Dagur - 24.08.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 24.08.2000, Blaðsíða 4
4 -FIMMTUDAGVR 2 4. ÁGÚST 2000 Xtoptr |. FRÉTTIR LA mim hvetja tíl sniglaáts LeiMélag Akureyrax kynuti í gær verkefni vetr- arins. Dagskrá vetrarins verður óvenju þéttskipuð og er það meðal annars vegna samstarfs leikfé- lagsins við Leikfélag ís- lands. Sniglaveislan efir Ólaf Jóhann Ólafsson er án efa það verk vetrarins sem mesta athygli vekur. Það samstarf hefst með sýningum á Stjömum á morgnunhimni nú í byrjun september. Sú sýning hefur verið sig- urför um heiminn undanfarin tuttugu ár og ekki voru viðtökur íslenskra áhorfenda síðri. Sú sýning skartar mörgum þekktum leikurum af yngri kynslóðinni og ber þar að nefna, Eddu Björgu Eyjólfsdóttir, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur og Gunnar Hansson. „Við höfum gert samstarfssamning við Leikfélag Islands um nokkur verkefni en þau munu verða sett fyrst upp hér og síðan í framhaldinu fara þær í Iðnó. Fyrsta sýningin í því samstarfi er Saga um Pandabirni, sögð af saxófónleikara sem á kærustu í Frankfurt. Þeirri sýn- ingu verður leikstýrt af Magnúsi Geir Þórðarsyni og Ieikararnir í sýningunni koma að sunnan," segir Sigurður Hró- arsson, leikhússtjóri. Leikhúsgestum á Akureyri kemur því ti) með að standa til boða fleiri sýningar en venjulega en á móti verða sumar sýningar aðeins sýndar í takmarkaðan tíma. Sniglaveisla í leikhúsinu Athygli vekur að á dagskrá vetrarins eru tvö ný íslensk verk. Hið fyrra er Sniglaveislan, eftir Ólaf Jóhann Ólafs- son, fært í leikbúning af Sigurði Hró- arssyni í samvinnu við Ólaf Jóhann sjálfan. Þar munum þau Sunna Borg og Gunnar Eyjólfsson láta ljós sitt skína. „Eg frétti það nú bara svona eft- ir á að þegar Gunnar Eyjólfsson hafði lesið bókina í fyrsta sinn hringdi hann í Ólaf Jóhann og sagði að þetta verk ætti að setja í leikgerð og hann ætti að leika aðalhutverkið. Gunnari hefur því orðið að ósk sinni." Eins og nafnið gefur til kynna þá verður í Ieikritinu boðið til sniglaveislu og til þess að leyfa áhorfendum að vera með hefur Sigurður gert samning við Karólínu Resturant um að sjá um veitingar fyrir leikhúsgesti og að sjálfsögðu verður boðið upp á snigla. „Við munum ráð- leggja öllum að borða snigla," segir Sigurður við mikla kátínu viðstaddra. Sniglaveislan verður frumsýnd í lok janúar og sýnd bæði hjá LA og í Iðnó. Síðari íslenska frumsýningin verður Ball í Gúttó eftir Maju Árdal, leikhús- stjóra í Toronto. Leikritið verður frum- sýnt á ensku í Kanada fyrr á leikárinu en í apríl mun Maja frumsýna það í fæðingarbæ sínum. Verkið fjallar um akureyríska fjölskyldu og kynni hennar af amerískum hermönnum. Þá verður nú í október frumsýnt leikritið Gleðigjafarnir sem fyrir nokkrum árum sló í gegn í Borgarleiks- húsinu. Verkið hefur nú verið fært í nýjan búning en Gísli Rúnar Jónsson hefur breytt því og fært það til nútím- ans og það sem meira er. Núna gerist það á Akureyri. AHir nema Hilmir Starfsemi vetrarins hefst í dag með frumsýningu Norðuróps á Sæma sirkusslöngu. „Sú sýning er reyndar ekki á okkar vegum en við leggjum henni til húsnæði og tæknifólk. Hins vegar er verið að athuga hvort grund- völlur sé fýrir óperu næsta sumar og munum við þá taka þátt í þeirri sýn- ingu. M.a. í gegnum kór LA,‘‘ segir Sig- urður Hróarsson. Eitt er víst að framundan er spenn- andi leikár sem um 30 leikarar munu taka þátt í. Akureyringar meiga því eiga von á að sjá margar af stjörnum Leik- félags Islands á fjölum Samkomuhús- ins í vetur en þeir sem vilja sjá Hilmi Snæ verða trúlega að bíða eitt árið enn. - GJ FRÉT TA VIÐTALIÐ Ekki kvað Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra upp úr með það í gær á aðalfundi kúabænda, hvort leyfa ætti innflutn- ing á fósturvísum úr norskum kúm. Sutmlenskir kúabændur eru orðnir pirraðir út í landbúnaðar- ráðherra að úrskurða ekki, en þeir vilja norsku kýmar. í pottinum telja menn að þama, eins og stund- um áður, séu menn að hengja bak- ara fyrir smið. Það er ekki Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem þama ræður ferðinni heldur Davíð Oddsson forsætisráðherra. Af enn óútskýrðri ástæðu lagði hami hátlðarræðu sína 17. júní 1999 undir þá hugsjön sína að vera á móti innflutningi fósturvísa úr norskum kúm... Guðni Ágústsson. í pottinum heyrist að margir - ekki síst þeir sem tengjst Tali á einhvem hátt - undrist þá bíræfni Símans GSM að auglýsa grimmt að þeir rukki einungis fýrir eina sekúndu í einu, sem sé nú eitthvað annað en keppinautamir geri og að memi eigi ekki að sætta sig við minna. í venju lega símkerfinu rukkar Landsíminn nefnilega fyrir skref, eða hverjar byrjaðar ákveðið margar sekúndur, rétt eins og Tal mun gera hjá sér. í pottinum kalla menn þetta að refurinn sé að veiða alveg upp við grenið og spyrja að hætti Símans GSM, hvers vegna menn eigi að sætta sig við skrefagjald í almenna símkerfinuL. Egill Helgason er vökull maður og þegar hann var að spássera niður Laugaveginn síðastliðinn sunnu- dag sá hann kunnuglegt andlit koma út úr bókabúð Máls og menningar. Egill þekkti þar Willi- am Hague, formann breska íhalds- flokksins, vatt sér að honum og pantaði viðtal sem Hague samþykkti. Egill hringdi samstundis á myndatökumann Skjás Eins og viðtalið var tekið örskömmu síðar uppi á Skólavörðuholti. Hague mun hafa verið hér í leyfi á íslandi ásamt konu sinni, og koma hans fór framhjá öðrum fjölmiðlum... _____________ Helgason. Of fálr kennarar útskrifaðir Ingibjörg Sólrún Gisladóttir borgarstjóri Kennaraskortur veldur sveitaifélögunum eifiðleik- um. ÍReykjavíkvantarekki nema um 40 kennara í um 1200 kennarastöðurí borginni. Skipulags- breytingarfylgi launa- hækkun kennara - Kennaraskortur er árlegt vandamál jyrir skólana. Hvað þarf að gera til að eyða þessu mikla vandamáli? „Sjálfsagt eru ekki til neinar patent lausn- ir og allra síst eitthvað sem virkar strax á þessu hausti. Þetta er hins vegar mál sem þarf að taka á afalvöru og leysa á komandi árum. Eg tel að brýnast sé að útskrifa fleiri- kennara. Vandamál okkar í sveitarfélögun- um er að við rekum bæði leikskóla og grunnskóla þar sem skortir menntað vinnu- afl. Það er gerð mikil krafa til sveitarfélag- anna aðkoma upp viðundandi dagvistun fyr- ir börnin. Hins vegar er ekki útskrifað nema brot af þeim leikskólakennurum sem við þurfum á að halda. Alveg það sama er hvað grunnskólann varðar. Það er verið að lengja skóladaginn með löggjöf meðal annars og það eru gerðar auknar kröfur um þjónustu skólanna. Á sama tíma er menntakerfið ekki f stakk búið til að útskrifa þann fjölda fólks sem við þurfum til starfa inn á þessum stofnunum. Ég vil þó taka það fram að við í Reykjavík stöndum betur að vígi en mörg önnur sveitarfélög. í borginni eru um 1200 kennarastörf og okkur vantar nú um 40 kennara sem er um 3% og það telst ekki mikið miðað við ýmsa staði á landinu" - Ertu þar með að segja að það sé frekar kennarasliortur en lág laun sem valda því hve erfitt er að manna kennarastöður við skólanna? „Það er hvort tveggja. Vissulega hafa laun- in sitt að segja í þessu sambandi líka. Þegar mikil eftirspurn er eftir vinnuafli, eins og nú er, og mikil þeosla þá er ýmislegt í boði hjá einkafyrirtækjum sem opinberir aðilar geta ekki keppt við. Við gerum kjarasamninga hvort heldur er við Ieikskólakennara eða kennara og höldum okkur við þá og getum ekki farið að bjóða í fólk eins og einkafyrir- tæki gera. Á móti kemur svo að þessir samn- ingar okkar halda þegar niðursveiflan kemur en það vill stundum gleymast í allri umræð- unni. Ég er aftur á móti þeirrar skoðunar að grunnskólakennarar hafi dregist aftur úr sairhærilegum háskólamenntuðum stéttum í launum. Þar þarf að gera bragarbót á. En ég er jafn staðráðin í því að þessi launabreyt- ing sem þarf að gera verður að haldast í hendur við nauðsynlega skipulagsbreytingu í skólunum. Ég held að það séu fáar stofnan- ir með eins niður njörvað vinnuskipulag vegna ákvæða kjarasamningaog skólamir.“ - Nefndu mér dæmi? „Tökum dæmi af kennara sem er með kennsluskyldu upp á 28 stundir á viku sem samsvarar tæplega 19 klukkustundum. Til undirbúnings kennslunni hefur hann svo rúmlega 13 klukkustundir á viku. Þessu til viðbótar koma svo rúmlega 5 klukkustundir í önnur störf sem kennarinn ráðstafar sjálf- ur og svo hefur skólastjórinn 3 klukkustund- ir til ráðstöfunar í önnur störf en kennslu. Það eru alltaf að koma nýir og nýir hlutir inn í skólana og auknar kröfur eru gerðar til þjónustu þeirra en þetta fyrirkomulag á vinnutímanum setur skólastarfinu afskap- lega miklar skorður." - Ef þessi kennaraskortur heldur áfram væri hægt að fara aftur út í tvísetningu skólanna? „Nei, það er ekki hægt. Bæði vegna laga og eins er búið að lengja skóladaginn svo mikið að það verður ekki aftur snúið til tví- setningar. Það sem verður að gera að að bæta launakjör kennara og að það haldist í hendur við nauðsynlegar skipulagsbreyting- ar inn í skólunum. Þetta tvennt verður að fara saman. - S.DÓR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.