Dagur - 06.05.2000, Side 17

Dagur - 06.05.2000, Side 17
Da^nr LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 - 33 LlPJÐ I LAUÐhJU j Traustið er mikilvægt, segir Sævar Helgason framkvæmdastjóri ís- lenskra verðbréfa. Hann segir mikil kauptækifæri geta falist í þeim lækk- unum sem hafa orðið á mörkuðum að undan- förnu, en tími gullgraftar sé hreinlega liðinn. Mestur áhugi er á há- tækninni en ekki jafn mikill á sjávarútvegi. „Frómt frá sagt hefur síðustu árin ríkt hreint og klárt gullgrafaraæði hér á Iandi og allir ætla að verða ríkir af hlutabréfaviðskiptum. Það má þó nánast fullyrða að sá sem keypti hlutabréf á Islandi fyrir þremur til fjórum árum hafi hagnast á viðskiptunum. Nánast allt hefur hækkað, en nú má reikna með að sá góði tími sé lið- inn og fjárfestar þurfi að velja ákveðin félög úr, því ekki mun allt hækka endalaust," segir Sævar Helgason, framkvæmdastjórí Is- Ienskra verðbréfa á Akureyri. Mikilar hræringar hafa verið á verðbréfamarkaðnum að undan- förnu og er þar skemmst að minnast mikilla verðlækkana sem urðu á mörkuðum bæði vestan- hafs og í Evrópu. Þær hafa og haft veruleg áhrif á mörkuðum hér á landi, enda er íslenskt fjár- málalíf nú orðið alþjóðlegt að verulegu leyti. Þetta og fleira bar á góma í samtali blaðamanns Dags við Sævar á dögunum Hollur lærdómur „Sú niðursveifla sem við höfum séð á mörkuðum að undanfömu getur reynst fólki hollur lærdóm- ur, því gengi bréfa er ekki enda- laust bein lína uppá við. I þessu ástandi geta líka falist mikil tæki- færi, því mörgum hefur gefist vel að fjárfesta í hlutabréfum þegar gengi þeirra lækkar mikið. A ls- landi finnst mér hafa talsvert á því borið að fjárfestar vilji kaupa þegar allt þegar hækkar og selja þegar allt lækkar. Slíkt verður ekki vænlegt þegar til lengri tíma er litið. Það kann einmitt að vera skynsamlegt að kaupa bréf núna, enda hef ég enga trú á því að efnahagskreppa sé í nánd. Hvorki í Bandaríkjunum, Evrópu né hér- heima eru nein teikn á Iofti um slíkt, hagvöxtur er talsverður og vaxandi á þessum svæðum og ekki óeðlilega mikil verðbólga. Viðskipti á íslenska markaðnum hafa hinsvegar verið alveg sáralftil síðustu dagana,“ segir Sævar. Áhættan hæfir ekki öllum Aðspurður svarar Sævar því ját- andi þegar hann er spurður hvort hann telji að almenningur hafi næg auraráð til þess að kaupa sér hlutabréf og taka þátt í gullgraf- araæðinu, ef svo mætti kalla það. „Fjöldi vel efnaðra íslendinga hefur aukist verulega undanfarin ár og á væntanlega eftir að aukast frekar. Þetta fólk leitar ávöxtunar- leiða á verðbréfamarkaði eins og eðlilegt er, en einnig ættu allir að leggja fyrir reglulega til að spara til ÍTamtfðar. Þá skipta upphæðir ekki öllu máli. Verðbréfamarkað- urinn er ekki bara fjrír milljóna- mæringa, líka fýrir þá sem vilja spara reglulega en eiga ekki endi- lega neinar eignir. Þá hefur færst í vöxt að fólk fjármagni verð- bréfakaup með Iánsfé eins og gerist víða á verðbréfamörkuð- um erlendis.Það er ekld hægt að mæla með slíku við hvern sem er að gera slíkt, enda er yf- irdráttur dýr. Ávöxtunin verður að vera mjög góð ef ávinningur- inn af því á að vera einhvér. „Það má nánast fullyrða að sá sem keypti hlutabréf á íslandi fyrir þremur til fjórum árum hafi hagnast á viðskiptunum. Nánast allt hefur hækkað, en nú má reikna með að sá góði tími sé liðinn, “ segir Sævar Helgason, framkvæmastjóri Islenskra verðbréfa meðal annars hér i viðtalinu. mynd: brink Áhættan hæfir ekki öllum." Eftir því sem þátttaka almenn- ings á verðbréfamörkuðunum hefur orðið meiri hefur umfjöllun fjölmiðla um þessi mál aukist. „Ein hlið þessarar umfjöllunar þykir mér varhugaverð. Kastljós í Sjónvarpinu fær fulltrúa verð- bréfafyrirtækja til að koma og mæla með þeim fyrirtækjum sem þeir telja vænlegust. Þetta er auð- vitað í í góðu lagi, en síðan eru sömu fulltrúar fengnir til að koma aftur mánuði síðar til að taka stöðuna. Með þessu er að mínu mati verið að gefa til kynna að fjárfesting í hlutabréfum sé skammtfmafjárfesting og ég skil ekki suma kollega mína að heim- ila sínum starfsmönnum að taka þátt í svona umfjöllun. Mikilvægt er að litið sé á hlutabréfakaup sem Iangtímafjárfestingu og það er í raun ekkert stórkostlegt sem breytist í rekstri fyrirtækis á ein- um mánuði. Þegar þú mælir með fyrirtæki ertu að mæla með ein- hverju sem þú telur að gerist þar í framtíðinni, svo sem aukinni sölu, meiri vexti, auknum hagn- aði og svo framvegis. Oraunhæft er að taka mánaðarlega stöðu í slíkum tilfellum. Umfjöllun af þessum toga er til þess fallin að grafa undan tiltrú á markaðinum og í raun eru menn betur komnir með lottómiða, en kaup á hluta- bréfum á þeim forsendum að þau beri að selja ef verðbréfasalar taka þau út af Dagsljóslista sínurn." Traustið er mikilvægt Á síðustu misserum hafa komið upp mál þar sem siðferði á hluta- bréfamarkiiði hefur verið nett og starfsmönnum einstaka fyrirtækja verið brugðið um sitthvað mis- jafnt. „Við erum stundum spurð hvort okkur þyki ekki gott ef keppinautar okkar eru teknir í landhelgi. Svo cr alls ekki. Oll umræða um siðferði á markaði er vissulega af hinu góða - en ef einu fyrirtæki er borið eitthvað misjafnt á brýn verður það til að rýra traust manna á öllum hinum fyrirtækjunum. Umræðan verður „Umfjöllun af þessum foga er til þess fallin að grafa undan tiltrú á markaðinum og í raun eru menn betur komnir með lottómiða, en kaup á hlutabréfum á þeim forsendum að þau beri að selja ef verðbréfasal- ar taka þau út af Dags- Ijóslista sínum." líka að vera vönduð og hugtökum má ekki rugia saman. Til dæmis eru innherjaviðskipti heimil inn- an vissra takmarka, en innherja- svik er annar hlutur og ólöglegur; það er þegar viðskipti eru gerð á grundvelli trúnaðarupplýsinga. Þessu hefur talsvert verið ruglað saman í umræðunni" Um verðbréfaviðskipti starfs- manna í íjármálageiranum eru gildandi ákveðnar reglur sem Fjármálaeftirlit og Verðbréfaþing Islands hafa sett - og eru þær helstar að starfsmenn mega ekki kaupa hlul í fyrirtækjum sem þeir hafa trúnaðarupplýsingar um né heldur í fyrirtækjum sem eru utan aðallista Verðbréfaþings. „Um hlutabréfakaup þeirra sem starfa hjá fyrirtækjunum sjálfum gilda hinsvegar ekki nægilega fastmótaðar reglur. Eg sé þó fyrir mér að útlínur reglna um þetta gætu verið þannig að innheijar mættu ekkikaupa í fyrirtækjum sem þeir starfa hjá nema tvær til þrjár vikur eftir að uppgjörstölur eru birtar. En þá ætti einnig að birta uppgjörstölur oftar, tii dæm- is Ijórum sinnum á ári. Slíkt ætti ekki að vera neitt vandamál, því öll vel rekin fyrirtæki gera upp sinn rekstur frá mánuði til mán- aðar.“ Aukum vægi erlendra fjarfestinga Um stöðuna á íslenskum hluta- bréfamarkaði í dag segir Sævar að hún sé að hans mati nokkuð góð. Hluthafar hér líkt og annarsstað- ar séu áhugasamir um hugbúnað- ar-, Ijarskipta- og lfftækifyrirtæki. Hin mikla eftirspurn eftir bréfum í slíkum fyrirtækjum hafi orðið til að hækka gengi þeirra nokkuð hressilega, jafnvel þannig að inni- stæða hafi ekki verið fyrir geng- inu. Hið sama megi segja um bankana - og þess skemmst að minnast að hver króna eigin fjár í Landsbankanum hafi á liðnu hausti verið verðlögð á túkall. Hann segir að þegar uppgjör bankanna séu skoðuð megi sjá að stærstur hiuti tekna þeirra sé til- kominn vegna gengishagnaðar, þannig að talsverð áhætta sé fólg- in í fjárfestingum í þeim, sérstak- lega þegar verðsveiflur á markaði séu með þeim hætti einsog verið hefur að undanfömu. „Það kemur mér á óvart að Ijár- festar sýni sjávarútveginum ekki meiri áhuga, því þar eru miklir möguleikar. Menn hafa ef til vill viljað halda að sér höndum vegna þeirra málaferla sem í gangi hafa verið, en nú eru þau afstaðin - og þar með óvissan,“ segir Sævar. Horfum meira til eriendra markaða „Islenska hagkerfið er lítið og við erum háð því hvernig gengur í sjávarútvegi þó svo að vægi hans sé alitaf að minnka, t..d. með nýj- um hugbúnaðar- og tölvufyrir- tækjum og betri markaðssetningu í ferðaþjónustu," segir Sævar Helgason að sfðustu. „ Því er eðli- legt að Ijárfestar horfi meira til erlendra markaða við val á ávöxt- unarleiðum. Eg tel að fjárfestar eigi að auka vægi erlendra fjár- festinga í sínum eignasöfnum. Þá hefur aðgengi fyrirtækja að áhæ11ufjármagni stóraukist á síð- ustu einu til tveimur árum, m.a. í gegnum Nýsköpunarsjóð og Byggðastofhun og í gegnum eign- arhaldsfélög. Má gera ráð fyrir að framsækin fyrirtæki, t.d. á sviði tækni og hugvits, fari að ryðja sér til rúms á Islandi á næstu árum og án efa leynast góð fjárfesting- artækifæri þar og sú þróun á án efa eftir að hleypa talsverðu lífi í íslenskt efnahagslíf á næstu árum.“ -SBS.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.