Dagur


Dagur - 26.05.2000, Qupperneq 10

Dagur - 26.05.2000, Qupperneq 10
10 - FÖSTVDAGUR 26. MAÍ 2000 Thgpr HÚS OG GARÐAR Fæstirvilja óboðna gesti ígarðinn, hvort sem það erupöddureða illgresi. Ýmislegter hægtaðgeratilað vinnabugáslíkum gestum en þó erjyrsta skrefið að þekkja þá. Illgresi nefnist einu nafni gróð- ur sem er þar sem hann á ekki að vera og gildir þá einu hvort viðkomandi plöntur eru fallegar eða ljótar. Fæstir vilja þessa óboðnu gesti í garðinn en engar töfralausnir eru til. Bara að reyta og reyta og reyta. Og helst að byrja að reyta þar sem minnst sést til, þ.e. á svæðum sem að öllu jöfnu mæta af- gangi. Bakgarðinn og svæði sem eru í hvarfi því þá eru meiri líkur til þess að lokið verði við hin svæðin Ifka, þessi sem sjást svo vel. Þau nefnilega blasa við manni í hvert sinn sem gengið er framhjá og kalla á að eitthvað sé gert. Það er líka gott að hafa það í huga að sé settur illgresiseyðir á plöntur, þá nota þær gjarnan síðustu kraftana til að dreifa fræjum og sá sér. Því er best að reyna að losna við illgresið áður en það myndar fræ. Einært ill- gresi getur auðveldlega lifað af veturinn og því er skynsamlcgt að hreinsa beð seint að hausti og ef koma mildir vetrardagar, að nota þá tækifærið og tímann og týna burt það illgresi sem lætur kræla á sér. A haustin þegar tré og runnar fella laufið kemst betri birta að illgresinu og það vex gjarnan vel og svo má ekki gleyma því að hitastig í safnkassa verður að vera töluvert til að drepa fræin. Arfi og sóley En hvaða iilgrcsi herjar helst á íslenska garðeigendur? Það er fyrst tii að taka það sem í dag- legu tali er kallað arfi, haugarfi og hjartaarfi. Þessar tegundir er auðvelt að reyta og flestir þekkja þær. Fjölærar skrið- plöntur eins og skriðsóley, húsapuntur, hóffffill og eflting eru mjög erfiðar viðureignar og getur tekið mörg ár að uppræta þær. Rótakerfi þeirra skríður um allt og jafnvel þó skorið sé af rót hóffífils á allt að 30 sm dýpi þá getur vaxið upp af henni aftur því næringarforð- inn er svo mikill. Best er að taka fi'Haræturnar fyrst á vorin og eins njólann, þó hann sé ekki eins illvígur og fíflarnir. Elftingio - næstnm ódrepandi Húsapuntur er mjög erfiður við- Haugarfi er þekktur hjá flestum garðeigendum en sóleyjar og fíflar eru ekki síðra illgresi í ræktuðum garði. í landi þar sem myrkur er jafn mikið og hér, er engin ástæða til annars en að vera með Ijós sem víðast. Ljós I sumarrökkri jafnt og vetrar- myrkri er fallegt að sjá upplýstan garð eða heimtröð. Til að árang- ur sé í samræmi við vilja íhú- anna og góð heildarmynd fáist, er gott að leita til sérfræðinga eða hönnuða á sviði lýsingar en auðvitað hefur smekkur talsvert að segja Iíka. Það getur verið nauðsynlegt af öryggisástæðum að Iýsa upp tröppur svo fólk sjái þær í skammdeginu og svo getur ver- ið skemmtilegt að lýsa upp lista- verk eða ákveðna hluta garðsins með sterkum kösturum en Iágir ljósastaurar og skrautlýsingar tengdar trjám eru þó vinsælastar nú. Best er að lýsingin sé óbein og að ekki séu notuð ljós sem varpa hirtunni beint í augu þeirra sem koma. Ef lóðin er ný, er skynsamlegt að Ieggja rör strax að þeim stöð- um sem eigendur telja að geti hentað vel íyfrir Ijós. Það sparar uppgröft seinna. — VS fangs og fátt við honum að gera nema eitra ef hann nær sér á strik. Svo er það elftingin, þessi sakleysislega planta sem lítur út eins og lítið grenitré. Það er þrautin þyngri að ná henni burt ef hún á annað horð hefur fest rætur. Helsta ráðið er að vera á stöðugum verði og taka hvert smálauf um leið og það birtist. Hún unir sér vel í súrum jarð- vegi og blautum og virðist vera næstum ódrepandi, enda ná rætur hennar allt að tveim metr- um niður í jörðina. Sérfræðingar gefa ráð Sóleyin okkar sem er svo falleg á að Iíta er svarin óvinur garð- eigenda. Ræturnar eru afar skriðular og hún skýtur upp kollinum aftur og aftur þó búið sé að hreinsa vel. Það er til eit- ur sem vinnur á henni og stundum virðist ekkert annað til ráða en að nota það. Fleiri tegundir eru til sem flokkast sem illgresi en þessar eru al- gengastar. Best er að spyrja ráða í garðyrkjuslöðvum, oft luma sérfræðingar á góðum ráðum. - vs Skraut 1 garðinn Margt annað en tré og blóm get- ur sett svip á garðinn. I verslun- um er til mikið úrval skraut- muna, bæði lítilla og stórra, dýrra og ódýrra. Einfaldir og hversdagslegir hlutir geta auð- veldlega orðið að skrautmunum séu þeir settir í nýtt umhverfi og má til að mynda nota stórar og skemmtilegar trjárætur, gamlar hjólbörur, bíldekk, trjádrumba og steina til skrauts. En líka fal- legar styttur og hlómaker, Ijós og listaverk. Alit eftir efnum, hug- myndaflugi og áhuga íbúanna. - VS R( ‘yk j avíkuiix >rg Borgarskipulag A 19&A KOPAV OGSBÆR Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur og Kópavogs ásamt deiliskipulagstillögum fyrir félagssvæði Víkings og íþrótta- og skólasvæði Handknattleiksfélags Kópavogs og Snælandsskóla í samræmi við 21. gr., sbr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996- 2016. Breytingin felst í því að 0,5 ha svæði neðan við Grundarland í Fossvogi, milli borgarmarka útivistarsvæðis til sérstakra nota (merkt G) og borgarmarka Kópavogs breytist úr almennu útivistarsvæði í útivistarsvæði til sérstakra nota (merkt í). Breytingin er gerð til að stækka félagssvæði Handknattleiksfélags Kópavogs (H.K.) innan borgarmarka Reykjavíkur. Jafnframt er auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 1992-2012. Félagssvæði Handknattleiksfélags Kópavogs í Fossvogsdai stækkar til austurs og norðurs, þannig að opið svæði verður að opnu svæði til sérstakra nota. Breytt landnotkun verður á félagssvæði Knattspyrnufélagsins Víkings, sem stækkar til suðurs innan bæjarmarka Kópavogs - opið svæði verður að opnu svæði til sérstakra nota. Þá er í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga auglýst til kynningar deiliskipulag íþróttasvæðis Víkings og íþrótta- og skólasvæðis Handknattleiksfélags Kópavogs og Snælandsskóla. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa Reykjavíkur, Borgartúni 3, 1. hæð og á skrifstofu Bæjarskipulags Kópavogs, Fannborg 6, virka daga kl. 10:00 - 16:00 frá 26. maí til 23. júní 2000. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eða Bæjarskipulags Kópavogs eigi síðar en 7. júlí 2000. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests, teljast samþykkir. Skipulagsstjóri Kópavogs Skipulagsstjóri Reykjavíkur

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.