Dagur - 24.06.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 24.06.2000, Blaðsíða 4
4 - LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000 FRÉTTIR Vinnubúðir með svefnplássi fyrír tugi útlendinga eru nýmæli I tengs/um við byggingarframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Þessar búðir eru á vegum ístaks við Smárann I Kópavogi þar sem verið er að byggja 60 þúsund fermetra verslunarhöll. - mynd: e.j. Vinnubúðir fyrir útlendinga Svefnpláss fy?ir 40 manns. Mötuneyti fyrir um 100 inaims. Skortur á iðnaðarmönnum. Tnnflntt viimuail. Istak hefur reist vinnubúðir með svefnpláss fyrir 40 manns og mötu- neyti fyrir um 100 manns við Smára- lind í Kópavogi. Þar er framkvæmdir hafnar við byggingu um 60 þúsund fer- metra verslunarhallar sem ætlunin er að opna næsta haust. Þorvaldur Arna- son verkefnisstjóri hjá Istaki segir að þessar vinnubúðir séu fyrst og fremst hugsaðar fyrir þá útlendinga sem vinna við bygginguna. Þess utan nýtist mötu- neytið einnig fyrir aðra starfsmcnn. Hann segir það vissulega nýmæli að vinnubúðir séu settar upp vegna fram- kvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Það sé hinsvegar mikið hagræði af því enda ekki hlaupið að fá annað húsnæði fyrir starfsmenn. Skortur á iðnadarniönniini Töluverður skortur hefur verið á iðn- aðarmönnum á höfuðborgarsvæðinu. Istak og önnur fyrirtæki hafa brugðist við þessu ástandi með því að flytja inn erlenda iðnaðarmenn. Sigfús Thorarensen hjá ístaki telur að fyrir- tækið geti þurft að flytja inn einhverja tugi erlenda starfsmenn vegna þessa ástands. Þarna sé einkum um að ræða trésmiði en einnig aðra iðnaðarmenn. Þegar séu nokkrir Portúgalar í vinnu hjá Istaki sem og einnig iðnaðarmenn frá Norðurlöndum eins og t.d. frá Sví- þjóð. Þá sé alltaf eitthvað um það að norrænir iðnaðarmenn komi á eigin forsendum til Islands í Ieit að atvinnu. Sigfús segir góða reynslu af portú- gölsku iðnaðarmönnum og svipaða sögu megi reyndar segja um starfs- menn af öðrum þjóðernum sem unnið hafa hjá fyrirtækinu. Hinsvegar kapp- kostar fyrirtækið að fá íslenska iðnað- armenn ef þess sé einhver kostur. Það hefur hinsvegar verið erfitt upp á síðkastið. Markaðurinn sé aftur á móti sveiflukenndur og því sé erfitt að spá fram í tímann um framhaldið í þessum efnum. — GRH Yfirtaka Norðurljós- inanna á Fínum Miðli hefur hingað til verið átakalaus en í íyrstu ótt- uðust memi þar á bæ að hausar færu flj ótlega að ijúka. Sett hefur verið af stað undirbúningsviima um framtíð stöðva Fíns Miðils en starfsmenn stærri stöðva segjast liafa ástæöu til þess að bera höfuðið hátt. Ekki er hægt að segja það sama um litlu stöðvamar en þar á bæ lesa menn lítið aimað en atvimmaug- lýsingar... Urgur er í ungum framsóknar- möimum sem í dag halda sam- bandsþing sitt á Hólum í Hjalta- dal. EkM hefur gróið um heilt á milli iýlkinganna tveggja sem mættust á Laugarvatni fyrir tveimur árum og ekki eru allir sáttir við að Einar Skúlason haldi áfram sem formaður SUF. Heyrst hefur að Einar sjálfur sé ekkert alltof ánægður með stöðu mála en þar sem enginn annar fékkst í verkið neyðist hann til þess að sitja áfram... Einar Skúlason. í pottinum höfðu menn heyrt af mörgum Sunn- lendingum sem væru orðnir svo taugaspenntir og vansvefta vegna skjálftanna að þeir mættu ekki við minnsta áreiti. Ekki mættu menn reka sig í borðfætur í eldhúsum eða á fundum án þess að hrökkva upp, þess fullvissir að enn einn skjálftinn væri að ríða yfir. Einnig höfðu pott- verjar heyrt dæmi um hús- freyjur sem vöknuðu upp með harmkvæl- um þegar hús- bóndinn væri að snúa sér við í rúminu. Þá hafa margir, sem bet- ur fer, sýnt lýr- irhyggju og tekið málverk og aðra muni niður af veggjum. Veggir stæðu því berir og sumir hrein- lega kölluðu á það aö vera málaðir... FRÉTTAVIÐTALID Karl Bjömsson form. aImannavamamefndar Árborgar Almannavamanefndir í Ár- nessýslu funduðu ígærum skjálftana, fóm yfirstöðuna og spáðu íframhaldið. Enn er beygur ífólki en það ætlarað halda sínu striki um helgina. Nógumaðvera. Reyniun að lifa lífuiu - Hvaðfórfram á þessumfundi? „Fulltrúar úr almannavarnanefndum sveitar- félaganna í Árnessýslu komu saman, ásamt byggingarfulltrúum, vísindamönnum og fram- kvæmdastjóra Almannavarna ríkisins. Við fjöll- uðum aðallega um það svæði sem verst kom út úr seinni skjálftanum. Sveitarstjórnir höfðu virkjað sína hyggingarfulltrúa í að skoða allar eignir sem vitað var um tjón á hvað slysahættu varðar, og merkja ákveðnar eignir sem teljast hættulegar. Almennt fórum við yfir stöðuna, hvað mætti læra af þessu og hvað hefði mátt betur fara. í raun voru menn ánægðir með hvernig til tókst. Þetta kerfi gekk allt nokkuð vel. Hjá fulltrúum lögreglu og björgunarsveita kom fram ánægja með samskipti við almanna- varnarnefndir, og öfugt. Þáttur Rauða krossins hefur einnig verið mjög sterkur í þessu. Þessir aðilar cru farnir að vinna mjög vel saman. All- ir kunnar orðið sitt hlutverk nokkuð vel.“ - Hvað sýndist ykkur helst hafa farið tír- skeiðis? „Það var nú ekld mikið. Helst er það, ef mögulegt væri, að auka hraða á upplýsinga- streymi til fólks, og hafa það jafnvel víðtækara. Upplýsingar skipta svo mildu máli, og ekki síst réttar upplýsingar. Einnig að setja viðvaranir strax í gang og lokanir á samgönguæðum og sprungusvæðum. Víða er verið að gera öryggis- ráðstafanir eftir skjálfta, en kannski einum degi of seint sums staðar. Best væri ef allt gerð- ist jafn harðan. Oddvitar og sveitarstjórar á svæðinu hafa unnið gott verk. Strax eru komn- ar mjög góðar verkfræðilegar úttektir á bygg- ingum. Þetta er óháð mati Viðlagatryggingar, sem sér um sinn þátt málsins er varðar tjóna- bætur. Við erum fyrst og fremst að hugsa um öryggið. Einnig ræddum við stöðu þeirra íjölskyldna sem geta í raun ekki húið áfram í sínum hús- um. Sem betur fer er það ekki mjög algengt en við þurfum að bregðast við slíkum tilfellum." - Hvað eru þessar verkfræðilegu úUeklir að segja ykkur helst? „Þa' er var t.d. niðurstaðan í einu sveitarfé- laginu að fjögur hús væru algjörlega óíbúðar- hæf vegna skemmda og hættu á hruni. Við ætl- um að koma þessum upplýsingum áfram til frekari vinnslu hjá rannsóknamiðstöð Háskól- ans í jarðskjálftaverkfræði, sem starfar hér á Selfossi. Við þurfum að læra af þessu. Það er í samstarfssamningi sveitarfélagsins Árborgar og almannavarnanefndar við Háskólann að nýta sér svona upplýsingar í þágu forvarna til fram- tíðar.“ - Er enn beygur ífólki eftir skjálftana? „Ég tel að þetta hvíli enn á fólki, því er órótt. Það er ekki búið að aflýsa þessu ástandi. Enn eru hreyfingar í jarðskorpunni þannig að allir eru enn í viðbragðsstöðu, og verða þar til vís- indamenn munu gefa það út að þessu ástandi sé að linna eða það að breytast. Hér eru marg- ir búnir að gera ráðstafanir heima fyrir og í lyr- irtækjum. Það minnkaði tjón all verulega að margir höfðu gert ráðstafanir eftir fyrri skjálft- ann.“ - Ótlist þið annan skjálfta næstu daga eða bara núna um helgina? „Við reynum að lifa lífinu á sem eðlilegastan hátt. Nú um helgina er mikið um hátíðir á svæðinu, meðal annars Sumar á Selfossi. Hér er. tívolí í gangi og mikið um að vera. Menn halda sínu striki en undir niðri erum við við öllu búin. Síðan vonumst við til þess að heyra í fréttum eftir vísindamönnum að ástandið sé búið. Þeir hafa líka sagt að minnkandi líkur séu á stórum skjálfta. Menn fagna slíkum frétt- um og róast.“ - BJB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.