Dagur - 06.05.2000, Síða 18

Dagur - 06.05.2000, Síða 18
34 - LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 i. fít e) ífi, i. J- ■ D^ur Myndlistin bankar upp á í HA Myndlistarskólinn á Akureyri hefur sinnt myndlistaruppeldi norðanmanna i hálfa öld. Nú vill skólinn gera sérdeildir sínar að háskóladeildum. Myndlistarskólinn á Akureyri hefur áhuga á að færast upp á háskólastig og á nú í viðræðum um það við Háskól- ann á Akureyri. Þær viðræður eru enn sem komið er í nefnd og eiga eftir langan veg frá Háskóla til ráðuneytis áður en þær geta orðið að veruleika. Fyrir tveimur vikum var hægt að f’ara inn á Menningarvef Akureyrar, sem rit- stýrt er af Helga Vilberg, skólastjóra Myndlistarskólans á Akureyri, og nálg- ast þar tillögur að breytingum á starf- scmi skólans sem myndu hafa í för með sér að námið þar flyttist upp á háskóla- stig. Tillögurnar eru nú horfnar af vefn- um, enda komnar til málaefnalegrar umræðu í nefnd sem í eiga sæti, fyrir hönd Háskólans á Akureyri, Guömund- ur Heiðar Frímannsson deildarforseti kennaradeildar og Kristján Kristjánsson prófessor og fyrir hönd Myndlistarskól- ans Helgi Vilberg og Valgeir Hreiðars- son úr skólanefnd. Breytt samstarf Höfundur tillagnanna Helgi Vilberg var í fyrstu ekkert áfjáður í að ræða inni- hald þeirra við Dag og vísaði á nefnd- ina. Hann benti aðeins á að viðræðurn- ar væru til komnar vegna þess að nú- gildandi samstarfssamningur Myndlist- arskólans og Háskólans á Akureyri rennur út 1. desember næstkomandi. Sá samningur gerir kennaradeild HA kleift að bjóða nemendum að sérhæfa sig í myndlistarkennslu með því að sækja verklega tíma í MAk, cn það gera einn til þrír þeirra á hverju ári. Guðmundur Heiðar bendir á að sök- um fæðar nemenda væri ekki hægt að bjóða upp á þennan valmöguleika, sem hann telur mjög mikilvægan, án sam- starfs við MAk, sem er eini myndlistar- skólinn á Akureyri. A móti hafa nem- endur Myndlistarskólans átt þess kost að sækja tíma í listasögu og fagurfræði í Háskólanum. Til að fyrirbyggja allan misskilning skal tekið fram að hér er aðeins verið að tala um hluta af Myndlistarskólanum. Það er hægt að stunda nám x honum með tvennum hætti, á námskeiðum fyr- ir börn og fullorðna í kvöldskóla og í dagskóla sem flestum ber saman um að sé á framhaldsskólastigi. Dagskólinn skiptist í tvær sérhæfðar deildir, fagur- lista- og grafíkdeild, þar sem „Iögð er áhersla á tækni listarinnar", að sögn skólastjórans. Það eru þessar tvær deildir sem myndu færast upp á há- skólastig ef samningar við HA nást. Þrír möguleikar Samkvæmt upplýsingum Dags er um þrjár mögulegar leiðir að ræða; I) framhaldsdeildir MAk verði gerðar að sjálfstæðri stofnun á háskólastigi utan HA og þessar stofnanir geri með sér samning, 2) stofnaður væri sjálfstæður skóli á háskólstigi innan HA eða 3) framhaldsdeildir skólans gerðar að lista- deild innan HA. Þetta staðfesti Guðmundur Heiðar í samtali við blaðið. Um leið ítrekaði hann að viðræðurnar væru enn á frum- stigi. Nefndinni hefði aðeins verið falið að fjalla um með hvaða hætti hægt væri koma á tengslum milli þessara tveggja skóla. Þegar hún hefur komist að niður- stöðu, sem líklega verður í lok júní, verður málið tekið fý'rir hjá háskólaráði, sem síðan mun senda þær til ráðuneyt- isins. Þá fyrst verður hægt að ræða fag- legar hliðar málsins eða með hvaða hætti kennslunni yrði háttað. Um þann þátt myndu aðrir en hann innan HA taka að sér að fjalla. I vetur stunduðu 45 nemendur nám við dagskóla MAk, þar af sextán á fyrsta ári í fornámsdeild. Námið þar hefur dugað nemendum til inngöngu í MHl eða í framhaldsnám i' MAk. Dagur hefur ekki átt þess kost að kynna sér kennsl- una náið, en verið sagt af skólanum, að grafíkdeildin, sem stofnuð var fyrir tæp- um áratug, skili eftirsóttum hönnuðum. Sú deild var hins vegar lokuð þegar blaðamaður átti þess kost að heimsækja skólann fyrir skömmu. Hann gat því að- eins fengið að sjá það sem fram fer í fagurlistadeildinni. I stuttu máli sagt fást nemendur í þeirri deild við hefð- bundna málaralist, þar sem lögð er áhersla á tæknikunnáttu. Ekki er annað hægt að segja en þar standi skólinn sig frábærlega, en hvort kennslan samræm- ist þeirri þróun sem orðið hefur í mynd- list á 20. öld er hins vegar spurning. Ekki á vegum ráðuneytsins Þegar leitað var til menntamálaráðu- neytisins til að fá álit þeirra á skólanum svaraði Aðalsteinn Eiríksson: „Myndlist- arskólinn á Akureyri er einkaskóli og við höfum ekkert með hann að gera.“ Þegar hann var inntur nánari útskýringa sagði hann: „Einkaskólum ber ekki skylda til að starfa með samþykki ráðuneytisins, en þeir geta sóst eftir því.“ Það virðist Myndlistarskólinn á Akureyri ekki hafa gert fyrir sínar framhaldsdeildir, en eng- in svör fengust frá Helga Vilberg hvers vegna. Flestir ef ekki allir tónlistarskólar í Iandinu starfa samkvæmt námskrá frá ráðuneytinu og nú hefur Myndlistar- skólinn í Reykjavík einnig farið fram á viðurkenningu fyrir fornám sem ætlað er nemendum er hyggja á inngöngu í myndlistardeild Listaháskóla Islands. Myndlistarskólinn á Akureyri býður einnig upp á slíkt fornám sem dugað hefur mörgum til inngöngu í MHÍ. - Sá skóli hefur nú verið lagður niður og myndlistardeild Listaháskóla Islands tekið við öllum nemendum hans. - Op- inber viðurkenning á starfsemi MAk hefur því aðeins komið óbeint frá hinu opinbera í gegnum Verkmenntaskólann á Akureyri og FIA sem taka nám þar gilt til eininga með leyfi ráðuneytisins. Fjórir fastráðnir kennarar í heilum stöðum sinna kennslu nemenda í sér- deildum MAk. Skólastjórinn er með tal- inn en tveir hinna eru dóttir hans, út- skrifuð úr skólanum, og tengdasonur. Fjórði kennarinn, Guðmundur Armann myndlistarmaður frá Akureyri, hefur kennt við skólann frá stofnun hans fyrir 25 árum. Fyrir utan þessa fastráðnu kennara fær dagskólinn til sín innlenda og erlenda gestakennara í einn til tvo mánuði í senn, en hann Icggur mikla áherslu á tengsl sín við útlönd. Stofnandi, ekki eigandi Helgi var einn af þremur stofnendum skólans fyrir 25 árum og hefur rekið hann einn frá árinu 1977. Það ár tók hann yfir „rekstrarlega ábyrgð" á skólan- um að „beiðni þáverandi forseta bæjar- sljórnar". Skólinn er rekinn fvrir fé frá ríkinu, sem veitir 10 milljóna króna ár- legan styrk til rekstursins og Akureyrar- bæ sem styrkir skólann um 15 milljónir króna á ári. Aðspurður segist Helgi Vilberg ekki eiga Myndlistarskólann á Akureyri en engu að síður er ljóst að hann hefur byggt hann upp og hefur þróað alveg frá grunni. Hann hefur því haft gríðarleg áhrif á myndlistaruppeldi Akureyringa og jafnvel þjóðarinnar, því flestir þeirra mörgu myndlistarmanna sem starfandi eru í dag og koma frá Akureyri, sóltu námskeið hjá Helga í barnæsku. Enginn hefur heldur getað bent á annan eig- anda að skólanum og enginn annar vill taka ábyrgð á honum. Menntamála- ráðuneytið segist ekkert hafa með hann að gera þó það leggi til fjármuni og á skrifstofu Akureyrarbæjar vi'sa allir á Þóru Ákadóttur, fulltrúa bæjarins f skólanefnd eða Helga. Óhæfur Skólanefndin sem Þóra Ákadóttir situr í er sérstök nefnd, sem eingöngu fjallar um mál Myndlistarskólans á Akureyri og er ætlað að vera „skólastjóra til ráðu- neytis um rekstur [skólans]“. Ekki var hægt að fá uppgefið hvernig né af hverj- um hinir þrír nefndarmenn eru skipaðir, en einn þeirra er Helgi Vilberg. Þóra Ákadóttir var ekki tilbúin til að ræða störf nefndarinnar frekar við Dag, en kannast við umræðurnar við Háskólann. Þóra lýsti náminu í Myndlistarskólan- um sem „millistigi" framhaldsskóla og háskóla og bætti við að nemendur úr Myndlistarskólanum geti sótt tfma upp í Háskóla til að öðlast kennararéttindi. Sjálfur lítur skólastjórinn svo á að nám- ið í dagskóla Myndlistarskólans á Akur- eyri nálgist það nú þegar að vera á há- skólastigi og leggur áherslu á að nem- endur þurfi að skila rannsóknarritgerð til lokaprófs. Hann hefur hins vegar ekki menntun til þess sjálfur að kenna í háskóla, þar sem hann er aðeins með próf frá MHÍ. Hvers vegna Helgi Vilberg vill færa kennsluna í framhaldsdeild Myndlistar- skólans á Akureyri upp á háskólastig er ekki alveg á hreinu því hann myndi missa fjölmarga nemendur. Hann er ekki með menntun til að kenna á há- skólastigi né til að stjórna slíkri stofnun og því alls ekki víst að hann fengi að hafa nokkuð að gera með kennslu myndlistar á háskólastigi. Þetta fengum við staðfest hjá Guðmundi Heiðari, en bæði hann og rektor skólans, Þorsteinn Gunnarsson eru spenntir fyrir þeirri hugmynd að geta boðið upp á myndlist- armenntun á háskólastigi. MEÓ

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.