Dagur - 24.06.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 24.06.2000, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 2 4. JÚNÍ 2000 - 7 Thypr [ RITSTJÓRNARSPJALL Uinlslíind í dag oglslandígær Það eru sláandi líkindl með lýsingum á áhrifum Suðurlandsskjálftanna 1896 og því sem við lesum, heyrum og sjáum í fjölmiðlum i dag. - mynd: þök „Viðfdum þærfréttir uð í útlönd- um sé sagt frú þessu þannig að hér sé mihil ódran og fólh liggi grdtandi inni í hrrmdum húsum. Það er væntanlega hyggt ú því að jarðshjálftar af þessari stærð, 6,6 á Richter, myndu annars staðar hafa valdið slíhu tjóni. Hér er hins vegar dreifbýlið meira og svo eru ohhar hús almennt séð betur h)ggð.“ Þessi orð lét Davíð Oddsson forsætisráðherra falla á óform- legum blaðamannafundi á tröpp- um stjórnarráðsins í Reykjavík í vikunni, nánar tiltekið miðviku- daginn 21. júní árið 2000. Hann var auðvitað að tala um Suður- landsskjálftana. „Hefðu þessir áhaflega hörðu jarðshjálftar gengið yfir þétthýl lönd með stórhýsum og háreistum horgum er enginn efi á því, að menn svo mörgum tugum þús- unda ski'pti mundu hafa beðið hana, en sem hetur fer hagar öðruvtsi til hér á landi svo land- shjálftar eru ekki eins hættidegir, þó altaf geti mikiö slys af þeim hlotist." Þessi orð er að finna í meira en 100 ára gamalli samantekt og greiningu Þorvaldar Thorodds- sen á Suðurlandsskjálftunum 1896. Landskjálftar Þorvaldur skrifaði merkilega bók um þessa atburði, „Landskjálftar á Islandi", sem Hið íslenska bók- menntafélag gaf út árið 1899. Fjallar bókin á ítarlegan og afar skipulegan hátt um þessa miklu Suðurlandsskjálfta. I Ijósi at- burða undangenginnar viku, þar sem tveir Suðurlandsskjálftar hafa riðið vfir ineð stuttu inilli- bili, er gríðarlega forvitnilegt að glugga í þessa gömlu bók og sjá hversu margt er Iíkt með atburð- um síðustu viku og því sem Þor- valdur er að segja frá. I þessum efnum virðist furðu Iítið hafa breyst á rúmurn 100 árum og á köflum gætu lýsingar Þorvaldar verið teknar beint upp úr frétt- um blaða eða Ijósvakamiðla í dag. „Eg var að tala i símann þegar þessi ósköp dundu yfir. Höggið var gríðarlegt og aflið svo mikið að mann vantar lýsingarorð. Skjálftinn kastaði öllu upp, og okkur þar með. Ég hentist upp í loftið,jéll svo niðurog mérfannst loftið vera að koma niður á móti mér. Eina hugsunin var að kom- ast út lír lnísi, og það tókst sem hetur fer,“ sagði Kolbeinn Sig- urðssön, bóni á Skálmholti í Hraungerðishreppi... .Kolbeinn var staddur í húsinu ásamt tveim- ur vinnumönnum sínum, Páli Ágúslssyni og Jóni Jónssyni. Þá sakaði ekki í skjálftanum en miklar skemmdir urðu á íbúðar- húsinu að innan, hesthúsið er ónýtt, sem ogfjósið að því er talið var í gær og gömul vinnuhús að hruni komin. Sprungur liggja víða um hlaðið og í túninu í kringum bæinn.“ (Frétt í Degi 22. júní2000) „Guðmundur hóndi Guð- mundsson á Hrólfstaðahelli segir sx’ofrá landskjálftanum: „A heim- ili minu voru allir nýsofnaðir, en kl. 10,20 mín. e.m. vaknaði eg við voðalegan hrest og hljóp upp úr rúmi mtnu; skall þá framstafn baðstofunnar á mig ofan og sá ég að alt lék á reiðiskjálfi, stafir og sperrur brotnuðu og hiísið seig niður af veggjahruni. Eg hljóp þegar Jram á nærklæðum einum og hugði á undankomu; slapp eg út um gluggafót og fólkið á eftir, hálfnakið og truflað afótta. Veður var gott en loft þykt. Sáum við þá, að hús öll voru hrotin niður og jörö sprungin mjög við hæinn. Við hlupum þegar til fjóss - þar voru 3 kýr og kálfur - hafði fjósið fallið á þær ofan.“ (Landskjálftar á íslandi 1899 - tilvitnun í Þjóð- ólf frá 1896) Þessar tvær frásagnir, eða fréttir sem skrifaðar eru með meira en aldar millibili gætu sem best verið af sama atburðinum, og ef frá er talið þetta með sím- ann væri erfitt að segja til um hvor fréttin væri aldargömul og hvor ný! Þessi sláandi líkindi í lýsingum af skjálftanum og áhrifum hans á fólk og hús á svæðinu eru áberandi þegar bók Þorvaldar er lesin. Auðvitað kemur líka víða fram að aðstæð- ur og byggingar eru talsvert aðr- ar nú en fyrir 100 árum, en engu að síður getur manni ekki dulist að það sem menn voru að upp- lifa þarna er það sama og menn eru að upplifa í dag. Fjórir kippir Suðurlandsskjálftarnir 1896 samanstóðu af fjórum megin- skjálftum auk fjölmargra annarra smærri skjálfta. Sá fyrsti reið yfir um kvöldið 26. ágúst, og sá næsti kom strax morguninn eftir, þann 27. ágúst. Þriðji kippurinn kom svo ekki fyrr en 5. septem- ber og síðan sá síðasti þann 10. september. I ljósi þess að við crum búin að upplifa tvo stóra skjálfta á stutt- um tíma þar sem áhrifin urðu svona áberandi svipuð því sem lýst er í fyrstu tveimur skjálftun- um 1896, er nánast hrollvekj- andi að lesa um framhaldið í frá- sögn Þorvaldar: „Jarðskjálftamir 26. og 27. ágiíst slóu ólmg ogfelmtri á menn í austursveitum, en hrált fóru menn aó ná sér aftur og hvarf þeim fljótt allur ótti, tóku menn þá að hæta skaðann eftir megni, ogfóru að koma upp húsum, því veturinn var nærri og biíast mátti við kuldahretum og rigninum þegar tók að hausta. Veðrátta var hin blíðasta og hezta svo menn gátu starfað að húsagjörð með kappi, en á hinn bóginn var það mikill hnekkir fyrir sveitir þessar, að menn urðu að hætla við allan heyskap og hirðingu.“ Þessi lýsing hljómar óneitan- lega kunnuglega. Eru menn ekki þegar farnir að tala um uppbygg- ingu og endurbyggingu og að hugsanlega gæti aukin eftirspurn eftir vinnuafli, sem endurreisn- in krefst, komið niður á öðrum verkefnum í þjóðfélaginu, rétt eins og hún kom niður á hey- skapnum forðum? Þð er fram- liald lýsingarinnar í bók Þorvald- ar sem veldur manni dálitlum óhug: „Sjaldan fer ein háran stök og sannaðist það nú sem oftar. Hörmungamar vom ekki úti enn. Laugardagkvöldið 5. september hristist Suðurlandsundirlendið enn á ný af voðalegum jarð- skjálfta, sem gjörði engu minna tjón en hinir fyrri. Nú hafði aðal- svæði hræringa færst vesturá hog- inn og þau héruð á undirlendinu, sem áður höfðu aðeins orðið fyrir litlum skemdum, fengu nú hina verstu útreið og áfelli, si'o tjónið í vestursveitum varð nú engu minna eða jafnvel meira en áður hafði orðið austurfrá. Laugar- dagskippurinn kom eins og fyrsti jarðskjálflinn seint um ki'öld um kl. 11 þegar menn voru nýháttað- ir og var hann lang harðastur um Skeið, Holt og Flóa, tók hann með fullu afli vjir miklu stærra svæði heldur enfyrri kippirnir og nijög harður var hann um undir- lendið alt. “ Og fjórði kippurinn átti eftir að ríða vfir fimm dögum síðar og fannst hann um Suðurlandsund- irlendið allt en gerði mestan skaða í Hraungerðisprestakalli samkvæmt Þorvaldi Thoroddsen. Kunnuglega athugasemd má einnig sjá í tengslum við þennan skjálfta hjá Þorvaldi: „Jarðskjálfti þessi hafði mikið áhrit’ á hvcri og Iaugar víðast um undirlendiö en mest þó á hverina nærri Hauka- dal, sem síðar mun frá sagt.“ Sálræna áfallið Ut frá lýsingu Þorvaldar er auð- velt að ímynda sér það sálfræði- Iega áfall sem fólk almennt hef- ur orðið fyrir, sérstaklega þegar þriðji skjálftinn reið vfir. 1 þann mund sem menn eru að byija að vinna sig út úr fýrri skjálftunum dembist annað áfall vfir og svo enn annað. Þá þekktist auðvitað engin áfallahjálp eins og í dag. Þorvaldur kemur m.a. inn á þennan andlega þátt í bókinni, eins og raunar svo margt annað: „Það hefur verið vikið að því hér að framan hve mikil áhrif jarð- skjálftamir höfðu á taugakerfi manna, hæði karla og kvenna, þó mest á konur, svo sumum lá við vitfirringu, en sumar voru lengi á eftir i’eikar af svefnleysi, lijart- slætti og annarri taugaveiklun." Og á öðrum stað í bókinni vitnar hann í Isafold frá 1896 þar sem segir: „Það sem lagðist þ)'ngst á menn meðan jarðskjálftarnir stóðu yfir, var kvíðinn fyrir meiru af sama tagi, enda voru flestir hræddari í seinni ldppunum en hinum fyrri og furða var að allir skyldu ná sér aftur svona hér- umbil, eins og sumir urðu hrædd- • (t ir. Þó finna megi margt í lýsingu Þorvaldar Thoroddsen af ástand- inu fyrir 100 árum sem á sér samsvörun í nútímanum þá er líklega ekkert sem á jafn mikið við í báðum tilfellum og þetta með kvíðann. Auðvitað eru eng- ar tvær Suðurlandsskjálftahrinur eins og því er varasamt að draga of miklar ályktanir um þessa skjálftahrinu út frá hrinunni 1896. 1 dag höfum við auk þess miklu meiri vitneskju um eðli þessara skjálfta og vísindamenn fvlgjast grannt með hreyfingum í jarðskorpunni, þannig að kvíð- inn er e.t.v. ekki eins sterkur nú og þá. Kvíöinn Engu að sfður iiggur fyrir að hættuástandið er engan veginn Iiðið hjá og skilaboðin sem reynslusögurnar frá 1896 senda nútímanum eru hiklaust þau, að reyna að vera undir það búinn að nýr skjálfti gæti komið. Kvíðinn sem lýst er í Isafold f\'rir rúmri öld og við þekkjum svo vel í dag, vex ekki við það að við gerum eitthvað til að verjast eða kynna okkur rétt viðbrögð í hugsanleg- um skjálfta, hcldur þvert á móti ætti hann að minnka. Auk þess er einfaldlega Iítið annað sem við getum gert í málinu því við ráð- um jú engu um sjálfan skjálft- ann. Sú staðreynd kemur ein- mitt vel fram í spaklegum um- mælum Þorvaldar Thoroddssen. ummælum sem eru enn í fullu gildi þrátt fyrir háan aldur: „Það gjörir jarúskjálftana hræðilegri en flesta aðra náttúruviðburði, að þeir koma svo snögt og hart, að hver einn finnur, að þar er allur máttur manna og hygni ekkert og einskis virði. Svo var um jarð- skjálftana 1896, að þeir dundu yfir alt í einu, fjrirvaralaust, og menn voru því minna við því húnir, þar sem liðin var meira en öld síðan harðir og skaðlegir land- skjálftar höfðu gengið um þessi bygðalög. “

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.