Dagur - 26.05.2000, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000- S
V&PT-
voru 40-50 sm há. Af öllum
þeim trjám er kominn ótöluleg-
ur fjöltli afkomenda, bæði sjálf-
sáinna og tilsáinna. Mér finnst
einstaklega tilkomumildð að
hafa fengiö að fóstra þessi tign-
arlegu tré og ber lotningu fyrir
tilvist þeirra hér. Nú sjást þess
víða merki að mikið var sett nið-
ur af smáum plöntum sem
margir höfðu mjög takmarkaða
trú á að myndu lifa og spretta.
Vfða hefur alls ekki verið grisjað
sem skyldi og hrædd er ég um
að hávaðinn yrði þungbær æði
víða ef plönturnar gætu látið
heyra í sér varðandi rótaþrengsli
í görðum með tilheyrandi nær-
ingarskorti. Mikill vindhalli
myndaðist í flestum limgerðum
fyrstu árin, en hefur horfið þar
sem rækilega hefur verið klippt
niður, nógu mikið.“
Steinar héðan og þaðan
Annars er garðurinn hreint æv-
intýri og þó hann sé langt frá því
að vera kominn í sumarbúning
þar sem stutt er Iiðið á vorið, er
hægt að sjá hversu mikið líf er í
honum. Meðfram húsinu eru
gangstígar úr ýmsum steinum
sem Jóna hefur dregið að. Sunn-
an úr fjörum, vítt og breytt um
landið og vestan af íjörðum, en
þangað fer hún reglulega með
plöntur og gróðursetur undan-
farin ár og þar lifir allt sem sett
er niður þrátt fyrir úrtölur og
ótrú flestra. Mikil blómabeð eru
við gangstéttina og húsið þar
sem plöntur af ýmsum tegund-
um lifa í sátt og samlyndi. Fal-
legar, fyrrnefndar Ilmbjarkir
senda frá sér Ijúfan ilm og í einu
horninu er gryfja þar sem barna-
börnin, en Jóna gætir sumra
þeirra flesta daga, leika sér
gjarnan. I Gryfjunni er borð og
bekkur í hring og steinar í botn-
inum. Þarna er sæmilegt skjól
og hægt að matast ef vill á góð-
um dögum. Steinarnir, sem
mynda tröppurnar og undirstöð-
ur borðsins eru úr útvegg sem
tekið var á dyraop út í garðstofu,
sem byggð var yfir veröndina,
fyrir allmörgum árum og þá
þurfti auðvitað að flytja til gróð-
ur og grafa fyrir nýrri verönd.
Það sumar var næstum aldrei
farið út í garð nema í stígvélum
og regngalla. A hverju ári fer
Jóna með kurlarann út og kurlar
niður mikið magn greina sem
safnast að henni yfirveturinn og
vorið. I greinahaugnum má sjá
eina og eina grein sem ekki hef-
ur látið sér segjast og heldur
áfram að laufgast og Iíka ösp
sem neitar að geispa golunni þó
svo búið sé að barka hana og
taka ofan af henni allt nema
smástubb.
„Þetta kurla ég allt niður og
dreifi í beðin. Þannig verður
þetta fljótt að mold og svo fer
allt í safnhauginn sem hægt er,
en ég kom strax uppsafnhaug
eða safngryfjum, þar til ég smíð-
aði núverandi safnkassa.“
Listaverk
Við innganginn í garðinn er fal-
legt listaverk sem vekur athygli.
Það er úr járni og líkist skipi á
siglingu. „Þetta var gert af sam-
starfsmönnum mannsins míns,“
segir Jóna, „og á að tákna líf
hans og vinnu. Mér þykir af-
skaplega vænt um þetta verk
þeirra sem bæði setur svip á
garðinn og minnir mig stöðugt á
hann.“ Annað sem vekur athygli
eru stórir trjádrumbar hér og
þar. „Þennan stóra fékk ég send-
an norðan úr Trékyllisvík á
Ströndum," segir Jóna og bendir
á stóran og mikinn drumb, sem
er undir listaverkinu. „Þeir safn-
ast að mér drumbarnir," segir
hún og brosir. Það safnast fleira
að Jónu Valgerði. Barnabörnin
sem sum hver búa hjá henni
umstundarsakir, plöntur frá hin-
um og þessum vinum hennar,
sem telja þeim vel borgið hjá
henni og allskonar dót sem hún
nýtir í aðskiljanlegustu nytja-
muni. Notaleg sólstofa er við
húsið og segir Jóna þau hafa
byggt hana eftir að húsið var
búið að vera í notkun í nokkur
ár. Þá var einfaldlega byggt við,
sett gler í þak og flísar í gólf í
stað verandarinnar, sem fyrir
var. Þar með var komin sólstofa,
garðhýsi, gróðurhús og leiksvæði
lýrir hörnin sem kunna svo
sannarlega að meta þessa við-
bót. Lítil girðing er utan um
pallinn við sólstofuna og segir
Jóna hana nýtilkomna. „Hér var
aldrei girðing en þegar yngsta
gengið af litlu barnabörnunum
varð svona stórt, nú sex, fjögurra
ára og yngri, bættust í hópinn
sem fyrir var, þótti ástæða til að
loka aðeins fyrir þeim leiðinni í
hætturnar sem leynast hér svo
víða. Eg er nefnilega fyrir löngu
búin að taka runnana sem lok-
uðu lóðinni svo vel þegar mín
börn voru lítil og nú er opið út á
götuna. Litlir krakkar geta verið
svo ótrúlega fljótir í förum og
full ástæða til að loka hætturnar
frá þeim."
Skj ól úr ruimtim
Misstórir og margvíslega lagaðir
rekaviðardrumbar eiga sinn til-
finningasess hjá Jónu. Hún seg-
ist hafa heillast af stórfengleik
hafsins og þess sem það bar
með sér sem smástelpa. „Saga
þessara drumba og hingað koma
er mér afar kær. I þeim má sjá
endalaust líf og síbreytilegar
myndir, rétt eins og í öllum
steinum. Þeir hafa öðlast sér-
heiti hjá mér s.s. Hinn þríhöfða
vættur, Hið eilífa faðmlag,
Sporðaskellir o.fl. o.fI.“ Móðir
jörð er á eilífu iði og hreyfingu,
það sést óvíða betur en í görðum
þar sem kantar hafa verið
steyptir eða hlaðnir við mishæð-
ir í Iandslagi. Hérna meðfram
gangstígnum var steyptur kant-
ur, sem smám saman sprakk og
steyptist að hluta til fram yfir
sig. Þegar ég sá hvert stefndi
plantaði ég mispilgerði gengt
veröndinni og lét það ná sér upp
í nokkur ár. Veggurinn var svo
grafinn upp og notaður sem
púkk við hús einnar dóttur
minnar. Viðjugerðið sem var
innan við vegginn fór í skjólvegg
hjá henni en ég setti þennan
fláa, plantaði fremur hægvaxta,
skriðulum lággróðri í hann og
kom fýrir strjálu stórgrýti ásamt
þessum steinþrepum að gang-
stígnum. Við það opnaðist garð-
urinn verulega, sem er mjög
skemmtilegt núna en hefði alls
ekki gangið meðan skjólleysið
ríkti.“
Uppeldisstöðin
Innar og á bak við húsið er upp-
eldisstöðin.
„Hér rækta ég allt mögulegt,"
segir Jóna. I fýrstu voru kartöfl-
ur og margvíslegt grænmeti
ásamt blessuðum rabarbaranum
á þessu svæði nú eru hér að
mestu plöntur sem ég forrækta
og fer með vestur, plöntur til að
gefa t.d. í nýja garða, afmælis-
og innflutningsgjafir, og plöntur
sem ég nota sjálf og er að gera
tilraunir með. Það er afar
spennandi og forvitnilegt að sjá
hvernig plönturnar bregðast við
flutningi, þótt örstutt sé farið.
Eg hef stundum lent í margföld-
um afföllum þótt aðeins sé farið
u.þ.b. eins km loftlínu, eins og
hér út í Lyngásinn, það var þol-
raun. Hálfskondið að þegar loks-
ins sást árangur erfiðis kom í
Ijós að hluta gróðursins þurfti að
rífa upp og flytja í burtu því
brún að götu hafði verið rangt
tekin í upphafi og gangstéttar-
lögn dregist um árabil“ Það er
greinilegt á Jónu að hún metur
garðinn sinn mikils, enda segist
hún fá úr honum kraft og orku.
„Það er svo gott að potast í garð-
inum og dunda við þau störf
sem upp koma,“ segir hún.
„Þeirri vinnu er aldrei lokið og
ég hef aldrei reynt að gera garð-
inn minn að einhverju módeli
eða tískugarði. Ég bvrja alltaf
seint á vorverkunum, veður eru
oft óstöðug og ég hugsa mér
alltaf að plöntur geti liðið rnjög
af fótkulda ef rifið er ofan af
beðum með offorsi um leið og
örlar á vori svo tapast svo margt
sjálfsáð og seinsprottið. Garður-
inn fær að vera eins og hann er,
aðsetur plantna, ánamaðka,
skordýra, runna, trjáa, blóma og
barna. Ég tek til í honum á vor-
in, þegar allt er komið á fullt hér
og er svo bara að vinna mig í
gegnum framhaldsverkefni þar
til í október, kemst aldrei yfir
nema brot af því sem þyrfti.“
- VS