Dagur - 24.08.2000, Blaðsíða 15

Dagur - 24.08.2000, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2 0 0 0 - 1S Uaimir LÍFID í LANDINU Fomri arfleifð leggjum lið ÞeirJói í Stapa og Sigurður Sigurðar- son eiga alveg örugglega eftir að taka lagið á lands- móti hagyrðinga MYND GUN. Hagyrðingaraföllu landinu leiða saman hesta sína í land- námilngólfs næsta laugardags- kvöld. „Etið verður, ortog kveð- ið“, eins og segirífréttabréfifrá samtökunum og einnig verður dansaðfram til óttu. Kannski verðurdúllið líka endurvakið.Jói í Stapa er landsþekkturhagyrð- ingur, hann segirnánarfrá því semframundan er: Fomri arfleifð leggjum lið lífgum snjalla stöku. I hennar þdgu höldum við hagyrðingavöku. Geysimargt á góma ber gamanleikur orða, kerksnishnútum kannski er kastað milli borða. Höfuðstafi og stuðla hér sttlar hver sem vildi. Þessifoma íþrótt er enn ífullu gildi. Orðin hvöss en einnig hlý em rímifalin þegar stakanfrjáls ogfrí flýgur }fir salinn. Þannig Iýsir Jói andrúmsloftinu á samkom- um hagyrðinga, eins og þeirri sem blásið er til á laugardagskvöld. Hann segist reikna með veislu fyrir sál og Iíkama og hefð sé fyrir því að borða lambakjöt á svona landsmótum. Ekki þarf að efast um að ósýkt kjöt verði á borðum því fyrrverandi yfirdýralæknir, Sigurður Sig- urðarson er í forsvari fyrir mótið. „Sigurður er í stafni núna þar sem mótið er í landnámi Ing- ólfs, við skiptum þessu með okkur eftir lands- hlutum.“ Einn dagskrárliður samkomunnar heitir einmitt: Landshlutar yrkjast á, þar koma fram fulltrúar af hveiju landshorni og kasta á milli sín stökum. Annars eru allir samkomu- gestir óbeinir þátttakendur í dagskránni því á aðgöngumiðunum er fyrripartur sem menn eiga að spreyta sig á og skila botnum þegar dansinn hefst. Þeir bestu verða kynntir í dans- hléi. Sérstök yrkisefni kvöldsins eru: Menn- ingarborgin, Valkyrjur á valdastólum og Sel- tjamames og sundin blá. Athygli vekur í prentaðri dagskrá að böm ætla að kveða gaml- ar stemmur. Jói í Stapa er spurður nánar út í það atriði. „Já, þama koma fram þijú böm sem hafa kveðið saman og það er stór- skemmtilegt atriði. Þau voru í Kringlunni í sumar og það var eins og bylgja færi eftir ganginum, því fólk streymdi að til að hlusta. Sérstaklega voru krakkar hugfangnir af að heyra jafnaldra sína kveða." Nýrdúllari? Jói segir Kvæðamannafélagið Iðunni verða með fulltrúa á staðnum og býst við að teknar verði nokkrar tvísöngsstemmur enda séu þær einna skemmtilegastar rímna. Hann segir sal- inn líka verða leiddan í rímnasöng og giskar á að Hólastemma verði látin hljóma enda þekki hana allir. „Söngur skipar alltaf stóran sess á samkomum okkar og við verðum með ágæta forsöngvara, þá Bjama Valtý Guðjónsson og lnga Heiðmar Jónsson. Svo er veislustjórinn, Ólína Þorvarðardóttir, „galdrakona", góður liðsmaður í söng og hún stjómaði síðasta landsmóti sem haldið var hér í Reykjavík af mikilli röggsemi." Fleira vekur forvitni blaðamanns þegar hann les dagskrá landsmóts hagyrðinga. Til dæmis „Dúllarinn frá Klasbarða" og Jói er því spurður: - Hvað er dúllari? „Dúllið er sérstök sönglist sem fundin var upp af fömmanni á nítjándu öld er gekk undir nafninu Gvendur dúllari. Hún hljómar eins og það gúlgri í vatni, undir vatnsbakka og tón- ar fylgja með. Það er stutt síðan fólk er gengið hjá sem heyrði karlinn dúlla og einn maður er að æfa þetta. Við erum að vona að fleiri gefi sig fram sem kunna þessa list því við viljum bjarga henni frá gleymsku." Það er óhætt að segja að hagyrðingar séu þjóðlegir í hæsta máta. Þannig heitir eitt atrið- ið „Kveðist á (skanderast) og þar em allir gest- ir þáttakendur. Hvað skyldi þetta vera: „Þetta er gömul íþrótt. Menn fara með vísu sem byrj- ar á sama staf og sú vísa sem næsti á undan endaði á. Þetta eru vísur sem orðnar eru til áður og ekki ætlast til að menn yrki þær á staðnum," segir Jói og heldur áfram: „Þetta er það sem fólk skemmti sér oft við á heimilum á árum áður.“ Heiðursgestur á Iandsmóti hagyrðinga verður Guðmundur G. Þórarinsson „heiðurs- vísnavinur" en Jói segir alla sem yndi hafa af vísum eiga erindi á samkomuna, hvort sem þeir yrki eða ekki og hann býst við íjölmenni. „Yfirleitt mæta svona 170-250 manns en við búum okkur undir að það geti orðið fleira núna þar sem mótið er í Reykjavík.“ Spurður hvort hann eigi ekki von á bragsmiðnum góð- kunna Andrési Valberg svarar hann: „Jú, ég reikna fastlega með því. Þá er Bleik brugðið ef hann lætur ekki sjá sig!“ GUN. IMENNINGAR LÍFID Skemmdarverk eða gjðmmgur Það vakti athygli VákfsVMats þegar ónefndur málarameistari gerði sér ferð í Listasafnið á Akureyri fyrir skemmstu og heillaðist mjög af verki myndlistarmannsins Halldórs Ás- geirssonar „Kærleika" sem er verka eitt á sýn- ingunni Dyggðimar sjö að fornu og nýju, en þeirri sýn- ingu lýkur 27. ágúst næstkom- andi. Þetta Kærleikur. væri ekki í frásögur færandi, nema af því hvað hann (fyrr- nefndur málarameistari) sneri uppá, kýldi og kleip í kærleik- ann, með þeim afleiðingum að listaverkið stórskemmdist og sá verulega á gólfi og veggjum listasafnsins eftir atganginn. Þegar gengið var á málara- meistarann eftir svörum við því hvaða tilgangi þetta þjónaði, sagðist hann vera listamaður og sér þætti eðlilegt að „bæta við“ annarra verk og lagði til að litarefnispollurinn fengi að liggja áfram á safiiinu. Starfs- menn safnsins voru auðvitað slegnir yfir athæfinu og veltu fyrir sér hvort hugsanlega þyrfti vopnaða verði í Lista- safnið til að veijast listamann- stilburðum Akureyringa. Skapari verks- ins, myndlistar- maðurinn Hall- dór Ásgeirsson, hafði hins vegar verið víðsfjarri góðu gamni þegar atburður- inn átti sér stað, nánar til- tekið á Græn- landi. Hann hafði því enga hugmynd um verknaðinn þegar hann var inntur eftir því hvað honum findist um slíkt skemmdarverk, sló á Iétta strengi og sagði að sér þætti þetta bara skemmtilegt uppátæki. Eftir stendur spurningin hvort þetta hafi verið skemmdarverk eða gjörningur. Ha/ldór Ásgeirsson. Grafir fyrir lifandi fólk Man nokkur eftir Nagorno-Kara- bakh? Líklega fáir. En fyrir tæpum áratug mátti vart opna fyrir fréttatíma án þess að heyra tíðindi af átökum Armena og Azera í þessu af- skekkta fjallahéraði austur í Asfu, enda fóru hundruð þús- unda manna á flótta undan víg- vélunum - svipað og seinna gerð- ist í Kosovo. Eftir að samið var um vopnahlé hættu starfsmenn hinna alþjóðlegu miðla, sem ráða öðrum fremur fréttaflutningi af eymdarsvæðum í heiminum, að hafa áhuga á þessum útnára jarðarinnar. Síð- an hafa fáir heyrt minnst á Nagorno- Karabakh. Samt er þetta hérað enn á sínum stað, enn umdeilt og án eiginlegs friðar. Og enn bíður Ilóttafólkið eftir því að komast heim. Um það leyti sem Sovétríkin voru að leysast upp hófust bardagar á milli Azera og Armena út af Nagorno-Karabakh sem MEIMNINGAR VAKTIN Eiías Snæland Jónsson skrifar telst til Azerbajdan en var einkum byggt Armenum. Eftir nokkurra ára átök höfðu Armenar vinning- inn á árunum 1992 og 1993 og hröktu Azera meðal annars frá þorpum sínum og samyrkjubú- um. Vegna stríðsátakanna lögðu hundruð þúsunda á flótta; sumir segja tölu flóttamanna hafa verið nærri einni milljón. Samið var um vopnahlé árið 1994, en ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi um frið, hvað þá að tryggja að flóttafólkið geti snú- ið heim aftur. Það býr því enn í fátæk- legum flóttamannabúðum á tugum staða í Azerbajdan og lifir í voninni. Moldargrafir Meðal þeirra sem nýverið hafa lýst ástandinu hjá því flóttafólki sem verst er sett, er fréttamaður New York Times, en hann heimsótti lýrr á þessu sumri búðir fjölskyldna sem býr við allsleysi. Sums staðar hefur fólkið lifað í átta ár í eins konar moldargröfum. Aðrir hafast Þetta svefnpláss var eitt sinn hluti afjárn- brautarlest. við í yfirgefnum járnblautarklefum sem áttu að veita þeim skjól í skamman tíma en hafa orðið heimili þeirra árum sam- an. Þarna hafa margir dáið, ekki síst eldra fólk og smábörn sem hafa ekki fengið nauðsynleg lyf. Landið sjálft er fátækt og undir harð- stjórn fyrrum KGB-foringja - en þeir eru sem kunnugt er frekir til valdanna í löndum sem áður tilheyrðu Sovétríkjun- um. Aðstoð alþjóðasamfélagsins er tak- mörkuð og engin lausn í sjónmáli. Það er vissulega auðvelt fyrir umheim- inn að gleyma vandræðum á borð við þau sem þjaka flóttafólkið frá Nagorno- Karabakh. Það gerist nánast af sjálfu sér þegar fjölmiðlar fá áhuga á nýjum vand- ræðastað á jarðarkringlunni. En það er hollt að minnast þess í allsnægtunum á Islandi að eymd fólks gufar ekki upp þótt hún hverfi úr af sjónvarpsskjánum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.