Dagur - 06.05.2000, Side 9
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000- 25
^LÍrJÐ 1 LAíJDJjJU J
séð frá því hvort fyrirtækið
hafði eitthvað fram að færa eða
ekki. Sá hugsunarháttur er að
breytast þannig að það skilur
dálítið meira á milli feigs og
ófeigs heldur en var áður. Það
er svo sem mjög erfitt að leggja
deCODE á einhverjar vogar-
skálar í því sambandi, en ég
held að þessar staðreyndir tali
frekar með þeim en á móti
þeim af því að viðskiptahug-
myndin er tiltölulega skýr og
þeir eru með mjög mikla sér-
stöðu í gegnum þennan gagna-
grunn, hvað svo sem mönnum
finnst um hann."
Tímamót
Það þóttu tímamót í íslenskum
fjármálaheimi, þegar deCODE
steig fyrsta skrefið inn á banda-
ríska hlutabréfamarkaðinn með
því að leggja inn skráningarlýs-
ingu sína hjá SEC. I leiðara
Morgunblaðsins þann 11. mars
segir að skráningarlýsingin sé
„í raun kennslubók í nýjum
vinnubrögðum sem nauðsyn-
legt er að innleiða á hluta-
bréfamarkaðnum hér.“
Skráningarlýsingin er, sem
kunnugt er, skjalabunki upp á
meira en 700 blaðsíður, þar
sem er að finna ítarlega upplýs-
ingar um nánast öll málefni
fyrirtækisins. Með nýju viðbót-
inni eru þetta orðnar yfir 900
blaðsfður. Þarna eru upplýsing-
ar um fjárhagsstöðu fyrirtækis-
ins og þróun hennar frá upp-
hafi reksturs árið 1996. Þarna
eru samningar fyrirtækisins við
samstarfsaðila birtir og meira
að segja ráðningarsamningar
við einstaka yfirmenn. Og svo
er þarna hin ítarlega lýsing á
áhættuþáttum í rekstri fyrir-
tækisins, þar sem tilgreint er
flest ef ekki allt sem hugsan-
lega getur farið úrskeiðis í
rekstrinum.
Allt þetta og meira til þurfti
deCODE að leggja á borðið og
birta opinberlcga, og eins og
segir í fyrrnefndum Ieiðara
Morgunblaðsins er þetta
„áreiðanlega að einhverju leyti
sársaukafullt" fyrir stjórnendur
og starfsmenn fyrirtækisins.
Hjá þessari opinberu birtingu
varð hins vegar ekki komist
vegna þess einfaldlega að
bandarísk lög krefjast þess.
Megintilgangur bandarísku
verðbréfalaganna frá 1933,
sem sett voru í kjölfar kaup-
hallarhrunsins mikla og SEC
starfar eftir sem eftirlits- og
umsjónarnefnd, er einmitt að
vernda fjárfesta með því að
tryggja þeim fullnægjandi upp-
lýsingar, m.a. til þess að koma í
veg fyrir svik.
„Kennslubók
i nýjum vinnubrögðum“
Almar Guðmundssion hjá FBA
var spurður hvort hann teldi að
skráningarlýsingin frá
deCODE muni í raun breyta
vinnubrögðum á íslenskum
hlutabréfamarkaði eða þeim
reglurn sem farið er eftir. Hann
telur að hún geti frekar haft
ýmisleg óbein áhrif í för með
sér, frckar en bein. „Þetta sýnir
að menn eiga alveg möguleika
á erlendum ntarkaði, sem er
mjög jákvætt. Einnig er mjög
jákvætt að snertiflöturinn við
þessa þróuðu fjármálamarkaði
úti sé skýrari. Það bara bætir
okkur hér, því þá eru menn að
vinna nær því sem best gerist
erlendis. Og auðvitað er margt
sem við getum tekið gott þaðan
og lært af því þetta er auðvitað
ungur markaður hér óg óþrosk-
aður að ýmsu leyti,“ segir AI-
mar.
„Almennt er regluverkið hér
samt í samræmi við það sem
gerist í Evrópu. Hins vegar er
aginn í þessu í Bandaríkjunum
athyglisverður, sem við getum
lært af. Þar geta fjárfestingar-
bankar farið mjög illa á því að
fara út í illa ígrundað útboð
eða fara með fyrirtæki á mark-
að þar sem útboðslýsingin er
illa unnin. Grundvallaratriðið
er náttúrlega það að menn
passi sig á því að láta öll meg-
inatriði koma fram, allt sem
hugsanlega kann að hafa áhrif
á verð bréfanna. Það er í raun-
inni skylda sem er á herðum
þeirra sem eru að búa svona
útboðslýsingu til. Og það er
bundið í lögurn hérna, þótt
vinnubrögðin séu ekki jafn ná-
kvæm og í Bandaríkjunum,"
segir Almar. I Bandaríkjunum
er þetta „náttúrlega svolftið
með þeim formerkjum að
menn eru að reyna að koma sér
undan lögsókn að svo miklu
leyti sem það er hægt.“
Ekki til fyrirmyndar?
En hvað um þá sem hafa hvað
harðast gagnrýnt Islenska
erfðagreiningu og setningu lag-
anna um miðlægan gagna-
grunn? Hvernig meta þeir þessi
vinnubrögð, sem sögð eru til
fyrirmyndar? Dr. Skúli Sigurðs-
son vísindasagnfræðingur segir
skráningarlýsingu deCODE
huganlega geta orðið fordæmi
að því hvernig íslensk fyrirtæki
tala við fjármálaheiminn, „en
ég sé samt ekki að þetta skjal
geti gefið neina vísbendingu
um það hvernig deCODE eða
önnur fyrirtæki vilja tala við al-
menning. Sem venjulegur ís-
Ienskur ríkisborgari myndi ég
spyrja hvers vegna þurfti að
bíða eftir því að deCODE færi
inn á erlent umráðasvæði til
þess að fá þessar upplýsingar.
Þessi skráningarlýsing, sem af-
hent er SEC, er í hróplegri
mótsögn við bæklinginn sem
sendur var inn á íslensk heimili
snemma á þessu ári, sem ég
hef stundum kallað velgjubæk-
linginn. Og mér finnst það sér-
staklega eftirtektarvert hvað
fyrirtækið hefur lítið viljað gera
til þess að koma út úr skápnum
á Islandi, ef svo má að orði
komast. Það gerir það ekki fyrr
en það tengist fjárhagslegum
hagsmunum þeirra í Bandaríkj-
unuin."
Þaqnartímabil
og pjóðvegakynning
Nokkru áður en skráningarlýs-
ingin var lögð fram hófst jafn-
framt svonefnt þagnartímabil,
sem lýkur yfirleitt 25 dögum
eftir að skráningarlýsingin tek-
ur gildi og útboðið sjálft hefst.
Þagnartímabil þetta hófst nán-
ar tiltekið um leið og forsvars-
menn deCODE undirrituðu
samkomulag við fjárfestingar-
bankann Morgan Stanley Dean
Witter um að undirbúa það að
farið verði inn á bandarískan
fjármálamarkað. Þetta sam-
komulag verður gert opinbert í
endanlegri skráningarlýsingu
frá deCODE.
Þagnartímabilið felur það í
sér að deCODE má ekki bjóða
neinum hlutabréf í fyrirtækinu
til sölu skriflega né gefa neinar
yfirlýsingar sem túlka má sem
tilboð eða yfirhöfuð segja neitt
opinberlega sem varðar sölu á
hlutabréfum. Ein fárra undan-
tekninga frá þessu er útboðs-
lýsingin, sem lögð er inn hjá
SEC og birt opinberlega. Og
svo mega þeir gefa út tilkynn-
ingu um væntanlega sölu, þeg-
ar hún hefur verið ákveðin.
Onnur undantekning er sú að
munnlega mega þeir kynna
væntanlegum fjárfestum fyrir-
tækið, og meðal annars er hefð
fyrir því að skömmu áður en út-
boð hlutabréfanna hefst fara
forsvarsmenn þess í langa kynn-
ingarferð um nokkrar borgir í
Bandaríkjunum, og jafnvel víðar
um heim, þar sem haldnir verða
fundir á hverjum stað með
væntanlegum fjárfestum. Fjöl-
miðlum er hins vegar ekki leyfð-
ur aðgangur að þessum fundum,
enda má ekkert birtast í fjöl-
miðlum frá fy'rirtækinu. Þetta
kalla Bandaríkjamenn „road
show“, og þykir mikil mann-
dómsraun fyrir fyrirtæki sem eru
að fara í fyrsta útboð sitt á
markaðnum að ganga í gegnum.
Hún er talin ráða úrslitum um
það hvernig til tekst þegar út-
boðið sjálft hefst.
Farið fram á leynd
Dr. Mike Fortun er prófessor í
vísindasagnfræði í Bandaríkj-
unum, en hann hefur tvívegis
komið hingað til lands og er vel
heima í málefnum Islenskrar
erfðagreiningar og gagna-
grunnsins auk þess sem hann
hefur kynnt sér ítarlega út-
boðslýsingar bandarískra líf-
tæknifyrirtækja. Eitt af því sem
kom honum á óvart var hve
mikið var um það í skráningar-
lýsingunni að upplýsingum
væri haldið leyndum. Banda-
rísku reglurnar gera ráð fyrir
því að sleppa megi ákveðnum
hlutum úr þeim hluta skrán-
ingarlýsingarinnar sem birtist
opinberlega, en hins vegar
verða fyrirtækin þá að afhenda
SEC þessar upplýsingar sér,
þannig að nefndin hafi tæki-
færi til þess að meta þær og
ákveða hvort ósk fyrirtækisins
um að halda þeim leyndum
verði samþykkt. Jafnframt verð-
ur að fylgja með rökstuðningur
fyrir því hvers vegna farið er
fram á leynd ásamt ítarlegri út-
skýringu á því hvers vegna það
sé ekki talið nauðsynlegt til
verndar fjárfestum að viðkom-
andi upplýsingar verði birtar.
Þær upplýsingar, sem
deCODE vill að fari leynt,
varða allar samninga sem gerð-
ir hafa verið við aðra urn rann-
sóknir og samstarf, bæði við
önnur líftæknifyrirtæki, sjúkra-
hús, einstaka lækna og hópa
lækna. Meðal þess sem fara á
leynt eru hlutar af samstarfs-
samningi deCODE við Hoff-
mann La Roche, og sömuleiðis
hluti samningsins við banda-
ríska sjúkrahúsið Beth Israel
Deaeoness Medical Center, þar
sem Kári Stefánsson starfaði
m.a. að rannsóknum á MS-
sjúkdómnum áður en hann
stofnaði íslenska erfðagrein-
ingu.
„Hvað varðar Hoffmann la
Roche,“ segir Mike Fortun, „þá
get ég hugsanlega skilið ástæð-
urnar fyrir því að farið er fram
á leynd, en ef ég væri fjárfestir
þá er þetta nokkuð sem ég býst
við að ég vildi fá að vita ná-
kvæmlega um.“
Opið eyðublað
Einar Árnason líffræðingur og
einn stjórnarmanna Mann-
verndar er spurður hvort opin-
ber birting þeirra upplýsinga,
sem eru í skráningarlýsingunni,
hafi staðfest þá gagnrýni sem
hann hefur haft í frammi. „Já,
mér finnst að gagnrýnin hafi
verið staðfest í meginatriðum.
T.d. varðandi eyðublaðið um
upplýst samþykki, það er opið
eyðublað. Það er í raun og veru
ekki upplýst samþykki fyrir alla
sjúkdóma. Þeir vilja fá erfða-
efnið og nota það til rannsókna
á öðrum sjúkdómum en þeim
sem sérstaklega er tilgreindur á
eyðublaðinu og sem upplýst er
um. Þannig að þetta er eyðu-
blað um opið samþykki."
Hér er um að ræða eyðublað
um samþykki fyrir blóðsýna-
töku sem þátttakendur í vís-
indarannsóknum skrifa undir. I
níunda lið eyðublaðsins heimil-
ar þátttakandinn rannsakand-
anum að geyma lífsýni og gögn
á dulkóðuðu formi þannig að
unnt sé að nota hvort tveggja
til rannsókna síðar á öðrum
sjúkdómum en tilgreindir eru á
samþykkiseyðublaðinu.
Með því að safna lífsýnum úr
fólki í tengslum við hinar ýmsu
rannsóknir byggir Islensk
erfðagreining smám saman upp
gagnabanka með erfðafræðileg-
um upplýsingum, sem síðar er
gert ráð fyrir að tengja megi við
heilsufarsupplýsingarnar úr
miðlæga gagnagrunninum og
einnig við upplýsingar úr ætt-
fræðigagnagrunninum sem ver-
ið er að byggja upp í samvinnu
við Friðrik Skúlason.
Fjármagnað
með væntingum?
Einar Árnason kom auga á
fleira sem honum þótti grun-
samlegt í skráningartilkynning-
unni: „Það er t.d. áhugavert að
sjá að Roche er þarna stærsti
eini eigandinn. En það er ekki
að sjá að þeir séu með mann í
stjórn. Það eru menn nefndir
frá hinum fyrirtækjunum, þess-
ir stjórnarmenn, en hvernig
stendur á því að stærsti eigand-
inn virðist ekki eiga neinn í
stjórn? Hvað er þarna um að
vera? Það er eitthvað sem ekki
er alveg gagnsætt f þessu,“ seg-
ir Einar.
„Því hefur verið haldið fram
að Roche hafi engan áhuga á
þessum gagnagrunni, það sé
bara samningur unt þessa tólf
sjúkdóma,“ heldur Einar
áfram. „En núna er Roche allt í
einu komið báðum megin við
borðið. Þeir eru einn af eigend-
um fyrirtækisins og þeir hafa
líka gert samning við fyrirtæk-
ið. Og maður verður að skilja
að sá samningur gegnir lykil-
hlutverki í því að þessu fyrir-
tæki tekst að sannfæra almenn-
ing og stjórnmálamenn um að
hérna sé verið að gera ein-
hverja ofboðslega merkilega
hluti. Þannig að Roche er
raunverulega að búa til þessar
væntingar. Þeir Islendingar
sem hafa verið að leggja fé í
þetta fyrirtæki, þeir vissu ekki
um eignarhlut Roche. Og þá er
spurningin: Hvernig var þetta
fjármagnað? Var þetta bara
fjármagnað með því að skapa
væntingar sem hafa síðan verið
notaðar til að selja íslenskum
fjárfestum á gráa markaðinum,
og þeir hafi þá raunverulega
fjármagnað dæmið?“ spyr Einar
Árnason.
Það er því greinilegt að
skráningarlýsingin hefur ekki
orðið til þess að sannfæra
gagnrýnend"ur og efasemdar-
menn um ágæti Islenskrar
.eífðpgreiningít.i;,., .ffg.wilgagw
grunnsins.
Hinar ítarlegu upplýsingar sem íslensk erfðagreining hefur þurft að leggja fram hafa ekki sannfært efasemdarmenn og
gagnrýnendur um ágæti gagnagrunnsins: Mike Fortun, Einar Árnason og Skúli Sigurðsson.