Dagur - 06.05.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 06.05.2000, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 XlrJB 1 LAjJÐJjJU j íslensk erfðagrein- ing hefur sent banda- rísku verð- bréfa- og kauphallar- nefndinni viðbætur við skráningarlýsinguna. Fyrirtæki sem eru að fara í fyrsta útboð á bandaríska hlutabréfa- markaðinum hika mörg við að leggja út í óviss- una á markaðinum sem stendur. Þann 26. apríl síðastliðinn sendi deCODE, móðurfýrir- tæki Islenskrar erfðagreiningar, inn viðbótarupplýsingar til bandarísku verðbréfa- og kaup- hallarnefndarinnar (Securities and Exchange Commission, eða SEC), sem hefur til með- ferðar umsókn fyrirtækisins um skráningu á bandarískan hluta- bréfamarkað, Þessar viðbætur voru ekki með í skráningarlýsingunni, sem deCODE lagði inn hjá SEC þann 8. mars síðastliðinn, en SEC hefur víðtækar heim- ildir til þess að krefja fyrirtæki um allar þær upplýsingar sem ástæða þykir til og tengjast rekstri viðkomandi fyrirtækis á einn eða annan hátt. Megin- hlutverk SEC er einmitt að tryggja að allar nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir áður en sjálft útboð hlutabréfanna hefst. Nýju upplýsingarnar frá deCODE varða m.a. kaup svissneska Iyfjafyrirtækisins Hoffmann Ia Roche á hluta- bréfum í deCODE þann 1. febrúar 1998 og sölu á stofn- hlutafé til Jeffreys Gulchers, eins yfirmanna deCODE, þann 21. ágúst 1996. Ennfremur eru nú komnar nánari upplýsingar um meðferð hlutabréfa hjá deCODE og svo eru þarna í enskri þýðingu lögin um gagna- grunn á heilbrigðissviði og reglugerðin sem byggð er á þeim. Fleiri skjöl er þarna að finna, þar á meðal ieigusamn- ing um skrifstofuhúsnæði að Hlíðarsmára 15 í Kópavogi. Útboð gæti dregist Venjulega tekur það um tvo til þrá mánuði fyrir SEC að fara yfir þær upplýsingar sem fram koma í skráningarlýsingu fyrir- tækja, þannig að væntanlega fer að styttast í að endanleg niðurstaða hennar fari að liggja fyrir. Þó er ekkert víst að útboð hlutabréfa í deCODE hefjist strax, þótt grænt ljós fáist hjá SEC. Það fer eftir því hvernig deCODE og fjárfestingarbank- inn Morgan Stanley Dean Witter, sem hefur tekið að sér umsjón með útboðinu, meta stöðuna á bandaríska hluta- bréfamarkaðinum. Samkvæmt bandarískum lög- um hefur deCODE fulla heim- ild til þess að fresta útboðinu um hríð. Eða jafnvel hætta al- veg við, ef svo ber undir. Óviss- an og erfiðleikarnir á mark- aðinum undanfarnar vikur og mánuði hafa orðið til þess að þau fyrirtæki sem hafa á síð- ustu mánuðum líkt og deCODE sent inn skráningar- lýsingu fyrir fyrsta útboð (Initi- al Public Offering, eða IPO á fagmáli) hafa meira eða minna dregið fæturna og verið að fresta þvf hvert á fætur öðru að fara út í útboð. Þau fyrirtæki sem hafa látið sig hafa það, hafa þurft að bjóða lægra verð en upphaflega var áætlað til þess að vekja athygli fjárfesta, sem eiga erfitt með að láta sannfærast. Þannig að svo virð- ist sem deCODE hafi verið nokkuð óheppið með tímasetn- inguna á útboðsáformum sfn- um. Mat fagmanna „Það sem skiptir iniklu máli í þessu er mat fagmannanna," segir Almar Guðmundsson hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins (FBA), „þ.e. mat Morgan Stanley í þessu tilviki í raun- inni. Þeir munu selja bréfin til sinna bestu viðskiptavina og ættu því að hafa góða hugmynd um hver afstaða fjárfesta er til deCODE f dag. Og þótt mark- aðurinn hafi verið að sveiflast mikið þá eru auðvitað ýmsir fjárfestar sem eru ennþá að kaupa svona fyrirtæki, jafnvel á þeim forsendum að þeir geta keypt þau á lægra verði en þeir gátu fyrir einhverju síðan.“ Almar er nokkuð bjartsýnn hvað varðar afdrif deCODE. „Það er auðvitað alveg ljóst að markaðurinn í Bandaríkjunum er viðkvæmari heldur en hann var fyrir þremur mánuðum. Sérstaklega hvað varðar fyrir- tæki í Nasdaq-vísitölunni, sér- staklega tæknifyrirtæki og líf- tæknifyrirtæki. En það hefur Iíka átt sér stað sú athyglis- verða þróun, að fjárfestarnir eru farnir að velja meira úr þau fyrirtæki sem þeir hafa virki- lega trú á. Áður var það meira þannig að ef fyrirtæki var bara líftæknifyrirtæki, þá keyptu þeir það af því að það var í þessum geira. Algjörlega burt-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.