Dagur - 13.05.2000, Side 11
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 - 11
XWwr.
FRÉTTIR
Háhitagufa
fyrLrsurDoð
Bláa lónið í Grindavík er gott dæmi um vel heppnaða tenginu ferðaþjón-
ustu og jarðhita.
Heilsutengd ferða-
þjónusta. Sóknarfæri
víða nm land. Mark-
aðir í N-Evrópu, Japan
og B aiidaríkj uniiin.
Viðast hvar um landið eru miklir
möguleikar til að byggja upp
heilsutengda ferðaþjónustu með
notkun jarðhita og vatns. Fyrir
almenna afþreyingu virðist efna-
samsetning vatns ekki skipta
máli. Þarna er m.a. um að ræða
staði eins og Stykkishólm, Sel-
tjarnarnes, Húsavík, Öxarfjörð,
Krýsuvík, Hveragerði og Nesja-
velli. Þá eru einnig sóknarfæri
fyrir ferðaþjónustu á þessu sviði
í Eyjafirði, Borgarfirði, Barða-
strönd og víðar á Vestfjörðum
svo ekld sé minnst á Suðurland.
Þá bendir frumathugun til þess
að helstu markhópar séu í Norð-
ur-Evrópu, einkum í Þýskalandi
og í Japan og Bandaríkjunum.
Fyrir Japansmarkað er talið væn-
legra að eiga kost á háhitagufu
til að útbúa súr böð sem þeir eru
hrifnir af.
Jarðhiti til ferðaþjónustu
Þetta kemur m.a. fram í skýrslu
um nýtingu jarðhita til ferða-
þjónustu og þá einkum með til-
liti til baðlækninga. Skýrslan
sem unnin var fyrir Auðlinda-
deild Orkustofnunar og Orku-
sjóð var kynnt á sérstökum kynn-
ingar og umræðufundi sem
haldinn var í vikunni. Þessir að-
ilar og Útflutningsráð hafa í
sameiningu Ieitað leiða til að
nýta jarðhita í ferðaþjónustu. I
því skyni hefur íslenskt vatn ver-
ið flokkað eftir þýskum stöðlum
um heilsuvatn og markaður
kannaður fyrir heilsuböð. I
ávarpi sínu á fundinum sagði
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra að þarna sé um áhuga-
vert verkefni að ræða sem væri
liður í því að nýta auðlindir
landsins á sviði jarðhita og vatns
til að laða að ferðamenn og efla
um leið atvinnu- og lífskjör í
Iandinu. í skýrslunni kemur
fram að salt jarðhitavatn,
brennisteinsríkt og flúorríkt sé
að finna í talsverðum mæli hér á
landi. Á háhitasvæðum sé jafn-
framt möguleild til að vinna jarð-
hitaleir og nýta útfellingar.
Hrefna Kristmannsdóttir verk-
efnisstjóri hjá Orkustofnun segir
að ljóst sé að töluverð viðbótar-
vinna sé framundan við mark-
aðskönnun þva auðlindin sé til
staðar. Hún segir að þessum
hluta verkefnisins verði lokið
með almennri kynningu og
kynningarfundum með sveitarfé-
lögum sem hafa mesta mögu-
leika á að koma upp þessari
ferðaþjónustu. — GRH
Skattekjur „mokast“
inn í rfldssjóð
Almeim stjóm og lög-
gæsla 25% dýrari en
fyrir ári. Beinar
skatttekjur nú 20%
hærri en í fyrra.
Ríkissjóður fékk nær 3 milljörð-
um eða 20% hærri upphæð í
beina -skatta fyrstu þrjá mánuði
ársins en á sama tíma í fyrra
(17,2 milljarða í stað 14,3 í
fyrra). Tekjuskattur einstaklinga
(brúttó) er nú nær 13% hærri,
eignarskattar hafa hækkað álíka
og tekjur af fjármagnstekju-
skatti, eru nú næstum 60%
hærri en fyrir ári, eða 3,6 millj-
arðar króna á aðeins þrem mán-
uðum.
Tekjuhækkun af óbeinum
sköttum er helmingi minni, tæp
10%. Skil á virðisaukaskatti (14
milljarðar) og bensíngjöldum
eru að vísu 14% hærri en í fyrra.
Áfengisgjöld hafa hækkað um
9%, tryggingagjöld 5% og bif-
reiðagjöld eru nú aðeins 4%
hærri en á sama tíma í fyrra.
Heildartekjur ríkissjóðs voru
tæplega 50 milljarðar á fyrsta
ársljórðungi, rúmlega 12% eða
5,5 milljörðum hærri í fyrra,
samkvæmt Hagtölum Seðla-
hankans.
Kerfið blæsút
Ríkisútgjöldin hafa á sama tíma
hækkað um 10,5% og voru rúm-
ir 45 milljarðar jan.-mars. At-
hygli vekur að almenn stórn og
löggæsla hafa kostað 25% meira
það sem af er árinu en á sama
tíma í fyrra. Af einstökum mála-
flokkum er langmest hækkun á
vaxtagjöldum 28%, iðnað-
ar/orkumálum 27% og heilbrigð-
ismálum 16%, en athygli vekur
að útgjöld vegna tryggingamála
eru nú 4% lægri en fyrir ári. Og
utanríkismálin hafa kostað 11%
minna en í fyrra. - HEI
Dröfn Friðfiimsdóttir látin
Dröfn Friðfinnsdóttir graf-
íklistakona á Akureyri er
látin. Hún var fædd 21.
mars 1946 og var dóttir
hjónanna Sigríðar Kristín-
ar Einarsdóttur og Frið-
finns S. Arnasonar. Nám
við Handíða- og mynd-
listaskólann í Reykjavík
stundaði Dröfn árið 1963
og á síðasta áratug við
Myndlistaskólann á Akur-
eyri og í Finnlandi.
Um dagana liélt Dröfn
margar einkasýningar og
tók þátt í fjölda samsýn-
inga, bæði heima og er-
lendis. Hún hlaut ýmsar
viðurkenningar, meðal
Dröfn Friðfinnsdóttir á vinnustofu sinni.
annars menningarverð-
laun finnska sjónvarpsins
árið 1996 og heiðursviður-
kenningu í Tékkóslóvakíu
1998 og sama ár var hún
bæjarlistarmaður á Akur-
eyri.
Dröfn var einn af bestu
grafíklistamönnum ls-
Iands og sótti mikið form
og liti í listsköpun sinni í
náttúruna, landið og sitt
nánasta umhverfi sem var
henni mjög hugleikið.
Eiginmaður Drafnar var
Guðmundur Óskar Guð-
mundsson og eignuðust
þau þrjár dætur og fimm
barnabörn.
Kvennafangelsi fær GiiUprjóna
Tinna-Prjónablaðið Ýr
hefur veitt Kvennafang-
elsinu í Kópavogi viður-
kenningu sína, Gullpijóna
ársins 2000. Hjá Kyenna-
fangelsinu hefur Aslaug
Ólafsdóttir haft yfirum-
sjón með handmennt.
Undanfarin ár hafa fjöl-
margar fallegar flíkur orð-
ið til innan veggja fangels-
isins og er það ekki síst
fyrir atbeina Aslaugar að
margar konur hafa aftur Frá afhendingu Gullprjónanna í vikunni.
tekið upp íslenska hand-
verkið. Að hennar sögn hefur slíkt hjálpað, ekki bara viðkomandi, heldur
líka haft jákvæð áhrif á starfsandann.
Listaverk Langholtsskólanemenda
afkjúpað
Forelarafélag Langholtsskóla heldur hinn árlega vordag næstkomandi
laugardag 13.maí. Dagskráin hefst kl. 13 og stendur til kl. 16 . Meðal
dagskrárliða er ávarp skólastjóra, borgarstjóri kemur og afhjúpar lista-
verk eftir nemendur skólans kl. 13:30. Skemmtiatriði á vegum nemanda,
söngur, dans og leikþættir. Frá kl. 13:15 - 14:30. Sýning á vinnu nem-
enda í heimastofnunum þeirra og kennarar á staðnum. Andlitsmálun,
Ieiktæki og hægt að fara á hestbak. Nemendur 4. bekkjar spreyta sig á
pönnukökubakstri. Pylsur á grillinu, seldar á vægu verði. Kaffisala í um-
sjón nemenda. Bestu kveðjur Helga S. Sigurjónsdóttir í stjórn foreldra-
félags Langholtsskóla.
Ríiiirniasainningur um tölvur
Nýr rammasamningur um Tölvur, jaðartæki, rekstrarvörur og skyldan
búnað hefur verið undirritaður af Ríkiskaupum og nokkrum tölvufýrir-
tækjum. Samningurinn er umsvifamesti samningurinn í rammasamn-
ingakeríj Ríkiskaupa, og hefur velt um 300 m.kr. Aðilarnir sem samn-
ingurinn er gerður við eru: Aco hf., EJS hf., Nýherji hf., Opin kerfi hf. og
Tæknival hf. Þetta eru Ieiðandi aðilar í þessum viðskiptum á Islandi og
gefst áskrifendum rammasamningskerifsins umtalsvert svigrúm í vali á
búnaði auk þess sem í boði eru góð kjör sem nást fram meðsamstöðu
kaupenda. En seljendur fá á móti stóran hóp viðskiptavina og njóta þeirr-
ar viðurkenningar sem felst í því að vera valinn sem seljandi í ramma-
samningakerfið, enda miklar kröfur gerðar til gæða vöru þjónustu og fag-
mennsku í hvívetna.
Vilja íslenskt nafn - Stihla
Nafni Ijarskiptafyrirtækisins TNets, sem er í eigu Landsímans, Lands-
virkjunar og TölvuMynda, hefur verið breytt og heitir fyrirtækið nú
Stilda. Auk þess að nafnið var mjög líkt vörumerki erlends fyrirtækis, þá
var ákveðið að betur færi á því að hafa nafn fyrirtækisins íslenskt. Stikla
vinnur nú að uppsettningu Tetra-farstöðvakerfis síns, sem byggt er á
búnaði framleiddum af Nokia í Finnlandi og mun fyrirtækið bjóða þjón-
ustu sína á næstu vikum.
Mótmæla láguin daggjöldum
Aðalfundur Sjómannadagsráðs sem á og rekur Hrafnistuheimilin í
Reykjavík og í Hafnarfirði mótmælir harðlega þeim mismun á dagjöldum
sem fram kemur í nýlega undirrituðum samningi heilbrigðis- og tryggina-
málaráðuneytisins vegna nýs hjúkrunarheimilis við Sóltún og þeim dag-
gjöldum sem Hrafnistuheimilin búa við í dag.
Daggjöld Hrafnistuheimilanna hafa samkvæmt upplýsingum frá Sjó-
mannadagsráði verðið vanreiknuð til margra ára, sem leitt hefur til mjög
erfiðs reksturs undanfarin árn. Reynt hefur verið að fá leiðréttingu á dag-
gjöldum án þess að það hafi borið árangur og horfir nú til verulegs tap-
reksturs á þessu ári. 1 ljósi þeirra daggjalda sem hjúkrunarheimilinu við
Sóltún verður greitt krefst aðalfundurinn þess að daggjöld Hrafnistu-
heimilanna verði leiðrétt nú þegar.
Útskriftartónleikar
Dóra Erna Ásbjörnsdóttir ft.v.) er að Ijúka 8. stigi
á píanó og þau Snorri Hjálmarsson, Guðfinna
Indriðadóttir og Margrét Guðjónsdóttir eru að
Ijúka 8. stigi í söng við Tónlistarskóla Borgarfjarð-
ar og munu þau öll halda útskriftartónleika sína
um helgina. - mynd: ohr
Tónlistarskóli Borg-
arljarðar útskrifar nú
Ijóra nemendur með
8. stig. Að þessu
sinni útskrifar skól-
inn nemanda með 8.
stig í píanóleik, það
er Dóra Erna As-
björnsdóttir og mun
hún halda sína út-
skriftartónleika í
Borgarneskirkju laug-
ardaginn 13. maí nk.
kl. 1 7:00.
Þrír söngnemend-
ur luku 8. stigs prófi
að þessu sinni. Það
eru Guðfinna Ind-
riðadóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Snorri Hjálmarsson. Þau munu
halda útskriftartónleika sunnudaginn 14. maí nk. kl. 20:30 í Borgarnes-
kirkju. Tónleikarnir eru öllum opnir.