Dagur - 03.06.2000, Síða 1

Dagur - 03.06.2000, Síða 1
1 MS-siúklingar sitja fastir í kemsdeilu Tregða í heilbrigöis kerfLiiu hefur valdið því að stór hópur MS- sjúkliuga fær ekki þaim skanunt af taugalyfi sem til þarí. Hið versta mál, segir landlæknir. „Ég veit ekki hvað skal segja. Það er eins og að þessir sjúklingar séu fastir í einhverjum Bermúda-þrí- hyrningi. Það virðist vera einhver togstreita milli stofnana sem við líðum fyrir. Einnig er það erfitt fyrir lækna að vita að þeir séu að gefa Iyíjaskammt sem dugar ekki. Vonandi fara þessi mál að leys- ast,“ segir Vilborg Traustadóttir, formaður MS-félagsins, en stór hópur MS-sjúklinga, um 80-100 manns, hefur ásamt sínum taugalæknum staðið í stappi við heilbrigðiskerfið hér á landi síð- astliðin tvö ár til að fá aukinn skammt af lyfinu Interferon beta, sem heldur sjúkdómnum niðri og seinkar einkennum hans um mörg ár. Sjúklingarnir, sem flest- ir eru á aldrinum milli tvítugs til fimmtugs, hyggja sína framtíð á þessu lyfi. Rannsóknir hafa sýnt með óyggjandi hætti að sá skammtur sem gefinn er í dag, 22 milligrömm einu sinni í viku, gæti lengt lífdaga sjúk- linganna verulega, ef hann væri gefinn þrisvar í viku. Betrumbót var síð- ast lofað 1. apríl sl. en enn hefur ekkert gerst. Ekkl til eftirbreytni Sigurður Guðmundsson Iand- læknir sagði í samtali við Dag að embætti hans hefði reynt mikið til að koma málinu í höfn, enda væri það skylda heilbrigðiskerfis- ins. Svo virtist sem einhver tregða væri í kerfinu sem væri ekki til eftirbreytni. Vandamál virtust vera vegna skiptingu greiðslna milli Tryggingarstofn- unar og spítalanna. „Pólitískur vilji er fyrir þessu og faglega séð er þetta engin spurn- ing. Það er hið versta mál að við getum ekki boðið upp á þessa með- ferð. Við verðum að gera allt sem í okk- ar valdi stendur til að flýta þessu. Það er ekki mjög skyn- samlegt að beita meðferð sem ekki skilar tilætluðum árangri," sagði Sig- urður. Meðal aðgerðanna er að koma á framfæri klínískum leið- beiningum um bestu noktun lyfs- ins í samráði við taugalækna. Einnig verði reynt að meta í starfshópi lækna hve margir sjúk- lingar hefðu not af þreföldum skammti og að þeir fái hann sem fyrst. Skammturinn sem MS-sjúk- lingar hafa fengið seinkar helstu einkennum sjúkdómsins um 25- 30%, þ.e. um 3 ár á 10 ára tíma- bili, en þrefaldur skammtur er sagður gefa 65-70% árangur. Eft- ir því sem næst verður komist er svona lítill skammtur af lyfinu ekki gefinn í öðru vestrænu landi, þar sem það er á annað borð notað. Annað lyf svipaðs eðlis er einnig í gangi, einkum í Bandaríkjunum. Interferon beta var óskráð þar til um síðustu áramót. Þegar lyf- ið var tekið í notkun árið 1996 kostaði ársskammtur fyrir hvern sjúkling 700 þúsund krónur og í dag er hann kominn niður í kringum 400 þúsund krónur. Þrefaldur skammtur gæti því kostað á bilinu 1,1 til 1,2 millj- ónir króna. Málið í hnút Aðspurður um ástæður þess að afgreiðsla málsins hefur tafist í kerfinu, sagði Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráð- herra, að málið væri í hnút sem það ætti ekki að vera í. Vonandi fyndist lausn innan tíðar. - BJB létta mörgum MS- sjúkling- um h'fið, væri skammturinn þrefaldadur. Langflestir þeirra sem greiddu atkvæði um spurningu Dags á Netinu segja að einkalíf forseta íslands komi þeim ekkert við. Mikil þátttaka var í atkvæða- greiðslunni, því rétt um tvö þús- und manns svöruðu spurning- unni: „Skiptir einkalíf forsetans þig máli?“ Yfirgnæfandi meiri- hluti, eða 90%, svöruðu því neit- andi. Aðeins 10% töldu að einkalíf forsetans skipti þá máli. Spurt var í tilefni af blaða- mannafundi þar sem forsetinn opinberaði trúlofun sína og Dor- rit Mousaieff. Nú er hægt að greiða atkvæði um nýja spurningu Dags á Net- inu. Hún hljóðar svo: A „kynvill- ingur“ að vera bannorð f fjöl- miðlum? Spurt er vegna fram- kominnar kæru á hendur sjón- varpsstöðinni Omega. Slóðin er sem fyrr www.visir.is Sjómeim, til haniingju Sjómannadagurinn á morgun er haldinn hátíðlegur víða um land. Umfjöllun tengd sjómannadegi er að finna víða í blaðinu t dag. Viðtal er við formann Sjómannasambandsins á bls. 4, ritstjórnarspjall á bls. 7 er helgað þessum degi, á bls. 18 er rætt við formenn sjómannadagsráðs á Akureyri og í Reykjavík og umfjöllun er í íslendingaþátt- um. Á myndinni eru kátir sjómenn Margrétar EA, á leið í land í vikunni með metafla. Þeir halda án efa upp á daginn, líkt og kollegar þeirra um land allt. mynd: brink tJrill forræðis- hyggja sjálf- stæðismanna „Núna er umburðarlyndið alger- lega horfið og í staðinn er komin úrill forræðishyggja þar sem flokkurinn gerist eins konar hug- myndalögga að sovéskum sið. Það sást vel þegar Sjálfstæðis- flokkurinn lagðist í hælana á mætum klerki fyrir að skrifa smásögu sem flokknum þótti vond en ekki síður þegar þetta gamla bólvirki kirkjunnar taldi viðeigandi að halda upp á þús- und ára afmæli kristnitökunnar með því að lemja sjálfan hisk- upinn opinberlega fyrir að vera klisjukall af því hann leyfði sér að telja að bilið milli ríkra og fá- tækra hafi breikkað f góðærinu." Þetta segir Ossur Skarphéðins- son formaður Samfylkingarinnar m.a í helgarviðtali. Margs er að gæta í útlöndum; sólin, matarræðið og skordýrin geta verið varhugaverð. Farar- stjóri hjá Samvinnuferðum Landsýn upplýsir lesendur Dags um hvað ber að varast. Islenskur saltfiskur er veislu- matur víða, en ekki bara mánu- dagsmatur alþýðunnar. Elvar Reykjalín segir frá því í Matar- gatinu. Þeir eru orðnir þekktir í fjöl- miðlum bræð- urnir Sigurjón og Sindri Páll Kjart- anssynir. Sigur- jón hóf feril sinn 1994, en Sindri byrjaði í brans- anum síðastliðið haust. Nánar um þá bræður í helgarblaðinu. Dagur mun næstu vikur birta verðlaunasögur úr smásagna- samkeppni Menningarsamtaka Norðlendinga og Dags. Og að sjálfsögðu er byrjað á sögunni sem fékk fyrstu verðlaun. I þættinum Sönn dómsmál er að þessu sinni fjallað um ban- væna afbrýðissemi. Margt fleira - góða helgi! Sigurjón og Sindri Páll. DEH-P3100-B • 4x45 magnari • RDS • Stafrænt útvarp FM MW LW • 24 stöðva minni • BSM • Laus framhlið • RCA útgangur • Klukka • Þjófavörn • Loudness þrískiptur | Setjum tækið f bílinn þér að kostnaðarlausu Gerir góðan bíl betri Qelslagötu 14 • Slml 462 1300

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.