Dagur - 23.08.2000, Page 13

Dagur - 23.08.2000, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2000 - 13 Tk^«r Venjuleg húsmóðir gerir ekki svo mikinn greinarmun á tegundum svo lengi sem fiskurinn er hvítur.“ Miklar væntingar eru varðandi kræklingaeldi og er það nú þegar hafið á nokkrum stöðum á land- inu. Einar telur að fyrir Vestfirð- inga séu möguleikar á kræklinga- rækt miklir og sú tilraun sem nú þegar hefur verið gerð á kræk- lingaeldi Iofar góðu. Þá hafa menn gert tilraun með þorskeldi fyrir vestan og hefur sú tilraun heppnast vel. Aðrar tegundir sem menn hafa nefnt og telja að unnt sé að ala í strandeldi eru: Lúða, hlýri, barri og sandhverfa. Þá telja menn að sæeyra sé vænlegur kost- ur og þá sérstaklega vegna hás verðs og lítillar framleiðslu í heim- inum. Gallarnir eru hins vegar að mikil afföll eru á sæeyrum og vaxt- artíminn er langur. Hins vegar þarf greinin á fagfólki að halda og á því mesta möguleika hér á landi. Auk hefðbundinnar notkunar á fiskafurðum benda menn á roð og skartgripi úr sæeyrum í því sam- bandi. Fiskeldi ætti þvf að vera raunhæfur kostur fyrir Vestfirð- inga og telja menn að næsta skref sé að gera nánari rannsóknir auk þess sem nauðsynlegt sé að kynna kosti Vestfjarða með vel gerðum viðskiptaáætlunum og markaðs- rannsóknum sem gefa raunveru- lega mynd af þeim möguleikum og tækifærum sem Vestfirðir búa yfir. Vaniðar þörf En hvað segja fræðingar um möguleika okkar á sviði fiskeldis og er það virkilega sú gróðalind sem talað er um eða höfum við spólað til baka og hafið gamalt ævintýri. „Eg held að menn eigi að fara varlega í þessum efnum. Ég hef reyndar ekki komið nálægt þessu núna en ég tók virkan þátt í laxeldi hér áður fyrr og er ekki búin að gleyma þeim hörmungum sem þá riðu yfir. Það er ekkert sem ég hef séð sem bendir til þess að aðstæður séu betri í dag en þær voru hér áður en það er eins og enginn vilji kannast við það sem þá gerðist og menn ætla að taka upp þráðinn eins og ekkert hafi gerst ,“ segir Jón Kristjánsson, fiskifræðingur. „Veðurfar hér við land hefur ekki breyst en hér áður fyrr fóru kvíarnar illa í verstu veðr- um. Þoldu kvíarnar veðrið þá var laxinn að drepast úr sjóvciki vegna þess að hann komst ekki niður úr öldunni og barðist til dauða í kví- unum.“ Jón tekur undir gagnrýni stang- veiðimanna um að alltaf sé eitt- hvað um að eldislax sleppi úr kví- urn og ekld sé gott að blanda hon- um saman við hinn villta íslenska stofn. „Menn tala um að ekki séu neinar kvíar í nágrenni við veiði- árnar svo það séu ekki miklar lík- ur á því að hann fari saman við ís- lenska stofninn. En það má ekki gleyma að laxinn getur synt langar vegalengdir og það er þvf fátt sem kemur í veg fyrir að hann blandist við íslenska stofninn.“ Siðbótar krafist hjá skotveiðiinömiiiiti Formaður skotveiði- míuma hvetur veiði- menn til að fylgjast með svðrtum sauðum og kæra þá. Ólögleg og hættuleg iðja að skjóta úr hílum á gæs. Sigmar B. Hauksson, formaður skotveiðimanna, segir athugandi að skoða í fullri alvöru hvort fresta ætti byijun gæsaveiðitfm- ans fram til 1. september á til- teknum svæðum. Formaður Skotveiðifélags Patreksfjarðar sagði í Degi nýverið að gæsaung- ar á Vestfjörðum væru oft svo stutt komnir í þroska að óprúttn- ir veiðimenn skytu þá hálffleyga og kjötlitla. „Ég er nú búsettur á Vestíjörð- um að hluta til og veiði þarna töluvert mikið þannig að ég þekki vel til. Helstu rökin fyrir óbreyttum veiðitíma eru að heið- argæsaveiðitíminn er svo stuttur að hálendið getur hreint og beint lokast f byrjun september. l litt er annað mál að sum árin er fugl- inn fyrir vestan afar rýr og ung- arnir litlir. Við höfum hins vegar viljað trúa því að menn séu sem minnst að skjóta á sitjandi fugl. Allar heiðarlegar skyttur skjóta fuglinn á flugi og fjölmargir veiðimenn hefja ekki veiðar fyrr en upp úr mánaðamótum, en það er rétt að skoða þetta nánar," segir Sigmar. Svartir sauðir Mikill meirihluti skotveiðimanna er til fyrirmyndar að mati Sig- mars en innan um eru svartir sauðir. Formaður Skotveiðifélags Patreksfjarðar sagðist vita dæmi um að óprúttnir veiðimenn smali gaesarungum saman og skjóti þá ófleyga og Sigmar kannast við fleiri ljót dæmi. Þeir sem þetta gera séu að fremja skýlaus lög- brot og slík máli eigi að kæra til lögreglu. „Það er einkum fyrir vestan sem ég hef tekið eftir þeirri hvimleiðu iðju að gæsir séu skotnar út um bílglugga. Þetta er í fyrsta lagi bannað, í öðru lagi eru menn oft með of léttar kúlur eða 22. Þetta er hel- vítis ósiður og aðrir veiðimenn, heiðarlegir og góðir, verða að vera harðir á því að kæra þetta. Það er líka stórhættulegt að skjó- ta svona á láglendi með rifflum, nálægt fé og fólki." Umliverfisvemd Þetta háttalag verður að sjálf- sögðu einnig til þess að veiði- maðurinn greinir ekki úr stálp- aðan fugl og ófleyga unga en Sig- mar segir að með því að skjóta aðeins á flugi, hljóti íijglinn að vera ágæt bráð. „Stóra málið hjá okkur núna er siðbótin eins og ég kalla hana. Við skorum á menn að hirða upp skothylkin sín, aka ekki utan vega og þeir sem eru með hálfsjálfvirk hagla- vopn eru beðnir um að vera með pinnann í byssunum þannig að þær séu aðeins þriggja skota. Við viljum vera umhverfisvænir og gera okkar menn að bctri veiði- mönnum, enda er það líka miklu skemmtilegra," segir Sigmar B. Hauksson. - BÞ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.