Dagur - 18.04.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 18.04.2000, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGU R 18. APRÍL 2000 - 21 Tkypu- LÍFIÐ t LAXDIXU „Við völdum daginn al því þetta var aímælisdagurinn hans pabba. bað var reyndar allt mjög hefðbund- iö, það voru haldnar ræður, það var sungið og svo fórum við á rúnt á einhverjum jeppa. Þetta var eiginlega bara rosalega skemmtilegur dagur,“ seg- ir Kartrín Hermannsdóttir, sem giftist þann 11. mars sl. Hlyni Bjarka Sigurðssyni í Digranes- kirkju í Kópavogi. Sr. Pálmi Matthíasson gaf þau saman. Hún segir að þau hafi fengið sr. Pálma til að gefa sig saman vegna þess hve skemmtilegur maður hann sé. „Það var mjög létt yfir öllu og engin formlegheit. Presturinn gerði grín að þvf að þegar ég var yngri sagðist ég alls ekki ætla að ná mér í strák sem væri yngri en ég og alls ekki úr sveit, en það passaði hvorugt. Þetta var allt sam- an létt og skemmtilegt." Fyxst bakar maður og giftir sig svo Þau Katrín og Hlynur Bjarki kynntust á útihátíð sem haldin var á Eiðum um verslunarmannahelg- ina 1992 og segist Katrín ekki hafa ætlað að fara á þessa hátíð en systir hennar beðið hana að koma með sér. Hún er ættuð að austan en Hlyn- ur er úr Skriðdal. „I veislunni hrugðu vinkonur mínar á leik og könnuðu hversu vel við þekktum hvort annað. Það kom í Ijós að hann þekkti mig eiginlega bet- ur en ég þekkti hann og kom Hlynur mér á óvart með því. Eftir veisluna fórum við í brúðkaupsferð austur á Selfoss. Það var þoka þegar við fórum og það var brjálað veður þegar við fórum til baka yfir heiðina. Helgin á Hótel Selfossi var hinsvegar yndisleg. Við eigum tvo stráka, þessi eldri var rosalega ánægður með að við skyldum gifta okk- ur. Þegar vinkona mín gifti sig í haust, þá sagði hann, „jæja, nú giftist þið.“ Svo var amma hans að spyrja hann í haust hvort við ætluðum nú ekki Ioksins að drífa í því að gifta okkur, þá sagði hann: „Nei, fyrst þarf maður að baka og svo gift- Þann 11. mars sl. voru gefin saman í Dlgraneskirkju, af séra Pálma Matthiassyni, þau Katrín Hermannsdóttir og Hlynur Bjarki Sigurðsson. Þau eru til heimils að Kjarrhólum 12 f Kópavogi. [mynd: uúsmyndastofan mynd, hafnarfirði.) ir maður sig.“ Hann var rosalega ánægður, hann var hringaberi og stóð sig með stakri prýði. Þeim yngri, sem er tveggja ára, fannst ekkert til urn þetta og tók þessu með stóískri ró.“ -PJESTA 1: % cLötLir {' t|f f/aifrffíMr ivrpt . \ ■ frítir bK&mMto í grunnskólanum í Sandgerði var á dögunum sér- stök vika tileinkuð sr. Hallgrími Péturssyni sálmaskáldi og fyrrum presti á Hvalsnesi. Meðal þess sem börnin lögðu hönd að þá viku var stórt veggteppi með myndum úr ævi sr. Hallgríms. Teppið var til sýnis í kirkjunni í Sandgerði þegar Hallgrímshátíð var haldin þar fyrir skemmstu í tilefni kristnitökuafmælis. Þar voru einnig fleiri myndverk eftir nemendur grunnskólans og lista- skólans og bútasaumsteppi gert af eldri borgur- urn og gefið kirkjunni við þetta tækifæri. I mynd- verkum barnanna var greinilegt að sú sorg sem sr. Hallgrímur og Guðríður kona hans urðu fyrir þegar þau misstu sólargeislann sinn, hana Stein- unni litlu, hafði snortið þau. Þann 8. janúar s/. voru gefin saman í hjónaband í Dóm- kirkjunni i Reykjavík afsr. Jak- ob/ Ágúst Hjálmarsyni, þau Rosana Ragimova og Gunnar Konráðsson. (mynd: nýja mýndastofan.) Þann 7. ágúst á sl. ári voru gefin saman íhjónaband afsr. Sigurði Arnarsyni í Bessa- staðakirkju, Anna María Þor- valdsdóttir og Jónas Halldórs- son. HeimHi þeirra er iÁlaborg / Danmörku. ('mynd: uós- MYNDASTOFA SIGRÍÐAR BACH- MANN) Þann 28. ágúst á sl. ári voru gefin saman í hjónaband af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þau Sigurbjörg Guðlaugsdóttir og Sigurgeir Sigurgeirsson. Heimili þeirra er að Laufvangi 16 i Hafnarfirði. (mynd: uósmynda- STOFA SlGRlÐAR BACHMANN) Þann 74. ágúst á sl. árí voru gefin saman í hjónaband afsr. Bjarna Karlssyni í Laugarnes- kirkju, þau Olga Sigurðardóttir og Halldór Másson. Heimili þeirra er að Laugarnesvegi 104 í Reykjavík. (uósmynda- STOFA SIGRÍÐAR BACHMANN.) GUN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.