Dagur - 18.04.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 18.04.2000, Blaðsíða 8
ÍIMaiES!illilBIIiSSÉ[M3Íiiasl[iS!ilES3l'EgSl[l[!igíIS3|IM3gO^SÍEB!il(iSSll^iÍ[!aSIIMSll]B3hEaiiIS31!^l^ Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 462 2520 - Akureyri BÍLASALA - Sími 461 2960 SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURDOR SIGURDÓRSSON sigurdor@ff.is Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. „Flugleiðir verða að fara að sldpta um súrefni í flug- vélunum." Kristján Jóhanns- son söngvari í sjón- varpsviðtali um hálsbólgu sem hann fékk á Ieið- inni til Islands og varð ósöngfaer. Frelsið Sighvatur Björgvinsson sagði á dögunum, þegar við hann var rætt um hugsanlega aðild Islands að ESB og livort hún myndi ekki skerða fullveldi landsins, að hann teldi svo ekki vera. Hann sagði að í samstarfi þyrftu menn alltaf að taka tillit til annarra. Hann tók dæmi af Robinson Cruso. Þegar hann bjargaðist eftir skipsstrand upp á eyðieyju var hann einn, algerlega frjáls og engum háður. Samt leið honum illa. Svo kom Frjádagur og þá þurfti Robinson Cruso að taka tillit til hans en leið samt mun betur vegna þess að hann hafði félagsskap. Loks komst hann um borð í skip og heim til Englands. Þá þurfti hann að taka tillit til alls og allra og þá leið honum best. Tölvuvírusar Hér koma fleiri hættulegir tölvuvírusar sem menn þurfa að leita að: REYKJAVÍKURLISTA VÍRUSINN: Þegar hann kom fyrst í tölvunni þinni sagðist hann ætla að bæta hana, en skyndilega tekurðu eftir því að tölvan þín notar miklu meira raf- magn en áður og rafmagnsreikningurinn hækkar og hækkar og hækkar. MINNIHLUTA VÍRUSINN: Getur ekki eyðilagt neitt en gagnrýnir allt sem þú gerir (ákaflega pirrandi vírus). VSÍ/ASI VÍRUSINN: Tölvan þín frýs, skjárinn skiptist í tvennt með sömu skilaboð- unum báðum megin. Skilaboðin segja þér að það sé hinum aðilanum að kenna að tölvan þín sé frosin. Gestur heima Eg birti á dögunum vísu eftir þann frábæra hagyrðing Guðrúnu Arnadóttur frá Odds- stöðum í Lundareykjadal. Hér kemur önnur sem hún orti þegar hún orðin fullorðin kona kom á æskustöðvarnar á Oddsstöðum. Þá var allt hennar fólk farið burt og ókunnugt fólk sat jörðina. Miklar breytingar höfðu átt sér stað og þá orti Guðrún. Annað flest er orðið breytt, öllu er hest að gleyma, hugann festir aðeins eitt, að eg er gestur heima. „Tónlist var Halldóri mjög hugleikin, honum fannst hún vera ofar orðunum. Hann talar mikiö í verkum sinum um fug/asöng og hversu allt væri audveldara ef fólk myndi bara tísta og syngja en væri ekki bundið af tungumálinu, “ segir Þórarinn Stefánsson, píanóleikari. GamaUmnngt í bland við nytt Tvöfaldur hljómdiskur nreð lög- um við ljóð Halldórs Kiljans Lax- ness er í undirbúngi hjá útgáf- unni Polarfonia Classics. Þórar- inn Stefánsson píanóleikari hefur umsjón með útgáfunni og annast hluta af undirleiknum. A diskun- um verður fjöldi sönglaga sem saminn hcfur verið við texta Hall- dórs, og segist Þórarinn halda að þar verði þorrinn af þeim saman kominn. Efni diskanna verður í bland gamalkunnugt en einnig verða þar fjölmörg lög sem ekki hafa heyrst áður. Þórarinn segir að ekki sé verið að búa til ný lög við texta sem áður hafi verið hljómsettir. „Mörg þessara laga eru hreinar perlur eins og „Maí- stjarnan“ eftir Jón Asgeirsson og einnig má nefna „Islenskt vöggu- ljóð“. A öðrum diskinum er nýtt lag við kvæðið „Klettinn", sem Oliver Kentish samdi sérstaklega fyrir þetta tilefni. Þarna verða líka Iög Atla Heimis Sveinsson úr leikgerðinni af Sjálfstæðu fólki. Atli Heimir hefur fært þessi lög í nýjan búning fyrir Sólrúnu Bragadóttur, söngkonu, sem syngur á öðrum diskinum, en á hinum syng- ur Bergþór Pálsson að einu undanskildu. Það er Angus domini eftir Leif Þórarinsson, sem er flutt af Elsu Waage og félögum úr Caput hópnum," segir Þórarinn. MúsíMíf Þórarinn segir að stefnt sé að því að koma diskinum í alþjóðlega dreif- ingu. Honum fylgi bæklingur sem innihaldi vandaðar þýðingar á kvæðunum á þremur tungumálum, ensku, dönsku og þýsku. Auk þess sem þar verði ýmsar ritgerðir á sömu tungumálum. „Það er ærinn starfi að ritstýra þessurn bæklingi, að undirbúa alla texta og búa þann- ig um hnútana að allir séu að vinna saman. Diskurinn á að koma út í kringum afmælisdag skáldsins á næsta ári sem er 23. apríl. I bæk- lingnum verður bæði efni eftir skáldið og einnig nokkrar ritgerðir eftir aðra. Þarna er ritgerð sem Halldór skrifaði og nefnist, „Morg- unhugleiðing um músík.“ Helga Kress skrifar ritgerð sem ber titilinn „Undirleikur af tónlist" og fjallar um áhrif tónlisitar á ritsmíðar Hall- dórs. Eysteinn Þorvaldsson fjallar um ljóðagerð sagnaskáldsins og Auður Laxness rifjar upp ýmsa tónlistaiviðburði á Gljúfrasteini. Tónlist var Halldóri mjög hugleikin, honum fannst hún vera ofar orðunum. Hann talar mikið í verk- um sínum um fuglasöng og hversu allt væri auð- veldara ef fólk myndi bara tísta og syngja en væri ekki bundið af tungumálinu. Það var mjög mikið músíklíf á Gljúfrasteini og Halldór spilaði sjálfur á hljóðfæri." -PJESTA „Ég vildi hafa þetta veglegt, enda tilhlýðilegt þegar Nóbelsskáld á í hlut. Kvæði Hall- dórs Kiljans Lax- ness hafa staðið svolítið í skugga skáldsagna hans. “ SPJflLL ■ FRÁ DEGI TIL DflGS ÞRIÐJUDAGUR 18.APRÍL 109. dagur ársins, 257 dagar eftir. Sólris kl. 5.44, sólarlag kl. 21.12. Þau fæddust 18. april • 1047 fæddist bandaríski leikarinn James Woods. • 1480 fæddist hin alræmda ítalska her- togaynja Lucrezia Borgia. • 1902 fæddist Gizur Bergsteinsson hæstaréttardómari. • 1926 fæddist Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur. • 1953 fæddist bandaríski leikarinn og tónlistarmaðurinn Rick Moranis. Þetta gerðist 18. apríl • 1 902 tóku Danir fyrstir þjóða upp á því að nota fingraför til þess að bera kennsl á glæpamenn. • 1944 var Hermann Jónasson kosinn formaður Framsóknarflokksins í stað Jónasar Jónssonar frá Hriflu. • 1946 lagði Þjóðabandalagið upp laupana, en í stað þess komu Sameinuðu þjóð- irnar. • 1949 varð írska lýðveldið til, þegar írar sögðu sig úr breska samveldinu. • 1951 stofnuðu Bretar, Vestur-Þjóðverj- ar, ítalir, Belgar, Hollendingar og Lúx- emborgarar Evrópska stál- og kola- bandalagið. • 1955 lést þýski eðlisfræðingurinn Al- bert Einstein. • 1955 talaði Sukarno, forseti Indónesíu, fyrstur manna um „þriðja heiminn". • 1980 varð Simbabve sjálfstætt ríki, en hafði áður heitið Ródesía. Vísa dagsins Þar gat fleynins frjdlsa manns farið djarfast skeiða: ullir vissu að úbyrgð hans enginn þurfti að greiða. Þorsteinn Erlingsson Afmælisbam dagsins Indriði Guðmundur Þorsteinsson, rit- höfundur, fæddist í Gilhaga í Ljitings- staðahreppi í Skagafirði þann 18. apr- íl árið 1926. Hann ólst upp í Skaga- firði og á Akureyri, hann gekk í Hérað- sskólann á Laugarvatni, stundaði ýmis störf, eins og verslunarstöf og bilreiða- akstur. Arið 1951 gerðist hann blaða- maður á Tímanum og varð síðar rit- stjóri þess blaðs. Hann hefur skrifað Ijölda bóka en fýrsta skáldsaga hans, Sjötíu og níu af stöðinni kom út árið 1955 og hefur hún verið kvikmynduð sem og skáldsagan Land og synir. Allt sem við eigum er í okkur sjálfum. Ingibjörg Haraldsdóttir Heilabrot Settu tölurnar 1, 2, 3, 4, 5 og 6 í staðinn fyrir spurningamerkin þannig að reiknings- dæmið verði rétt. Hver tala má aðeins koma fyrir einu sinni: ?? x ? = ??? Lausn á síðustu gátu: Hinir ákærðu voru samvaxnir tvíburar, og því ekki hægt að dæma annan í fangelsi ef hinn var saklaus. Veffang dagsins Sjálfsagt hafa einhverjir hlaupið fyrsta apríl fyrir fáeinum vikum, og haft mis- jafnlega gaman af því. í flestum tilvikum hcfur það þó varla verið jafn skrautleg reynsla eins og sagt er frá á veffangi dags- ins. Þar eru 1 3 sögur af fólki sem var plat- að á all eftirminnilegan hátt: family.go.com/Categories/Activities/Feat- ures/family_l 999_03/famf/famf39pranks/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.