Dagur - 24.06.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 24.06.2000, Blaðsíða 2
2 —LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000 D&fptr FRÉTTIR Stefnt að 17 millj- arða tekjuafgangi Fjárlög 2001. Ivið meiri afgangur en í ár. Niðurskurður í sanmeyslu ávísuu á óróa. Áhyggjufiillt at- vinnulíf. Stefnt er að því að 17 milljarða afgangur verði á fjárlögum ríkis- sjóðs á næsta ári. Það er ívið meira en á þessu ári. Við fjár- lagagerðina er verið að farið yfir alla þætti með tilliti til fram- kvæmda ríkisins og áhrifa þess á þenslu. Jón Kristjánsson, for- maður fjárlaganefndar Alþingis, segir að menn hafi einsett sér að setja ekki þær tekjur sem koma inn vegna aukinnar einkaneyslu út í efnahagslífið. Hann segist vonast til að hægt verði að ná þessu án þess að skera niður samneysluna að neinu marki. Enda mundi sjálfsagt verða órói á vinnumarkaði ef gengið yrði mjög harkalega fram í því. MiMar áhyggjur Á fundi Samtaka atvinnulífsins í fyrradag kom fram að atvinnu- rekendur hafa miklar áhyggjur af versnandi sam- keppnisstöðu at- vinnulífsins og verðbólgu. Þau hafa m.a. hvatt ríki og sveitarfélög til að draga úr út- gjöldum sínum. Samtökin telja einnig að það þyrfti að létta á þeim úrræðum sem birtast í háum vöxtum og háu gengi í pen- ingastjórnun með meira aðhaldi í opinberum rek- stri. Einnig þarf að stuðla að minni neyslu al- mennings og auka sparnað í stað skuldasöfnunar. Þá sé mjög að- kallandi að ræða allar leiðir til að bæta samkeppnis- stöðuna, lækka kostnað og auka framleiðni. I húfi sé m.a. áfram- haldandi velmegun, stöðugleiki og friður á vinnumarkaði með kjarasamningum til langs tfma. Þögn niii innflutiiiiigsverð Formaður Ijárlaganefndar segist alls ekki gera lítið úr þætti ríkis- sjóðs í þessu máli og þeim vanda sem mikil þensla getur haft á efnahagslífið. Hinsvegar finnst honum að Samtök atvinnulífsins mættu einnig beina tilmælum sínum til ýmissa annarra að hægja aðeins ferðina. I því sam- bandi bendir Jón t.d. á að þrátt fyrir gengisþróunina hafi inn- flutningsverð ekki Iækkað sem því nemur. Hann segist engar ályktanir hafa heyrt um það frá Samtökum atvinnulífsins. „Krítískt“ ástand Aðspurður hvort hann sé jafn bjartsýnn og forsætisráðherra að hægt sé að ná tökum á verðbólg- unni segir hann að ástandið sé mjög „krítískt." Hinsvegar telur hann enga ástæðu til að vera með heimsendaspár í þeim efn- um. Engu að síður verður að leita allra ráða til að „kæla“ efna- hagskerfið ef svo má segja. Það sé einnig mjög alvarlegt þegar verðbólgan mælist yfir 5% í nú- tíma efnahagskerfi og alþjóðlcgri samkeppni. Enda sé ekki hægt til lengdar að búa við allt annað verðbólgustig en aðrar sam- keppnisþjóðir. Af þeim sökum sé það mjög áríðandi að það takist að koma böndum á verðbólguna og hann vonar að svo geti orðið. -GRH Greiðslur Innheimtustofnunar svara til þess að hún hafi þurft að greiða með um 3.600 börnum milljarðiir í meðlag Innheimtustofnun sveitarfélaga fékk 544 milljónir úr Jöfnunar- sjóði í fyrra til að greiða meðlag með börnum fyrir feður sem sem ekki stóðu í skilum með sín lögboðnu meðlög, samkvæmt Sveitarstjórnarmálum. Al- mennt meðlag nam um 152.300 krónum með hverju barni á síð- asta ári. Greiðslur innheimtu- stofnunar svara því til þess að hún hafi þurft að greiða með um 3.600 börnum, fyrir feður þeirra - sem er t.d. litlu minni barna- hópur heldur en fæðist hér á landi ár hvert. Þessi 544 millj- óna vanskilameðlög, sem greidd voru úr opinberum sjóðum, samsvöruðu rúmlega 20% af greiðslum Jöfnunarsjóðs til grunnskólanna í landinu. En þau námu um 2.650 milljónum króna á síðasta ári. -HEl Háskólaúrskurð- ur feHdur úr gUdi Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema hefur fellt úr gildi úrskurð háskólaráðs frá 7. apríl í kærumáli Stúdentaráðs gegn há- skólaráði. Málið snýst um fram- kvæmd samkeppnisprófa í hjúkr- unarfræði, en þar var prófum breytt eftir að þau voru Iögð fyr- ir, þ.e. ákveðnar spurningar voru teknar út. Þetta Ieiddi til þess að nemandi sem átti að komast áfram miðað við þau próf sem lögð voru fyrir lenti utan þess 69 manna hóps sem hleypt var áfram. Háskólaráð féllst á þessa framkvæmd en Stúdentaráð ekki og kærði til áfrýjunarnefndar þar sem krafist var að viðkomandi nemandi fengi heimild til að halda áfram námi sínu í hjúkrun- arfræði. Krafa Stúdentaráðs var sem sagt tekin til greina. Úrskurður áfrýjunarnefndar- innar hefur mikið fordæmisgildi, þar sem fleiri nemendur eru í sömu sporum, þ.e. komust ekki áfram vegna framangreindra að- gerða. Tveir nemendur í viðbót hafa þegar kært til háskólaráðs og ekki er ólíklegt að fleiri bætist í hópinn. Þetta var í fyrsta sinn sem Stúdentaráð kærði til áfrýj- unarnefndar í kærumálum há- skólanema. Samnmi á iiskmörkuðuin Fyrirtækin íslandsmarkaður hf. og Reiknistofa fiskmarkaða hf. verða sameinuð frá og með næstu mánaðamótum, sam- kvæmt samkomulagi sem stjórnir þeirra hafa undirritað. Bæði þessi félög hafa annast rekstur tölvukerfa fyrir fiskmarkaði landsins og er tilgangur samein- ingarinnar að auka hagkvæmni í rekstri, að auðvelda frekari upp- byggingu tölvukerfanna, að auka möguleika til að flytja út íslenska þekkingu á þessu sviði og að bæta þjónustu við fiskmarkaði, fiskkaupendur og seljendur. Samruninn fer þannig fram að Reiknistofa fiskmarkaða tekur yfir allar eignir og skuldir Is- landsmarkaðar en nýja fyrirtældð mun svo heita íslandsmarkaður hf. Ingvar Örn Guðjónsson verð- ur framkvæmdastjóri en hann kemur frá Reiknistofunni. Franskir í Höfða Sjóliðar frönsku skonnortanna frá bænum Paimpol, sem legið hafa við Miðbakka, gáfu borginni gjafir í gær og lögðu blómsveiga í kirkju- garðana við Suðurgötu og í Fossvogi til minningar um franska sjó- menn, sem fórust við Islandsstrendur á árum áður. Sjóliðarnir þáðu síðan hádegisverð í Höfða í boði borgarstjóra. Skonnorturnar hafa verið hér í tilefni af siglingakeppni sem fram ler milli Paimpol og Reykjavíkur. Hryggð og vanþókmm Framkvæmdanefnd Stórstúku Islands IOGT lýsir yfir sárri hryggð og mikilli van- þóknun á þeirri yfirgengilegu undanláts- semi sem viðgengst nú í leyfisveitingum til áfengissölu af hvaða tilefni og og við hvaða tækifæri sem er. Þetta kemur fram í álykt- un sem framkvæmdanefndin hefur nýlega gert. Gleggstu dæmin um þetta segir framkvæmdanefndin vera áfengissölu á tónleikahátíðum í höfuðborginni þar sem þó var vitað að mikill fjöldi tónleikagesta var langt undir lögaldri til áfengiskaupa og markhópurinn jafnvel börn og unglingar. I bókuninni segir einnig: „Framkvæmdanefnd Stórstúku Islands vekur athygli á þvf að hvarvetna hefur greiðara aðgengi að áfengi Ieitt til aukinnar neyslu þess með öllum þeim skelfilegu vandamálum sem henni fylgja. Ekki hvað síst kemur þetta fram í neyslu æ yngri aldurs- hópa svo sem við höfum skýrust dæmi um hér á landi í framhaldi af því að lögleidd var sala á bjór.“ Stórstúkan óánægð með áfengismálin. Fjórir prófessorar í myndlist Rektor Listaháskóla íslands hefur ráðið f fjórar stöður prófessora við myndlistadeild skólans. Umsóknir um prófessorsstöður voru alls átján. Dómnefnd um mat á hæfi umsækjenda komst að þeirri niður- stöðu, að átta umsækjendur teldust „Vel hæfir,“ þrír „hæfir,“ en sjö tiildust ekki uppfylla sett skilyrði. Þau sem ráðin hafa verið eru Anna Líndal, Einar Garibaldi Eiríksson, Ingólfur Örn Arnarsson og Tumi Magnússon. Ráðning hvers þeirra er til allt að þriggja ára. Þá hefur Gunnar Harðarson, heimspekingur og dósent við Háskóla íslands, verið ráðinn gestaprófessor við dcildina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.