, sem höfuðmáli ættu að skipta í mannlegu sam- félagi. Kaffibrag'ð og bamalist Börn á aldrinum 5 til 9 ára úr Litla Myndlistarskólanum íHafnarfirði sýna nú myndir sínar í Nönnukoti, litla reyk- lausa kaffihúsinu í Hellisgerði. Myndirnar eru unnar með blandaðri tækni og þótt börnin séu tæplega komin á kaffi- bragðið þá ræður kaffistemning ríkjum í myndunum, Jrví unnið er með uppstillingu úr Nönnu- koti. Aðalheiður Skarphéðinsdóttir myndlistarmaður er kennari barnanna í myndlist en hún rekur Litla Myndlistarskólann í vinnustofu sinni að Strandgötu 50. Unnendur barnamyndlistar ættu ekki að láta þessa sýningu framhjá sér fara. Hún stendur til 10 maí. Þótt þau séu varla komin á kaffibragðið kunna þau vel að mála könnu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.