Dagur - 06.05.2000, Side 14

Dagur - 06.05.2000, Side 14
30 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 Sérstakar langanir Þegar vorprófin bres- ta á eru margir illa haldnir af prófkvíða, ekki síst góðir náms- menn. Úr þessum vanda er hægt að vinna en þó er próf- kvíði alls ekki einfalt mál, segir námsráð- gjafi við MA. „Innan vissra marka er próf- kvíði ekki nema eðlileg hvatn- ing til þess að ná góðum ár- angri. En þegar birtingar- myndir kvíðans eru orðnar einbeitingar- og eirðarleysi, ógleði, hraður hjartsláttur og ástæðulaust vanmat á eigin getu þá horfir málið öðru vfsi „Það er mikilvæg forvörn gegn prófkvíða að allan veturinn sé námið stundað af sam- viskusemi og með góðri námstækni, “ segir Alma Oddgeirsdóttir, námsráðgjafi við Menntaskólann á Akureyri. mynd: sbs. um tilfinningar sínar. En hvaða aðstoð er hægt að veita nemanda sem er illa haldinn af prófkvíða. „Við reynum að bregð- ast við þessu með því að vinna með nemandanum að því að byggja upp ster- ka sjálfsmynd, svo að hann fái trú á eigin getu og hæfileika. Einnig er mikilvægt að hjálpa nem- endum að átta sig á hvaða hugsanir og viðbrögð við- halda kvíðanum og í fram- haldi af því að finna hvaða Ieiðir hægt er að fara til að vinna bug á honum. Síð- ast en ekki er síst er mikil- vægt að kenna nemendum að skipuleggja tíma sinn og tileinka sér góða og markvissa námstækni. Ef kvíðinn er þess eðlis að við teljurn að meðferðar sé þörf er nemendum vísað Prófkvíði er ekki einfalt mál við og er orðið alvarlegt,“ segir Alma Odd- geirsdóttir, námsráðgjafi við Menntaskól- ann á Akureyri. Sjálfsmynd og trú á eigin næfileika Vorpróf í skólum landsins standa nú sem hæst og velflestir ganga kvíðalausir til prófa og ná góðum árangri. En það eru ekki allir svo heppnir. „Prófkvíði getur lagst á hvern sem er og þá ekki síst nemendur sem hafa náð alla tíð náð framúrskarandi árangri. Einmitt þeir krakkar gera miklar kröfur til sín og fyrir þau getur verið jafn mikið áfall að fá einkunina 6 eða 7 á prófi eins og fyrir aðra nemendur að falla,“ segir Alma. Hún segir ennfremur að vissulega sé námskvíði í nokkru samræmi við lyndisein- kunn hvers og eins, sjálfsmynd og trú á eig- in hæfileika . „Mjög prófkvíðnir nemendur festast í því sem illa gengur en líta ekki á það sem vel gengur. Þó er það mjög oft svo að í 99% tilvika ganga hlutirnir vel en f 1% illa. Þetta eina prósent nær þó alltof oft yf- irhöndinni og nemandinn metur sig og getu sína út frá þessum einu mistökum. Nem- endur fara jafnvel að draga svo víðtækar ályktanir af niðurstöðu eins prófs að hægt sé að dæma þá heimska og lélega náms- menn. Slíkt er að sjálfsögðu ekki raunin því útkoma á einu prófi sýnir eingöngu fæmi í viðkomandi fagi en ekki hversu gáfaður þú ert eða hversu góð persóna." Stúlkur leita frekar aðstoðar Alma segir að þegar líði að prófum leiti alltaf til sín nokkur hópur nemcnda sem kvíði verulega fyrir prófunum, en það sé þó aðeins lítill hluti þeirra 600 nemenda sem séu í MA. Segir Alma ennfremur að stúlkur séu mun duglegri að leita sér aðstoðar þeg- ar svona stendur á, sem sé í samræmi við þann almenna veruleika hvað karlar eru tregir að leita sér sérfræðihjálpar eða tala til sálfræðings skólans. I prófunum er kom- ið til móts við nemendur með ýmsum hætti svo sem að nemandinn fái að taka prófin einn í stofu óski hann þess og fái lengri próftíma. Einnig skiptir máli að að nemand- inn fái góða hvatningu og klapp á bakið frá bæði kennurum og námsráðgjafa. Þetta eru ráð sem oft virka vel.“ Samviskusemi er forvöm Alma Oddgeirsdóttir segir að mikilvægt sé þó að hafa í huga að fáeinum dögum fyrir próf sé ekki hægt að leysa úr stórum vanda- málum sem skapi prófkvíða, til dæmis því ef nemandinn hafi vanrækt námið yfir vetur- inn. „Það er mikilvæg forvörn gegn próf- kvíða að allan veturinn sé námið stundað af samviskusemi og með góðri námstækni. Eigi góður náms- og prófárangur að nást er einnig mikilvægt að Iifa heilbrigðu lífi og stunda reglubunda hreyfingu. Það eru því ótal þættir í þessu - og prófkvíði er alls ekki einfalt mál.“ -SBS. Langanir í sérstakar fæðutegundir eru oftast háttur náttúrunnar á að segja þér að þú fáir ekki nóg af ákveðnum vítamínum eða steinefnum. Oft skapast þessar sérstöku þarfir vegna þess að mataræðið í heild sinni er ófullnægj- andi. Nokkrar algengustu langanir eru: Hnetusmjör er mikill B-vítamíngjafi. Ef þú ert orðinn sólginn í hnetusmjör gæti það verið sökum þess að þú ert undir álagi og það B-vítamín sem þú tekur vanalega er ónógt. Bananar Þegar þú ert orðinn mjög sólg- inn í banana gæti það verið vegna þess að líkami þinn þarf á kalíum að halda. Ostur Ef þú ert farinn að þrá ost, án þess að vera sérlega mikið fyrir osta, er mjög Iíklegt að raunverulega löngunin sé í kalk og fosfór. I því tilfelli væri reynandi fyrir þig að borða meira spergilkál. Epli Eitt epli á dag kemur ekki endilega skapinu í lag en hefur þó mikið að bjóða sem gæti vantað í aðra fæðu þína - kalk, magnesíum, fosfór, kalíum - auk þess að vera frábær uppspretta pektíns sem lækkar kólesteról líkamans. Smjör Grænmetisætur langar oft í smjör, þvf þær fá mjög li'tið af mettaðri fitu úr mat sínum. Löngun í sérsaltað smjör getur verið af löngun í saltið. Kóla drykkir Oftast merkir löngun í þá sykurþrá og koffínfíkn. Þessir drykkir hafa ekkert næringargildi. Beikon Yfirleitt er þrá í beikon vegna fituinnihalds þess. Látir þú eftir þér að borða beikon gættu þess þá að taka til þín nógu mikið af C, A, D og E- vítamínum til að vega móti nítrítunum í beikoninu. Heimild: Bætiefnabiblían Plastsköp morð! Dramat- fskt já, en spáiði aðeins í það ef dagurinn í dag væri ykkar síðasti til kynferðislegra nautna og þið ættuð samt 50 ár ólifuð! Ojbara. Fegurð Kynfæri kvenna eru jafn ólík og andlit kvenna. Engin tvö skaut eru eins að lit- arrafti, lögun, lykt eða bragði. „Vitja konur virkilega barbípíkur nú til dags?“ Nú var ég að lesa dálftið sem gerði mig dálítið sorg- mædda og skerti trú mfna á nú- tímaþjóðfélagi mannanna um sirka fjögur pró- sent. Amerískum plastlæknum (þessir sem legg- ja stund á hé- gómalækningar svokallaðar) hefur nú tekist að búa til alvegspánnýja kynfæra- blygðunarkennd hjá konum og eru nú í gríð og ergi að fram- kvæma skurðaðgerðir sem miða að útlitslagfæringum á „ófull- komnum" kynfærum. I kvenna- blöðum birtast auglýsingar sem tala til kvenna einhvern veginn svona: „Þjáist þú af litlu sjálfs- trausti vegna óeðlilegs útlits kyn- færa þinna?“ og þetta virkar því aðgerðirnar sem kosta allt að sjöhundruð þúsund krónur eiga vaxandi vinsældum að fagna. og í boði er... Boðið er upp á minnkun innri skapabarma ef þeir ná út íyrir ytri barmana, fituinnspýtingu í ytri barma ef þeir eru „of litlir", fitusog úr munaðarhól, lyftingu á signum munaðarhól, Ieisermeð- ferð til að lagfæra „hrukkur" á skautinu og leggangaþrengingu eftir barnsburð. Vesturlandabúar hafa lengi gagnrýnt harðlega að- gerðir sem framkvæmdar eru á kynfærum unglingsstúlkna í mörgum ríkjumsunnar á hnettin- um, kallað þær limlestingar og mannréttindabrot. Umskurður stúlkna er kannski í mörgum til- fellum ívið róttækari en fegrun- araðgerðirnar sem taldar eru upp hér að framan, algengt er að skapabarmar séu skornir burt og snípurinn líka svo að ólíklegt er að stúlkurnar sem fyrir þvf verða eigi nokkurn tíma eftir að njóta kynh'fs. En eru þessar amerísku aðgerðir nokkru skárrí?Snípur- inn er blessunarlega skilinn eftir ennþá en hvað skyldi gerast ef . . wiáw$k&r' einhverjum dytti f hug að skapa ímynd hins fullkomna sníps? Eg er nær viss um að það tæki ekki langan tíma að hanna snípaklipp- ur sem læknar færu að sveifla til þess eins að konur með brotna sjálfsmynd vegna síns óeðlilega útlítandi sníps gætu litið glaðan dag á ný - en því miður mundu þær ekki líta graðan dag framar. Bless sex Aðgerðirnar eru áhættusamar og geta haft í för með sér sýkingar, langvarandi verki og varanlegt tap á tilfinningu. Skautið allt er svæði sem ríkt er af kynnæmum taugaendum og ef vefir eru Ijar- lægðir að ástæðulausu er Iíklegt að mikil breyting verði á tilfinn- ingu á svæðinu. Amerískar konur eru núna sem beturfer farnar að berjast gegn þessarri óráðsíu og þar fara fremstar í flokki konur sem eiga að baki einhvers konar aðgerð á kynfærum sem hefur rústað þeirra kynlífi. Þær segjast hafa framið kynferðislegt sjálfs- . s ii* .: * •••______í Þetta er einmitt eitt af því sem er svo heillandi við konur sem kyn- verur. Svo breytast kynfæri okkar eftir því sem Iíður á ævina, eins og líkamar okkar allir, og við ætt- um að læra að Iáta okkur þykja vænt um þetta allt, hvort sem munaðarhóllinn er siginn, leggöngin breytt eftir fæðingu barns eða hrukkur komnar kring- um augun. Fegurðin er í æskunni og ellinniog öllu þar á milli en ekki síst í sköpum sem einhverj- um þykir vænt um. Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur kynlifspistill@hotmail.com KYIMLIF

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.