Dagur - 06.05.2000, Qupperneq 10

Dagur - 06.05.2000, Qupperneq 10
 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 Þrjár hressar, Diddú, Melkorka og Salóme mynd: valdIs „Ég lít á tengdadæturnar sem vinkonur mínar, “ segir Salóme sem hefur þær hér sína á hvora hönd, Diddú og Kristínu Orradóttur. Þorkell og Diddú á góðri stund. Valdís, Þorkell og Salóme á„jólatónleikum “ heima hjá Salóme og Jóel. Ætlarð’ekki að kíkja? Kenningin um að tengdadætur þoli ekki tengdamæður - og öf- ugt á ekki við um þær Sigrúnu Hjálmtýsdóttur söngkonu (Diddú) og Salóme Þorkelsdóttur fyrrverandi alþingis- mann. Auk þess að vera tengdar gegnum Þorkel, mann Sigrúnar og son Salóme eru þær ná- grannakonur í Mosfells- dalnum. „Sonur minn neitaði að fara úr dalnum og ég er ákaflega þakk- lát fyrir það“ segir Salóme og hún og Diddú eru sammála um að þeir sem eitt sinn hafi búið í Mosfellsdal vilji helst ekki ann- arsstaðar vera. „Stelpurnar okk- ar, tæpra 15 ára, eru farnar að tala þannig Iíka,“ segir Diddú og kveðst Iíka þakklát fýrir að hafa fengið að setjast að í Mosfellsdal þvf það séu forréttindi. Þrátt fyr- ir að hafa alist upp í Vesturbæn- um í Reykjavík sé hún alltaf feg- in þegar borgin sé að baki og hún á heimleið í dalinn. Hún og Þorkell keyptu sér 45 fermetra sumarhús í dalnum fyrir fimmtán árum og fluttu inn í það með tvíburadæturnar átta mánaða. Atta ár liðu þar til leyfi fékkst til stækkunar. En nú er risin glæsileg viðbygging við sumarhúsið, með tónstofu og útsýni yfir dalinn. Býlið heitir Túnfótur. Gaman af fallegum bollum Salóme og Jóel eru á næsta leiti.““Ætlarð’ekki að kíkja? ég er að hella á“, segir Diddú oft ef ég hringi í hana á morgnana og þá stenst ég ekki mátið og skýst yfir til hennar. Við spjöllum margt hér við eldhúsborðið hennar," segir Salóme og horfir hlýlega á tendadótturina. Viðtalið fer einmitt fram við eldhúsborðið í Túnfæti og húsmóðirin hellir kaffi í dýrindis pólska bolla sem hún hlaut í arf. Þær vinkonur scgjast báðar hafa gaman af fal- Iegum bollum. „Tengdamamma cr fagurkeri og svei mér ef það er ekki smit- andi,“ segir Diddú hlæjandi. Verður svo alvarleg aftur. „Hún hefur kennt mér margt. I mínu starfi þarf ég að tileinka mér vissa fágun í framkomu, að minnsta kosti á hátíðlegum stundum og þá fágun hef ég m.a. lært af henni.“ Ekki vill Salóme viðurkenna að hafa fundist Diddú brussuleg þegar þær kynntust fyrst en óneitanlega hafi hún verið budduleg! „Það var um jólin fyr- ir um 25 árum sem við sáumst fyrst,“ rifjar hún upp. „Þegar ég kom niður einn morguninn voru rauð, leðurstígvél í forstofunni, dálítið krumpuð, stutt og breið. Nú, hér er einhver gestur, hugs- aði ég og beið dálítið spennt eft- ir að fleiri kæmu ofan af loftinu. Loksins kom sonurinn og sagði strax: „Vinkona mín er stödd hérna hjá mér en þú skalt ekki fara að gera þér neinar grillur, mamma mín.“ Svo birtist hún, h'til og bolluleg, í rykktri mussu með kínakraga sem minnti mest á prestaskrúða. Brosandi var hún og ég held hún hafi verið brosandi síðan, því hún er sann- ur sólargeisli eins og þjóðin veit. Mér fór strax að þykja vænt um hana.“ Sá hvernig hún horfði á skóna Diddú: „Ég man eftir fyrstu tón- leikunum sem Við Anna Guðný héldum eftir að við byrjuðum í námi í London. Þeir voru í Hlé- garði sem segir sína sögu um hvar ég ætlaði að skjóta rótum. Tengdamamma lá ekki á liði sínu. Stóð örugglega í klukku- tfma fyrir tónleikana við að pússa flygilinn. Eg var búin að ákveða að vera í hvítu dressi og svo var ég í einhverjum hlussu- ömmuskóm sem ég hafði keypt á markaði úti í London. Þegar ég skoða myndir núna sé ég að þeir pössuðu ekkert við. Tengdó sagði ekkert en ég sá alveg hvernig hún horfði á skóna! Svo lét hún mig hafa grænan linda og eyrnalokka og þetta var voða fínt." Salóme: „Eg hef mjög gaman af að fylgjast með henni og það fylgir hennar starfi að eiga ýmiss konar klæðnað sem notast kannski ekki undir öðrum kring- umstæðum. Oft spyr ég: „I hverju ætlarðu að vera“ þegar hún er að segja mér frá ein- hverju sem framundan er hjá henni.“ Diddú: „Já, mér finnst það svo sætt. Hún hel’ur líka stundum gaukað að mér fötum, sem hún hefur keypt eða saumað og það eru flíkur sem ég nota aftur og aftur. Alveg sígildar. En tengda- mamma hefur ekki bara áhuga á fötunum mínum heldur fylgist hún mjög vel með mér í starfinu og er dugleg að mæta á tón- leika.“ Salóme tekur undir þetta og segist hafa menntast mikið í mússík við að fylgjast með ferli þeirra Diddúar og Þorkcls. Hún hafi þó alltaf haftgaman af tón- list enda vanist henni í uppvext- inum. „Eg Iærði á klassískan gít- ar hjá Sigurði Briem og síðar á píanó. Það var alltaf verið að spila og syngja þegar fólk kom saman. Ekki bara í kring um mig, þetta var bara svo algengt á þeim árum.“ Ólust báðar upp við söng Þetta umræðuefni rifjar upp senu úr Bíódögum Friðriks Þórs þar sem Diddú var aðalsöng- kraftur r fjölskylduboði. „Þar lék fólkið mitt og svona er þetta hjá okkur í alvörunni svo það er eitt af því sem við tengdamamma eigum sameiginlegt að hafa alist upp við söng.“ Þegar það upplýsist að Salóme hefur alltaf sunnudagskaffi á boðstólum fyrir fjölskylduna (sem Diddú missir reyndar stundum af vegna vinnu sinnar) liggur beint við að spyrja hvort þar séu kyrjuð ættjarðarlög. „Nei, ekki getum við nú státað af því“ svarar Salóme og brosir „en á stórhátíðum söfnumst við saman og þá er mikill söngur og hljóðfærasláttur". GUN. Það er stutt á milli heimila þeirra Salóme og Diddúar og oft skjótast þær hvor til annarrar. Hér sitja þær í tröppunum við tónstofuna hennar Diddúar. mynd: gva

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.