Dagur - 06.05.2000, Blaðsíða 2
18
LAUGARDAGUR 6. MAI 2000
HELGARPOTTURINN
Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir
sem í vetur hefur verið annar tveggja um-
sjónarmanna þáttarins Stutt í spunann í
Sjónvarpinu er nú komin í sumarfrí, rétt eins-
og þátturinn - en hinn síðasti var á dag-
skránni um síðustu helgi. Hera hyggst þó
ekki sitja auðum höndum í sumar, því fljót-
lega hyggst hún hefja upptökur á jólaplötu
sem áformað er að komi út í nóvember á
þessu ári. Sumarið verður því jólalegt hjá
þessari ágætu sjónvarpskonu. Hvað Sjón-
varpið varðar þá liggur nú fyrir að þátturinn
Stutt í spunann verður ekki á dagskránni næsta vetur, enda má alltaf
fá annað skip og annað föruneyti.
Enda þótt íslendingar og Norðmenn hafi stundum bitist um veiðirétt
á miðunum þá geta þeir altént sameinast um að gera kvikmyndir um
þau deilumál sín. Það er ekki nóg með að verió sé að frumsýna slíkt
samstarfsverkefni í dag í Háskólabíói sem heitir Silfrið salta og fjallar
um síldveiði Norðmanna hér vió land heldur vinna sömu framleiðend-
ur að gerð myndar um Smugudeiluna, sú kemst væntalega á hvíta
tjaldið á næsta ári. Okkar maður við stjórnvölinn þar er Þór Elís
Pálsson sem einnig vinnur aó mynd um Vilhjálm Stefánsson, land-
könnuð, er verður frumsýnd í haust.
Hlnn herskái lögfræðingur Sigurður G.
Guðjónsson, sem í vikunni var sýknaður af
öllum kröfum fyrir að hafa sent hinum valda-
mikla framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins
hressilegar kveðjur hér í Degi, vekur víða at-
hygli. Á dögunum sást til Sigurðar þar sem
hann stígsporaði um ganga flugstöðvarinnar
á ísafirði, klæddur síðri ullarkápu með hettu!
Sumir og reyndar allflestir kolllegar Sigurðar
sjást aldrei klæddir öðru en jakkafötum og í
frakka, en sumir þora að sýna frávik frá hefð-
inni! Þar fer Sigurður fremstur í flokki og segja menn að þó ályktanir
séu ekki dregnar nema af klæðaburðinum þá sýni hann vel uppreisn-
aranda hans gegn því sem hingað til hafa þótt hin helgustu vé.
Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,
hefur gert víðreist í Bandaríkjunum að und-
anförnu. í fyrrakvöld flutti hann ávarp á ís-
lensku kvikmyndahátfðinni í Los Angeles, þar
sem margar af helstu spírum í bandarískum
kvikmyndaiðnaði voru staddar, en íslenskir
dagar eru nú haldnir í Englaborginni. Þar
vestra hefur forseti fslands meðal annars rætt
við ritstjóra Los
Angeles Times og
skoðað kvikmynda-
ver Warners
Brothers þar sem Ólafur Jóhann Ólafs-
son lóðsaði hann um. Einnig heimsótti for-
setinn Palomar Pictures, fyrirtæki Sigur-
jóns Sighvatssonar, en kvöldiö áður
buðu Sigurjón og Sigríður Þórisdóttir,
eiginkona hans, forsetanum og íslendingum
til kvöldverðar á heimili sínu.
Ólafur Ragnar
Grímsson.
Sigurður G.
Guðjánsson.
Heljarmikil þjóðlagahátíð verður haldin á
Siglufirði í sumar þar sem innlendir og er-
lendir tónlistarmenn munu halda uppi stans-
lausri dagskrá í fimm daga í formi fyrirlestra,
námskeiða og tónleika. Meðal leiðbeinenda
á námskeiðunum er kanadískur ínúíti sem
mun kenna trommudans og sálmasöngur og
rímnakveðskapur verður líka á dagskrá en
varla í höndum ínúíta. Það er hinn knái söng-
stjóri Gunnsteinn Ólafsson sem heldur í
alla spotta hátíðarinnar sem er samstarfs-
verkefni Siglufjarðar og Menningarborgar-
innar Reykjavíkur 2000.
Gunnsteinn Ólafsson söngstjóri. „Ég ákvað að stofna minn eigin kór og í Kammerkór Kópavogs er ég m.a. með krafta úr gamia
menntaskólakórnum"mynd: pjetur
Gömul vísa
um vorið
Kammerkór Kópavogs heldur tvenna tónleika um helgina. í dag 6. maí kl. 16 í Sel
fosskirkju og í Salnum í Kópavogi annað kvöld 7. maí, kl. 20.30. Tónleikarnir eru
haldnir í tilefni af útkomu geisladisksins Gömul vísa um vorið, sem inniheldur lög
eftir stjórnandann Gunnstein Ólafsson.
„Efnisskrá tónleikanna er þríþætt,“
segir Gunnsteinn. „Fyrst verða flutt
lög af diskinum við ljóð eftir valin-
kunn skáld á borð við Stein Steinarr,
Jóhannes úr Kötlum, Guðmund
Böðvarsson, Tómas Guðmundsson
og Ólaf Jóhann Sigurðsson.
Annar hluti tónleikanna heitir
Fuglar alheimsins. Þar eru madrígal-
ar frá endurreisnartímanum og ís-
lensk þjóðlög sem Hróðmar Ingi Sig-
urbjömsson útsetti. I öllum lögunum
koma fuglar við sögu.
Svo flytjum við tvær svítur í þjóð-
legum stíl. Önnur heitir Stjörnublóm
og er eftir ungverskt tónskáld, Lajos
Bárdos og hin frá Finnlandi, eftir
Einojuhani Ratavara. Hún er eftir
Frederico Garcia Lorca. Við syngjum
hvorutveggja á íslensku. Böðvar
Guðmundsson kom Stjömublómi í
bundið mál eftir að ég hafði snarað
því af ungversku á íslensku og Jón
Hallur Stefánsson þýddi finnska
textann.
- Er Kammerkór Kápavogs ekki
nýtt afl í tónlist?
„Jú, það má segja það. Hann er að-
eins tveggja ára gamall. Fyrsta stóra
verkefnið var ævintýraóperan Arthúr
konungur eftir Henrý Purcell, sem
við frumfluttum í fyrra, ásamt ein-
söngvurum og barokksveit.
Ég var með kór Menntaskólans i
Kópavogi þegar ég var við nám í skól-
anum. Síðan hef ég stjórnað Óp-
erukórnum, Þjóðleikhússkórnum,
Hljómeyki og fleirum en ákvað að
stofna minn eigin kór og í Kamm-
erkór Kópavogs er ég m.a. með krafta
úr gamla menntaskólakórnum."
- Á diskinum sé ég að Ágústa S.
Ágúslsdóttir syngur einsöng í
nokkrum lögum, er hún í Kam-
merkér Kópavogs?
„Já, hún er í kórnum og mun líka
syngja einsöng á tónleikunum. Agústa
byijaði sinn söngferil í kór Mennta-
skólans f Kópavogi þegar ég var með
hann og er síðan búin að fara í gegn
um Söngskólann í Reykjavík og
koma víða fram á tónleikum. Ég vil
líka geta þess að undirleikari með
kórnum er Kristinn Örn Kristinsson
píanóleikari."
- Aðeins meira um diskinn. Það eru
fleiri kórar en Kammerkórinn sem
koma fram á honum.
„Já, þar er líka barnakór úr Bisk-
upstungum og kór Menntaskólans á
Laugarvatni. Lögin á diskinum eru
samin á 20 ára tímabili, flest lyrir
blandaðan kór og má rekja til þess að
ég samdi mikið þegar ég var með
menntaskólakórinn. Rjóminn af
þeim lögum er á diskinum, auk fleiri
sem bæst hafa við á lífsgöngunni. Ég
vildi koma þessu frá mér þannig að
þetta væri aðgengilegt til dæmis lyrir
kóra því lögin henta vel fyrir mennta-
skólakóra og aðra sem hafa ekki sér-
lega sterkar raddir.“
- Er skortur á slíkum lögum?
„Kórstjórar eru alltaf að Ieita að
efni. A þeim tíma sem ég var með
menntaskólakórinn var erfitt að
verða sér úti um kórnótur svo ég fór
að semja sjálfur. En aðstaðan hefur
breyst því Tónaverkamiðstöðin er
með öfluga útgáfu á kómótum og
Iögin af diskinum okkar verða gefin
þar út innan tíðar.“
GUN.
Eurovisonkeppnin er um næstu helgi í
Stokkhólmi og vísast munu þúsundir íslend-
inga sitja fyrir framan sjónvarpið og fylgjast
með þeim Thelmu Ágústsdóttur og
Einari Ágústi Víðissyni syngja lagið Tell
me, eftir Örlyg Smára. Ekki einasta mun
Einar Ágúst fá góða hvatningu frá iöndum
sínum, því nú liggur fyrir að félagar hans í
hijómsveitinni Skítamóral eru á leiðinni til
Svíaveldis þar sem þeir munu hvetja sinn
mann, með því að klappa saman lófunum,
stappa niður fótunum og rugga sér í lendunum einsog Adam gerði
forðum. í heimabæ Einars Ágústs mun líka mikið verða undir lagt og
félagsheimilið Egilsbúð verður fánum prýtt. Er nú haft á orði að í Nes-
kaupstað ætli menn að láta af stuðningi við Alþýðubandalagið og ein-
beita sér að Einari Ágústi.
Einar Ágúst Viðisson.
MAÐUR VIKUNNAR DATT ÚT ÚR SKÁPNUM!
Maður vikunnar er tvímælalaust Matthías Halldórs-
son, aðstoðarlandlæknir, sem hefur sagt sig út mið-
læga gagnagrunninum hans Kára Stefánssonar. Það
þykir hreystilega gert af einum æðsta embættismanni
heilbrigðiskerfisins. Þótt hann hafi að vísu ekki sagt
frá þessu í fjórtán mánuði, og eiginlega dottið út úr
skápnum fyrir tilviljun, sýnir gjörð hans hugrekki sem
færir honum nafnbótina maður vikunnar.
Matthías Halldórsson.