Dagur - 13.05.2000, Side 1

Dagur - 13.05.2000, Side 1
Gagmýnir flýtimed- ferð forsetaskatts Alþýðusambandið tel- ur skyudiafgreiðslu á afnámi skattfríðiuda forseta íslands fárán- lega. Vill málið til umsagnar. Ósómi, skömm og sóðaskap- ur, sögðu gagnrýnend- ur á þingi. Sú ákvörðun forseta Alþingis að hleypa frumvarpi Péturs H. Blöndals og fleiri þingmanna um afnám skattfríðinda forseta Is- lands áfram til fullnaðaraf- greiðslu, þrátt fyrir að málið væri lagt fram á allra síðustu dögum þinghaldsins, mætti í gær harðri gagnrýni einstakra þingmanna, einkum þó þingmanna Samfylk- ingarinnar. 3 þingmenn flokks- ins greiddu atkvæði gegn af- brigði frá þingsköpum, sem heyrir til algjörra undantekn- inga. Þá er Ijóst að vinnubrögðin sæta gagnrýni utan þings og seg- ir Ari Skúlason, framkvæmda- stjóri ASI, að nauðsynlegt sé að gaumgæfa þær afleiðingar sem málið kann að hafa. „Það er fáránlegt að koma með mál eins og þetta tveimur dögum áður en þing hætt- ir. Þetta mál þarfnast ítarlegrar umræðu og auð- vitað ber að senda það út til þeirra sem áhuga hafa á því að hafa skoðun á því, svo sem til ASI, enda um Iaunamál að ræða,“ segir Ari. Forsetinn verður viðmiðun Hann segir að því sé ekki að leyna að hann hafi heyrt að einn tilgang- urinn á bak við þessa breytingu sé að forsetaembættið búi til þak á Iaun opinberra embættis- manna. „Með því að skattleggja forsetann en jafnframt búa svo um hnútana að hann komi út úr þessu á sléttu. Þá hækka laun hans gífurlega mikið og þar með þakið. Fólkið í ASÍ hefur mátt horfa upp á erfiðar aðstæður í efnahagslífinu og verið stillt upp við vegg með um- ræðu um stöðug- leika - og því hefur verið samið um launahækkanir sem eru langt und- ir væntingum okk- ar fólks. Því horfir maður á þetta undrandi augum. Það er út af fyrir sig fullkomlega eðlilegt að skatt- leggja forsetann eins og aðra, en það er um leið full- komlega óeðlilegt að viðhafa þennan hraða afgreiðslu- tíma. Það þarf lengri tíma í bæði afgreiðsluna og breytinguna sjál- fa,“ segir Ari. Sem fyrr segir samþykkti þing- heimur í gær að taka málið á dagskrá. Margir þingmenn Sam- fylkingarinnar gerðu grein fyrir atkvæði sínu; sumir samþykktu afbrigði með þeim fyrirvara að málið fengi eðlilega meðferð í nefnd og yrði sent út til umsagn- ar - sem þýddi að málið yrði ekki afgreitt fyrir þinglok. „Skömm fyrir þingið“ Þrír þingmenn vildu þó alls ekki samþykkja afbrigði og sagði einn þeirra, Lúðvík Bergvinsson, að það væri „mikill ósómi" af mál- inu og „nánast skömm fyrir þing- ið“. Sagði hann framlagningu málsins á elleftu stundu þing- haldsins minna á Iélegan brand- ara. Gísli S. Einarsson sagði að málið væri „sóðaskapur" hvað vinnbrögðin varðar. Fleiri þingmenn gagnrýndu málið á þeirri forsendu að því væri hleypt í gegn á sama tíma og um 90 þingmál fengjust ekki rædd, þótt sum þeirra varði brýn hagsmunamál fólks, t.d. frum- varp um afnám skerðingar á bót- um öryrkja vegna tekna maka þeirra. - FÞG - Sjá einnig fréttaviðtal við Pétnr H. Blöndal bls. 4. Ari Skúlason: Afgreiðslu- hraðinn fullkomlega óeðlileg- ur - ASÍ vill veita umsögn. Málsmeð- ferð kærð Guðjón St. Marteinsson, dómsformað- ur í Stóra fíkniefna- málinu, ákvað í gær að í ljósi umfangs málsins en ætla má að málflutningur taki 3- 4 vikur, myndi hann ekki helja aðalmeðferð málsins fyrr en I 1. september. Kolbrún Sævarsdótt- ir, settur saksóknari, Iagði þegar fram bókun um að ákvörðun dómarans yrði kærð til Hæsta- réttar með kröfu um að aðal- meðferð hefjist í síðasta lagi 15. júní. Akvörðun Guðjóns varð um leið til þess að lögmenn þeirra 9 sakborninga sem enn sitja í gæsluvarðhaldi kröfðust þess að skjólstæðingar þeirra yrðu þegar látnir lausir, en ekki var tekin af- staða til þess í gær. - FÞG Krakkarnir í Valsárskó/a á Svalbarðsströnd hafa verið í tímum í spunadansi hjá Únnu Richards og í gær var komið að því að Ijúka námskeiðinu með danssýningu. Dansinn fór fram ofan í sundlaug við skólann í góða veðrinu í gær og túlkuðu krakkarnir annars vegar marbendla og hins vegar sjómenn. mynd brink Umræðan verður erfið „Það verður mikil umræða um Evrópumálin í Framsóknar- flokknum, en eru ekki flokkar til að taka á mikilvægum og erfiðum málum? Flokkurinn mun taka af- stöðu til málsins og halda áfram að leiða umræðuna. Eg geri mér alveg grein fyrir því að umræðan mun verða erfið, en ég kvíði henni hins vegar ekkert. Ég hef áður tekist á við vandasöm verk í Framsóknarflokknum." Þetta segir Halldór Ásgrímsson, utan- ríkisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, í helgarviðtali Dags, en þar fjallar hann meðal annars um Evrópumálin, sam- skiptin við Bandaríkin, Samfylk- inguna og fjölmiðla. „Mig er búið að dreyma fyrir því að þau lendi í níunda sæti,“ segir Björk Bjarnadóttir í Nes- kaupstað, móðir Eurovisionfar- ans Einars Ágústs Víðissonar. Svo sem búast má við ætlar Björk og Iíklega velflestir Islendingar að eyða kvöldinu í kvöld fyrir framan sjónvarpið. Nánar um það í helg- arblaðinu. I rúma þrjá áratugi var Glenda Jackson ein virtasta leik- kona Breta. Arið 1990 sneri hún sér alfarið að stjórnmálum og settist á þing fyrir Verkamanna- flokkinn árið 1992. Viðtal við hana er í helgarblaðinu. Þær eru söngelskar systurnar Selma og Hrafnhildur Björnsdæt- ur þótt tónlist- arsmekkurinn sc ólíkur. Ragn- heiður Jóns- dóttir er tví- mælalaust í hópi merkustu skáldkvenna Is- lendinga á 20. öld, en óverðskulduð þögn hefur ríkt um verk hennar. Þetta segir Kolbrún Bergþórsdóttir í nýrri grein um bókmenntaarfinn. Við minnum líka á umfjöllun um bíó, bækur, listir og matar- gerð, veiði, sakamál og margt margt fleira. Góða helgi! Selma og Hrafnhildur. s Geislagötu 14 • Sími 462 1300 Kynning á nýjustu línunni í innréttingum frá HTH auk 20% afsláttar af öllum raftækjum sem keypt eru með innréttingunni Verið velkomin í glæsilegan sýningarsal okkar á 3.hæð í Lágmúianum

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.