Dagur - 06.05.2000, Qupperneq 20
3K- •LAU'GÁRVAGUR ff .I M AÍ 2DU0
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------'Dágur
RAÐAUGLYSINGAR
HMHHHHHKKBHBBBHiS
ATVIN N A
Kennarar - kennarar
Laus er til umsóknar staða kennara við Grunnskóla
Svalbarðshrepps í Þistilfirði. Um er að ræða
almenna kennslu barna í 1. - 7. bekk, íþróttir,
samfélagsgreinar, tungumál og smíðar.
Upplýsingar gefur skólasfjóri
í síma 468-1140 og 468-1385,
t
I
I
i
i
l
i
\
\
\
\
I
i
\
\
\
i
í
!
►
»
I
I
I
I
t
I
\
\
Kennarar athugið!
Að grunnskólanum í Borgarnesi
vantar nokkra kennara til aimennra
starfa frá 1. ágúst n.k.
Meðal kennslugreina eru danska á unglingastigi
og almenn kennsla á yngsta stigi og miðstigi. í
skólanum stunda núna nám 332 nemendur og
eru líkur á að þeim fari fjölgandi á næstu árum.
I sumar hefst vinna við endurbætur á skólanum
og verður hann einsettur að fullu haustið 2001.
Framsækin skólanámskrá kemur út í vor og
verður farið að vinna eftir henni í haust.
Laun eru greidd skv. kjarasamningi
Kennarasambandsins við launanefnd
sveitarfélaga en auk þess er í gildi
sérkjarasamningur milli kennara skólans og
bæjarstjórnar Borgarbyggðar.
Ef einhver sem þetta les hefur áhuga á því að
taka þátt í þessu starfi þá er allar frekari
upplýsingar að fá í skólanum hjá Kristjáni
Gíslasyni skólastjóra í s: 437 1299, hs. 437-
2269, eða Hilmari Má Kárasyni,
aðstoðarskólastjóra í s: 437 1229, hs. 437-
1918. Einnig er bent á heimasíðu skólans
http://borgarnes.ismennt.is
Skólastjóri.
\
\
I
1
KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ
Starfsfólk og nemar
í kjötiðn
Kjötiðnaðarstöð KEA óskar að ráða kjötiðnaðar-
menn og/eða almennt starfsfólk til starfa í
kjötskurði. Um er að ræða úrbeiningu og skyld
störf.
Ennfremur óskum við eftir nemum í kjötiðn.
Óskað er eftir duglegu, jákvæðu og reglusömu
starfsfólki til framtíðarstarfa.
Upplýsingar gefur verksmiðjustjóri
í síma 460 3359, netfang, leifur@kea.is.
Kjötiðnaðarstöð KEA hefur verið í miklum vexti
undanfarið og er ein af stærstu kjötvinnslum
landsins með um 75 starfsmenn. Kjötvinnslan er
þekkt fyrir gæðavörur sem eru markaðsettar um
land allt.
A T V G III R§ A
Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti
óskar að ráða í eftirtalin störf:
Starfsmaður í
mötuneyti
Starfsmaður við mötuneyti Landgræðslu ríkisins í
Gunnarsholti. Um framtíðarstarf er að ræða en
sumarstarf kæmi einnig til greina. Æskilegt er að
viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun
samkvæmt Kjarasamningi Verkamannasambands
íslands og fjármálaráðuneytis f.h. ríkisjóðs.
Starfssvið:
Eldun og framreiðsla á mat fyrir starfsfólk og gesti
Landgræðslunnar í mötuneyti með 30 - 40 manns í
fæði að vetri en 60 - 70 manns yfir sumartímann.
Kröfur um þekkingu og hæfni:
Góð þekking á matvælum, næringarfræði og
matargerð og starfsreynsla á þessu sviði.
Ábyrgð, skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í
vinnubrögðum og góð samskiptahæfni.
Nánari upplýsingar veitir Jóna María Eiríksdóttir í
síma 488 3000.
Skriflegar umsóknir sendist til Landgræðslu
ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hellu.
Flokkstjóri
Starfsmaður í umsjón og umhirðu umhverfis
Gunnarsholts og flokkstjórn yfir sumarvinnuflokki
unglinga. Um sumarstarf er að ræða en möguleiki
á heilsársstarfi við fræverkunarstöðina. Æskilegt að
viðkomandi geti hafið störf í maí. Laun skv.
Starfsmannafélagi ríkisstofnana.
Starfssvið:
Umsjón og umhirða utan húss, s.s. lóðir, garðar og
skjólbelti.
Flokkstjórn yfir sumarvinnuflokki unglinga.
Kröfur um þekkingu og hæfni:
Starfsreynsla við flokkstjórn, þekking á
garðaplöntum, trjátegundum og plöntun þeirra og
umhirðu.
Bílpróf og reynsla af akstri dráttarvéla.
Ábyrgð, skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í
vinnubrögðum og góð samskiptahæfni.
Nánari upplýsingar veitir Jóna María
Eiríksdóttir og Sveinn Runólfsson í síma 488
3300. Skriflegar umsóknir sendist til
Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, 851
Hellu.
Kranamenn!
Okkur vantar kranamenn með
réttindi, til vinnu á nýjum
krönum. Mikil vinna
í boði.
Upplýsingar í síma 894-5334.
SJS VERKTAKAR EHF.
ATtfINHA
Afgreiðsla í
skartgripaverslun!
Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur s.f.
auglýsir eftir starfsmanni.
Óskum eftir að ráða starfsmann í fuilt starf, frá og
með 1. júlí n.k. Starfið felst í afgreiðslu, ásamt
öðrum tilfallandi störfum.
Við leitum eftir áhugasömum, metnaðarfullum og
reyklausum starfsmanni sem náð hefur 25 ára
aldri.
Skriflegum umsóknum skal skilað í pósthólf okkar:
Box 153 fyrir 15. maí.
Þar skulu m.a. koma fram upplýsingar um aldur,
menntun og fyrri störf, ásamt nafni eins
meðmælanda.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðar-
mál og öllum umsækjendum verður svarað.
Samhent fólk -
Liðveisla
Félagsþjónusta Seltjarnarnesbæjar óskar eftir að
ráða fólk til liðveislustarfa. Starf þetta hentar
tveimur samhentum aðilum sem ráðgert er að vinni
starfið saman.
Væntanlegir starfsmenn munu veita fötluðum
unglingi stuðning og liðveislu. Starfið er unnið í
tímavinnu og er vinnutími samkomulagsatriði.
Mjög æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af
starfi með fötluðum.
Allar nánari upplýsingar veitir Sigrún Magnúsdóttir
og Snorri Aðalsteinsson á Bæjarskrifstofum
Seltjarnarness, Austurströnd 2. Sími 561 2100
Félagsmálastjóri.
S K I P II L A G
Auglýsing um aðalskipulag í
Svalbarðsstrandarhreppi.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi
Svalbarðsstrandarhrepps 1994 - 2014.
A. Stækkun á frístundabyggð og bændaskógrækt í
landi Geldingsár.
B. Frístundahúsalóð í landi Meyjarhóls.
C. Skógræktar- og íbúðarhúsalóð í landi Meyjarhóls.
D. íbúðarsvæði sem nær yfir 7 - 8 ha svæði komi í
landi Veigastaða. Þar er gert ráð fyrir u.þ.b. 10.
lóðum.
E. Mörk íbúðarsvæðis í landi Sólbergs séu færð að
skógræktarsvæði, í samræmi við áður samþykkta
aðalskipulagsbreytingu.
F. Tvær íbúðarlóðir í landi Vaðlafells.
G. Ein íbúðarhúsalóð í landi Veigastaða ofan
Vaðlaheiðavegar.
Skipulagstillanan er hér með auglýst með vísan til 1.
mgr. 21. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 og
verður hún til sýnis á skrifstofu
Svalbarðsstrandarhrepps, í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri
frá og með miðvikudeginum 3. maí til og með
miðvikudagsins 31. maí 2000. Á sama stað skal skila
athugasemdum við tillöguna í síðasta lagi kl 12:00
föstudaginn 16. júni 2000. Hver sá sem ekki gerir
athugasemd við tillöguna innan ofangreinds frests telst
samþykkur henni.
Sveitarstjórinn í Svalbarðsstrandarhreppi.